Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 10
Keflavíkurkirkja er í fjárhagskrögg-
um vegna myntkörfuláns sem hvíl-
ir á henni. Á einu bretti ríflega tvö-
földuðust skuldirnar og nema þær
nú rúmlega fjórföldum árstekjum
kirkjunnar. Hún er þó ekki sú skuld-
ugasta þessa dagana því skuldir
Grafarvogskirkju eru þrefalt hærri.
Keflavíkurkirkja tók myntkörfu-
lán fyrir byggingu nýs safnaðar-
heimilis með veði í gjöldum sókn-
arbarna þar sem ekki má taka veð
í sjálfum kirkjubyggingunum. Fall
krónunnar haustið 2008 varð til
þess að skuldirnar mögnuðust og
nú er svo komið að kirkjustarfið
rúllar á neyðaráætlun. Sú áætlun
miðar að því að komast út úr vand-
anum með því að sníða rekstrinum
stakk eftir vexti og sóknarprestur
kirkjunnar, séra Skúli S. Ólafsson,
segir samstöðu starfsfólks lykilat-
riði. Þannig hlaupi prestarnir til að
mynda í öll verk, hvort sem það er í
þrif eða frágang.
Kirkjan á bremsunni
Skúli viðurkennir að kirkjan hafi
tekið gengistryggð lán sem hafi
snarhækkað eftir bankahrunið. Að-
spurður segir hann stöðuna óþægi-
lega að því leyti að spara hefur þurft
talsvert í rekstrinum. „Það er alveg
rétt, staða okkar er svolítið þung
og skuldsetningar í kirkjunum eru
mjög alvarlegt mál. Við höfum hins
vegar tekið mjög hressilega til í okk-
ar rekstri og erum smám saman að
greiða niður þessi lán. Höfuðstóll
lánanna lítur ógnvekjandi út en
vextirnir eru ekki mjög háir. Eins
og gengur lagast þessi lán ef krónan
lagast eitthvað, eins og svo margir
treysta á. Vonandi komumst við á
lygnan sjó en það eru margir söfn-
uðir sem eru miklu verr staddir en
við,“ segir Skúli.
„Á meðan staðan er þung höf-
um við tekið hressilega til og erum
með nokkuð fast land undir fótum
upp á það að gera. Skuldin er tals-
vert mikil miðað við tekjur okkar á
ári. Veð lánanna liggja í raun í tekj-
um sem við fáum, í sóknargjöld-
unum frá sóknarbörnunum, og út
frá þeim erum við nokkuð öruggur
skuldari.“
Skuldugar kirkjur
Fimm skuldugustu kirkjur lands-
ins skulduðu 1,5 milljarða króna
í byrjun árs 2009. Það eru Grafar-
vogskirkja, sem skuldar yfir 600
milljónir, Lindakirkja, sem skuld-
ar tæpar 300 milljónir, Keflavík-
urkirkja, sem skuldar rúmar 200
milljónir, Grensáskirkja, sem
skuldar hátt í 200 milljónir, og
Hallgrímskirkja sem skuldar vel á
annan hundrað milljónir króna.
Heildarskuldir þessara fimm
kirkna nærri tvöfölduðust milli
ára, fóru úr rúmum 800 milljónum
í byrjun árs 2008 upp í 1,5 milljarða
í byrjun síðasta árs.
Þegar horft er til prófastsdæma
má finna enn frekari skuldir. Sé
horft til sama tímabils fóru skuld-
ir fimm skuldugustu prófastsdæm-
anna úr tæpum tveimur millj-
örðum í ársbyrjun 2008 upp í þrjá
milljarða í byrjun árs 2009. Reykja-
víkurprófastsdæmin eru skuldug-
ust þeirra allra, annars vegar er 1,3
milljarða skuld í því eystra og tæpra
900 milljóna í því vestra. Þar á eftir
koma Kjalarnesprófastsdæmi með
515 milljóna skuld, Vestfjarðapróf-
astsdæmi með tæpar 150 milljónir í
skuld og svo Snæfells- og Dalapróf-
astsdæmi með rúmar 100 milljónir
á bakinu.
Sópandi prestar
Þessar tölur koma fram í ársreikn-
ingi ársins 2008 sem lagður var
fram af kirkjuráði fyrir kirkjuþing.
Þar kemur einnig fram að það ár
var mikið tap á rekstri í einstökum
kirkjum. Þetta eina ár var nærri
100 milljóna tap í Keflavíkurkirkju,
sem skýrist væntanlega af þess-
um lánaskuldum sem getið er hér
að framan. Grafarvogssókn tap-
aði líka miklu árið 2008, tæpum
70 milljónum, og þar á eftir kem-
ur Áskirkja með hátt í 50 milljóna
króna tap.
Skúli leggur áherslu á að þrátt
fyrir niðurskurð í kirkjunni hafi
markmiðið verið að draga ekki úr
þjónustu kirkjunnar við söfnuðinn.
Hann segir prestana, líkt og aðra
starfsmenn, hlaupa í flest verk. „Við
þurfum að horfa í hverja krónu og
passa hvernig við verjum pening-
unum okkar. Það er allt stopp á
framkvæmdir, fyrir utan ítrustu
viðhaldsverkefni. Við reynum öll
að ganga í þau störf sem til þarf og
prestarnir eru þar ekkert undan-
skildir. Við göngum frá og gerum
það sem þarf að gera í tiltektinni.
Það er óhætt að segja að við séum á
bremsunni og rekum kirkjuna á al-
gjöru lágmarki,“ segir Skúli.
