Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 67
DAGSKRÁ 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 67 Hundskammaðir af Siggu Ben Mánudagurinn tólfti apr-íl markaði tímamót í Ís-landssögunni. Þá var kynnt skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis sem hefur vægast sagt verið í sviðsljósinu í vik- unni af afskaplega eðlilegum ástæðum. Nefndarmenn kynntu skýrsluna á blaðamannafundi í eins grófum dráttum og hægt var en af nógu er að taka, skýrsl- an er auðvitað ríflega tvö þúsund blaðsíður. Ríkissjónvarpið var mætt á stað- inn og sýndi beint frá blaða- mannafundinum. Jóhanna Vig- dís Hjaltadóttir var að sjálfsögðu send á staðinn enda fundurinn í Iðnó, steinsnar frá hennar lög- heimili, Alþingi. Hún fékk þó lítið að segja og gera þar sem fundur- inn snerist um að nefndarfólkið kynnti skýrsluna. Öll stóðu þau sig með sóma en einn nefndar- meðlimur heillaði mig meira en aðrir og átti í raun sjónvarps- framkomu ársins hingað til. Það var Sigríður Benediktsdóttir. Sigríður er búin að vera að skrifa skýrsluna ásamt nefndinni í ríf- lega ár og hefur því þurft að fara yfir og túlka allan þann skít sem útrásarvíkingarnir og bankavit- leysingarnir voru komnir með upp á bak. Sigríður var ekkert að fela tilfinningar sínar þegar hún kynnti skýrsluna enda eng- in ástæða til. Það sem stendur í þessari skýrslu er margt hrein- lega ógeðfellt. Sigríður var orð- hvöss og hækkaði sérstaklega raust sína þegar hún talaði um hvernig staða bankanna, þegar bólan var sem stærst, jafnaðist á við sjöfalda þjóðarframleiðslu Íslendinga. Hún í raun og veru hundskammaði alla þessa vit- leysinga í beinni útsendingu, í lit og með hljóði. Það þarf heldur ekkert minna að því er virðist. Nánast hver og einn einasti maður sem nefndur er í þessari skýrslu bendir á næsta mann og tekur enga ábyrgð. Margir hverjir virðast líka ein- faldlega veruleikafirrtir. Viðtalið við Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstöðumann Fjármála„eftirlits- ins“, á RÚV sama dag sýndi það bersýnilega. Maðurinn sem átti að standa vörð um fjármálageir- ann en gerði ekki neitt sér ekki eftir neinu. Fyrsti maðurinn til að segja sorrí kom þó úr óvæntri átt. Björgólf- ur Thor, sjálfskipaður útlending- ur sem áður hefur sagst lítið sem ekkert hafa með hrunið að gera, baðst afsökunar í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Ég get auðvit- að ekki fullyrt neitt en eitthvað segir mér að dýrasti glasahald- ari landsins, Ásgeir Friðgeirs- son, hafi alfarið séð um ritun þess bréfs. Þér er allavega ekki fyrirgefið, Björgólfur Thor. Ekki af mér. En ég er bara einn maður. TÓMAS ÞÓR HEILLAÐIST MIKIÐ AF SIGRÍÐI BENEDIKTSDÓTTUR VIÐ KYNNINGU HRUNSKÝRSLUNNAR. PRESSAN DATE NIGHT n IMDb: ekki til n Rottentomatoes: 55/100% n Metacritic: 53/100 CLASH OF THE TITANS n IMDb: 6,6/10 n Rottentomatoes: 29/100% n Metacritic: 39/100 FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR Hin sígilda gamanmynd Top Secret! með Val Kilmer í aðalhlutverki er á dag- skrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Hún