Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 2
„SVO HRÆÐILEGA SORGLEGT“ n Fjögur ungmenni lentu í hræðilegu bílslysi við Mánatorg á Suðurnesjum síðastliðinn laugardags- morgun. Tveimur vinkon- um sem voru í bílnum, Unni Lilju og Lenu Margréti Hinriksdóttur, var haldið í öndunarvél eftir slysið en þær létust á laugardaginn. Þriðja stúlkan í bílnum liggur enn þungt haldin á Landspítalanum. Ökumað- urinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, slapp ómeiddur en hann var sá eini sem var í bílbelti. Í viðtali við DV á miðvikudaginn sagðist Stefán Sigurður Snæbjörnsson, faðir Unnar Lilju, hafa náð að kveðja dóttur sína áður en hún lést. MILLJÓNIR TIL STOFU EIGINMANNSINS n Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lét þrjár milljónir króna af hendi til auglýsingastofunnar EnnEmm í prófkjörum sínum árið 2006. Milljónirnar voru vegna hönnunar sem var meðal annars í höndum eiginmanns hennar, Ólafs Haraldssonar, hönnuðar hjá auglýsingastofunni. Í tveimur prófkjörum árið 2006 fékk Steinunn Valdís hátt í 13 milljónir í styrki, bæði frá bönkum og einkafyrirtækjum. Hart hefur verið deilt á hana fyrir að þiggja styrkina og hávær krafa hefur verið uppi um að hún segði af sér síðustu daga. STÓRSKULDUGUR RÚMFATAKÓNGUR n Jákup á Dul Jacobsen, stofnandi og einn aðaleigenda Rúmfatalag- ersins, skuldaði rétt tæpa áttatíu milljarða íslenskra króna við fall bankanna síðla árs 2008. Skuldirnar lágu í níu félögum tengdum Fær- eyingnum duglega sem samanlagt skulduðu 470 milljónir evra í viðskiptabönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbank- anum. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem fjallað er sérstaklega um útlán stóru bankanna þriggja. Þar sést að lánin fóru vaxandi frá árinu 2005 og náðu hátindi í lok september 2008, dögum fyrir sjálft bankahrunið. Mest fengu fyrirtæki Jákups lánað hjá Kaupþingi en þar fóru lánin yfir 300 milljónir evra þegar hæst var. Það jafngildir yfir 50 milljörðum króna. Landsbankinn var ekki langt á eftir því við bankahrunið voru lánin þar innandyra rúmar 250 milljónir evra, eða rúmir 42 milljarðar króna. Jákup er fluttur til Kína ásamt fjölskyldu sinni. 2 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ÞETTA HELST Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir ætla til Los Angeles með Stöð 2 í maí til að velja sjónvarpsþætti fyrir stöðina. Ari Edwald, forstjóri 365, og Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, fara einnig með. HITT MÁLIÐ www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingi- björg Pálmadóttir, aðaleigandi 365 og stjórnarformaður, ætla að skella sér til Los Angeles í maí ásamt helstu starfsmönnum Stöðvar 2 til að horfa á og velja nýja sjónvarps- þætti fyrir stöðina. Uppákoman í Los Angeles kallast LA Screenings og gengur út á það að stóru stúdíóin þar í borg sýna viðskiptavinum sín- um sýnishorn af nýjum þáttaseríum sem þau hafa til sölu. LA Screenings fer fram dagana 18. til 28. maí og er þetta í fjórtánda skipti sem uppá- koman er haldin. LA Screenings gengur þannig fyr- ir sig að gestirnir sitja í heilan dag í senn hjá fyrirtækjum eins og Uni- versal og Fox og horfa út í eitt á sjón- varpsefni sem þeir mögulega vilja kaupa. Fulltrúar frá sjónvarpsstöðv- um hvaðanæva úr heiminum mæta á uppákomuna í Los Angeles til að velja sér efni og mun einnig fara fólk frá RÚV og Skjánum sem og auð- vitað starfsmenn helstu