Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 UMRÆÐA V iðbrögð málsaðila við skýrslu rann-sóknarnefndar Alþingis eru í senn sorgleg og undarleg.Einn maður hefur stigið fram og beðist afsökunar, Björgólfur Thor Björgólfs- son. Margir hafa þá Lilju kveðið allt frá hruni að mjög mikilvægt sé að knýja sökudólga til að viðurkenna ábyrgð sína, og það hefur jafnvel verið sögð ein af forsendum þess að uppbygg- ing geti hafist, svona andlega séð. Með tilliti til þess kom mér svolítið á óvart hve illa afsökunar- beiðni Björgólfs Thors var tekið. Því óhætt er að segja að henni hafi mætt skæðadrífa af andúð og kuldalegri hæðni. „Æ, þú meinar ekkert með þessu, fíflið þitt og þjófurinn þinn, þú ert bara að réttlæta sjálf- an þig, þú ert bara að ljúga, ódámurinn þinn, þú hefur örugglega ekki einu sinni skrifað þetta sjálfur, aumingi, haltu kjafti bara og komdu með pening …“ Nokkurn veginn svona var afsökunarbeiðn- inni tekið. Mér fannst þetta svolítið harkalegt. Vissulega má segja að beiðni Björgólfs Thors hafi verið ófullkomin, og harla margt vantað í hana, en var það samt ekki eitthvað í þessa áttina sem fólk hefur verið að óska eftir frá hrunverjum? Var þetta þrátt fyrir allt ekki markverð viðleitni sem ástæða var til að reyna að byggja á, en ekki rífa strax fyrirlitlega niður? SPOR PÁLMA Í FONS HRÆÐA Ættum við ekki að hvetja útrásarvíkinga (og aðra hrunverja) sem vilja biðjast afsökunar og fara þannig að feta sig aftur veginn inn í íslenskt samfélag, en ekki hræða þá með harkalegum viðbrögðum aftur inn í þau völundarhús hroka og afneitunar þar sem þeir hafa hafst við allt frá hruni? Ég hallast að því, þó víst hafi það ver- ið hárrétt hjá Jónasi Kristjánssyni í fjölmiðlum í gær að ekki hefur alltaf verið mikið að marka fagurgala Björgólfs Thors – og því sosum full ástæða til að taka honum með varúð. Og spor annarra útrásarvíkinga hræða líka í þessu efni. Fyrir fáeinum mánuðum bar Pálmi í Fons fram einhvers konar afsökunarbeiðni í við- tali hér í DV. Henni var líka tekið með hæðni og andúð af mörgum. Ég hvatti aftur á móti til þess að menn reyndu að taka hikandi iðrun Pálma af kurteisi – því væri þetta ekki heiðarleg viðleitni? Gott og vel, nema hvað nú fyrir skemmstu kemur á daginn að iðrun Pálma ristir greinilega ekki dýpra en svo að hann ætlar í meiðyrðamál við fréttamann á RÚV og heimta af honum millj- ónir. Að því er virðist er „sök“ fréttamannsins sú mikla synd að hafa ekki í máli sínu gert nægi- lega skýran greinarmun á Pálma sjálfum og fyr- irtækjum hans. Eins og Pálmi sjálfur hafi alltaf gert það! Þarna virtist iðrun Pálma í Fons sem sé farin fyrir lítið – fyrst nota á fyrsta tækifæri til að bæla niður mögulega gagnrýni á sig með því að beita smjattandi flokki meiðyrðalögfræðinga á akur aukaatriðanna. Og þá rifjast upp fyrir mér um leið að Björ- gólfur Thor stendur einmitt í meiðyrðamáli gegn fréttamanni á Stöð 2, ef mig misminnir ekki. HÆTTIÐ MEIÐYRÐAMÁLUM! Ég held að það sé lágmark til að maður trúi á iðrun útrásarvíkinga og annarra hrunverja að þeir standi ekki samtímis í því að reyna að reyta stóran part aleigunnar af blaðamönn- um og öðrum, sem skýrt