Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 13
EKKERT TÚRISTAGOS
ir Páll að það sé ekki þekkt í smá-
atriðum. „200-250 metrar eru töl-
ur sem menn eru með í kollinum.
Það er hins vegar enn þá nokkuð
óljóst, enn á eftir að skoða magn-
tölur, menn mæla núna með radar-
tækjum flugvélanna hvað sigdæld-
irnar eru djúpar og mæla þannig
bræðsluvatnið sem er farið. Það er
góður mælikvarði á hvað aflið í gos-
inu hefur verið mikið. En það tekur
ákveðinn tíma að meta það uns öll
kurl eru komin til grafar,“ segir Páll.
„Það eru komin göt í ísinn, hluti
af gosmekkinum er efni sem upp
koma í gosinu, en sennilega er það
mjög lítill hluti sem nær í gegnum
ísinn. Langmesta aflið í gosinu fer í
að bræða ís núna.“
Gæti orðið gúlagos
En hvað tekur við þegar því lýkur?
„Það er erfitt að segja og fer eftir því
hversu langt gosið verður. Svona
gos geta bæði verið löng og stutt og
erfitt að segja hvort verður ofan á,“
segir Páll og bendir á að síðasta gos
í Eyjafjallajökli, sem hófst árið 1821,
hafi staðið í um tvö ár.
„Gosið gæti náð að bræða ísinn
í gígskálinni og þar með skriðjök-
ulinn fyrir neðan. Eins og þetta er
núna er sennilegast að mest afl færi
í að sprengja í sundur kvikuna. Ef ís-
inn hverfur þarna verður líklega um
að ræða svokallað gúlagos eða ein-
hvers konar hraungos.“
Seig kvika sem
hefur mallað lengi
Páll segir að gosið í jöklinum verði
líklega með allt öðrum hætti en gos-
ið á Fimmvörðuhálsi. „Ef við skoð-
um bara hvað hefur komið þarna
upp áður í fyrri gosum hefur það
verið dálítið með öðrum hætti en
á Fimmvörðuhálsi. Þar kom upp
frumstæð kvika sem hafði kom-
ið djúpt að. En uppi í fjallinu sjálfu
hefur það oft verið þróaðri kvika
sem hefur legið og mallað í nokk-
urn tíma. Hún er þá öðruvísi, seig-
ari og kaldari. Það er mjög forvitni-
legt að sjá hvað verður ofan á í þessu
tilfelli. Það sem gerir þetta gos sér-
stakt er að við höfum fylgst með ferli
kvikunnar í gegnum jarðskorpuna
síðan í fyrra,“ segir Páll Einarsson.
Sprengigos gæti orðið
Að sögn Páls geta sprengigos orð-
ið við slíkar aðstæður. „Þróaðri
kvika er miklu seigari og hefur því
tilhneigingu til að mynda sprengi-
gos. Stundum myndar hún gúlagos.
Þá kemur upp mjög seigfljótandi
massi, sem rennur ekki sem hraun
almennilega, form þess er orðið of
fast til þess. Það hafa verið leiddar
líkur að því að gosið 1821 hafi ver-
ið af því tagi. Þá gæti sú kvika fyllt
upp í gígskálina. Þekktustu gos jarð-
ar af þessu tagi á síðari tímum urðu
í Mount St. Helens. Þar myndaðist
smátt og smátt hrúga af hrauni sem
fyllti upp í gíginn,“ segir Páll.
Mount St. Helens
þekktasta dæmið
Hann segir að í slíkum gosum
geti myndast tappi eða stífla sem
endi stundum með sprengingu. „Í
sprengingunni í Mount St. Helens
hrundi þessi tappi og þá datt eig-
inlega toppurinn af fjallinu. Gúla-
gos geta verið með ýmsu móti. Gos-
ið í Eyjafjallajökli þarf ekki að verða
mjög sprengivirkt, en það er vissu-
lega einn af möguleikunum. Gosið
1821 var frekar mildilegt gos, þó að
það hafi sennilega verið gúlagos.“
Ljóst er að gosið sem hófst að-
faranótt miðvikudags er ekkert
„túristagos“. „Það er ekki endilega
víst að sjáist nokkurn tímann eld-
ur í þessu gosi. Gúlagosin eru ekki
þannig. Massinn sem kemur upp
glóir í myrkri en á daginn sést varla
í honum glóðin,“ segir Páll Einars-
son.
n Evrópa í gíslingu
eldgossins
Flugsamgöngur um alla
Evrópu fóru úr skorðum á
fimmtudag vegna eldgossins
í Eyjafjallajökli og má búast
við áframhaldandi röskun á
flugi næstu daga. Það fer þó
allt eftir þróun gossins og
vindáttum. Erlendir fjölmiðlar
hafa fjallað mikið um málið
og er það samdóma álit
flugmálayfirvalda að aldrei
í sögunni hafi orðið eins miklar truflanir á flugi í norðanverðri Evrópu. Þannig
þurftu sjö lönd að stöðva allar flugsamgöngur sínar, má þar nefna Danmörku,
Noreg, Svíþjóð og Bretland.
n Skyndirýming vegna flóðs
Almannavarnir gripu til þess ráðs um kvöldmatarleytið á fimmtudag að rýma sjö
bæi á hættusvæðinu við Eyjafjallajökul vegna stórflóðs sem var væntanlegt. Stórir
ísjakar voru í flóðinu en sem betur fer olli það minna tjóni en menn bjuggust við.
Flóðið var í rénun um tíuleytið á fimmtudagskvöld og höfðu þá engar staðfestar
tilkynningar um tjón borist. Var íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín heimilt
að halda aftur til síns heima.
n Vindátt breytist
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að
vindátt snúist á föstudagsvöld til
norðlægrar áttar á Eyjafjallajökli og
má því búast við að öskufall verði
suður af eldstöðinni. Undanfarna
daga hefur suðvestan- og
vestanátt verið ríkjandi á jöklinum
og öskufall verið bundið við svæði
austan gosstöðvarinnar. Ekki er
útilokað að íbúar höfuðborgar-
svæðisins verði varir við öskufall
snúist vindáttin í suðaustur. Þá
myndi öskufallsskýið stefna í átt að
suðvestur- og vesturhluta landsins.
Áhrif öskufalls
MYND RÓBERT REYNISSON
Árekstrar kviku og íss Að sögn Páls Einarssonar
er meiri öskuframleiðsla í eldgosum með seiga
kviku sem sprengir sjálfa sig. Slíkt gæti orðið tilfell-
ið í Eyjafjallajökli en öskufallið sem nú er stafar þó
af árekstrum kviku og íss. MYND ÓLAFUR EGGERTSSON
Fyrir og eftir Sprengigosið í Mount St. Helens í Washington-fylki í Bandaríkjunum
árið 1980.
Vandi að spá Páll Einarsson jarðeðlis-
fræðingur segist ekki geta spáð fyrir um
hversu lengi öskuframleiðsla Eyjafjalla-
jökuls standi yfir.