Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR Hugarfarsbreyting í samfélaginu Vigdís Hrefna Pálsdóttir, 32 ára leikkona. Úlfhildur Ragna Arnardóttir, 4 ára. „Það hefur auðvitað allt hækkað í kringum mann en ég finn mest fyrir hækkun matar körfunnar. Maður getur ekki leyft sér að fara til útlanda í frí eins og maður kannski gat áður,“ segir Vigdís Hrefna. Hún segist aðspurð ekki hafa tekið þátt í upp- sveiflu góðærisins af miklum krafti. „Ég keypti mér ekki flatskjá, bý í lítilli íbúð og á ekki Range Rover,“ segir hún glaðbeitt. Hún segist enn fremur hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að spenna bogann ekki hátt. „Ég skildi ekki þá og skil ekki enn lógíkina í því að eiga eitthvað á 100 prósent láni,“ segir hún. Spurð hvort fólk í kringum hana sé í vandræðum segir hún að fólk hafi almennt skipt um gír. „Mér finnst hugarfarsbreytingin í samfélaginu vera til hins betra,“ segir hún. Spurð hvernig henni finnist stjórnvöld hafa staðið sig í að mæta þeim sem skulda segir Vigdís að sér virðist sem ríkisstjórnin hafi aðallega hjálpað þeim sem allra verst standa en hjálpin hafi ekki borist venjulegu fólki sem hagaði sér með hófsemi. „Ég myndi vilja sjá hjálp fyrir breiðari hóp en stjórnvöld eru svo sannarlega ekki í öfundsverðri stöðu. Ég bið til Guðs að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn taki ekki við þessu aftur og keyri þessa þjóð ofan í svaðið fyrir fullt og allt,“ segir hún. „Ég á ekki neitt“ Kristín Rut Ómarsdóttir, 24 ára starfsmaður á hóteli. „Ég fann fyrir kreppunni þegar ég var erlendis í námi en hún hefur ekki svo mikil áhrif á mig núna,“ segir Kristín Rut. Henni tókst að klára námið sem hún var í þrátt fyrir erfiðleika sem fylgdu gengi krónunnar. Spurð hvernig hafi verið að koma heim í kreppuna segir Kristín Rut að erfiðast hafi verið að horfa upp á ættingja og vini í vandræðum, en að öðru leyti hafi kreppan ekki haft mikil áhrif á hana. „Ég á ekki neitt og bý ein þannig að þetta hafði ekki svo mikil áhrif á mig,“ segir hún og bætir við að henni virðist sem fjölskyldufólk hafi það verst. „Ég er búin að horfa upp á marga sem hafa misst allt sitt,“ segir hún. Hætti við að fara út í nám Óttar Eyþórsson, 26 ára nemi. „Ég þurfti að breyta þeim framtíðarplön- um sem ég hafði. Ég þurfti að hætta við að fara út í dýrt nám, eins til stóð. Ég salt- aði það,“ segir Óttar og bætir við að hann sé blessunarlega laus við íbúðalán. „Ég var það heppinn að eiga ekki neitt,“ segir hann. Aðspurður segir hann að fólkið í kringum hann sé ekki í stórvægilegum erfiðleikum, þó það sé vissulega erfiðara fyrir marga að ná endum saman. Hann segir að ráðaleysi einkenni aðgerðir stjórnvalda til hjálpar heimilunum. „Þau vita því miður ekkert hvað þau eiga að gera,“ segir hann. „Peningakerfið er bara svindl“ Halldóra Mogensen, 30 ára deildarstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. „Ég finn aðallega fyrir því þegar ég kaupi í matinn. Vöruverð hefur hækkað mikið. Við erum hins vegar öll rosalega jákvæð. Það er kannski það sem Íslendingar eiga sameiginlegt og ástæðan fyrir því að við komumst í gegnum þetta,“ segir Halldóra. Þess vegna gerist kannski ekki neitt og þess vegna er fólk ekki brjálað niðri í bæ. Við erum svo miklir þjarkar og tökum þessu öllu af stóískri ró,“ segir hún. Halldóra segist alltaf hafa verið á móti bönkunum og bankakerfinu. „Peningar eru eitthvað sem ekki er til og þetta er bara hugmynd sem mennirnir fundu upp. Ég hef alltaf vitað að bankamenn eru bara glæpamenn og peningakerfið er bara svindl,“ segir Halldóra ákveðin. Hún segir kreppuna ekki hafa