Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 HELGARBLAÐ ÞULURNAR ÞAGNA Frá árinu 1966 hafa þulur Sjónvarpsins verið eins og partur af fjölskyldunni og nokkuð sem alltaf hefur verið hægt að treysta á. Í dag lýkur þessu notalega 44 ára skeiði í íslenskri sjónvarpssögu en við hlutverki þulanna tekur rödd leikkonunnar Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur. Helgarblaðið heyrði í fjórum þulum og einum karlkyns þuli en flest eru þau sammála um að mikill missir verði að þulunum. „Þegar ég hóf störf var ég nýútskrif- uð leikkona með lítið barn á hand- leggnum. Ég stóð á tímamótum eftir útskriftina en valdi að fara í sjónvarp- ið frekar en í leikhúsið,“ segir Rósa Ingólfsdóttir sem er líklega ein fræg- asta þula landsins. Rósa starfaði sem þula Sjónvarpsins í fimm ár eða frá árinu 1985 til 1990. „Ég var teikn- ari sjónvarpsins og var eins og einn af innviðum hússins, eins og hvert annað húsgagn, og þekkti allt og alla. Ég var því mun afslappaðri en marg- ur annar sem kom inn af götunni og sá að ég gat nýtt mér leiklistarnám- ið í vinnunni og gerði það. Ég var því fagmanneskja á réttum stað.“ Stærsta leikhús landsins Rósa vakti mikla athygli sem þula og er líklega ein eftirminnilegasta sjón- varpskona landsins og kom lands- mönnum fyrir sjónir sem létt og skemmtileg kona sem tók ekki lífinu of alvarlega. „Þetta var allt úthugs- að en ég var mjög heppin með yfir- menn, eins og Ingimar Ingimarsson og Sverri Friðþjófsson, sem voru víð- sýnir og skemmtilegir menn í sam- starfi. Ég er skapandi kona og vildi yrkja og fékk leyfi til þess en ég fór aldrei í útsendingu án handrits og mínir yfirmenn vissu ávallt hvað ég var að gera. Ég hafði mjög gaman af þessu og þarna, í stærsta leikhúsi landsins, fékk ég útrás fyrir leiklist- ina. Ég er ofsalega þakklát fyrir þetta tækifæri og vil endilega þakka kær- lega fyrir mig,“ segir hún og bætir að- spurð við að elskulegheit þjóðarinn- ar séu henni eftirminnilegust. „Ég fann fyrir væntumþykju því ég settist við hliðina á þjóðinni hvert kvöld en ekki fyrir ofan hana. Ég lét ekki rigna upp í nefið á mér því ég var bara ein af landsmönnum enda þykir mér vænt um þjóð mína.“ Þulurnar bjarga lífum Rósu eru breytingarnar mjög á móti skapi. „Ég segi bara út með Pál Magnússon og inn með þulurn- ar. Páll hefur ekki þennan sjarma sem þarf á skjáinn og fyrst hann ætl- ar að setja leikkonu sem bakrödd getur hann sjálfur lesið fréttirnar í felum. Þulurnar eru okkur Íslend- ingum nauðsynlegar, þær hafa ver- ið vinir okkar í gegnum tíðina og bjargað ófáum mannslífum ein- mana fólks úti í bæ sem á ekkert nema þuluna á skjánum sem birt- ist á hverju kvöldi,“ segir Rósa og er mikið niðri fyrir. „Ríkissjónvarpið á að hafa sinn eigin stíl en ekki að vera að herma eftir öðrum sjónvarps- stöðvum úti í heimi,“ segir hún og bætir aðspurð við að þulustarfið sé ekki tímaskekkja. „Alls ekki. Þegar ég var ráðin varð ég að starfa eins og fréttamaður. Við urðum að afla okk- ur heimilda og tala við fólk til að geta sett saman textann og þetta var oft mikil vinna.