Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR ILLUGI Í ERFIÐRI STÖÐU n Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn í erfiða pólitíska stöðu vegna um- ræðu í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um setu hans í stjórn Glitn- is Sjóða fyrir bankahrunið. Í skýrslunni kem- ur meðal annars fram að ekki hafi verið farið eftir settum reglum í fjárfestingum sjóðsins auk þess sem Illugi lagði á það mikla áherslu að Glitnir keypti skuldabréf Stoða út úr peningamarkaðssjóði bank- ans fyrir 10,7 milljarða króna eftir að hann var þjóðnýttur. Spurning- in er sú hvort þessi umræða verði þingmanninum að falli. SJÁLFSTÆÐISFLOKK- UR Í SÁRUM n En Illugi er ekki eini sjálfstæð- ismaðurinn sem á undir högg að sækja um þessar mundir. Sjálf- stæðisflokkurinn er í raun sá stjórnmála- flokkur sem fékk hvað versta út- reið í skýrslunni en við því mátti kannski búast. Flokkssystkin Illuga, Bjarni Ben. og Þor- gerður Katrín, koma heldur ekki vel út úr skýrsl- unni vegna lánveitinga til þeirra og maka þeirra sem og vegna margvíslegra tengsla formannsins við viðskiptalífið, meðal annars við Vafningsmálið sem gagnrýnt er harðlega í skýrslunni. HVAÐ MEÐ GUNNAR? n Annar einstaklingur sem tengdur er Sjóði 9 hefur hins vegar ekkert verið í umræðunni. Það er Gunnar Jónsson, bróðir Gests Jónssonar sem hvað þekktastur er fyrir að vera lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar. Hann sat einnig í stjórn Glitn- is Sjóða, væntanlega vegna tengsla bróður hans við Jón Ásgeir. Ætla má að nú, þegar rannsóknarnefnd Al- þingis hefur beint þeim tilmælum til ákæruvaldsins, verði starfsmenn og stjórn sjóða Glitnis spurðir út í aðkomu sína að þeim, meðal annars Gunnar. JÓN KVARTAR YFIR LAUNUNUM n Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Stoða, er ósáttur þessa dag- ana. Jón er ósáttur vegna launa sinna en þau lækkuðu nýver- ið niður í 1,5 milljónir á mánuði. Áður hafði Jón verið með meira en fimm milljónir króna á mánuði. Heimildir DV herma að Jón tali um fátt annað þessa dagana en þessi smánarlaun sem hann sé nú með. Ofurlaun hans voru lækkuð eftir að Fréttablaðið greindi frá því að hann væri enn svo hátt launaður þrátt fyrir að kröfuhafar Stoða hefðu tek- ið félagið yfir. Jón heldur einfald- lega að hann eigi meira skilið. SANDKORN Lögreglan á Akureyri þurfti að hafa afskipti af ungum manni um nýliðna helgi: Brýst inn að næturlagi Lögreglunni á Akureyri barst tilkynn- ing um nýliðna helgi vegna ungs manns sem væri að sniglast í kringum heimili í bænum að næturlagi. Þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af við- komandi þar sem hann var gripinn við að gægjast inn um glugga. Samkvæmt heimildum DV hefur viðkomandi, sem er karlmaður und- ir tvítugu, undanfarið lagt það í vana sinn að sniglast í kringum híbýli bæj- arbúa og í sumum tilvikum fara inn á heimili að næturlagi. Tilgangur ferða hans er ekki þjófnaður því eftir því sem DV kemst næst hefur hann ekki verið gripinn fyrir stuld. Þess í stað hafa DV borist frásagnir af því að maðurinn ungi sé frekar að sniglast um inni á heimilunum og hafi í ein- hverjum tilvikum komið nálægt und- irfatnaði stúlkna sem þar búa. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akureyri barst henni til- kynning vegna unga mannsins um síðustu helgi. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeild- arinnar, bendir á að félagsmálayfir- völd hafi um nokkurt skeið fylgst með viðkomandi. „Okkur var tilkynnt um mann sem gengi í hús og að gluggum, til að athuga hvort það væri opið. Við höfðum afskipti af honum og hann hefur verið undir eftirliti lengi fyrir eitthvað svona. Hvað okkur varðar var þetta ekki meira en það og ekki stað- fest að hann hafi verið inni á heimil- um,“ segir Daníel. trausti@dv.is Tilkynnt til lögreglu Um síðustu helgi barst lögreglu tilkynning um ungan mann sem gengi milli húsa til að sjá hvort hægt væri að komast inn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, Styrmir Gunnarsson, ýjar að því í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is að Ragnhildur Geirsdóttir, for- stjóri FL Group árið 2005, hafi ekki viljað staðfesta frásagnir um óráðsíu í stjórnun félagsins vegna þess að hún hafi fengið himinháan starfs- lokasamning. Samningurinn við Ragnhildi hljóðaði upp á 130 millj- ónir króna. Styrmir nefnir Ranghildi ekki á nafn en alveg er ljóst að hann á við Ragnhildi. Starfslok Ragnhildar bar brátt að í október 2005 en hún hafði verið ráðin sem forstjóri FL Group í mars það ár. Hún hafði þá starfað hjá