Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR
Greiðslukortafyrirtækið Valitor
hefur enn tekjur af dreifingu kláms
á netinu. Femínistafélag Íslands
kærði slíkt mál til lögreglunnar í
desember 2007, en saksóknari vís-
aði málinu frá snemma árs 2008.
Þá var Höskuldur Ólafsson for-
stjóri Valitor, en hann hefur verið
ráðinn bankastjóri Arion banka frá
1. júní næstkomandi.
Tekjur af notkun greiðslukorta í
verslunum eða á netinu eru uppi-
staðan í tekjum Valitors eins og
annarra greiðslukortafyrirtækja.
Samkvæmt ársreikningi ársins
2009 námu þjónustutekjur félags-
ins 7,6 milljörðum króna og hagn-
aðist það um tæpan milljarð króna.
Ekki kemur fram í ársreikningi
hversu hátt hlutfall tekna Valitors á
rætur að rekja til útlanda. DV hef-
ur heimildir fyrir því að heildar-
velta Valitor, hérlendis sem erlend-
is, sé um 350 milljarðar króna. Það
merkir að þóknun fyrir færslur og
kortagreiðslumiðlun er að jafnaði
2,2 prósent.
Enn tekjulind Valitor
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
aflaði síðla árs 2007, námu tekjur
Valitor af viðskiptum á netinu með
klám nokkur hundruð milljónum
króna. Fullyrt var á þeim tíma að
drjúgur hluti tekna Valitor erlendis
væri vegna viðskipta netfyrirtækja
sem bjóða klám á netinu.
DV hefur heimildir fyrir því að
Valitor hafi enn umtalsverðar tekj-
ur vegna greiðslumiðlunar með
klám á netinu. Heimildarmaður
DV, sem ekki vill láta nafns síns
getið, segir að tekjurnar séu nú um
hálft prósent af veltu. Ekki er þar
með sagt að tekjurnar, sem ræt-
ur eiga í áðurgreindum viðskipt-
um, séu minni í krónum talið því
heildarvelta félagsins hefur aukist
frá árinu 2007.
Fullyrt er að vel sé fylgst með
viðskiptum og viðskiptavinum
enda setji til dæmis Visa Inter-
national strangar reglur vegna svo-
kallaðrar orðsporsáhættu.
Kæra felld niður
Þó svo að Femínistafélag Íslands
hafi kært forstjóra og stjórn Valitor
í desember 2007 og fjallað hafi ver-
ið um málið í fjölmiðlum á þeim
tíma er ekki að sjá sem forstjóri eða
stjórn félagsins hafi kerfisbundið
reynt að losa sig við greiðslumiðl-
un eða færsluhirðingu sem tengist
klámi.
Í kæru Femínistafélagsins var
vísað til fréttar DV frá 2. október
2007. Í þeirri frétt staðfesti Hösk-
uldur, forstjóri Valitor og verðandi
bankastjóri Arion banka, að hluti
veltunnar tengdist söluaðilum
sem miðluðu klámefni inn á netið.
„Ég neita því ekki að ákveðin velta
hjá okkur tengist þessum viðskipt-
um en þetta er ekki fókusatriði hjá
okkur. Ég held að það sé í einhverj-
um mjög litlum mæli og nái ekki
einu prósenti af veltu okkar. Í sjálfu
sér er erfitt að fylgjast með þessum
viðskiptum og við höfum ekki tök
á því að vita nákvæmlega hvað er
verið að versla með kortum á öll-
um tímum,“ sagði Höskuldur.
Í kæru Femínistafélags Íslands
á hendur forstjóra og stjórn Valitor
í árslok 2007 sagði meðal annars:
„Greiðsluþátturinn er lykillinn að
dreifingu klámefnis á Netinu og því
á Valitor með athæfi sínu hludeild
í broti gegn 210. grein hegningar-
laga með því að sjá um færsluhirð-
ingu fyrir kaupmenn í klámiðnaði.“
Félagið taldi að Valitor liðsinnti
kaupendum og seljendum kláms í
verki með því að annast innheimtu
og ættu ábyrgðarmenn fyrirtækis-
ins því að sæta sömu refsingu og
framleiðendur og sölumenn slíks
efnis. Einnig var bent á að færslu-
hirðum á borð við Valitor bæri að
fylgjast nákvæmlega með öllum
viðskiptum sem færu í gegnum
kerfi þeirra.
Hversu langt á að ganga?
„Það er alltaf spurning hversu
langt er hægt að ætlast til að gengið
sé í þessum efnum. Eiga menn að
setjast í dómarasæti og segja fólki
hvernig það notar greiðslukortin
sín hvort heldur er í verslunum eða
á netinu?“ segir einn heimildar-
manna DV. Valitor skiptir við þús-
undir kaupmanna og milliliði víða
um heim, en um 20 manns ann-
ast erlend viðskipti Valitor. Eftir
því sem næst verður komist skipt-
ir félagið við bandarískt fyrirtæki
sem fylgist með því að allt fari
löglega fram og getur það skoð-
að viðskiptavinina allnákvæm-
lega. Vakni grunsemdir um að
einhverjar færslur á vegum bók-
sala á netinu tengist klámi hefur
kortafyrirtæki, sem hann skiptir
við, möguleika til þess að skoða
viðskiptin og gera vart við ólögleg
viðskipti.
