Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 HELGARBLAÐ Grínið Í SKÝRSLUNNI Þó að niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis séu ekkert gamanmál má þar finna lýsingar og frásagnir sem eru í öllu falli grátbroslegar. DV tók saman 20 helstu gullmola skýrslunnar út frá kómísku sjónarhorni. Flösku eftir flösku eftir flösku „Meginskýringin var sú að þeir menn sem þarna þurfti að taka á, þeir voru búnir að vera stórkostlegir gleðigjafar fyrir þjóðfélagið. Stórkostlegir gleðigjafar fyrir þjóðfélagið, m.a.s. að þegar var verið að hugsa um framhaldið þá var alltaf Sigurður Einarsson kallaður til og gerður að stjórn- arformanni í einhverjum nefndum sem áttu að undirbúa framhaldið, hvernig sem að hann hafði – núna tala menn um ofurlaun – hvernig sem hann hafði borgað sér 500 til 600 milljónir. Þó að allir þessir menn vissu að hann væri opnandi rauðvínsflöskur sem kostuðu 200.000 krónur, flösku eftir flösku eftir flösku.“ n Úr yfirheyrslu yfir Davíð Oddssyni. Davíð í stjórn Blómavals „Ég get fengið ríkisstjórnina og banka- stjórnina til að samþykkja þetta með einu skilyrði, þessa hugmynd ykkar. Hann [Halldór J. Kristjánsson] var mjög kátur og sagði: Hvað er það? Það er að ég [...] komist í stjórn Blómavals. Þá sagði hann: Er þetta svona vitlaust? Já, þetta er svona vitlaust. Og svo lagði ég á.“ n Úr yfirheyrslu yfir Davíð Oddssyni. „Reyttur og tættur“ „En þarna var hann [Davíð Oddsson] ofsalega reyttur og tættur og eins og ég sagði frá því, eins og blöndu af einhverju taugalosti og sturlun.“ n Lýsing Össurar Skarphéðinssonar á því þegar Davíð mætti á ríkisstjórnarfund og viðraði hugmyndir um þjóðstjórn. Veislurnar skiluðu engu „Þrátt fyrir veisluhöld og samskipti við ríka og fræga fólkið í London hafði Ármann hvorki náð heppilegum tengslum inn í breskt stjórnkerfi né hafði hann nógu djúpan skilning á því.“ n Hreiðar Már Sigurðsson um kokteilboð Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupthing Singer & Friedlander. „Skelfur eins og lauf í vindi“ „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. Hann hlustar á þig og þú ert að grafa undan þessu. Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónu- lega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er.““ n Tryggvi Þór Herbertsson um samtal sitt við Davíð Oddsson rétt fyrir hrun. Eigið ekki að gagnrýna okkur „Þið eigið að standa með okkur. Þið eigið ekki að vera að gagnrýna bankana og gera athugasemdir við bankana, þið eigið að standa með okkur.“ n Birna Einarsdóttir, við Styrmi Gunn- arsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Allsber í World Class „Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefan- um í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera. Og leit á símann minn í fötunum áður en ég fór í gufuna og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér, það væri einhver krísa og ég yrði að hringja í Ingibjörgu Sólrúnu þannig að ég klæddi mig og hringi í hana.“ n Össur Skarphéð- insson um það þegar hann frétti af bankakrísunni. Skelltu hurðum „[...] sko, það var alltaf vandamál þegar þeir þrír [Hreiðar Már Sigurðsson, Lárus Welding og Sigurjón Þ. Árnason] komu saman. Það er bara, var „history“ að, hversu oft var í, örugglega þrisvar eða fjórum sinnum að annaðhvort Sigurjón sprakk eða Hreiðar sprakk og þeir fóru út og skelltu hurðum. Það var dálítið vandamál sem átti sér langa sögu.“ n Vitnisburður Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar um fundi þremenninganna 2008. Lalli peð „Lalli var svona, litið á hann sem kannski dálítið peð á milli þeirra, voru þarna tveir kóngar og Hreiðari fannst Sigurjón alltaf vera að tala illa um Kaupþing og svo „om- vendt“. En það voru samt svona tveir, þrír alvörufundir þar sem menn náðu saman.