sjónvarps- stöðva á Norðurlöndunum. Á kvöld- in hittast svo allir gestirnir í veislum og á uppákomum sem haldnar eru í tengslum við atburðinn. Ari og Pálmi fara líka Með Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu fara þau Ari Edwald, forstjóri fjölmiðla- fyrirtækisins, og Pálmi Guðmunds- son, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, en þeirra för á hátíðina í Los Angeles er kannski skiljanlegri en þeirra hjóna Jóns Ásgeirs og Ingibjargar. Dag- skrárstjóri 365, Skarphéðinn Guð- mundsson, fer hins vegar ekki með samkvæmt heimildum DV. Alla jafna eru það sjónvarpsstöðv- arnar sjálfar sem greiða allan kostn- að af þátttöku sinni í LA Screenings. Venjan er að einn starfsmaður eða jafnvel tveir fari frá hverri stöð en Stöð 2 virðist ætla að senda fleiri á sínum vegum í ár. RÚV og Skjárinn greiða fyrir þá sem fara á LA Screen- ings á vegum sjónvarpsstöðvanna. Nöfn Jóns Ásgeirs, Ingibjargar, Ara og Pálma eru meðal þeirra nafna sem koma fyrir í tölvupóstum á milli norrænna og íslenskra sjónvarps- stöðva þar sem verið er að skipu- leggja ferðina til Los Angeles og dag- skrána þar. DV hefur tölvupóstana undir höndum. Hugsanlegt að Jón Ásgeir fari sem maki Ari Edwald, forstjóri 365, segir að- spurður að hann ætli að fara á LA Screenings í fyrsta skipti í ár. Að- spurður hvort Jón Ásgeir og Ingi- björg fari með starfsmönnum 365 segir Ari að vel geti verið að Ingibjörg fari með 365 á LA Screenings, hann svarar því hins vegar ekki beint varð- andi Jón Ásgeir. „Já, ég geri ráð fyrir því að ég fari með. Ég hef aldrei farið áður á þessa messu í Los Angeles þó að það hafi staðið til í nokkur ár... Það getur vel verið að Ingibjörg fari með okkur enda er hún stjórnarformaður félagsins,“ segir Ari. Aðspurður hvort Jón Ásgeir fari þá ekki líka segir Ari: „Ég get ekki svarað því á þessu stigi hvort hann fari með sem maki. Það er bara ekki búið að ákveða það. Ég vil ekkert úttala mig um slíkt skipulag hjá öðru fólki.“ Aðspurður hversu marga 365 ætli sér að senda á LA Screenings segir Ari að hann viti það ekki. „Ég veit það ekki á þessu stigi og sé heldur enga ástæðu til að vera að ræða það. Þetta er alveg dæmigert innanhússmál hér í fyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fyrirtækið greiði ekki kostnaðinn af ferðinni fyrir þá sem fara á vegum þess segir Ari svo vera. „Fyrir starfsmenn og fulltrúa fyrirtækisins? Alveg klárlega... Ég greiði bara fyrir þá sem eru þarna á vegum félagsins... Annars mun ég ekki ræða það opinberlega hverjir munu ferðast með okkur og hvernig félagið ver sínum fjármunum. Það er málefni félagsins,“ segir hann. Að lokum skal þess getið að mik- ið aðhald hefur verið í rekstri 365 síðasta árið. Uppsagnir hafa verið á Fréttablaðinu og hefur vinnuhlut- fall starfsmanna þess verið minnk- að niður í 90 prósent og laun þeirra lækkuð þar með. JÓN ÁSGEIR TIL LA SEM MAKI INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ég get ekki svar-að því á þessu stigi hvort hann fari með sem maki. Þeir fara líka Ari Edwald, forstjóri 365, og Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, munu líka skella sér til Los Angeles með Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu til að velja þættina. Til Hollywood Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir ætla að fara til Los Ang- eles síðar í maí og velja sjónvarpsþætti ofan í áhorfendur Stöðvar 2. 