bitnað illa á sér en mamma hennar hafi keypt sér húsnæði í fyrsta sinn á ævinni, rétt fyrir hrun. Halldóra flutti inn til móður sinnar til að aðstoða hana með greiðslurnar. Halldóra segir aðspurð að stjórnvöld hafi ekki staðið sig í því að koma til móts við fólk. Það sé vegna þess að þau séu að vinna að því að halda sama kerfinu gangandi. Hún er hins vegar á því að segja þurfi skilið við peningakerfið eins og við þekkjum það. „Mér finnst þetta peninga- kerfi algjört rugl og við erum vaxin upp úr þessu. Við eigum að vera orðin nógu tæknilega þróuð til að við þurfum ekki að vera með þetta peningakerfi. Það er til nóg af auðlindum í heiminum. Það þarf bara að nota tæknina og vísindin til að vinna fyrir okkur. Þannig að við þurfum ekki að vinna í einhverjum störfum sem við viljum ekki vinna í, bara til að eiga mat og húsaskjól. Þetta á allt að vera frítt og það er hægt, með þeirri tækni sem við búum yfir,“ útskýrir hún. „Ef hlutirnir væru ekki gerðir í gróðaskyni heldur væru vísindin notuð til að þróa vélbúnað sem myndi endast þá væri hægt að búa til vélar sem gætu unnið störfin fyrir okkur og myndu ekki bila,“ segir Halldóra og bætir við að allir menn séu jafnir og þannig eigi samfélagið að vera. Þakkar fyrir að eiga ekki börn Eva Hafsteinsdóttir, 28 ára nemi. „Ég tók sem betur fer ekki lán í erlendri mynt en ég fjárfesti í húsnæði og finn vel fyrir hækkununum. Verðbólgan blæs upp lánin mín og það rýrir ofsalega mínar tekjur,“ segir Eva. Hún hefur meðal annars þurft að bregðast við með því að ganga í stað þess að taka strætó, eins og hún gerði áður. „Svo versla ég í Bónus og fer til dæmis minna í bíó,“ segir Eva sem þakkar fyrir að eiga ekki börn í þessu ástandi. Það bitni þá ekki á þeim á meðan. Hún segir aðspurð að margir í kringum hana séu í vandræðum. „Það hafa verið mikil vandræði hjá þeim sem ég þekki, sérstaklega út af erlendu lánunum. Þetta hefur áhrif á alla stórfjölskylduna og það finna allir fyrir þessu. Við erum hins vegar öll að reyna að hjálpast að. Það er það sem fjölskyldur gera,“ útskýrir hún. Eva er enn að bíða eftir aðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég þekki fólk sem er með allt sitt á hælunum og mér finnst asnalegt hvað maður þarf að sækja það stíft að fá hjálp. Ég þekki marga sem eiga í veruleg- um erfiðuleikum,“ segir hún að lokum. Taka varla eftir kreppunni Lilja Laufey Davíðsdóttir og Andri Már Sigurðsson, 25 og 26 ára nemar. „Nei, alls ekki. Við myndum varla taka eftir henni ef ekki væri fyrir fjölmiðla,“ segir Andri Már spurður hvort þau Lilja finni fyrir kreppunni. Hann bætir reyndar við að það sé kannski ofsagt en segir að þau eigi ekki neitt og skuldi þar af leiðandi ekki neitt. „Það er helst vöruverðið sem við finnum fyrir. Það hefur hækkað,“ segir Lilja en þau Andri eru bæði í skóla. Andri segir að þrátt fyrir atvinnuleysi hafi þau bæði verið svo heppin að fá sumarstarf næsta sumar. Spurð hvernig vinir þeirra og kunn- ingjar hafi það segja þau að kreppan bitni ekki mikið á þeim sem þau þekki. Spurð hvernig þau telji að stjórnvöld hafi staðið sig í því að koma til móts við fólk segir Andri að þau hafi kannski ekki gert KREPPA UNGA FÓLKSINS Skuldavandi heimilanna er mestur hjá ungu fólki sem keypti sér íbúð seint á uppgangstímanum, að því er fram kem- ur í athugun Seðlabankans. Fjórðungur allra heimila er enn hjálparþurfi, þrátt fyrir fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um að búið sé að ná utan um skuldavanda heimilanna. DV ræddi við ungt fólk um kreppuna og áhrif hennar á það sjálft og þess nánustu. Fjörutíu prósent ungs barnafólks, sem