Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 33
VIÐTAL 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 33 Hluti af því er að hlusta á börn og sýna þeim þá virðingu að taka afstöðu til þeirra skoðana, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, og rökstyðja það. Ræða málin til hlítar. „Við eigum ekki að kenna börnum að hlýða í blindni. En það þýðir ekki að þau eigi að taka völdin og eigi að ráða öllu sjálf. Við þurfum bara að mæta þeim og með þeim hætti að við getum rökstutt af hverju við samþykkjum eitt en ekki annað.“ LÉK ALDREI MEÐ BARBÍ Mótmæli eru annar mikilvægur þátt- ur í samfélagsgerð og uppeldi barna. Sjálf tók Sóley virkan þátt í mótmæl- um í æsku og nú kennir hún börn- unum sínum að gera það sama. „Ég hef tekið þau með í öll heimsins mót- mæli, upp að Kárahnjúkum og niður á Austurvöll þar sem við tókum þátt í byltingunni. Þau máttu reyndar ekki vera þar á kvöldin, sem syni mínum fannst ansi leiðinlegt því hann langaði svo að prófa táragas,“ segir hún glett- in. „Ég get ekki útskýrt hrunið í smá- atriðum fyrir þeim en ég get útskýrt óréttlætið sem fylgir því og sýnt þeim fram á að til þess að eitthvað breytist þurfi maður að hafa skoðanir á því. Um daginn sagði dóttir mín mér frá því að það ætti að kenna á ösku- daginn og að þau væru ekki par hrif- in af því í fimmta bekk þannig að það væru einhverjir að skipuleggja mót- mæli. Ég sagði henni að mér þætti það allt í lagi að þau væru í skólanum og að ég væri í raun fegin að þau væru ekki einhvers staðar að háma í sig sæl- gæti. En ég sagði líka að ef þetta væri mál sem henni þætti vert að berjast fyrir ætti hún að taka þátt í mótmæl- unum og ganga úr skugga um að þau kæmu sínum sjónarmiðum til skila til skólastjórans. Dóttir mín svaraði því þannig að skólastjórinn væri nú mjög upptekinn maður en ég benti henni á að hann væri nú samt sem áður skóla- stjórinn hennar og hún ætti rétt á því að tala við hann. Ég veit ekki hvernig þetta mál fór en mér finnst það mjög mikilvægt að vera virkur aktívisti.“ HÓTAÐ NAUÐGUN Í gegnum tíðina hefur Sóley ver- ið ansi umdeild og þá aðallega fyr- ir femínískar skoðanir sínar. „Ég hef alltaf verið umdeild í mínum kreð- sum. Vinkonur mínar hafa hneyksl- ast á mér og strákarnir. Ég hef alltaf mætt mótlæti þegar ég tala fyrir mín- um skoðunum. Harðsvíruðustu bylgj- urnar komu í kringum klámráðstefn- una. Þær voru ansi svæsnar, sem sýnir líka þörfina fyrir þessa umræðu. Mér var hótað nauðgun, sem sýnir við- horf sem ríkja í samfélaginu, að þeg- ar kona berst gegn kynferðisofbeldi á að beita hana kynferðisofbeldi til að þagga niður í henni. Auðvitað var það óþægilegt og ég varð óörugg. Á þess- um tíma gekk ég ekki ein um bæinn að kvöldi til,“ segir hún einlæg. „Líka af því að óvinurinn hafði ekki andlit, þetta voru nafnlausir bloggarar. Ég ræddi þetta mikið við vinkonur mínar og ein þeirra sagði: „Sóley, það er ekk- ert hræðilegt að vera nauðgað. Þú get- ur alveg lifað með því. Þú veist að þú berð ekki ábyrgðina og þarft ekki að skammast þín. Þú hefur góð sambönd og gætir unnið vel úr því. En aðalmál- ið er að þú sért frjáls.“ Óttinn við nauðgun er ofbeldi í sjálfu sér. Óttinn við kynferðislegt of- beldi, ótti sem konur í samfélaginu búa við er ofbeldi. Það er samfélags- legt ofbeldi ef við getum ekki gengið frjálsar um.