Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 42
FÆDDUR TIL VANDRÆÐA Richard Speck var með húðflúr á handleggnum þar sem skrifað stóð: „Born to Raise Hell“. Árið 1966 var það ein- mitt það sem þessi öskukarl gerði þegar hann sjálfum sér til gamans myrti með köldu blóði átta hjúkrunarnema í Chicago. Talið er að Speck hafi haft fjögur mannslíf að auki á samviskunni og að hann hafi framið þau morð í þriggja mánaða aðdraganda morðæðisins sem rann á hann í Chicago þann 14. júní 1966. Lesið um Richard Speck, sem var fæddur til vandræða, í næsta helgarblaði DV. RUGELEY-EITURBYRLARINN William Palmer fæddist í Rugeley í Staffordskíri á Englandi og fékk síðar nafngiftina Rugely-eiturbyrl- arinn. Palmer lifði hátt, stundaði læknisnám sem þó var ítrekað litað ásökunum um fjárstuld auk þess sem hann var nafntogaður flagari. William Palmer var ekki aðeins veikur fyrir konum því hann hafði gaman af fjár- hættuspilum auk þess sem hann veðjaði gjarna á hesta. En lánið lék ekki við hann og skuldir hans jukust hægt og bítandi. Að loknu læknisnámi, sem sífellt var raskað vegna ásakana um fjárstuld, sneri hann heim til fæðingarbæjar síns, Rugeley, og fékk læknisstöðu þar. William Palmer gekk að eiga Ann Thornton árið 1847, en verndari Ann hafði fyrir varað hana eindregið við að eiga við hann nokkurt samneyti. Palmer lét þó ekki deigan síga, enda var Ann í hans augum falleg og heill- andi, og ekki síst auðug, 19 ára stúlka. Palmer gekk með grasið í skónum á eftir Ann og ári eftir að þau gengu í það heilaga eignuð- ust þau barn. Þau eignuðust fjög- ur börn til viðbótar en þau dóu öll í frumbernsku. Reyndar var það svo að nokkr- ar manneskjur sem tengdust Pal- mer fóru yfir móðuna miklu í nærveru Palmers læknis. Þeirra á meðal voru tengdamóðir hans, og að minnsta kosti tveir aðrir sem hann skuldaði peninga. Palmer hafði fljótlega eftir að hann gekk að eiga Ann sleg- ið tengdamóður sína um lán, og einnig talið hana á að dvelja hjá þeim hjónum. Tveimur vikum eft- ir að hún flutti inn á heimili þeirra var hún öll. Palmer til mikillar mæðu var líftrygging hennar ekki greidd út í einu lagi, 12.000 pund, heldur fékk Ann ársfjórðungslegar greiðslur úr sérstökum sjóði. Þrjú dauðsföll og fjárkúgun Árið 1854 dó Ann, að því er virtist úr kóleru, en skömmu áður hafði Palmer reyndar líftryggt eiginkon- una fyrir 13.000 sterlingspund. Þegar þar var komið sögu hafði Palmer þó ekki greitt nema fyrstu iðgjaldagreiðsluna, en líftrygging- arféð endaði í pyngju hans engu að síður. Níu mánuðum síðar ól þernan á heimili Palmers honum barn sem dó aðeins örfáum mán- uðum síðar. Sífellt jukust skuldir Palmers vegna hins ljúfa lífsstíls sem hann hafði tamið sér og því greip hann til þess ráðs að líftryggja Walter bróður sinn. En þegar Walter lést skömmu síðar neitaði trygginga- félagið að greiða út líftrygginguna. Til að bæta gráu ofan á svart sætti Palmer fjárkúgun af hálfu einnar af fyrrverandi ástkonum sínum, sem var dóttir lögreglumanns í Staffordskíri. William Palmer þóttist því himin höndum hafa tekið þegar John Parsons Cook, félagi hans í veðreiðunum, vann fúlgur fjár á veðreiðunum í Shrewsbury. Í kjöl- farið héldu Palmer og Cook teiti áður en þeir héldu heim á leið til Rugeley. Daginn eftir var Cook boðið til kvöldverðar á heimili Palmers. Cook varð alvarlega veikur í kjöl- far máltíðarinnar og lést tveimur dögum síðar. Grunsemdir um að Palmer hefði óhreint mjöl í poka- horninu vöknuðu þegar hann reyndi að bera fé á nokkra menn sem tengdust embætti réttarlækn- isins, en kornið sem fyllti mælinn var að Palmer hafði keypt striknín skömmu fyrir dauða Cooks. Réttarhöld í Old Bailey William Palmer var handtek- inn vegna morðsins á Cook. Lík- amsleifar Ann og Walters, bróð- ur Palmers, voru grafnar upp og rannsakaðar, en engar sannanir fundust sem bendluðu Palmer við dauða þeirra. Þar sem ekki var talið að Pal- mer fengi réttlát réttarhöld í Staff- ordskíri var samþykkt að rétt- að yrði yfir honum vegna dauða Cooks í Old Bailey í Lundúnum. Á síðustu mínútu tók Serjeant Willi- am Sgee að sér vörn Palmers, eft- ir að fyrri verjandi hans flýði til Frakklands vegna eigin skulda. Þrátt fyrir að sannanir gegn Palmer teldust óbeinar voru líkindin með dauða Cooks og dauðsfalls af völdum striknín- eitrunar slík að kviðdómendur velkt ust ekki í vafa um sekt Pal- mers og var hann sakfelldur fyr- ir morð. Aftakan fór fram 14. júní 1856 og var áhuginn svo mikill að um 30.000 manns höfðu safnast sam- an til að sjá hana og höfðu sumir hverjir eytt allri nóttinni úti við í úrhelli til að fá besta stæðið. Mál Palmers vakti svo mikinn áhuga að á götum úti voru seld kvæði um hann, minjagripir voru seld- ir og sagt er að framleiðandi reip- isins hafi haft það í lengra lagi og selt úr því litla búta. Þegar Palmer steig á fallhlerann á hann að hafa sagt: „Eruð þið vissir um að hann sé öruggur?“ Talið er að Palmer hafi verið sekur um allt að fimmtán morð, þeirra á meðal morð á eiginkonu sinni, fjórum börnum, bróður sínum og tengdamóður sinni. Hann fékk viðurnefnið Ruge- ley-eiturbyrlarinn og Prins eitur- byrlaranna. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is 42 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 Þegar Palmer steig á fallhler- ann á hann að hafa sagt: „Eruð þið vissir um að hann sé öruggur?“ Rugeley-eiturbyrlarinn William Palmer vílaði ekki fyrir sér að eitra fyrir sínum nánustu. Dagbók eiturbyrlarans frá Rugeley Veikindi og andlát Cooks skráð með hendi Palmers læknis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.