keypti fasteign seint í uppsveifl- unni, eru í hópi þeirra sem eru á mörkum þess að ná endum saman hver mánaðamót, að því er fram kem- ur í skýrslu Seðlabankans um stöðu heimilanna. Meginþorri þessa fólks býr við nei- kvæða eiginfjárstöðu; skuldar meira í húsnæðinu en það á. Þó að kreppan komi illa við marga þjóðfélagshópa má með rökum segja að um kreppu ungu kynslóðarinnar sé að ræða. Fjórðungur þarf meiri hjálp Í kynningu Karenar Á. Vignisdóttur og Þorvarðar Tjörva Ólafssonar á rannsókn Seðlabankans á fjárhags- stöðu heimilanna kom fram að fjórð- ungur allra heimila þarf frekari að- stoð til að létta á skuldavanda sínum. Það megi gera með því að fella niður skuldir eða minnka greiðslubyrði. Líta má svo á að niðurstöður út- tektar Seðlabankans séu ákveðinn áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þeim hefur ekki tekist að hjálpa þeim sem hjálp þurfa. Þann 17. mars tilkynnti Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra, ásamt fjórum öðrum ráðherra, svokallað lokasvar stjórnvalda til að- stoðar fólks í skuldavanda. „Með þeim aðgerðum sem nú hafa verið kynntar er verið að bregðast við öll- um þeim vanda sem þegar hefur ver- ið bent á,“ sagði Árni Páll á fundi með fjölmiðlafólki þann sama dag. Þó árétta þau Karen og Þorvarður Tjörvi að enn séu óvissuþættir til staðar um stöðu heimila og hverju þau úrræði sem kynnt hafa verið fái áorkað. Vandi 24 þúsund heimila Eins og áður segir þarf nærri fjórð- ungur heimila frekari aðstoð til að létta á skuldavanda sínum, sam- kvæmt úttekt Seðlabankans. Í úttekt- inni segir að ungt fólk, barnafólk og fólk með gengistryggð lán sé líklegra en annað fólk til að eiga í erfiðleik- um með að ná endum saman. Fjórð- ungur heimila berst við að ná end- um saman, eða tæplega 24 þúsund heimili á landinu. Þessi heimili eiga stóran hluta af bílaskuldum lands- manna. Þorvarður Tjörvi segir að úrræðin, sem stjórnvöld hafa boðið, hafi hjálpað um fimm þúsund heim- ilum að komast í viðráðanlega stöðu. Enn þurfi 24 þúsund heimili hjálp við endurskipulagningu fjármálanna. Átthagafjötrar Í janúar 2008 skulduðu 11 prósent heimila meira í húsnæði en þau áttu. Við bankahrunið hækkaði hlut- fallið upp í 20 prósent og er nú talið vera um 39 prósent. Afleiðingar nei- kvæðrar eiginfjárstöðu eru í flestum tilvikum þær að fólk getur ekki selt húsnæði sitt og er þar með bund- ið átthagafjötrum. Það getur reynst ungum fjölskyldum, fólki sem ýmist þarf að stækka við sig vegna barn- eigna eða minnka við sig, þungbært. Fimmtungur þeirra sem búa við neikvæða eiginfjárstöðu er ungt barnafólk. Meginþorri þess unga fólks sem tók lán á seinni stigum hús- næðisuppsveiflunnar skuldar meira en hann á í húsnæði sínu. Tvöföldun erlendra lána Eins og við er að búast leiddi úttekt Seðlabankans í ljós að um 80 pró- sent þeirra sem eru í tekjulægsta hóp samfélagsins eru í vanda og hlutfall heimila í vanda minnkar ört eftir því sem ráðstöfunartekjurnar aukast. „Tvö af hverjum þremur heimilum í vanda eru með ráðstöfunartekjur undir 250 þ.kr. á mánuði,“ segir með- al annars í kynningu á úttektinni. Meira en helmingur þeirra sem á í vanda er með gengistryggð íbúða- eða bílalán, enda kosta er- lendir gjaldmiðlar oft meira en tvö- BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Líta má svo á að niðustöður út- tektar Seðlabankans séu ákveðinn áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Erfitt ástand Um 39 prósent heimila búa við neikvæða eiginfjárstöðu. Ungt fólk, sem keypti húsnæði á árunum fyrir hrun, hefur orðið verst úti. MYND RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.