2 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, lét þrjár milljónir króna af hendi til auglýs- ingastofunnar EnnEmm í prófkjör- um sínum árið 2006. Milljónirnar voru vegna hönnunar sem var meðal annars í höndum eiginmanns henn- ar, Ólafs Haraldssonar, hönnuðar hjá auglýsingastofunni. Í tveimur prófkjörum árið 2006 fékk Steinunn Valdís hátt í 13 millj- ónir í styrki, bæði frá bönkum og einkafyrirtækjum. Hart hefur verið deilt á hana fyrir að þiggja styrkina og hávær krafa hefur verið uppi um að hún segi af sér síðustu daga. Af þeim peningum sem hún fékk fór helmingurinn í auglýsingabirt- ingar en kostnaður við auglýsingarn- ar, bæði hönnun og ráðgjöf, er annar stór kostnaðarliður. Samanlagt lagði hún hátt í fimm milljónir í ráðgjöf og hönnun. Þar af þrjár milljónir til aug- lýsingastofu eiginmannsins. Bara launamaður Þegar DV hafði samband við Stein- unni Valdísi svaraði hún því til að uppgjörið hefði hún ekki við hönd- ina en ráðgjöfin hefði snúið að því að kaupa vinnu af auglýsingastofunni. Hún benti á tvo ráðgjafa sem hefðu unnið fyrir hana, þá Gunnar Stein Pálsson og Eggert Skúlason. Eftir smá umhugsun svaraði hún því til að hönnunin hefði farið fram hjá aug- lýsingastofunni EnnEmm og í kjöl- farið viðurkenndi hún að maðurinn hennar ynni þar. „Ráðgjafarkostn- aður er eitt og hönnun allt annað. Hönnunin fór fram hjá, bíddu nú við, hjá EnnEmm auglýsingastofu,“ sagði Steinunn Valdís. „Maðurinn minn starfar þar, já. Hann sá ekki einn um hönnunina heldur keypti ég vinnu af auglýs- ingastofunni og þar fékk ég engan af- slátt heldur borgaði fullan prís. Fyrir þessu voru gefnir út reikningar sem ég stóð full skil á. Þetta var þjónusta keypt af auglýsingastofunni og hann kom hvergi nálægt reikningunum. Maðurinn minn er bara launamað- ur þarna.“ Óeðlilega háir styrkir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét hafa það eft- ir sér á þriðjudag að Steinunn Val- dís hefði þegið óeðlilega háa styrki í prófkjörum flokksins. Þar sagði for- sætisráðherra þingmanninn vera í hópi þingmanna, bæði Samfylkingar og annarra flokka, sem það gerðu án þess að hægt væri að benda á að lög hefðu verið brotin. Ásgeir Davíðsson, eigandi nekt- ardansstaðarins Goldfinger, er ánægður með aðgerðir mótmæl- enda við heimili Steinunnar Valdís- ar og hvetur til áframhaldandi mót- mæla þar. Þau hafa lengi eldað grátt silfur þar sem þingmaðurinn hefur beitt sér gegn nektardansi hérlend- is. Ekkert athugavert Samkvæmt skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis trónir Steinunn Valdís á toppnum yfir þá stjórnmála- menn sem þáðu styrki frá viðskipta- bönkunum þremur; Glitni, Kaup- þingi og Landsbankanum, á hinu svokallaða góðæristímabili. Sam- tals fékk hún 3,5 milljónir króna en fast á hæla henni er Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, fyrrverandi vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fékk þrjár milljónir frá bönkunum. Sú síðarnefnda hefur tímabundið vikið af þingi en það ætlar Steinunn Valdís ekki að gera og kvartar hún yfir einelti í sinn garð þar sem mótmæl- endur hafa ítrekað staðið fyrir utan heimili hennar síðustu daga og kraf- ist afsagnar. Steinunn Valdís hefur full- yrt í samtali við DV að styrkirnir hafi allir fallið undir settar reglur og hún hafi gert þeim öllum skil hjá skattayfirvöldum. Hún legg- ur áherslu á að eiginmaður henn- ar hafi engra hagsmuna að gæta varðandi viðskipti hennar við stof- una. „Allt tal um að maðurinn minn tengist þessu með einhverj- um hætti eða eitthvað hafi verið óeðlilegt við þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið,“ segir Steinunn Valdís. 