fjallar um rokkkónginn Nick Rivers sem fer til Austur-Þýskalands áður en múr- inn féll til þess að koma fram á mikilli menningarhátíð. Það sem hann veit ekki er að þessi hátíð er hins vegar yfir- skyn og einungis haldin til þess að villa um fyrir fólki því skipuleggjandi hennar ætlar sér heimsyfirráð. Nick dregst inn í atburðarásina og reynir að bjarga heim- inum. Top Secret! var gerð árið 1984 af þrí- eykinu frækna Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker sem áður höfðu gert grínmyndina Airplane! og áttu seinna eftir að framleiða meðal annars Naked Gun-myndirnar frægu. Abra- hams leikstýrði myndinni og endurtók þann leik með nokkrum vinsælum gam- anmyndum næstu ár á eftir, þar á meðal Hot Shots-myndirnar, Big Business og Ruthless People, en hefur nánast ekkert komið nálægt kvikmyndagerð síðasta ríflega áratuginn. Abrahams kom þó að handritaskrifum Scary Movie 4 og er viðloðandi gerð fimmtu myndarinnar í þeirri seríu sem nú er í bígerð. Val Kilmer þótti standa sig afskap- lega vel í hlutverki Rivers í Top Secr- et! en þetta var fyrsta mynd leikarans. Hann lék í framhaldinu í nokkrum myndum það sem eftir lifði níunda ára- tugarins, þeirra þekktust Top Gun. En það var í hlutverki Jim Morrison í kvik- myndinni The Doors frá árinu 1991 sem Kilmer sló fyrst í gegn í Hollywood. Nokkrum árum seinna lék hann sjálf- an Batman í myndinni Batman Forever en hefur í seinni tíð mátt muna sinn fífil fegurri hvað kvikmyndahlutverk varðar. Á þessu ári og næsta eru þó væntanleg- ar fjölmargar myndir sem Kilmer leik- ur í og vonandi að stjarna hans rísi á ný með einhverri þeirra. Í SJÓNVARPINU UM HELGINA STRÁKARNIR Í BEINNI n Strákarnir okkar eru komnir heim til þess að spila tvo æfingaleiki og það við enga aukvisa. Besta landslið sögunnar, heims- Evrópu- og ólympíumeistarar Frakka, etja kappi við Ísland á föstudag og laugardag. Bæði lið stilla upp sínum sterkustu mönnum að undanskildum Guðjóni Val hjá Íslandi sem er meiddur. Báðir leikirnir eru í beinni á RÚV. Sá fyrri á föstudagskvöldið klukkan 20.10 og sá síðari á laugardaginn klukkan 16.00.. STÖÐ 2 EXTRA SJÓNVARPIÐ 14:20 The Doctors 15:00 The Doctors 15:40 The Doctors 16:20 The Doctors 17:05 The Doctors 17:45 Wipeout USA 18:30 ET Weekend 19:15 Ísland í dag - helgarúrval 19:45 Simmi & Jói og Hamborgarafa- brikkan 20:15 Svínasúpan (7:8) 20:40 Supernatural (6:16) 21:25 Auddi og Sveppi 22:00 Sjáðu 22:25 Fréttir Stöðvar 2 23:10 Tónlistarmyndbönd frá Nova TV STÖÐ 2 07:00 Stóra teiknimyndastundin 07:25 Lalli 07:30 Þorlákur 07:40 Firehouse Tales 08:00 Algjör Sveppi 09:25 Íkornastrákurinn 09:50 Scooby Doo 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:05 Nágrannar 13:25 Nágrannar 13:50 American Idol (28:43) 15:15 American Idol (29:43) 16:05 Grey‘s Anatomy (17:24) 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur Glænýr þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Fraiser (13:24) 19:40 Sjálfstætt fólk 20:20 Réttur (6:6) Það er komið að æsispennandi lokaþætti og málin eru heldur farin að skýrast í hinu tuttugu og sex ára gamla manndrápsmáli sem söguhetjan okkar hann Logi Traustason sat inni fyrir. Hörður tekur að sér að verja útrásarvíking sem hefur mikinn áhuga á skotveiði. 