“ Lögreglan gekk í málið og kallaði viðkomandi mann inn á lögreglustöð þar sem hann lofaði bót og betrun. „Hann hafði ekki áttað sig á alvarleika málsins,“ segir Sóley. SÆTIR SIGRAR Hún segir samt að baráttan hafi ver- ið þess virði og hún geti vel lifað með þessu. „Hver slagur hefur fært okkur aðeins nær markmiðinu, sem er jafn- rétti. Ég hugsa að það væri allt öðru- vísi ef einhver myndi auglýsa klám- ráðstefnu í dag. Fyrir tíu árum þótti Kolbrún Halldórsdóttir snarklikk- uð kona sem væri á móti kynlífi þeg- ar hún lagði fyrst fram frumvarp um bann við kaupum á vændi. Núna er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar með á þessu máli, sem var líka sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um í þingsal. Klámráðstefnan var líka ótrúlegt mál. Ég fékk ábendingu um málið í tölvupósti og hringdi í Svandísi Svav- arsdóttur sem var að setja saman dag- skrá fyrir borgarstjórnarfund daginn eftir. Ég sagði henni að við yrðum að setja klámráðstefnuna á dagskrá og hún spyr hvernig ég vilji orða það. „Umræða um fyrirhugaða klámráð- stefnu,“ sagði ég. Hún hváði en fór með málið á fund og þar upphófst mikil umræða, ekki um það hvort það ætti að setja málið á dagskrá heldur hvort það væri ekki hægt að orða það einhvern veginn öðruvísi. En það náð- ist ekki í gegn, klám er klám og klám- ráðstefna er klámráðstefna. Þetta var hið vandræðalegasta mál, borgar- stjórnin að ræða um klám,“ segir hún og hristir sig til. „Uss,uss, uss.“ Hún hlær. „En við fengum alla með okkur og unnum þennan slag. Við höfum unn- ið fullt af sætum sigrum eins og þegar bann við nektardansi var sett í lög og eins þegar bann við kaupum á vændi var lögfest. Mig óraði ekki fyrir því að ég ætti eftir að lifa það að sjá þessa sigra, í alvörunni.“ Hún leggur áherslu á orð sín. „Ég vona að dóttir mín komi ekki til með að muna þá tíma að það væri eðlilegt að kaupa konur. Hún er tíu ára í dag.“ HUGSJÓNIR OG ÖRLÖG Fleiri mál en femínismi eru Sóley hug- leikin. Hún er til dæmis mikill um- hverfisverndarsinni og fylgir grænum lífsstíl. Hún hjólar nánast allra sinna ferða og ræktar eigið grænmeti, notar eins lítið af spilliefnum og hún getur og flokkar sorp. „Ég bý líka til mikið af mínum fötum til sjálf. Ég prjóna mjög mikið og reyni þá að nota íslenska ull. Sonur minn sá um daginn að Frétta- blaðið hékk utan á öskubílnum og spurði mig hneykslaður hver setti eig- inlega blöð í ruslið. Ég held að þau verði mjög meðvituð um umhverfi sitt, óháð því hvort þau muni fylgja okkar lífsstíl eða ekki.“ Nú er allur frambjóðendakórinn mættur upp á efri hæðina og Sóley sussar niður í strákunum sem eru með töluverð læti og rekur þá aft- ur niður. Þegar hún er spurð að því hvort hún verði ekki stundum þreytt á því að vera svona mikil hugsjóna- kona þegir hún skamma stund á með- an hún hugsar sig um. „Ég hef orðið þreytt á því, en yfirleitt varir það mjög stutt. Það hefur komið fyrir mig að það hellist yfir mig löngun til þess að fara bara að vinna í búð, en ég hef unnið í búð og náði að blanda pólitík inn í það. Það eru örlög mín að vera í ein- hverri baráttu. Ef ég væri ekki í stjórn- málum væri ég í einhverjum samtök- um, grasrótarhreyfingu eða einhvers staðar að reyna að hafa áhrif.