Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 HELGARBLAÐ Sigurveig Kristín Sólveig Guð- mundsdóttir fæddist í Ögmundar- húsi í Hafnarfirði og ólst þar upp. Barnaskólanám stundaði hún í Flensborgarskóla um tveggja vetra skeið en settist þá í Kvennaskólann og lauk námi þaðan. Hún útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Sigurveig var kennari við Landa- kotsskólann í Reykjavík 1933-41, kenndi um skeið á Patreksfirði og síðar við Lækjarskóla í Hafnarfjarðar á árunum 1958-76 er hún lét af stöf- um fyrir aldurs sakir. Sigurveig sat í stjórn Kvenrétt- indafélags Ísland 1964-72 og var formaður þess 1971, var formaður orlofsnefndar húsmæðra í Hafnar- firði 1970-76, var stofnandi Banda- lags kvenna í Hafnarfirði og formað- ur þess 1972-77, var formaður Félags kaþólskra leikmanna 1972-74, var um langa hríð virk í starfi Sjálfstæð- isflokksins og sat í flokksráði flokks- ins 1959-60, var einn af stofnendum Kvennalistans og skipaði heiðurs- sæti Kvennalistans í Hafnarfirði við bæjarstjórnarkosningarnar 1986 og 1994, sat í stjórnum slysavarnadeild- anna á Patreksfirði og í Hafnarfirði og var heiðursfélagi Kvenréttindafélags Íslands frá 1987. Sigurveig skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, tók saman bækling um heilaga Barböru, rit um Landa- kotskirkju og flutti útvarpserindi. Ævisaga Sigurveigar, Þegar sálin fer á kreik, skráð af Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, kom út 1992. Fjölskylda Sigurveig giftist 26.12. 1939 Sæmundi L. Jóhannessyni, f. 26.9. 1908, d. 8.12. 1988, skipstjóra og síðar starfsmanni Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Hann fæddist á Efra-Vaðli á Barða- strönd, sonur Jóhannesar Sæmunds- sonar sjómanns og Guðrúnar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Börn Sigurveigar og Sæmundar: Jóhannes, f. 25.7. 1940, d. 10.4. 1983, íþróttakennari við MR, íþrótta- fulltrúi ÍSÍ og handknattleiksþjálfari, var kvæntur Margréti G. Thorlacius, kennara og eru börn þeirra Guðni Thorlacius, f. 1968, lektor við HR og á hann þrjú börn en eiginkona hans er Eliza Reid; Patrekur, f. 1972, íþrótta- fulltrúi Garðabæjar og fyrrv. lands- liðsmaður í handknattleik og á hann tvo syni en eiginkona hans er Rakel Anna Guðnadóttir; Jóhannes Ólafur, f. 1979, kerfisstjóri hjá CCP en eigin- kona hans er Stefanía Jónsdóttir og eiga þau einn son. Guðrún Antonía, f. 13.4. 1942, d. 19.2. 2000, skrifstofustjóri, var gift Jóni Rafnari Jónssyni verslunar- manni og eru börn þeirra Sæmund- ur Þór, f.1963, verkamaður en eigin- kona hans er Elsa Inga Óskarsdóttir og á Sæmundur eina dóttur; Álfheið- ur Katrín, f. 1966, kennari en eigin- maður hennar er Ólafur Ásmunds- son og eiga þau fjóra syni; Sigurveig Kristín, f. 1970, verslunarmaður en eiginmaður hennar er Hinrik Fjeld- sted og eiga þau tvær dætur. Margrét Hrefna, f. 22.9. 1943, leik- skólakennari og fyrrv. fræðslufulltrúi hjá Umferðarráði, gift Þorkeli Er- lingssyni verkfræðingi og eru börn þeirra Hlín Kristín, f. 1972, verkfræð- ingur en sambýlismaður hennar er Paal Arne Sellæg; Erlingur, f. 1974, tæknifræðingur en sambýliskona hans er Ásbjörg Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn. Gullveig Teresa, f. 27.10. 