21:10 Cold Case (15:22) 22:00 Twenty Four (12:24) Áttunda serían af spennuþættinum Twenty Four um leyniþjónustumanninum Jack Bauer sem þráir nú ekkert heitar en að fá að draga sig í hlé. Þegar neyðarástand skapast í New York renna þau áform út í sandinn. Höfuðstöðvar CTU hafa verið færðar þangað og nýtt fólk er við stjórnvölinn. Því á sérþekking hans eftir að reynast mikilvægari nú en nokkru sinni áður. 22:50 60 mínútur 23:35 Daily Show: Global Edition 00:00 NCIS (15:25) 00:45 Underclassman 02:25 Pathfinder 04:05 Réttur (6:6) 04:50 Cold Case (15:22) 05:35 Fréttir 08.00 Morgunstundin okkar 08.01 Húrra fyrir Kela! (14:26) 08.24 Lítil prinsessa (29:35) 08.34 Þakbúarnir (31:52) 08.47 Með afa í vasanum (31:52) 09.00 Disneystundin 09.01 Fínni kostur (28:35) 09.23 Sígildar teiknimyndir (30:42) 09.30 Finnbogi og Felix (15:26) 09.52 Hanna Montana 10.20 Ósýnilegur vinur 11.15 Skólahreysti 2010 12.00 Leiðin á HM 12.30 Silfur Egils 14.00 Skrefin sex sem tengja (Connected: The Power of Six Degrees) 14.50 Formúla 3 15.50 Íslandsmótið í handbolta Bein útsending frá leik í úrslitakeppninni í handbolta. 17.35 Táknmálsfréttir 17.45 Hrúturinn Hreinn 18.00 Stundin okkar 18.30 Spaugstofan 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Orðið tónlist - Magnús Blöndal Heim- ildamynd eftir Ara Alexander Ergis Magnússon um Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 20.35 Glæpurinn II (9:10) Dönsk sakamálaþáttaröð. Lögfræðingur er myrtur og Sarah Lund, sem var lækkuð í tign og flutt út á land eftir ófarirnar í fyrri syrpunni, er kölluð til Kaupmannahafnar og fengin til að rannsaka málið. Leikstjóri er Kristoffer Nyholm og meðal leikenda eru Sofie Gråbøl, Mikael Birkkjær, Nicolas Bro, Ken Vedsegaard, Stine Prætorius, Morten Suurballe, Preben Kristensen, Charlotte Guldberg og Flemming Enevold. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 21.35 Sunnudags- bíó - Niður í svart (Fade to Black) Bresk bíómynd frá 2007. Leikstjórinn Orson Welles fór til Ítalíu til að jafna sig eftir hjónaband sitt og Ritu Hayworth og taka upp þráðinn í kvikmyndagerð en lenti í hremmingum eftir að leikari var myrtur á tökustað. Leikstjóri er Oliver Parker og meðal leikenda eru Danny Huston, Diego Luna, Paz Vega og Christopher Walken. 23.20 Silfur Egils Endursýndur þáttur frá því fyrr um daginn. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok STÖÐ 2 SPORT STÖÐ 2 BÍÓ 09:15 F1: Við endamarkið 09:45 Spænski boltinn (Espanoyl - Barcelona) 11:30 Formúla 1 2010 . 