Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 8
„Hættu að taka myndir, fíflið þitt,“ var setningin sem rauf þögnina í dómsal númer 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni þegar mál ríkisins á hend- ur níu mótmælendum var tekið fyrir. Áður hefði mátt heyra saumnál detta eftir að hátt í hundrað áhorfendur höfðu komið sér fyrir, sumir sátu en aðrir stóðu. Andrúmsloftið var raf- magnað og þess beðið með óþreyju að Pétur Guðgeirsson héraðsdómari hæfi þinghald. Áður hafði hann til- kynnt formlega að allar myndatök- ur væru bannaðar í dómsalnum en spenntur áhorfandi hafði ekki stað- ist mátið. Mótmælendunum er gef- ið að sök að hafa framið aðför að Al- þingi, brotist inn í þinghúsið, valdið uppþoti og ráðist á þingverði og lög- reglumenn, mánudaginn 8. desem- ber 2008. Fari málið á versta veg fyr- ir mótmælendurna níu gætu þeir átt yfir höfði sér 16 ára fangelsi sem er hámarksrefsing en lágmarksrefsing er eitt ár.  Lyklar og ausur „Megum við setjast á gólfið,“ báðu fjölmargir standandi áhorfendur sem báru lykla um háls og voru með ausur og sleifar upp úr brjóstvösum. Allt táknræn merki til að minna á þá skjaldborg heimilanna sem stjórn- völd lofuðu í kjölfar bankahrunsins. „Nei, alls ekki. Ekki má fara inn fyr- ir véböndin,“ svaraði Pétur dómari. Meðal þeirra sem fylgdust með fyr- irtöku í máli gegn mótmælendunum voru tveir þingmenn Hreyfingarinnar, að öðru leyti var áhorfendabekkurinn skipaður vinum og aðstandendum mótmælendanna níu ásamt með- limum úr hinu svokallaða „Heima- varnarliði“, mótmælendum sem vilja minna á áðurnefnda skjaldborg heimilanna. „Ég hef aldrei á minni tíð sem lög- maður séð svona marga áhorfendur í íslenskum dómsal,“ segir Ragnar Að- alsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi tveggja mótmælenda. Hann steig fyrst í pontu til að færa rök fyrir kröfu sinni um frávísun málsins. „Það er sögulegt að þetta sé fyrsta dóms- málið eftir bankahrunið og að það skuli beinast gegn almennum borg- urum,“ segir Ragnar í samtali við DV.  Vanhæfi blasir við Frávísunarkrafa Ragnars byggist á því að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari hafði verið fundinn vanhæfur þeg- ar mótmælendurnir voru ákærðir í fyrsta sinn. Nú í annarri tilraun bendir lögmaðurinn á að rannsaka hefði átt málið upp á nýtt í ljósi þessa vanhæf- is. Til viðbótar bætir hann því við að allir lögreglumennirnir sem rannsök- uðu málið hafi verið vanhæfir ásamt yfirmanni sínum, Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. „Lögreglustjóri og lögreglumenn voru vanhæfir þar sem þeir voru að rann- saka mál sem sneri að vinum þeirra og undirmönnum lögreglustjórans. Fyrir vikið er ekki hægt að treysta hlut- leysi rannsóknar og í ljósi vanhæf- is allra aðila er rannsóknin málsins ónothæf. Vanhæfið blasir við,“ segir Ragnar. Lára V. Júlíusdóttir, settur rík- issaksóknari í málinu, hafnar alfarið frávísunarkröfunni. Hún segir ákæru málsins með hefðbundnum hætti frá ákæruvaldinu. „Þrátt fyrir að vanhæfi hafi komið fram þýðir það ekki sjálf- krafa að rannsókn sé ónýt,“ segir Lára. Í hita leiksins Steinunn Gunnlaugsdóttir, listamað- ur og ein af mótmælendunum níu, bendir á að sér hafi verið hleypt inn í þinghúsið og því hafi enginn brotist þar inn. Hún telur að ákæruvaldið ætli sér að