Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 48
THE SUN MEÐ SÉRÚTGÁFU Breska dagblaðið The Sun sem er í eigu Mur- doch-fjölmiðlaveldisins kemur fyrir almenningssjónir í sérstakri þrívíddarútgáfu fimmta júní næstkomandi. Með blaðinu fylgja sérstök þrívíddargleraugu og innviðir þess munu státa af þrívíddarljósmyndum, þrívíddarauglýsingum og sérstakri þrívíddar-leikjatöflu fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta. The Sun er frekar þekkt fyrir myndir af berbrjósta kvenfólki en tækniundrum en ástæð- una fyrir þessari sérútgáfu blaðsins má líklega rekja til þrívíddarútsendinga Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar sem einnig er í eigu Murdoch. Hinar ótrúlegu vinsældir iPhone- snjallsímans hafa skilað Apple-fyr- irtækinu methagnaði undanfarna mánuði. Á fyrsta ársfjórðungi tókst fyrirtækinu að fara fram úr öllum væntingum markaðsgreinenda á Wall Street og seldi hátt í níu milljónir iPhone-síma. Þetta er um 131% aukn- ing frá sama tímabili í fyrra og hagn- aður fyrirtækisins jókst frá 1,6 millj- örðum í 3 milljarða Bandaríkjadala. Heildarvelta fyrirtækisins á tímabil- inu var 13,5 milljarðar dala og sagði Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple, að þetta væri besti ársfjórðungur (fyr- ir utan jólasölu) í 34 ára sögu fyrirtæk- isins. Sala á Apple-tölvum jókst einn- ig eða um 33% á tímabilinu. Ástæða hinnar miklu aukningar í sölu iPhone- símans er að sögn fyrirtækisins að hluta til vegna nýrra sölusamninga við átta stór fjarskiptafyrirtæki víðsvegar um heiminn. Apple-fyrirtækið hefur birt ótrúlegar rekstrartölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2010: HAGNAÐUR APPLE ALDREI MEIRI HEWLETT-PACK- ARD KAUPIR PALM Hewlett-Packard eða HP eins og nafn fyrirtækisins er betur þekkt meðal almennings hefur keypt Palm snjallsíma-framleiðandann fyrir um einn milljarð Bandaríkjadala. Fyrirtækið vonast til þess að með kaupunum takist því að ná bita af snjallsíma- og smátölvumarkaðin- um en einn stærsti kosturinn við kaupin er að HP hefur nú eignast WebOs stýrikerfið frá Palm. iPad-tölva Apple-fyrirtækisins gæti því fengið harða samkeppni áður en langt um líður ef HP hyggst nýta sér stýrikerfið í álíka smátölvu. ÞRÍVÍDD FYRIR BOLTANN Í SUMAR Samsung hefur hleypt af stokkunum auglýsingaherferð í Bretlandi fyrir þrívíddarsjónvörp en samkvæmt heimildum eyddi fyrirtækið rúmlega einum og hálfum milljarði íslenskra króna í herferðina. Talið er að Sony, LG og Panasonic fylgi í kjölfarið með álíka herferðum og reyni að laða almenning til kaupa á þrívíddarsjón- vörpum næstu vikur með skírskotun til heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem haldin verður í Suður-Afríku í júní. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur þegar tilkynnt að 25 leikir keppninn- ar verði sendir út í þrívídd. VÉLBÚNAÐARUPP- FÆRSLA FYRIR KINDLE Amazon mun senda frá sér vélbúnaðaruppfærslu fyrir Kindle-lestölvurnar í maímánuði. Uppfærslan mun gera notendum kleift að deila hluta bókar með Facebook- og Twitter-vinum, skipuleggja bækur í einn eða fleiri flokka innan safnins og nýta sér svokallaðan „pan and zoom“ eiginleika fyrir pdf-skjöl en þá getur notandinn stækkað hluta skjalsins og fært til eftir hentugleikum, sem er hentugt til að geta greint smátt letur eða skoða nánar töflur, gröf og aðra grafík. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is Windows Live Wave 4 frá Micros- oft mun brátt koma fyrir almenn- ingssjónir í tilraunaútgáfu (beta). Live Wave 4 verður aðeins hægt að keyra á nýrri stýrikerfum Micros- oft, Windows Vista og Windows 7 en stuðningur við XP verður ekki til staðar. Microsoft hefur einnig upp- lýst að verið sé að þróa sérútgáfur Live Wave 4 fyrir Windows Phone 7, Apple iPhone, RIM BlackBerry og Nokia en gamla Windows Mobile stýrikerfið mun ekki geta stutt þessa útgáfu. Messenger Windows Live Messenger, sem er sjálfsagt vinsælasti hluti Live Wave, byggist í þessari nýju útgáfu með- al annars á samhæfni við vinsæl- ar samskiptasíður. Til að byrja með verður hægt að tengja forritið við Facebook, MySpace og LinkedIn en öðrum samskiptasíðum verður bætt við síðar. Þetta þýðir til dæmis að ef notandinn svarar skilaboðum í Messenger frá Facebook munu þau birtast samstundis inni á Facebook. Einnig er verið að þróa beina teng- ingu við hið innbyggða spjall á Fac- ebook en ekki er vitað enn hvort það verði til staðar í tilraunaútgáfunni. Nýja útgáfan býður að auki upp á svokallað flipa-spjall (tabbed con- versations) en þá er hægt að spjalla við fleiri en einn í sama glugga, myndspjall í HD-gæðum og inn- byggða Bing-vefleitarvél. Útvalinn hópur hefur þegar fengið tilraunaútgáfu Live Wave 4 í hendurnar til prófunar og innan tíð- ar mun Microsoft gera almenningi kleift að sækja þessa tilraunaútgáfu af vefsíðu fyrirtækisins. 48 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 Microsoft er að leggja lokahönd á Windows Live Wave 4 hugbúnaðarpakkann en í hon- um má meðal annars finna hið geysivinsæla spjallforrit Live Messenger. STYTTIST Í WIND- OWS LIVE WAVE 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.