Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR Greining rannsóknarnefndar Al- þingis á sölu Haga út úr Baugi til eignarhaldsfélagsins 1998 vor- ið 2008 fyrir um 30 milljarða mun styðja málstað þrotabús Baugs í rift- unarmálinu gegn félögum fyrrver- andi eigenda Baugs sem þingfest hefur verið. Þetta herma heimildir DV. Þrotabúið mun að öllum líkind- um vitna í skýrsluna til að rökstyðja þá kröfu sína að eigendur þeirra fé- laga sem græddu á sölunni greiði þrotabúinu þá fjármuni sem fengust fyrir hlutabréf þeirra í Baugi. Um er að ræða félög í eigu þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingi- bjargar Pálmadóttur og Hreins Loftssonar, fyrrverandi eiganda DV, en þrotabúið vill að félög þeirra greiði búinu þessa fjármuni til baka. Riftunarmál þrotabúsins hefur verið þingfest og verður að öllum líkind- um tekið fyrir í maí. Baugur fjárþurfi Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis segir að í mars 2008 hafi ver- ið útséð um að Baugur gæti staðið við skuldbindingar sínar. Kaupþing kom þá til aðstoðar Baugi og var út- búin kynning í bankanum þar sem kynntar voru tvær leiðir út úr vand- anum fyrir Baug. Í kynningunni sagði meðal annars: „Með tilliti til fjárþarfar Baugs er fyrirséð að félag- ið muni ekki getað staðið við skuld- bindingar sínar án utanaðkomandi íthlutunar/hjálpar.“ Önnur hugmyndin fólst í „… að selja Haga til Fjárfestingafélags- ins Gaums á móti greiðslu í hluta- bréfum í Baugi, sem yrði útgöngu- leið fyrir Jóhannes Jónsson. Hagar yrðu greiddir út til hluthafa í Baugi Group, sem myndi gefa Kaupþingi 89% veð í Högum.“ Vitnað er í tölvupóst frá Hreið- ari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaup- þings, til Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, í skýrslunni þar sem lýst er hvaða skoðanir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, hafði á þeim tveimur leiðum sem kynntar voru í skýrslunni. Þar segir: „Í tölvubréfi frá Hreiðari Má Sigurðssyni, for- stjóra Kaupþings, til Sigurðar Ein- arssonar, stjórnarformanns, og ann- arra starfsmanna Kaupþings 8. apríl 2008 kl. 16:57 kemur fram að Hreið- ar hafi hitt Jón Ásgeir Jóhannesson (JÁJ) vegna verkefnisins „Gaumur lausnir“. Hreiðar sagði að JÁJ litist vel á nálgunina og að vonandi vær- um „við komnir þarna áleiðis með lausn sem tryggir okkar hagsmuni“,“ segir í skýrslunni. Ráðstöfun fjármuna gagnrýniverð Salan á Högum hafði því verið í undirbúningi í nokkurn tíma áður en gengið var frá henni í maí. Lend- ingin á Hagamálinu varð þó aðeins frábrugðin þeirri tillögu sem kynnt var í mars. Hún var sú að Kaupþing lánaði félaginu 1998 ehf. tæpan 31 milljarð króna til að kaupa Haga út úr Baugi. Svo segir í skýrslunni: „1998 keypti því næst Haga út úr Baugi fyrir 30 milljarða króna, af því notaði Baugur 10,2 milljarða króna til að greiða upp lán til Kaup- þings og 4,7 milljarða króna til að greiða upp lán við Glitni. Baug- ur keypti síðan eigin hlutabréf af Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. (7,2 ma.kr.), Gaumi Holding ehf. (1,6 ma.kr.), Eignarhaldsfélaginu ISP (4,9 ma.kr.) og Bague S.A. (1,3 ma.kr.).“ Jón Ásgeir var aðaleigandi Gaums, kona hans Ingibjörg Pálma- dóttir var eigandi ISP og Hreinn Loftsson var eigandi Bague S.A. en samtals fengu þessi félög 15 millj- arða króna fyrir bréf sín í Baugi. Málarekstur þrotabús Baugs byggir á því að Baugur hafi verið lát- inn kaupa nánast verðlaus hlutabréf af þessum einstaklingum og þeir hafi því gerst sekir um vanrækslu þar sem þeir hafi ekki gætt að hagsmun- um félagsins sem þeir stjórnuðu. Kynningin úr Kaupþingi rennir enn frekar stoðum undir að Baugur hafi ekki verið gjaldfært félag þegar þetta var gert og þar með að yfirverð hafi verið greitt fyrir hlutabréfin í Baugi. Það er fyrst og fremst þessi ráð- stöfun á söluandvirði Haga sem er gagnrýnd í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar en þar kemur fram að talið er að þessi ráðstöfun hafi rýrt hagsmuni kröfuhafa Baugs. Þetta mat nefndarinnar getur þjónað hagsmunum þrotabúsins þegar það reynir að sækja þessa fjármuni aftur til félaganna sem áttu