“ ÖGRAR KERFINU Það er líka annað, Sóley er senni- lega eini borgarfulltrúinn sem er einnig aktívisti. Hún situr bæði fundi í borgarstjórn og fundi í Fem- ínistafélaginu þar sem hún skipu- leggur mótmæli. „Ég reyni að breyta kerfinu að innan og að utan. Það er skemmtileg ögrun við kerfið. Í vinn- unni er ég oft spurð að því eftir mót- mæli hvort ég hafi tekið þátt í þeim. Ég lýg aldrei, ég segi þeim alltaf að ég hafi verið á staðnum,“ segir hún og hlær. „Þetta eru ólíkar aðferð- ir og það er erfitt að blanda þeim saman. Mjög mörgum finnst mjög margt um þetta. En það að ég sé borgarfulltrúi á ekki að banna mér að hafa skoðanir á öðrum málum en borgarmálum. En ég viðurkenni það líka alveg að eftir að ég tók við sem oddviti vinstri grænna hef ég stundum hugs- að: „Sjitt. Hvað var ég að gera?“ Það er aðallega þegar ég fæ mál á dag- skrá eins og vörugjöld Faxaflóahafna og önnur álíka. Þá spyr ég mig hvort þetta sé það sem ég ætlaði mér að gera í lífinu. En svo er það þannig að ekkert er mér óviðkomandi og ég get haft skoðanir á öllu.“ Henni þótti það pínu ógnvekjandi að fara í framkvæmda- og eignaráð hjá borginni og eins að fara í hafnar- stjórn. „Ég var alveg stressuð yfir því. En þó að ég sé í minnihluta finnst mér ég hafa mjög mikil áhrif. Þess vegna myndi ég til dæmis aldrei vilja fara í landsmálin, því ég hef ekki þol- inmæði fyrir lagasetningum og reglu- gerðum, ég vil sjá árangurinn og sjá hann fljótt. Ég gæti aftur á móti vel hugsað mér að verða borgarstjóri. Ekki titilsins vegna, heldur fyrst og fremst til þess að tryggja áherslum vinstri grænna farveg í borgarkerf- inu.“ TIL Í ALLT Þegar hún er spurð út í mögu- leikann á meirihlutastjórn vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar vill hún ekki loka á þann möguleika. „Ég vil ekki útiloka neitt í þeim efnum. Kosningarnar snú- ast um ólíkar stefnur og ég vona að áherslur vinstri grænna njóti fylgis. Svo munum við sjá til hvernig við skiptum með okkur verkum þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Hugmyndafræði Samfylkingarinnar liggur vitanlega nær okkur í vinstri grænum en hugmyndafræði ann- arra flokka, en svona hluti er ekki hægt að ákveða fyrirfram. Að sjálf- sögðu skiptir það líka máli hvernig aðrir flokkar koma út þegar rann- sóknarskýrslan er skoðuð og það hvernig niðurstöðurnar verða þegar sveitarstjórnir gera málið upp eins og við höfum lagt til.“ FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU Það var mjög kalt á milli okkar Þóru og við urðum ekki vin- konur fyrr en hún varð unglingur. Það eru örlög mín að vera í einhverri baráttu. Ef ég væri ekki í stjórnmálum væri ég í ein- hverjum samtökum, gras- rótarhreyfingu eða ein- hvers staðar að reyna að hafa áhrif. Óvænt ólétta Sóley komst að því að hún væri ólétt á meðan barnsfaðir hennar sat í flugvél á leið til Hollands þar sem hann ætlaði að verja næstu sex mánuðum. Þegar hann fékk fréttirnar fór hann bara að tala um veðrið og skellti svo á. Til í allt Sóley útilokar ekki að mynda stjórn með sjálfstæðismönnum verði aðstæður þannig eftir kosningar. MYNDIR KRISTINN MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.