hafa frá glæfraverk- um þeirra eða vanrækslu. Sé virkilega eitthvað missagt um málefni þeirra hlýtur að mega leið- rétta það öðruvísi en með því að hóta lögsókn- um og eignamissi. Og skýrsla rannsóknarnefndar hefur enda sýnt mjög greinilega fram á að það er varla hægt að ljúga upp á hrunverjana! Ljóst er alla vega að vitaskuld ber að taka afsökunarbeiðnum útrásarvíkinga og annarra hrunverja með fullri varúð – og engin ástæða til að fagna þeim um of, fyrr en komið er á daginn hvort þeim fylgja endalausir fyrirvarar en eng- ar athafnir. En mér fannst samt að afsökunar- beiðni Björgólfs Thors væri þó kannski ágætt skref í rétta átt – og því skyldi fólk þá bregðast of illa við henni? ALLIR VORU ÓMÖGULEGIR Sér í lagi nú þegar í ljós er komið að það er svo sannarlega ekkert offramboð á afsökunarbeiðn- um, og það þótt skýrslan góða hafi sýnt fram á þvílíka vanhæfni allra viðkomandi að mann set- ur eiginlega hljóðan. Bissnissmennirnir okkar voru klénir bissnis- smenn, bankamennirnir okkar voru skelfileg- ir bankamenn, embættismennirnir okkar voru arfaslakir embættismenn, þingmennirnir voru ömurlegir þingmenn, ráðherrarnir voru vondir ráðherrar, seðlabankastjórarnir voru fáránleg- ir seðlabankastjórar, fjölmiðlamennirnir voru slappir fjölmiðlamenn, forsetinn var hlægileg- ur forseti – og þannig mætti áfram telja. Þetta er allt sett fram á skýran og óumdeilanlegan hátt, en samt virðist ekki hafa hvarflað að nokkrum manni (nema þá Björgólfi Thor) að biðjast nú afsökunar. Andmæli Davíðs Oddssonar við skýrslunni eru birt á netinu, næstum 60 síður af samansúr- raðri smásmugulegri lagatækni, hártogunum um aukaatriði og þeim drýldnislega belgingi sem við rugluðum í áraraðir saman við húmor á þessum bæ. Ekki orð um mögulega siðferðilega ábyrgð hans. Og væri þó af nógu að taka. DJÚP VONBRIGÐI MEÐ INGIBJÖRGU SÓLRÚNU Aðrir, sem nefndin sakar um vanrækslu eða af- glöp, fara í raun sömu leið. Ég verð að segja að einna leiðinlegast þykir mér að sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í þessum gír, en hún hrós- ar nú happi yfir því að hafa sem utanríkis- ráðherra ekki borið neina formlega ábyrgð á ákvörðunum um efnahagsmál í aðdraganda hrunsins. Og segist blásaklaus í viðtölum við útlenska blaðamenn. Einhvern veginn vonað- ist ég eftir hreinskiptnara uppgjöri frá henni en þetta. En hreinskiptni virðist reyndar ekki koma til greina í huga nokkurs einasta hrunverja. Þannig er afsökunarbeiðni Björgólfs Thors í sjálfu sér góðra gjalda verð, en hann sleppir því til dæmis alveg gjörsamlega að fjalla um einstakar ávirð- ingar sínar. Reyndar segist hann ætla að gera það síðar og stendur vonandi við það. Viðbrögð „stjórnmálaforingjanna“ á Al- þingi við skýrslunni gefa síðan helst til kynna hve bráðnauðsynlegt er að taka umræður um skýrsluna úr höndum þeirra smásálna sem íslenskir stjórnmálamenn eru upp til hópa – og finna umræðunni farveg utan þingsins og flokkanna. Forseti Íslands er svo sérkapítuli út af fyrir sig. Og hvílíkur kapítuli! ÁHRIF ÓLAFS RAGNARS VORU MIKIL Ég veit ekki með ykkur, lesendur góðir, en með- an sem mest gekk á í útrásinni og maður vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið, þá varð fram- ganga forsetans mjög til þess að róa að minnsta kosti mig. Ég hafði ekki hundsvit á alþjóðleg- um bissniss eða bankaviðskiptum, en á meðan Baugur var að sópa upp heilu verslunargötun- um í London og Kaupmannahöfn og Kaupþing og Landsbankinn að beljast út um allar koppa- grundir, þá hugsaði ég stundum: „Á mað- ur virkilega að trúa því að þetta sé allt byggt á traustum grunni? Ja, ef Ólafur Ragnar tekur full- an þátt í þessu, þá hlýtur þetta að vera sæmilega pottþétt. Hann á að vera sérfræðingur í öllu al- þjóðlegu og svo voðalega gáfaður og reyndur og ég veit ekki hvað. Hann hlýtur að hafa skyggnst á bak við tjöldin og kannað hvort þetta er einhver spilaborg.“ Og ekki bar á öðru. Forsetinn gaf sig út fyrir að hafa kynnt sér útrásina alveg í þaula og hrifn- ing hans var slík að það var eins og hann væri beinlínis að missa sig í hvert sinn sem hann fékk að taka í höndina á útrásarvíkingi. Og ég hugsa að hrifning Ólafs Ragnars hafi sannfært fleiri en mig um að líklega væri í lagi að trúa því að allt gæti þetta endað vel. Núna þykist forsetinn þess umkominn að blása á gagnrýni frá siðanefndinni í rannsókn- arskýrslunni af því hann kveðst hafa staðið hana að „rangfærslum“. Þetta er hið klassíska bragð þess sem á í vök að verjast. Gagnrýni er bara byggð á rangfærslum. Davíð Oddsson hefði ver- ið fullsæmdur af þessu. FÁRÁNLEGT RAUS FORSETANS Vissulega er óheppilegt ef siðanefndin hef- ur ekki hverja einustu staðreynd fullkomlega á hreinu – en gagnrýnin á forsetann snýst ekki um hvort hann fór í nákvæmlega þessa eða hina einkaþotuferðina, eða hvort hann hitti akkúr- at þennan eða kannski hinn emírinn úr Persa- flóaríkjunum. Hún snýst um að hann veitti út- rásinni og bönkunum sína postullegu blessun langt, langt umfram það sem eðlilegt hefði mátt telja – og hann ýtti undir vitleysuna með fárán- legu rausi sínu um „yfirburði Íslendinga“ og allt það kjánalega kjaftæði sem hann tróð hvað eftir annað upp með á áróðursfundum útrásarinnar. Og útrásarvíkingarnir töldu sig náttúrlega ekki þurfa að gæta mikið að sér þegar þessi gamli vinstrimaður hvatti þá áfram með þjóðernis- belgingi og endalausu skrumi um hvað þeir væru æðislegir – samanber hrópið fræga: „You ain’t seen nothing yet!“ Halda ber því til haga að það vandræðalega heróp hafði Ólafur Ragnar fyrst um afrek Magn- úsar Þorsteinssonar, þess einstaklings úr hópi útrásarvíkinganna sem jafnvel ómálga börn hefðu átt að fatta að stigi ekki í vitið. En þarna stóð Ólafur Ragnar með flírulegt bros og klapp- aði fyrir honum og hrópaði húrra. Hvað áttum við að halda? Hvað átti aumingja Magnús sjálfur að halda?! Þegar hver einasti kjaftur sem gagnrýndur er af rannsóknarnefndinni þykist hvítur sem mjöll og þetta sé allt hinum að kenna, og sjálfur for- setinn fer þar fremstur í flokki, þá hlýtur mað- ur að fara að hugleiða hvað þjóðin hafi eiginlega gert af sér í fyrra lífi til að verðskulda slíka „ráða- menn“. HVAÐ GERÐUM VIÐ TIL AÐ VERÐSKULDA ÞETTA? TRÉSMIÐJA ILLUGA En þarna stóð Ólafur Ragnar með flírulegt bros og klappaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.