“ n Jón Ásgeir Jóhannesson um Lárus Welding. Tekinn í rassgatið „Hann [Þorsteinn Már Baldvinsson] orðaði það þannig: Ég hef aldrei á ævi minni verið tekinn annað eins í rassgatið.“ n Gestur Jónsson, lögfræðingur Jóns Ásgeirs, um Þorstein Má Baldvinsson þegar Glitnir var tekinn yfir af ríkinu. „Hættið að skipta um eiginkonur“ „Ég sagði við þá oft í London: Hættið þið bara að kaupa ykkur Porsche og drekka svona mikið brennivín og þá líður ykkur betur, hættið að skipta um eiginkonur, það mun spara ykkur mikla peninga.“ n Lárus Welding um launamál í bankakerfinu fyrir hrun. „Talar ekki svona við mig drengur“ „Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður á fyrstu hæðina, þar sem hann var, og kallaði hann yfir í næsta herbergi og sýndi honum þessar tölur, þar sem sko Baugur, Glaumur og FL Group og Landic Property og bara 360 [...] þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir. Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: Þú talar ekki svona við mig drengur.” n Davíð Oddsson þegar hann sá lánabók Glitnis. „Keep it under wraps“ „Bíddu, á ég að fara þarna? Ég meina, [ég hef] hvorki áhuga né vit á þessu, og hún sagði: Það þarf einhvern sem þarf að stýra þessu af okkar hálfu sem hefur reynslu. Og ég sagði við hana: En á ég þá ekki að taka viðskiptaráðherra með mér? Hún sagði: Nei. Jón Þór verður þarna með þér. Ég sagði: En á ég ekki að hringja í viðskipta- ráðherrann? Og hún sagði: Ekki strax, þannig að ekki tala við neinn, „keep it under wraps“.“ n Frásögn Össurar Skarphéðinssonar af samtali þeirra Ingibjargar Sólrúnar þegar Glitnir var að falla. Íhugaði að láta kaupa mjólk „Ja, hann var náttúrulega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða ástand mundi skapast.“ n Viðbrögð Árna Mathiesen við þrumuræðu Davíðs á rík- isstjórnarfundi 30. september 2008. Meira en nóg „Takk Meira en nog :-).“ n Svar Magnúsar Guðmundssonar, forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, við tillögu Sigurðar Einarssonar um einnar milljónar evra bónus til Magnúsar fyrir árið 2007. Davíð gerði ekkert rangt „Nú er það svo að hver læs maður sér það í sviphendingu að ekkert þeirra atriða sem til „athugunar“ er í töluliðum 1 – 8 hafa „öðru fremur“ haft þýðingu fyrir þá atburðarás sem leiddi til falls bankanna.“ n Úr 50 blaðsíðna andmælabréfi Davíðs Oddssonar. Allt draslið „Næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir.“ n Sigurjón Þ. Árnason um viðskipti sín við Björgólfsfeðga. Tróð snúðnum í andlitið á sér „Og hann [Björgólfur Thor Björgólfsson] sat þarna í sínum flottu fötum, ofsalegur „seller“, að selja eitthvað sem gekk út á það að þeir áttu að fá Glitni ókeypis og fá alla skapaða hluti og síðan allan gjaldeyrisforð- ann og eitthvert „guarantee“ til viðbótar. Og Halldór Kristjánsson sat þarna svona eins og laminn hundur og tók ekki mikið undir þetta. Svo var þessi fundur búinn, Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út.“ n Úr yfirheyrslu yfir Össuri Skarphéðinssyni. Geir skalf og nötraði „Og frá því er skemmst að segja að hann nánast skalf og nötraði. Hann sagði: „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð.““ n Össur Skarphéðinsson um samtal sitt við Geir Haarde þegar ljóst var að Davíð fengi ekki að leiða neyðarstjórn. Óheyrilega lág laun „Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig.“ n Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.