14:05 F1: Við endamarkið 14:35 Franski boltinn (Bordeaux - Lyon) 16:20 Inside the PGA Tour 2010 16:50 Spænski boltinn (Real Madrid - Valencia) 19:00 PGA Tour 2010 (Verizon Heritage) 22:00 F1: Við endamarkið 22:30 Spænski boltinn (Real Madrid - Valencia) 08:00 Scoop 10:00 Proof 12:00 Unstable Fables: 3 Pigs & a Baby 14:00 Scoop 16:00 Proof 18:00 Unstable Fables: 3 Pigs & a Baby 20:00 Köld slóð 6,7 Íslenskur spennutryllir af bestu gerð um blaðamanninn Baldur sem fær til rannsóknar dularfullt andlát starfsmanns virkjunar úti á landi sem reynist hafa verið faðir hans. Baldur ákveður því að fara á vettvang og kynnist þar starfsmönnum virkjunarinnar sem eru hver öðrum grunsamlegri. 22:00 The U.S. vs. John Lennon 7,4 Sláandi heimildamynd sem segir frá lífshlaupi Johns Lennons. Einkum er þó sjónum beint að því tímabili sem tónlistarmaðurinn umbreyttist í andófsmann gegn stríði og með friði. Það var þá sem bandarísk stjórnvöld mátu þessa háværu og áhrifamiklu rödd sem ógn við öryggi bandarískra borgara, úthýstu honum úr landinu og tóku að fylgjast með hverju fótmáli hans. 00:00 Freedom Writers 7,5 02:00 Zodiac 04:35 The U.S. vs. John Lennon 06:15 Man About Town STÖÐ 2 SPORT 2 08:50 Mörk dagsins 09:30 Enska úrvalsdeildin (Blackburn - Everton) 11:10 Premier League World 11:40 Mörk dagsins 12:20 Enska úrvalsdeildin (Wigan - Arsenal) 14:45 Enska úrvalsdeildin (Portsm. - A. Villa) 17:00 Enska úrvalsdeildin (Man. City - Man. Utd.) 18:40 Enska úrvalsdeildin (Tottenham - Chelsea) 20:20 Enska úrvalsdeildin (Stoke - Bolton) 22:00 Enska úrvalsdeildin (Wigan - Arsenal) 23:40 Enska úrvalsdeildin (Portsmouth - Aston Villa) Einkunn á IMDb merkt í rauðu.SUNNUDAGUR SKJÁR EINN 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:05 7th Heaven (19:22) (e) 10:50 7th Heaven (20:22) (e) 11:30 7th Heaven (21:22) (e) 12:10 Dr. Phil (e) 12:55 Dr. Phil (e) 13:35 I´m A Celebrity... Get Me Out Of Here (5:14) (e) 15:00 Spjallið með Sölva (9:14) (e) 15:50 Með öngulinn í rassinum (2:6) (e) 16:20 Nýtt útlit (7:11) (e) 17:10 Djúpa laugin (9:10) (e) 18:10 Matarklúbburinn (5:6) (e) 18:40 The Office (24:28) (e) 19:05 Parks & Recreation (4:6) (e) 19:30 Girlfriends (11:22) 19:50 Fyndnar fjölskyldumyndir (11:14) (e) 20:15 Psych (1:16) 8.8 Bandarísk gamanþáttaröð um ungan mann með einstaka athyglisgáfu sem þykist vera skyggn og aðstoðar lögregluna við að leysa flókin sakamál. Þetta er fjórða þáttaröðin um félagan Shawn og Gus. Í fyrsta þættinum eru í skíðafríi í Vancouver í Kanada þegar þeir rekast á listaverkaþjóf sem Lassiter hefur verið að eltast við í þrjú ár. Þeir komast fljótt að því að það er enginn barnaleikur að góma hann. . 21:00 Leverage (13:15) 21:45 Californication (4:12) 22:20 House (24:24) (e) 23:10 Heroes (12:26) (e) 23:55 Heroes (13:26) (e) 00:40 Battlestar Galactica (6:22) 01:25 Saturday Night Live (15:24) (e) 02:15 Pepsi MAX tónlist ÍNN 14:00 Úr öskustónni 14:30 Golf fyrir alla 15:00 Frumkvöðlar 15:30 Í nærveru sálar 16:00 Hrafnaþing 17:00 Græðlingur 17:30 Tryggvi Þór á Alþing 18:00 Kokkalíf 18:30 Heim og saman 19:00 Alkemistinn 19:30 Í kallfæri 20:00 Hrafnaþing 21:00 Eitt fjall á viku 21:30 Eldhús meistaranna 22:00 Hrafnaþing 23:00 Golf fyrir alla 23:30 Grínland Val Kilmer Top Secret! var fyrsta myndin sem Kilmer lék í. SÍGILDA GAMANMYNDIN TOP SECRET!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.