fá mótmælendurna dæmda, með hvaða ráðum sem er. „Ég býst við því að verða dæmd sek. Það virð- ist engu skipta hvort ákæran standist ekki lög, þeir ætla bara að negla okkur og dæma. Með hvaða aðferðum sem er. Við sem nú erum ákærð vorum bara fólk sem vildi grípa inn í þenn- an skrípaleik á Alþingi. Eina ofbeldið sem átti sér stað var þegar okkur var meinað að fara upp á þingpallana,“ segir Steinunn. „Annað voru stimpingar. Hefðum við vitað að þetta yrði að dómsmáli hefðum við öll farið og fengið sjálf áverkavottorð um marbletti og togn- anir. Það er mjög lýsandi fyrir kerfið í dag að ráðherrar geti fengið tveggja ára fangelsi fyrir afglöp í starfi en okk- ur er hótað 16 árum.“  „Það er alveg augljóst, á frásögn- um og myndum, að fólkið bankaði á dyr og var hleypt inn líkt og venjulega er gert. Þinghúsið stendur borgurun- um opið og það er stjórnarskrárvar- inn réttur þeirra. Til þess eru þing- pallarnir, segir Ragnar og bætir við: „Það er útilokað að halda uppi vörn- um í málinu þegar svo óljóst er hvað skjólstæðingar mínir eiga að hafa gert af sér. Það er náttúrlega alveg með ólíkindum að fólk sem var statt þarna geti lent í eins árs fangelsi. Ég tel að margvísleg rök knýi að því að málinu verði vísað frá. Þá þarf að rannsaka málið aftur og ákæra í þriðja sinn. Við skulum sjá hvort ákæruvaldið geti komið þessu sæmilega frá sér í þriðja sinn,“ segir Ragnar. 8 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR 300 ÞÚSUND ÞORSKTONN n Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur talar yfirleitt tæpitungulaust. Í morgunþætti Rásar 2 í vikunni sagði hann efnislega að láta ætti réttar- kerfið um að gera upp ábyrgðina á bankahruninu, sækja menn til saka og dæma ef svo ber undir. Mikilvægast væri að snúa sér að því að bjarga 80 þús- und fórnarlömbum græðginnar og vanrækslunnar. Það verði hins vegar aðeins gert með því að auka fram- leiðsluna og þjóðartekjurnar. Hann lagði meðal annars til að þorskafli yrði færður upp í 300 þúsund tonn enda hefði ráðgjöf Hafró reynst ónýt. Sagan segir að Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, hafi umsvifalaust haft samband við Guðmund og boðið hon- um á einkanámskeið í fiskifræði. HEILSUSPILLANDI? n Fátt er meira rætt þessa dagana en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöður hennar. Mörgum sýn- ist sem skýrslan geti lyft trúverð- ugleika þjóðar- innar gagnvart erlendum þjóð- um enda berist nú sá boðskap- ur frá Íslandi að hægt sé að gera upp bankahrun og fortíðina á op- inn og gagnsæjan hátt. Pottverji orti um skýrsluna í byrjun vikunnar. Viljirðu halda í heilsu þína og hamingju ekki far´ á mis. Vertu þá ekkert að reyna að rýna í rannsóknarskýrslu Alþingis! UNDIR KRAUMAR ANDÓFIÐ n Níumenningarnir, sem sóttir voru til saka vegna óspekta og ógnana við Alþingi í desember 2008, voru leiddir fyrir rétt í vikunni. Undir kraumar andóf gegn „kerfinu“ og ljóst er að upp úr kann að sjóða falli dómur gegn þeim. Fram- vinda málsins er fest á filmu og í undirbúingi er undirskriftasöfnun. Í yfirlýsingu með henni verður þess getið að aðeins á Íslandi hafi andóf fólksins gegn fjár- málakreppunni haft beinar pólitísk- ar afleiðingar. Ríkisvaldið geti hins vegar ekki dulið óbeit sína á athöfn- um ungmennanna og reyni nú að stimpla mótmælin sem glæpi