Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 VIÐTAL Æskuvinkona hennar spurði hana einlæg hvort hún væri virki- lega að berjast fyrir einhverju eða hvort hún væri bara athyglis- sjúk. Eftir nauðgunarhótun komst hún að því að það væri skárra að láta nauðga sér en tapa frelsinu. SÓLEY TÓMASDÓTTIR er baráttukona, mótmælandi og borgarfulltrúi sem trúir á draum- inn um réttlátara samfélag. Í viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjart- ansdóttur segir hún frá ást, átökum, sætum sigrum og syninum sem hún hélt að hún myndi aldrei eignast. Á kosningaskrifstofu vinstri grænna stendur Sóley Tómasdóttir borg-arfulltrúi úti á miðju gólfi og syngur hástöf- um ásamt öðrum frambjóðendum vinstri grænna þegar blaðamann ber að garði. Hún blikkar mig og segist ætla að klára. Frambjóðendakórinn er að æfa fyrir fyrsta maí og lagaval- ið ber þess merki, Veislusöngur- inn og Vögguvísur róttækrar móð- ur. Skömmu síðar kemur hún, býður upp á kaffi eða vatn og leiðir mig upp á næstu hæð þar sem auð skrifborð standa á stangli. Við setjumst við eitt slíkt og hefjum spjallið. Sóley er dóttir Guðrúnar Jóns- dóttur, talskonu Stígamóta, og Tóm- asar Jónssonar sérkennslufulltrúa. Mamma hennar vann fyrir Kvenna- listann og Kvennaathvarfið á meðan Sóley var að alast upp og systur henn- ar voru kallaðar Kvennaathvarfsbörn- in. „Við vorum mikið í Kvennaathvarf- inu með mömmu. Einhvern tímann þegar hún var í viðtali voru systur mínar að leika sér á gólfinu og það var tekin af þeim mynd, sem var svo alltaf birt þegar það voru sagðar frétt- ir af Kvennaathvarfinu eða heimilisof- beldi.“ Móðir hennar á fjórar systur og allar eru þær sterkar konur. Sóley segir einnig að amma sín sé mik- ið ólíkindatól. „Það er mjög rík hefð fyrir því að konurnar í þessari ætt séu sterkar. Mamma hefur oft dæst og sagt: „oh, ég hefði átt að gefa þér barbídúkku,“ segir Sóley og glottir út í annað. „Ég fékk ekki mjög hefð- bundið uppeldi. Ég var alltaf hvött til þess að vera óþekk og standa með sjálfri mér. Mínar fyrirmyndir hafa gert það.“ SKILNINGURINN EYKST Hún minnist þess þegar hún var með æskuvinkonum sínum í saumaklúbbi sem voru brjálaðar yfir kynbundnum launamun. „Framan af blandaði ég mér lítið í umræðuna en spurði svo hvort þær væru ekki að taka mitt hlut- verk í hópnum, því það væri ég sem væri alltaf að tala um þetta. Þá sögðu þær að ég hefði alist upp við að vita hvernig samfélagið er í raun en þær væru að rekast á þessa veggi núna og ætluðu að fá að vera reiðar. Ég átt- aði mig á því að það var alveg rétt hjá þeim. Þeim hefur alltaf þótt ég skrýtin og þó að þær hafi sýnt mér stuðning var ég oft að berjast fyrir málum sem þær skildu ekki alveg og höfðu ekki samúð með. En eftir því sem við eldumst og þær reka sig á fleiri veggi eykst skiln- ingur þeirra og þær verða dyggari stuðningskonur mínar. Ein vinkona mín spurði mig í ein- lægni hvort ég væri raunverulega að berjast fyrir einhverju eða hvort mér þætti bara svona gaman að fá athygli. Ég viðurkenni það að mér þykir ekkert leiðinlegt að fá athygli, þótt ég hefði ekki kosið alla þá athygli sem ég hef fengið, því hún hefur ekki alltaf verið jákvæð. Fólk á erfitt með að skilja þá sem brenna svona svakalega fyrir ein- hverju málefni.“ LAS YFIR KENNARANUM Sóley var ekki nema ellefu ára gömul þegar hún gekk út úr kennslustund og skellti á eftir sér hurðum af því að kennarinn lagði eftirfarandi stafsetn- ingaræfingu fyrir bekkinn: „Konan vinnur úti, konan vanrækir heimil- ið.