Sókn Skuldir 2007 Skuldir 2008
Grafarvogssókn 542 milljónir 618 milljónir
Lindasókn 384 þúsund 283 milljónir
Keflavíkursókn 97 milljónir 208 milljónir
Grensássókn 174 milljónir 186 milljónir
Hallgrímssókn 21 milljón 173 milljónir
Samtals: 835 milljónir 1,5 milljarður
Prófastsdæmi Skuldir 2007 Skuldir 2008
Reykjavík eystra 727 milljónir 1,3 milljarðar
Reykjavík vestra 668 milljónir 895 milljónir
Kjalarnessprófastsdæmi 283 milljónir 515 milljónir
Vestfjarðaprófastsdæmi 158 milljónir 145 milljónir
Snæfells- og Dalaprófastsdæmi 62 milljónir 107 milljónir
Samtals: 1,9 milljarðar 3 milljarðar
10 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR
GUÐSHÚS Í SNÖRU
MYNTKÖRFULÁNS
Keflavíkursókn stendur völtum fótum vegna fjárhagserfiðleika vegna snarhækkandi
myntkörfuláns eftir bankahrunið. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur segir stöðuna erf-
iða en samstaða starfsfólks geri sókninni kleift að vinna úr vandanum. Prestar kirkj-
unnar hlaupa nú í öll störf, meðal annars þrif og frágang.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Við reynum öll að ganga í þau störf
sem til þarf og prestarn-
ir eru þar ekkert undan-
skildir. Við göngum frá
og gerum það sem þarf
að gera í tiltektinni.
Skuldugar kirkjur
Kirkjur í kröggum Keflavíkurkirkja er illa
stödd vegna myntkörfuláns en hún er alls ekki
sú eina sem er skuldug. Þannig skulda fimm
skuldugustu kirkjurnar yfir 1,5 milljarða króna.
ENN KVARNAST ÚR
RITSTJÓRN MOGGANS
n Fyrir helgi bárust enn tíðindi
um að kvarnast hefði úr ritstjórn
Morgunblaðsins í kjölfar komu
Davíðs Odds-
sonar á blaðið.
Þá sagði Gunn-
hildur Arna
Gunnarsdóttir
fréttastjóri upp
störfum vegna
þess hvernig
fjallað var um
skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis í Morg-
unblaðinu. Gunnhildur var ekki
ánægð með hvernig dregið var úr
þætti stjórnmála- og embættis-
manna í umfjöllun um skýrsluna.
Þessi tíðindi eru þeim mun merki-
legri þar sem Gunnhildur Arna er
tengd inn í Sjálfstæðisflokkinn í
gegnum mann sinn, Björn Friðrik
Brynjólfsson, sem var aðstoðar-
maður Einars K. Guðfinnssonar,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra. Ljóst er að óánægjan með
efnistökin í Morgunblaðinu er víða
í samfélaginu.
HYLMT YFIR
MEÐ BALDRI
n Fréttin um uppsögn Gunnhild-
ar kallar fram í hugann þegar það
spurðist út, skömmu eftir að Davíð
Oddsson tók við
ritstjórastólnum
á Morgunblað-
inu, að ritstjór-
inn hafði stungið
frétt um vin sinn
Baldur Guð-
laugsson undir
stól. Fréttin sner-
ist um rannsókn-
ina á meintum innherjaviðskiptum
Baldurs og að rannsóknin á málinu
væri komin til sérstaks saksóknara.
Af einhverjum ástæðum var fréttin
hins vegar ekki birt í Morgunblað-
inu. Viku eftir að fréttin hefði átt að
birtast í Morgnblaðinu var hún birt
á Stöð 2. Mál Baldurs var sannarlega
komið til saksóknara.
ÓRÓI INNAN
ÍSLANDSBANKA
n Órói er innan Íslandsbanka
vegna náinna tengsla nokkurra
lykilstarfsmanna bankans við ýmis
vafasöm mál frá því á árunum fyrir
hrunið. Þannig
létu tveir þeirra
af störfum eftir
að skilanefnd
Glitnis stefndi
þeim ásamt Jóni
Ásgeiri Jóhann-
essyni, Pálma
Haraldssyni
og fleirum út af
lánveitingum sem áttu sér stað út
úr Glitni árið 2008. Nú hefur annað
mál bæst við, Stapamálið svokall-
aða, sem Vilhelm Már Þorsteins-
son og Jóhannes Baldursson
tengjast í gegnum vin sinn Tómas
Hermannsson bókaútgefanda sem
fjárfesti í fasteignafélaginu Stapa
með milljarða króna lánveitingu
frá bankanum árið 2008. Enn hafa
engar rökréttar skýringar komið
fram á þeirri fjárfestingu.
ÓSÁTTUR EIGANDI
n Óskar Hrafn Þorvaldsson, frétta-
stjóri Stöðvar 2, hefur ekki veigrað
sér við að flytja fréttir af málefn-
um Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar, aðaleiganda
365 og þar með
Stöðvar 2. Á
fimmtudags-
kvöldið birtist
frétt þess efnis
að Jón Ásgeir
hefði fengið 440
milljóna króna
kúlulán frá
óþekktum aðila í síðasta mán-
uði. Fréttin virðist hafa komið illa
við kauninn á Jóni Ásgeiri sem sá
ástæðu til að svara fyrir sig á Press-
unni síðar sama kvöld. Sagðist Jón
Ásgeir í raun ekki vita hver fréttin
væri. Bankinn væri einfaldlega að
fá betri tryggingar.
SANDKORN
Keflavíkursókn 97 milljónir
Grafarvogssókn 67 milljónir
Ássókn 43 milljónir
Hafnarfjarðarsókn 26 milljónir
Langholtssókn 17 milljónir
Samtals: 250 milljónir
Mesta tapið 2008