hlutabréfin í Baugi sem seld voru. „Rannsóknar- nefnd Alþingis vekur athygli á því að Baugur Group notaði hluta af sölu- tekjum sínum af því að selja Haga til 1998 ehf. til að kaupa eigin hlutabréf af stærstu eigendum sínum. Í þessu tilviki var um að ræða 15 milljarða króna virði hlutafjár [...] Nefndin tel- ur ljóst af þeim gögnum sem hún hefur kynnt sér að sú aðferð sem þarna var viðhöfð við kaup Baugs á eigin hlutabréfum hafi verið til þess fallin að rýra hagsmuni og stöðu þeirra fjármálafyrirtækja sem áttu kröfur á Baug og rannsókn nefnd- arinnar tekur til,“ segir í skýrslunni en mál þrotabúsins gegn félögum Jóns Ásgeirs, Ingibjargar og Hreins er höfðað á þeim forsendum að ráð- stöfun fjármunanna hafi komið sér illa fyrir kröfuhafa Baugs. Frestur fram í maí Mál þrotabúsins gegn þessum fyrr- verandi eigendum og stjórnend- um Baugs hefur verið þingfest. Lög- menn Jóns Ásgeirs, Ingibjargar og Hreins fengu frest þar til í maí til að skila greinargerð í málinu og má ætla að vitnað verði í þennan hluta skýrslunnar. „Þetta styður stöðu þrotabúsins í málinu. Menn geta eiginlega sagt sér það sjálfir. þeir segja að þarna hafi hagsmunir ann- arra kröfuhafa verið rýrðir og það það sem byggt er á. Þetta styður rift- unar- og skaðabótakröfur,“ segir lög- maður sem DV ræddi við sem ekki vill láta nafns síns getið. Mál þrotabúsins verður því að öllum líkindum eitt af mörgum þar sem skýrsla rannsóknarnefndar verður notuð sem heimild í dóms- máli. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is n „Rannsóknarnefnd Alþingis vekur athygli á því að Baugur Group notaði hluta af sölutekjum sínum af því að selja Haga til 1998 ehf. til að kaupa eigin hlutabréf af stærstu eigendum sínum. Í þessu tilviki var um að ræða 15 milljarða króna virði hlutafjár, að því gefnu að hlutirnir hafi verið rétt verðlagð- ir, og ekki verður séð að félagið hafi selt öðrum þetta hlutafé síðar. Raunin var því sú að eigendur Baugs voru með þessu að taka til sín hluta af fjármunum félagsins, án þess að nokkuð lægi fyrir um hvort hagnaður yrði af rekstri félagsins árið 2008. Í eðli sínu jafngildir þetta arðgreiðslu, en með útgreiðslu á þessu formi var komist hjá því að uppfylla þyrfti skilyrði sem lög setja fyrir arðgreiðslum úr félögum. Baugur hf. var ekki búinn að selja hlutabréfin aftur út úr félaginu við fall bankanna, og hafði fyrirtækið heldur ekki farið þá leið að færa niður hlutaféð. Reglum um arðgreiðslu og lækkun hlutafjár er ætlað að vernda hagsmuni kröfuhafa en á þessum tíma voru þeir m.a. Landsbanki Íslands, lífeyrissjóðir og peningamarkaðssjóðir. Lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa þarf t.d. að kynna fyrirfram með auglýsingum í Lögbirtingablaði, sbr. 53. gr. laga nr. 2/1995. Nefndin telur ljóst af þeim gögnum sem hún hefur kynnt sér að sú aðferð sem þarna var viðhöfð við kaup Baugs á eigin hlutabréfum hafi verið til þess fallin að rýra hagsmuni og stöðu þeirra fjármálafyrirtækja sem áttu kröfur á Baug og rannsókn nefndarinnar tekur til.“ 2. bindi, blaðsíða 141. Salan fordæmd Rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýnir söluna á Högum út úr Baugi vorið 2008. Þrotabú Baugs hefur krafist riftunar á sölunni og höfðað mál gegn félögum fyrrverandi eigenda Baugs til að fá 15 milljarða til baka. Áfellisdómur nefndarinnar yfir ráðstöfun sölu- andvirðisins styrkir málarekstur búsins. Með tilliti til fjár-þarfar Baugs er fyrirséð að félagið muni ekki geta staðið við skuldbindingar sínar án utanaðkomandi íthlut- unar/hjálpar. Salan metin sem óeðlileg Greining rannsóknarnefndar Alþingis á sölunni á Högum kemur sér vel fyrir þrotabú Baugs sem getur vitnað í hana til að styðja riftunarmál sitt á Hagasölunni. Jón Ásgeir Jóhannesson var aðal- eigandi Baugs, eiganda Haga, og Ingibjörg kona hans var hluthafi. Fékk 1,3 milljarða Hreinn Loftsson, lögmaður og fyrrverandi eigandi DV, seldi hlutabréf félags síns í Baugi til Baugs fyrir 1,3 milljarða króna sem hann gæti þurft að greiða til baka ef þrotabúið nær sínu fram. GAGNRÝNA BAUG VEGNA HAGASÖLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.