1945, blaðamaður og fyrrv. ritstjóri Nýs lífs, gift Steinari J. Lúðvíkssyni, blaða- manni og rithöfundi og eru börn þeirra Lúðvík Örn, f. 1968, hæsta- réttarlögmaður en eiginkona hans er Hanna Lilja Jóhannsdóttir og eiga þau tvö börn; Ingibjörg Hrund, f. 1973, d. 1975. Guðmundur Hjalti, f. 11.8. 1947, loftskeytamaður og aðalvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, kvæntur Jennýju Einarsdóttur fulltrúa og eru börn þeirra Einar Lyng, f.1971, golf- kennari og fararstjóri og á hann þrjú börn en sambýliskona hans er Rakel Árnadóttir; Rósa Lyng, f. 1973, kenn- ari en eiginmaður hennar er Hall- grímur Indriðason og eiga þau tvær dætur; Daníel, f. 1975, flugvirki og á hann þrjár dætur en sambýliskona hans er Kristín Björg Yngvadóttir. Logi Patrekur, f. 26.11. 1949, um- sjónarmaður á olíuborpöllum Stadt- oil, kvæntur Jóhönnu Gunnarsdóttur þjónustufulltrúa og eru börn þeirra Randí, f. 1974, þjónustufulltrúi og er eiginmaður hennar Sölvi Rasmuss- en og eiga þau tvö börn; Rakel Sif, f. 1975, verslunarmaður; Gunnar Logi, f. 1984, bifreiðastjóri. Tómas Frosti f. 24.5. 1953, rann- sóknarlögreglumaður, kvæntur Dag- björgu Baldursdóttur félagsráðgjafa og eru börn þeirra Hrafnhildur Elísa- bet, f. 1969, verkefnastjóri og á hún þrjú börn og eitt barnabarn; Fjóla Fabiola, f. 1973, d. 1975; Sigurveig Sara, f. 1977, verkefnastjóri og á hún þrjá syni en maður hennar er Kjet- il Sigmundssen; Katrín Kine, f. 1985, nemi.. Systir Sigurveigar var Margrét Halldóra, f. 28.12. 1897, d. 14.10. 1970, húsmóðir í Hafnarfirði,var gift Halldóri Kjærnested bryta og voru börn þeirra þrjú, Guðmundur Kjærnested skipherra, Fríða Hjalte- sted húsfreyja og Sverrir Kjærnested prentari. Bróðir Sigurveigar var Hjalti Ein- ar Guðmundur, f. 22.12. 1913, d. fárra mánaða. Foreldrar Sigurveigar voru Guð- mundur Hjaltason, f. 17.7. 1853, d. 27.1. 1919, alþýðufræðari og far- kennari víða norðanlands, og k.h., Hólmfríður Margrét Björnsdóttir, f. 4.2. 1870, d. 7.2. 1948, húsmóðir. Guðmundur Hjaltason stundaði nám í lýðháskólum í Noregi og Dan- mörku. Hann var kennari alla ævi en skifaði auk þess nokkrar bækur, þar á meðal ævisögu sína. Hólmfríður, móðir Sigurveig- ar, var dóttir Björns Einarssonar og Sólveigar Magnúsdóttur, búenda í Haganesi í Fljótum. Um hana skrif- aði Elínborg Lárusdóttir ævisöguna Tvennir tímar. Ætt Guðmundur er sonur Hjalta, b. á Högnastöðum í Þverárhlíð og á Haf- þórsstöðum í Norðurárdal Hjalta- sonar, b. á Bárustöðum í Andakíl Halldórssonar, b. í Skáney og víð- ar Hákonarsonar. Móðir Hjalta var Guðrún Einarsdóttir, b. á Kjalvarar- stöðum í Reykholtsdal Auðunssonar. Móðir Guðrúnar var Rósa Árnadóttir. Móðir Guðmundar var Kristín Jónsdóttir, b.á Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu Bjarnasonar, vinnumanns á Síðumúlaveggjum Péturssonar. Móðir Kristínar var Guðrún, syst- ir Þorsteins, b. á Glitsstöðum, lang- afa Jóns, föður Þorsteins frá Hamri. föður Þóris Jökuls, fyrrv. sendiráðs- prests í Kaupmannahöfn og Kol- beins blaðamanns. Guðrún var dótt- ir Sigurðar, b. í Bakkakoti og Höll í Þverárhlíð Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar var Þórunn Þorsteinsdótt- ir, systir Þorvalds, langafa Sigríðar, móður Halldórs