Valitor skiptir einnig við sjálf-
stæð netsölufyrirtæki. Eitt þeirra
er í eigu Jónasar Reynisson-
ar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra
Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Jónas
er búsettur erlendis og rekur
eMerch antpay Limited. Slík fyr-
irtæki safna framleiðendum eða
kaupmönnum á bak við sig sem
Valitor verður þá að kanna sjálft.
Umsækjendur
vandlega skoðaðir
Mjög ítarlega var farið yfir þá
40 umsækjendur sem sóttu um
stöðu bankastjóra Arion banka.
Meðal annars var farið yfir fjárhag
og hagsmunatengsl umsækjend-
anna áður en stjórn bankans réð
Höskuld Ólafsson.
Lausleg eftirgrennslan DV
bendir ekki til þess að tekjur Val-
itors af klámviðskiptum á netinu
hafi verið ræddar sem eitthvert
álitamál varðandi verðleika Hös-
kuldar. Raunar bendir flest til þess
að þetta mál hafi ekki verið rætt í
stjórn Arion banka í tíð núverandi
stjórnar bankans.
Valitor er í meirihlutaeign Ar-
ion banka og stjórnarformað-
ur er Björk Þórarinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Arion banka. Björk tók við stjórn-
arformennsku í Valitor í janúar
síðastliðnum.
Eins og áður segir er full-
yrt innan Valitor að eftirlit með
mögulegum klámviðskiptum á
netinu sé mjög strangt. Valitor
heyrir auk þess undir eftirlit Fjár-
málaeftirlitsins. DV hefur heim-
ildir fyrir því að kvartanir eða
kærur hafi ekki borist FME vegna
tekna Valitor af sölu kláms á net-
inu.
Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur enn umtalsverðar tekjur af færslum sem tengjast klámi á netinu.
Félagið virðist ekki hafa endurskoðað viðskiptin þrátt fyrir kæru Femínistafélags Íslands. Valitor segist
engin afskipti hafa af því hvernig fólk noti greiðslukort sín á netinu en gæti að því að lögum sé fylgt.
VALITOR ENN MEÐ
TEKJUR AF KLÁMI
Gráa svæðið Viðskipti með klám á netinu eru umfangsmikil en áhættusamt
getur verið fyrir orðspor greiðslukortafyrirtækja að gera slík viðskipti að
mikilvægri tekjulind.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Vegna umfjöllunar DV um aðkomu Valitor að greiðslumiðlun í tengslum við
verslun með klámefni á netinu.
„1. Hér er verið að vekja gamalt mál sem kært var til lögreglu af hálfu
Öryggisnefndar Femínistafélagsins í lok árs 2007. Lögregla sá ekki ástæðu til
að rannsaka málið frekar og vísaði kærunni frá skömmu síðar. Sú ákvörðun
var staðfest af hálfu ríkissaksóknara í febrúar 2008.
2. Valitor er aðili að kortasamsteypum VISA EU og MASTERCARD Inc. og fylgir
öllum þeim ströngu reglum og fyrirmælum sem þessir aðilar setja varðandi
starfsemi sinna aðildarfélaga, auk þess sem kortasamsteypurnar sinna
sjálfar öflugu eftirliti. Jafnframt fylgir Valitor öllum lögum og reglum sem um
starfsemi félagsins gilda, hér á landi sem erlendis.
3. Valitor veitir þúsundum kaupmanna og annarra söluaðila greiðslumiðlun
sem stunda viðskipti á netinu. Þessi viðskipti eiga sér meðal annars stað í
gegnum erlenda milliliði sem tengja söluaðilana við fyrirtæki í færslumiðlun
og útgáfustarfsemi á borð við Valitor. Hlutfallsleg velta þeirra söluaðila sem
stunda viðskipti með efni sem flokka má undir erótík eða klám er brot úr
prósenti af kortaveltu Valitors, hvort sem litið er til færslumiðlunar erlendis
eða hér á landi. Yfirgnæfandi hluti viðskipta á netinu snýst um sölu á vörum
og þjónustu, til dæmis á fatnaði, raftækjum, geisladiskum, tölvuleikjum og
bókum sem almenningur þekkir vel af viðskiptum sínum við aðila á borð við
Amazon og Ebay.
4. Valitor hefur engin afskipti af því hvernig korthafar nota greiðslukort sín á
netinu önnur en þau að gæta þess að slík viðskipti séu í samræmi við lög og
reglur, ásamt því að fylgja fyrirmælum kortasamsteypanna í hvívetna.“
Athugasemd frá Valitor
Raunar bend-ir flest til þess
að þetta mál hafi ekki
verið rætt í stjórn Arion
banka í tíð núverandi
stjórnar bankans.
Viðskipti á gráu svæði?
Valitor hefur enn umtals-
verðar tekjur af færslum
sem tengjast klámi á net-
inu frá því Femínistafélagið
kærði Höskuld Ólafsson og
alla stjórn félagsins í árslok
2007. Kæran var felld niður.