Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 22
24 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR Gátu ekki gjaldfellt Um fyrra atriðið segir í skýrslunni um áhættu Baugsfjölskyldunn- ar: „Fjölskyldan í heild myndar svo stóra áhættu hjá bankakerfinu að fullyrða má að enginn bankanna hafi haft efni á að gjaldfella lán á að- ila tengdum þeim, vegna hugsan- legra keðjuverkandi áhrifa.“ Íslensku bankarnir þurftu því að halda áfram að fjármagna Baug eins og til dæmis 30 milljarða fyrirgreiðsla Kaupþings til 1998 ehf. um sumarið 2008 sýnir. Fram eftir ári 2008 gátu Baug- ur og önnur íslensk eignarhaldsfé- lög hins vegar flest hver keypt sér gálgafrest með því að fá fyrirgreiðslu hjá íslensku bönkunum. Dæmi um þetta er til dæmis Þáttur Inter- national sem Glitnir fékk í fangið í febrúar 2008 eftir að Morgan Stanl- ey neitaði að endurfjármagna lán til félagsins út af hlutabréfakaupum í Glitni. Á endanum fór það svo að Glitn- ir, sem FL Group var stærsti hluthaf- inn í, gat hvorki fundið fjármögnun hér innanlands né utan á haust- mánuðum 2008. Lausafé Glitnis var uppurið. Það var þá, þegar fokið var í flest skjól, sem Glitnismenn leituðu til Seðlabankans eftir fyrirgreiðslu upp á 600 milljónir evra. Þá hafði þýski bankinn, Bayerische Landes- bank, hafnað því að framlengja tvö af lánum bankans sem samtals voru upp á 150 milljón evrur og útséð var að bankinn gæti ekki fjármagnað sig á næstunni. Eftir það hófst atburða- rásin sem leiddi til þess að íslenska ríkið yfirtók 75 prósent í bankan- um og lagði honum til 600 milljón- ir evra. Með Glitnisyfirtökunni náðu deilur Jóns Ásgeirs og Davíðs nýjum dramatískum hápunkti eftir Baugs- málið: Jón sat eftir og taldi sig fórn- arlamb Davíðs í málinu. Því sjónar- miði Jóns til varnar fær Davíð á sig ákúrur í skýrslunni fyrir að hafa ekki kannað betur hvaða afleiðingar yfir- takan myndi hafa. Í kjölfarið hrundi íslenska fjár- málakerfið eins og spilaborg. Handstýrði Glitni Ýmisleg gögn sem komið hafa fram upp á síðkastið styðja þá staðhæf- ingu að Jón Ásgeir hafi stýrt Glitni í gegnum formlega stjórnend- ur bankans og að þetta skýri þá að hluta hvernig það gat gerst að áhætt- an að Baugi gat farið upp í nærri 90 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Í stefnu skilanefndar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri, og nokkrum öðrum eig- endum og stjórnendum Glitnis, sem þingfest verður síðar í mánuðinum er vitnað í tölvupósta þar sem Jón sendi Lárusi Welding, bankastjóra Glitnis, skipanir. Málið snerist um að Glitnir keypti hlut Pálma Har- aldssonar í bresku skartgripaversl- uninni Aurum á 6 milljarða þrátt fyrir að verðmat hans hafi verið um fjórum sinnum lægra. Þessir atburð- ir áttu sér stað um vorið 2008 þegar verulega var farið að kreppa að í ís- lenska fjármálalífinu. Skilanefndin vill fá milljarðana sex til baka. Jóni var mjög um að gengið yrði hratt og örugglega frá viðskiptunum sem skilanefndin hefur nú stefnt þeim fyrir og sagði hann meðal ann- ars í tölvupóstinum til Lárusar áður en hann gaf skipanirnar: „Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykk- ur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB.“ Með þessum tölvupósti var Jón Ás- geir að undirstrika að Aurum-mál- ið yrði klárað þó vel kunni að vera að hann hafi verið að slá aðeins á létta strengi með síðustu staðhæf- ingunni.   Í stefnu skilanefndarinnar er lagt mat á samskipti Jóns Ásgeirs og Lár- usar út frá þeim tölvupóstum milli þeirra sem skilanefndin hefur að- gang að. Þar segir: „Bersýnilegt er af framangreindum tölvupóstsam- skiptum að Jón Ásgeir var álitinn „eigandi“ bankans af yfirmönnum hans og að hann gaf forstjóra bank- ans bein fyrirmæli um að ráðstafa fjárhagslegum hagsmunum bank- ans í sína þágu og félaga í fjárhags- legum tengslum við hann,...