Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 35
VIÐTAL 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 35 HVAÐ VILTU EIGNAST MÖRG BÖRN? „Við viljum eignast tvö börn.“ HVERNIG VERÐUR FYRIR BARN AÐ EIGA SVO FATLAÐA MÓÐUR? „Við erum bara venjuleg hjón með eigin íbúð og hund! Barnið mun hafa tvo foreldra til staðar með smá hjálp. Við erum venjulegt fólk með tilfinn- ingar! Fötlun verður afstæð í huga barnsins okkar. Það elst upp við fötl- un mína. Uppeldið verður ekkert öðruvísi, ég þarf bara smá hjálp. Það er samfélagið sem gerir mig fatlaða en ekki ég.“ ERUÐ ÞIÐ KOMIN MEÐ BANDA- RÍSKA STAÐGÖNGUMÓÐUR? „Næstum því. Fyrirtækið sem ætl- ar að hjálpa okkur með þetta ætlar einnig að hjálpa okkur að sækja um styrki. Þau ætla að reyna að setja af stað prógram úti fyrir fólk sem hef- ur ekki efni á því að borga fyrir þetta allt saman. Þannig að við Kevin verðum eins konar frumkvöðlar. Ég spurði Kevin um daginn hvort hann hefði gifst mér ef hann hefði vitað af vandamálinu með barneignir. Hann sagði að þetta kæmi málinu ekkert við, hann elskaði mig bara eins og ég er. Og ég elska hann eins og hann er. Á tímabili var ég svolítið hrædd um að hann myndi fara frá mér vegna fötlunar minnar en hann stendur við hliðina á mér eins og klettur. Sam- bandið okkar virðist bara styrkjast með tímanum.“ ER KOMIN DAGSETNING Á FERÐ ÚT TIL BANDARÍKJANNA? „Það er miðað við næsta haust en þetta er allt samt enn óákveðið.“ HVERNIG ER MÁLUM FATLAÐRA HÁTTAÐ Á ÍSLANDI Í DAG? „Fatlað fólk á ennþá erfitt upp- dráttar í íslensku samfélagi. Hér er mikið af fólki sem er í stofufang- elsi því það fær ekki næga aðstoð við sitt daglega líf. Ein góð vinkona mín lifir þannig lífi því hún fær lé- lega þjónustu. Ég er bara heppin að hafa fengið notendastýrða per- sónulega aðstoð því þannig get ég lifað eðlilegu lífi með manninum mínum, hundi og framtíðarbörn- um okkar.“ ER MIKILVÆGT FYRIR ÞIG AÐ VERA JÁKVÆÐ FYRIRMYND ANNARRA FATLAÐRA EINSTAKLINGA? „Ég geri mér grein fyrir því að ég hef haft góð áhrif á fólk í kringum mig og finnst ég hafa verið send af Guði hingað til jarðar til að kenna fólki hvernig það er að vera fatlaður. Guð og móðir mín gefa mér þann kraft til að gera þetta. Stundum er ég ekki sátt við fötlun mína en þá fer ég að hugsa um ást okkar Kevins og fer þá að brosa af hamingju!“ HVERJAR ERU STÆRSTU HINDRANIRNAR SEM ÞÚ HEFUR YFIRSTIGIÐ? „Að klára háskólann, fá notenda- stýrða persónulega aðstoð, kaupa íbúð með Kevin og giftast honum. Næst er það barn.“ AF HVERJU ERTU STOLTUST? „Auðvitað þykir mér vænt um há- skólaprófið. Ég skrifaði ritgerðina með höfuðverk allt sumarið og naut aðstoðar vinkonu minnar.“ HVAÐAN FÆRÐU ÞENNAN KRAFT? „Stundum skil ég ekki hvaðan ég hef þennan kraft! Ætli hann komi ekki frá móður minni heitinni, sem dó árið 1998. Ég sakna hennar ennþá því hún var besti vinur minn og við börðumst saman fyrir mannrétind- um. Mamma var mikil hugsjóna- manneskja og vildi sjá mig verða hamingjusama.“ HVAÐA DRAUMA ÁTTU? „Ég vil stofna fjölskyldu og síðan fara út að læra þegar barnið er orðið eldra. Einnig á ég mér draum um að geta gengið með hjálpartæki.“ HVERNIG VÆRI LÍF ÞITT EF ÞÚ HEFÐIR FÆÐST 50 ÁRUM FYRR? „Þá hefði ég hiklaust verið sett á stofnun. Ég er svo heppin að hafa fæðst inn í læknafjölskyldu.“ HVAÐA ÁHUGAMÁL ÁTTU? „Ég elska hunda og á hundinn Happý sem er svartur labrador, voða góður og blíður. Happý veitir okkur mikla hamingju, enda alltaf svo svo happí, glaður og rólegur. Eins hef ég gaman af bókum og tónlist. Ég eyði miklum tíma með Kevin og Happý og fer reglulega á kaffihús með vin- um.“ HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÁSTANDIÐ Á ÍSLANDI? „Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Ég fékk að finna fyrir því þegar svæðis- skrifstofan sagði mér að það ætti að lækka greiðslurnar til mín sem fara í að borga fyrir aðstoðarfókið mitt. Auðvitað neitaði ég að skrifa und- ir þennan samning, ég er ennþá að berjast fyrir þessu.“ KOMIN MEÐ LEIÐ Á KREPPUTALI? „Já, búin að fá nóg af þessu í bili.“ GÆTIRÐU HUGSAÐ ÞÉR AÐ BÚA EINHVERS STAÐAR ANN- ARS STAÐAR EN Á ÍSLANDI? „Þegar ég var ung langaði mig að fara til Bandaríkjanna að læra. Kannski förum við þegar barnið er komið. Kevin vill helst vera hér á Íslandi en segist ætla að koma með mér ef mig langar. Við viljum vera saman, alveg sama hvar.“ ERU FORDÓMAR GAGNVART FÖTLUÐUM Á ÍSLANDI? „Já, það eru miklir fordómar á Ís- landi. Einn læknir sagði til dæm- is við mig að hann teldi mig ekki geta orðið mjög góða móður. Ég er bara ekki ein í þessu, það þarf tvo til að búa til barn og Kevin er með mér í þessu. Við erum í þessu saman og Kevin er ekki fatlaður. Læknirinn talaði við mig eins og ég væri ein, þótt Kevin sæti við hliðina á mér.“ ERTU REIÐ YFIR ÞÍNU HLUTSKIPTI Í LÍFINU? „Ég var reið lengi, lengi en í dag er ég farin að sætta mig við apaköttinn, eins og ég kalla fötlun mína. Af því að ég hef fengið notendastýrða per- sónulega aðstoð. Í dag er ég miklu hamingjusamari því ég hef loksins fengið frelsi. Ég er ekki lengur í stofu- fangelsi.“ HVERT STEFNIRÐU Í FRAMTÍÐINNI? „Ég veit ekki. Kannski fer ég bara inn á Alþingi. Hver veit?“ Á tímabili var ég svo- lítið hrædd um að hann myndi fara frá mér vegna fötlun- ar minnar en hann stendur við hliðina á mér eins og klettur. ÁSTFANGIN Ásdís Jenna og Kevin kynntust með hjálp netsins. Þau höfðu spjallað mikið á Skype áður en þau hittust. VILJA VERÐA FORELDRAR Hjónin stefna til Ameríku til að geta látið drauminn um barn rætast. Kevin þurfti að sannfæra eiginkon- una um að barnleysið hefði ekki áhrif á ást hans til hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.