“ Þegar hún mætti aftur í skólann útskýrði hún það svo fyrir kennaran- um að þetta gengi ekki. Á svipuðum aldri sendi hún fyrsta bréfið til Jafn- réttisstofu. „Ég man eftir einu for- eldraviðtali þar sem kennarinn reyndi að kvarta undan mér og mamma út- skýrði það fyrir honum að það væri ekki í boði, það væri allt í lagi að ég væri eins og ég er. Sami kennari vann með pabba þegar ég komst fyrst á lista og sagði þá að hann vissi ekki hvort hann ætti að óska pabba til hamingju en það hefði verið löngu ljóst hvert stefndi. Ég hef alltaf staðið með sjálfri mér og fengið hvatningu til þess að láta til mín taka. Ég er mjög þakklát fyrir það. Það hefur aldrei háð mér. Eins reyni ég að hvetja bæði börnin mín og alla í kringum mig til þess að reyna að hafa áhrif á umhverfið. Vera virkur þátttak- andi í samfélaginu í stað þess að fljóta með straumnum. Af því að samfélagið er ekkert mjög sanngjarnt.“ SYSTUR SEM SLÁST Sóley var líka alin upp við það að vera mjög sjálfstæð og var farin að passa systur sínar mjög ung. Þegar hún var sextán ára flutti fjölskyldan til Noregs en hún ákvað að verða eftir heima og flutti þá til móðursystur sinnar. „For- eldrar mínir báru mikið til traust til mín. Þau treystu mér til þess að bera ábyrgð á sjálfri mér. En þó að ég hafi borið mikla ábyrgð fékk ég alltaf að vera barn og var lengi vel eina barnið í fjölskyldunni og þótti ansi merkileg fyrir vikið. Foreldrar mínir, amma og afi og fimm systkini mömmu ólu mig öll upp saman. Ég var ein í fanginu á þeim öllum.“ Það var því ansi erfitt þegar lítil systir kom í heiminn. Sóley var fimm ára þegar Þóra fæddist og kleip hana þegar móðir þeirra sá ekki til. „Þeg- ar Þóra fékk eyrnabólgu og grét við- stöðulaust sagði ég við mömmu að ég vissi vel hvað hún væri að reyna að segja: „Ekki henda mér í ána!“ Það var mjög kalt á milli okk- ar Þóru og við urðum ekki vinkonur fyrr en hún varð unglingur. Fimm ár á milli systkina eru langur tími og ekki bætti úr skák að ég var svo lengi ein með mjög mikla athygli.“ Hún hlær létt á meðan hún segir frá átökunum á milli þeirra systra. „Við höfum alveg slegist og gert talsvert af því. Oft fáum við nóg af hvor annarri. Þá er eins gott að við séum þrjár, því þá tökum við nokkra daga í silent, eins og við köllum það. Ef það gýs upp úr á milli mín og Kristínar tala ég bara meira við Þóru í staðinn og öfugt. Við gerum þetta líka við mömmu, setjum hana í silent öðru hverju. En systur mínar eru bestu vinkonur mínar. Ein- hvern tímann fór ég yfir símanotkun- ina mína og tók eftir því að ég tala að meðaltali sjö sinnum á dag við Krist- ínu systur. Þóra er náttúrlega flutt út til Noregs og það er ferlegt.“ EIGUM EKKI AÐ HLÝÐA Snyrtimennska og hljómflutningstæki voru á meðal þess sem Sóley fór á mis við í uppeldinu. „Það voru engar græj- ur heima hjá mér, ekki einu sinni út- varp með fm. Það var bara eitt pínu- lítið svarthvítt sjónvarp. Ég hélt að ég myndi aldrei bíða þess bætur. For- eldrar mínir hafa aldrei verið neitt sér- staklega materialískir. Ég lék mér heldur aldrei við dúkk- ur eða barbí. Og það var hvorki lögð áhersla á snyrtimennsku né prúð- mennsku í mínu uppeldi. En ég held að allt þetta hafi gert mér gott. Ég held að ein ástæðan fyrir hruninu er sú að börn eru almennt ekki hvött til þess að vera gagnrýnin í hugsun. Það er endalaus áhersla á börn eigi að vera prúð og þæg. Við lærum það snemma að fylgja straumnum. Sem varð til þess að þrjú hundruð þúsund manna þjóð fór út á ystu nöf þar til allt hrundi. Við þurfum að vera miklu meðvitaðri um eigin skoðanir og það hvernig við get- um komið þeim á framfæri.“ MÉR VAR HÓTAÐ nauðgun Fólk á erfitt með að skilja þá sem brenna svona svakalega fyrir einhverju málefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.