“ en líkt og áður segir var áhættan vegna lánveitinga til Baugs og tengdra að- ila mest hjá Glitni sem Jón stýrði í gegnum FL Group. Skýrsla styður stefnu Tölvupóstar Jóns Ásgeirs úr Glitn- isstefnunni, og þær ályktanir sem eðlilegt er að draga út frá þeim, ríma svo nokkuð vel við aðra tölvupósta hans sem vitnað er til í skýrslunni. Á einungis nokkrum dögum hafa því komið fram upplýsingar sem sýna beina aðkomu að Jóns Ásgeirs að því hvernig Glitni var stjórnað. Í öðru bindi rannsóknarskýrslunnar er vitn- að til þess hvernig Jón Ásgeir hlutað- ist til um viðskipti Glitnis og Landic Property í september 2008. Í skýrslunni segir að Glitnir hafi verið að vinna í því að bæta stöðu sína gagnvart fasteignafélaginu Landic Property, sem var í eigu Jóns Ásgeirs, með því að sækjast eftir auknum áhrifum varðandi stjórnun félagsins. Magnús Arnar Arngríms- son, framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs á Íslandi, sendi tölvupóst til Skarphéðins Bergs Steinarssonar, forstjóra Landic, þar sem hann sagði honum að bréf myndi berast til fé- lagsins með þessum upplýsingum. Bankinn var því í raun að láta félag í eigu Jóns Ásgeirs vita að hann efaðist um stöðu þess og vildi tryggja hags- muni sína. Jón Ásgeir svaraði bréfinu fyrir hönd Landic Property: „Sæll Magnús. Sem aðaleigandi Stoða sem er stærsti hluthafi í Glitni langar mig að vita hvernig svona bréf á að þjóna hags- munum bankans. [...] Gera stjórn- endur sér grein fyrir því að Stoðir að- aleigandi Landic er jafnframt með leyfi FME að fara með ráðandi eign- arhlut í Glitni hvernig heldur þú að þetta bréf líti út frá því sjónarmiði?“ Ályktunin sem rannsóknarnefndin dregur af tölvupósti Jóns Ásgeirs er sambærileg við þá ályktun sem dreg- in er í stefnu skilanefndar Glitnis en það er talið sýna fram á það hvernig Jón Ásgeir og aðrir hluthafar bank- ans skiptu sér af daglegum rekstri hans - í Glitnisstefnunni er að finna sams konar pósta frá Pálma Haralds- syni til starfsmanna Glitnis. „Bréfið ber einnig vitni því umboði sem full- trúar stærstu hluthafa bankans, sem ekki sátu í bankaráði, töldu sig hafa til að hlutast til um daglegan rekstur bankans.“ Dæmin í rannsóknarskýrslunni um þetta beina eigendavald og af- skipti Jóns Ásgeir ná bara til Glitnis enda var hann ekki hluthafi í hinum bönkunum. Skuldastaða Jóns Ásgeirs og félaga hans við Landsbankann og Kaupþing sýna þau góðu tengsl sem voru á milli hans og þessara banka og stjóra þeirra, Sigurjóns Árnasonar og Hreiðars Más Sigurðarssonar. Áfellisdómur Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er áfellisdómur yfir Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni, Baugi og öðrum auð- mönnum og eignarhaldsfélögum sem þar er fjallað um á ítarlegan og afdráttarlausan hátt. Jón Ásgeir og félög í hans eigu eru hins vegar ávallt tekin út sérstaklega í þeirri umfjöllun vegna þess hversu háar lánveitingarnar til þessara fé- laga voru og hversu mikil áhætta hlaust af þessum útistandandi lán- um fyrir íslenska fjármálakerfið. Því þarf kannski ekki að koma óvart þeg- ar slík ígrunduð samantekt er birt opinberlega að bankinn, sem aðilar tengdir Baugi voru eigendur að, hafi fallið á undan hinum bönkunum. Ábyrgð Jóns Ásgeirs er mikil í þess- ari sögu þó vitanlega beri hann hana ekki einn. Jón Ásgeir gagnrýndi þá staðhæfingu í blaðagreininni í árslok 2008 að hann hefði sett Ísland á haus- inn og reyndi að færa rök gegn því. Þá spurði Jón Ásgeir: „Setti ég Ísland á hausinn?“ Svarið við því er, ef stuðst er við skýrslu rannsóknarnefndar- innar, að Jón Ásgeir hafi átt stærri þátt í því en aðrir að koma Íslandi á haus- inn: Hann er höfuðpaurinn. Jón þarf hins vegar að læra að lifa með þeim dómi sem skýrslan fellir yfir honum á sama tíma og hann mun þurfa að glíma við lagalegar afleiðing- ar af viðskiptum hans í útrásinni, líkt og Glitnisstefnan sýnir meðal annars fram á. Minn viðskipta-ferill hefur ein- kennst af sókn. Ég hef byggt upp mín fyrirtæki af miklu kappi, í sam- ræmi við leikreglur. Ný gögn Gögn sem koma fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri og nokkr- um öðrum og í rannsóknarskýrslunni renna stoðum undir það að hann hafi handstýrt Glitni sjálfur í gegnum Lárus Welding á síðasta eina og hálfa árinu fyrir bankahrun. MYND BIG Fór ekki eftir reglum Öfugt við það sem Jón Ásgeir hélt fram fyrir rúmu ári sýnir rannsóknarskýrsla Alþingis að hann fór ekki eftir reglum við uppbyggingu veldis síns. Líkt og aðrir stóri fjárfestar þverbraut hann áhættureglur um lán til einstakra og tengdra aðila. MYND BIG Áfellisdómur Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er ekkert annað en áfellisdómur yfir eignarhaldsfé- lögunum og auðmönnunum sem hvað mest hafa verið í umræðunni frá bankahruninu: Baugi, Exista, Samson, Fons, Milestone svo einhver séu nefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.