gegn stjórnkerfinu. Þykir félögum þeirra rétt að stjórnkerfi beiti sér fyrir því að kæra alla mótmælendur í búsáhalda- byltingunni ætli það sér að láta málið ganga allt til enda. Á BRATTANN AÐ SÆKJA n Allir stóru flokkarnir hafa nú um eitthvað að hugsa. VG glímir við innri átök og klofning í afstöðu flokks- manna til margra grundvallarmála. Hinir flokkarnir glíma við innan- flokksólgu vegna sannleiksskýrsl- unnar. Háværar raddir eru innan Samfylkingarinn- ar um að Björg- vin G. Sigurðsson sýni gott fordæmi og gangi alla leið út af vettvangi stjórnmálanna þar til þingmannanefnd hefur komist að niðurstöðu um vanrækslusynd- ir hans. Bjarni Benediktsson hefur hjólað opinberlega í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformann Sjálf- stæðisflokksins, vegna skulda hennar og eiginmannsins Kristjáns Arason- ar. Ljóst er að uppgjöri innan Sjálf- stæðisflokksins verður ekki lengur slegið á frest. SANDKORN Það var fullt út úr dyrum í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál gegn níu mótmæl- endum var tekið fyrir. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður tveggja mótmælenda, krefst þess að málinu verði vísað frá. Eyþór Gunnarsson óttast um systur sína verði hún fundin sek. „ÞEIR ÆTLA BARA AÐ NEGLA OKKUR“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is n Andri Leó Lemarquis n Jón Benedikt Hólm n Kolbeinn Aðalsteinsson n Ragnheiður Esther Briem n Snorri Páll Jónsson n Sólveig Anna Jónsdóttir n Steinunn Gunnlaugsdóttir n Teitur Ársælsson n Þór Sigurðsson Mótmælendurnir: Andri Leó Lemarquis, einn mót- mælendanna níu, telur málatilbún- að ákæruvaldsins allsherjar skrípa- leik. Hann telur réttarkerfið sniðið að lítilmagnanum en ekki stórum krimmum. „Við erum nokkrir ein- staklingar sem þorðum að opna munninn og benda á að hér á landi væri að finna ýmiskonar ranglæti. Ég tel okkur einfaldlega hafa verið að gera skyldu okkar þennan dag. Að við séum þau fyrstu sem eigi að taka og dæma eftir bankahrun- ið finnst mér fáránlegt. Við vorum einfaldlega löngu komin með nóg af ástandinu og er ennþá með upp í kok, því miður hefur ekkert breyst,“ segir Andri Leó. Allsherjar skrípaleikur Hræddur um systur sína Eyþór Gunnarsson, tónlistarmað- ur og bróðir eins af mótmælendun- um,skilur lítið í ákæru á hendur syst- ur sinni en óttast í leiðinni um hennar hag. Verði mótmælendurnir fundnir sekir spáir hann brjáluðum mótmæl- um í kjölfarið. „Það er svo margt fá- ránlegt í þessu, til dæmis að þau séu ákærð fyrir húsbrot þegar þinghúsið stendur opið samkvæmt lögum. Þá á systir mín, samkvæmt lýsingu, að hafa tekið niður þrjár manneskjur og það sér hver maður sem sér hana að slíkt er ómögulegt. Að ákæra hana fyrir ofbeldi og líkamsárásir er algjör- lega fáránlegt. Réttarkerfið á að beina augum sínum að einhverjum stærri málum en þessu. Það er skelfileg til- finning að mál gegn systur minni sé komið þetta langt og ég vona svo sannarlega að málinu verði vísað frá. Ef ekki, þá er eitthvað mikið að og það leynist í mér ótti um annað því ég hef ekki mikla trú á kerfinu. Ef systir mín verður dæmd hættuleg þá veit ég hreinlega ekki hvað gerist í framhald- inu,“ segir Eyþór. Alveg pakkað Það var fullt út úr dyrum í dómsal 101 þegar málið var tekið fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.