Laxness. Hólmfríður Margrét var dótt- ir Björns, b. í Minna-Akragerði í Blönduhlíð í Skagafirði Einarssonar, b. og skálds í Bólu Andréssonar, b. á Bakka og á Læk Skúlasonar. Móð- ir Einars skálds var Þórunn Einars- dóttir, líflæknis í Miðhúsum í Ós- landshlíð Björnssonar. Móðir Björns í Minna-Akragerði var Halldóra Bjarnadóttir, b. á Húnsstöðum í Stíflu og á Lambanesi í Fljótum Jónssonar, og Guðnýjar Sigurðardóttur. Móðir Hólmfríðar Margrét- ar var Sólveig, bústýra á Máná Magnúsdóttir, b. á Skeið í Fljótum Þorgeirssonar, b. og járnsmiðs í Hvanndölum Hallssonar. Móðir Magnúsar var Guðný Sumarliða- dóttir. Móðir Sólveigar var María Sigurðardóttir, b. á Ósbrekku í Ól- afsfirði Þórðarsonar, og Sólveigar Jónsdóttur. Útför Sigurveigar fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, þriðjudag- inn 20.4. kl. 13.30. Sigurður Guðmundsson VÍGSLUBISKUP f. 16.4. 1920, d. 9.1. 2010 Sigurður fæddist í Naustum við Akureyri. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1940 og lauk emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1944. Sigurður var sóknarprestur í Grenjaðarstaðarprestakalli 1944- 86, prófastur Þingeyjarprófasts- dæmis 1962-86, vígslubiskup í Hólastifti hinu forna 1981-91, sóknar- prestur á Hólum 1986-91 og settur biskup Ís- lands 1987- 1988. Sigurður var fyrsti maður með biskupsvigslu er sat Hólastað frá 1798. Hann var bóndi með prestskap á Grenjað- arstað á árunum 1944-86, odd- viti Aðaldæla 1948-54, skólastjóri Laugaskóla 1962-63 og kennari þar 1970-72. Hann var kirkju- þingsmaður 1964-84 og sat í kirkjuráði 1981-86. Eiginkona Sigurðar var Aðal- björg Halldórsdóttur, f. 1918, d. 2005, húsfreyja. Foreldrar Sigurðar voru Guð- mundur Guðmundsson, bóndi í Naustum, síðar verkamaður á Ak- ureyri, og k.h., Steinunn Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja. Sigurður var komin af mikl- um prestaættum. Guðmundur, afi herra Sigurðar, var bóndi á Syðra-Hóli, bróðir Helgu, ömmu Aðalbjargar Halldórsdóttur, konu Sigurðar. Guðmundur var son- ur Halldórs, b. á Jódísarstöðum Guðmundssonar, bróður Helga, langafa séra Birgis Snæbjörns- sonar. Annar bróðir Halldórs var Guðmundur, langafi Jóhönnu, móður séra Pálma Matthíasson- ar í Bústaðakirkju. Móðir Hall- dórs var Helga Jónsdóttir, systir Guðlaugar, ömmu Jónasar Jón- assonar, prests og þjóðhátta- fræðimanns á Hrafnagili, afa Jónasar Rafnar, fyrrv. alþm. og bankastjóra. Steinunn Sigríður var dótt- ir Sigurðar, b. í Geirhildargörð- um í Öxnadal Jónassonar, en móðir Sigurðar í Geirhildargörð- um var Sigríður Pálsdóttir, syst- ir Bergþóru, ömmu Erlings Dav- íðssonar, ritstjóra á Akureyri. Móðir Steinunnar var Sigur- jóna Sigurðardóttir, b. á Dvergs- stöðum í Eyjafirði Sigurðsson- ar. Móðir Sigurjónu var Guðrún, systir Guðnýjar, langömmu Ing- ólfs, föður Kristjáns Vals, prests á Grenjaðarstað. Systir Guðrún- ar var Helga, amma Stephans G. Stephanssonar skálds. Guð- rún var dóttir Guðmundar, b. á Krýnastöðum Jónssonar, bróður Þórarins, prests og skálds í Múla, langafa Kristjáns Eldjárns, afa Kristjáns Eldjárns forseta. MINNING Sigurveig Guðmundsdóttir KENNARI MERKIR ÍSLENDINGAR Fædd. 6.9. 1909 - Dáin. 12.4. 2010 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.