“ Fallegar konur á skjánum Rósa segir margar góðar þulur hafa birst landsmönnum í gegnum tíð- ina. „Stelpurnar hafa staðið sig upp og niður. Ég held mest upp á Ásu mína Finns en við unnum saman á sínum tíma. Ása bar af. Eins fannst mér Svala Arnardóttir, núverandi útvarpsþulur, æðislega fín. Hún var svo einstaklega flott og elegant á skjánum,“ segir Rósa og bætir við að Katrín Brynja Hermannsdóttir hafi líka staðið sig vel. „Katrín Brynja hefur þessa réttu útgeislun sem starfið krefst. Hún er látlaus en falleg og geislandi. Þannig konur þurfum við á skjáinn. Ég hef ekki verið hrif- in af karlmönnum sem þulum nema Gísla Baldri Garðarssyni hæstarétt- arlögmanni. Hann bar af, var ofsa- lega flottur, karlmannlegur og hlý- legur karl með mikla útgeislun. Páll á ekkert í hann.“ indiana@dv.is Rósa Ingólfsdóttir, ein eftirminnilegasta þula landsins, nýtti sér leiklistarnámið í starfinu. Út með Pál, inn með þulurnar Skiljanlegar breytingar „Ég hafði afskaplega gaman af þessu en þulustarfið var mitt aukastarf í nokkur ár,“ segir fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir en Sirrý birtist landsmönnum fyrst í sjónvarpi sem þula. „Á þessum tíma var ég í fullu starfi í útvarpi og gekk eftir vinnu niður á Laugaveg þar sem Sjón- varpið var þá til húsa. Milli kynn- inga notaði ég stundum tímann til að þýða greinar og klippa viðtöl fyrir útvarpsþáttinn minn,“ segir Sirrý og bætir við að þá hafi fleiri verið á vakt á útsendingar- kvöldum en í dag. „Það myndað- ist skemmtileg stemning en við vor- um vön að fá okkur eitthvað gott með kaffinu og horfa á kvikmynd- irnar saman og kynntumst þannig vel. Um helgar var ég mætt í vinn- una um tvö og fór aldrei heim fyrr en síðastu myndinni var lokið. Þá kynnti ég dagskrá morgundagsins, kvaddi og valdi lokalagið.“ Alltaf í beinni Sirrý segir ákveðinn styrk í því að hafa þulurnar í beinni útsendingu. „Sjálf er ég vön beinum útsending- um og veit að þá vanda sig allir svo ekkert fari úrskeiðis. Svo virðist sem það séu ekki aðeins manneskjurn- ar sem eru vel vakandi heldur eins og tæknin klikki ekki heldur. Í mín- um þáttum, Fólk með Sirrý, var allt sent út beint nema þegar ég gerði jólaþátt, þá var upptaka og það var í eina skiptið sem vélarnar klikkuðu. Önnur ástæða er að það er ákveð- ið öryggisatriði að vera á staðnum. Stundum vorum við látnar lýsa eftir fólki og koma öðrum tilkynningum á framfæri.“ Of formfast í dag Sirrý segist hafa alist upp við jákvætt viðhorf gagnvart þulum Sjónvarps- ins. „Eina skiptið sem afi minn skrif- aði lesendabréf í blöðin fyrir fjöl- mörgum árum var þegar það stóð til að segja þeim upp. Honum fannst það afskaplega miður að það ætti að reka svona notalegar elskur. Sjálf kunni ég vel við þær allar en átti ekki eina sérstaka fyrirmynd úr þeirra hópi þegar ég byrjaði,“ segir hún en viðurkennir að hægt sé að færa rök fyrir að þulustarfið sé ákveð- in tímaskekkja í dag. „Ég skil alla- vega þessa breytingu. Bankahrunið er hamfarir af mannavöldum sem hefur orðið til þess að við verðum að velta hverri krónu fyrir okkur. Á meðan það er verið að segja upp fólki í fullu starfi hjá RÚV er ekkert skrítið að einhver hlutastörf missi sig líka. Starfið hefur líka breyst og að mínu mati ekki fylgt tíðarandan- um. Hér áður fyrr voru þulurnar að brydda upp á hinu og þessu, fengn- ir voru óvæntir gestaþulir og annað skemmtilegt en í gegnum árin hefur mér fundist þetta einum og formfast og ósýnilegt. Meiri óformleiki heill- ar mig allavega í dag. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og kannski eigum við öll eftir að sakna þulanna.“ indiana@dv.is Fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir ólst upp við jákvætt viðhorf gagnvart þulum Sjónvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.