8 MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 FRÉTTIR MILLJÓNIR TIL STOFU EIGINMANNSINS TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Allt tal um að maðurinn minn tengist þessu með einhverjum hætti […] er algjör- lega úr lausu lofti gripið. Góðir styrkir Stein- unn Valdís fékk tæpar þrettán milljónir króna og runnu þrjár þeirra til auglýsingastof- unnar þar sem maður hennar vinnur. Styrkir Steinunnar Valdísar: Febrúar 2006 Landsbankinn 1,5 milljónir Baugur 1 milljón FL Group 1 milljón Nýsir 1 milljón Eykt 650 þúsund Hönnun 500 þúsund Atlantsolía 500 þúsund Aðrir 1,95 milljónir Samtals: 8,1 milljón Nóvember 2006 Landsbankinn 2 milljónir Baugur 1 milljón FL Group 1 milljón Aðrir 650 þúsund Samtals: 4,65 milljónir Kostnaður Steinunnar Valdísar við prófkjörin tvö: Auglýsingabirtingar 6,3 milljónir Auglýsingar 3 milljónir Burðargjöld 800 þúsund Ráðgjöf 1,7 milljónir Tækjaleiga 200 þúsund Samtals: 12 milljónir Eiginmaður Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar, var meðal þeirra sem sá um hönnun auglýsingaefnis fyrir konu sína í prófkjörsbaráttu hennar árið 2006. Reikningurinn var upp á tæpar þrjár milljónir króna sem runnu til auglýsingastofunnar sem eiginmaðurinn starfar hjá. 1 MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 28. – 29. APRÍL 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 48. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 Lágmúli 5 |108 Reykjavík S: 590 9200 | www.laekning.is LÆKNISFRÆÐILEG SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA „VIÐ NÁÐUM AÐ KVEÐJA“ ÞÚSUNDIR SYRGJA STÚLKURNAR ÚR GARÐINUM: Unnur Lilja Stefánsdóttir F. 2 5 . 8 . 1 9 9 1 – D . 2 4 . 4 . 2 0 1 0 Lena Margrét Hinriksdóttir F. 8 . 2 . 1 9 9 2 – D . 2 4 . 4 . 2 0 1 0 SVONA BREGSTU VIÐ ÖSKU- FALLINU NEYTENDUR n FAÐIR UNNAR FÉKK TÍMA MEÐ DÓTTUR SINNI n „HEF FUNDIÐ MIKINN HLÝHUG OG STUÐNING“ n MÓÐIR LENU: „ÞAÐ SÁRASTA SEM MAÐUR UPPLIFIR“ n SYRGJANDI FAÐIR HVETUR ALLA TIL AÐ NOTA BELTI PÁLMI MEÐ REIKNING Í LÚXEMBORG FLUGFAR- ÞEGI MEÐ SKRÚFJÁRN n FÓR UM KEFLA- VÍK OG ÓSLÓ FRÉTTIR ÞRJÁR MILLJÓNIR TIL STOFU EIGINMANNS n HLUTI AF STYRKJUM STEINUNNAR VALDÍSAR TIL FYRIRTÆKIS MANNS HE NNAR RIFBEINS- BROTNAÐI n ÓLAFUR STEPHENSEN RITSTJÓRI Á BATAVEGI í hóstakasti FRÉTTIR FÓLK FRÉTTIR 3 SKILDI EFTIR MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 26. – 27. APRÍL 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 47. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 Lágmúli 5 |108 Reykjavík S: 590 9200 | www.laekning.is LÆKNISFRÆÐILEG SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA EIGANDI RÚMFATALAGERSINS FARINN TIL KÍNA: SKULDA- SÚPU n JÁKUP SKULDAR 80 MILLJARÐA n FRUMKVÖÐULL ÁRSINS 2000 n FÆREYINGUR Í ÍSLENSKRI ÚTRÁS n KORPUTORG Á KAFI Í SKULDUM Í KRÖGGUM MEÐ HÚS LANGAFA FRÉTTIR n BJÖRGÓLFUR THOR VEÐSETTI FRÍKIRKJUVEG 11 FYRIR 250 MILLJÓNIR EIGNIRNAR SKRÁÐAR Á KONURNAR n SKATTA- YFIRVÖLD HERJA Á EIGNALITLA AUÐMENN SVONA SELUR ÞÚ BÍLINN NEYTENDUR „OFBOÐS- LEG SORG“ Í REYKJA- NESBÆ n TVÆR AF STÚLK- UNUM ERU LÁTNAR n 8 RÁÐ TIL AÐ HÁMARKA VERÐ BÍLSINS ÍSLANDSKLUKKAN: JÓN VIÐAR SÁTTUR FÓKUS RÍKIÐ VILL RITSTÝRA FRÉTTIR FRÉTTIR n NÝTT FJÖLMIÐLAFRUMVARP MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.