fé- laginu frá árinu 1999. Ragnhildur var ráðin til plastframleiðslufyrir- tækisins Promens í desember það ár og starfar þar enn. Ósætti við Hannes Ósættið sem varð til þess að Ragn- hildur hætti hjá FL Group sner- ist um vitneskju forstjórans um að Hannes Smárason, stjórnarformað- ur FL Group og einn helsti eigandi félagsins, hefði látið millifæra 3,5 milljarða króna af reikningi félags- ins í Kaupþingi í Lúxemborg. Pen- ingarnir komu svo aftur inn á reikn- ing FL Group nokkrum mánuðum síðar og það með vöxtum. Inga Jóna Þórðardóttir, sem sat í stjórn FL Group á þessum tíma, ber því við í skýrslunni að eina ástæð- an fyrir því af hverju peningarnir voru settir aftur inn á reikning- inn hafi verið sú að Ragn- hildur hafi hótað að kæra millifærsluna til lögreglunnar. Um þetta segir í skýrslunni: „Þá hefði henni [Ragn- hildi, innsk. blaða- manns] borist til eyrna að stjórnarformaður [Hannes, innsk. blaðamanns] stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í sam- tali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjármunir hefðu horfið af reikn- ingum félagsins í Kaupþingi í Lúx- emborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu.“ Í kjölfarið var bundinn endi á störf Ragnhildar hjá FL Group og fékk hún áðurnefndan starfsloka- samning. Heimildir DV herma hins vegar að hún hafi aldrei fengið að vita hvað orðið hafi um milljarðana sem hurfu: hvert þeir fóru og í hvað þeir voru notaðir. Heimildarmað- ur DV sem þekkir til málsins segir: „Nei, og menn munu aldrei vita það nema þeir komist í gögnin hjá Kaup- þingi í Lúxemborg. Hannes mun aldrei gefa þetta upp,“ en það er ekki rætt í skýrslunni hvað varð um þessa fjármuni. Styrmir ræddi við Ragnhildi Í kaflanum þar sem rætt er um starfslok Ragnhildar er vitnað í Styrmi sem bar því við í skýrslutöku hjá nefndinni að hann hefði feng- ið upplýsingar um millifærslurnar hjá FL Group og skrifuð hefði ver- ið ítarleg fréttaskýring um mál- ið á ritstjórn Morgunblaðsins. Segir Styrmir að rætt hafi verið við Ragnhildi út af málinu. „En til þess að birta þetta þurftum við eina stað- festingu. Við þurftum staðfestingu á því að þetta hefði gerst nákvæmlega svona. Ég vildi ekki birta þetta nema við hefðum [hana] frá einhverjum aðila sem þekkti málið innan Flug- leiða. Svo ég talaði við unga stúlku sem þekkti vel til mála og leitaði eft- ir því að fá staðfestingu hennar og hún tók því mjög vel. Svo einn góð- an veðurdag þegar ég ætlaði að fá þetta endanlegt og ganga frá þessu þá var tilkynnt að hún hefði látið af störfum og hefði fengið laun í fimm ár. Svo sagði hún mér að hún gæti því miður ekki staðfest þetta,“ segir Styrmir í skýrslunni. DV náði ekki í Ragnhildi til að ræða við hana um málið. Hún mun hafa flogið utan á mánudag- inn. Ragnhildur hefur aldrei greint nákvæmlega frá því af hverju hún hætti hjá FL Group og millifærslu- málið hjá FL Group hefur ekki enn verið upplýst. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ýjar að því í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, að 130 milljóna starfslokasamningur Ragnhildar Geirsdótt- ur hjá FL Group hafi fengið hana til að þegja um starfshætti félagsins. Aldrei hefur verið greint nákvæmlega frá ástæðunni fyrir starfslokum Ragnhildar. LAUN ÞÖGGUÐU NIÐUR Í FORSTJÓRA INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Í skugga FL Group Ragnhildur lét óvænt af störfum hjá FL Group árið 2005 vegna ósættis út af milli- færslum af reikningi félagsins hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Hannes Smárason, sem sést hér bak við hana, tók við af henni en hafði áður verið stjórnarformaður. Nei, og menn munu aldrei vita það nema þeir komist í gögnin hjá Kaup- þingi í Lúxemborg. Hannes mun aldrei gefa þetta upp Fréttin að mestu tilbúin Styrmir ber því við í skýrslunni að fréttin um dularfullu millifærslurnar af reikningi FL Group hafi verið nánast tilbúin á ritstjórn Morgunblaðsins. Hið eina sem hafi vantað var staðfesting Ragnhildar sem hætti við á síðustu stundu. Ingi Freyr frétta- stjóri á DV Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur ver- ið ráðinn fréttastjóri DV. Hann er fæddur árið 1980. Ingi er með BA- próf í heimspeki og sagnfræði frá Háskóla Íslands og MLitt. í heim- speki og siðfræði frá háskólanum í St. Andrews í Skotlandi. Ingi hefur síðastliðin ár starfað sem blaðamaður, fyrst á Fréttablað- inu og síðar á DV, þar sem hann hóf störf í desember 2008. Ingi er í sambúð með Sigrúnu Hallgríms- dóttur lækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.