Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 HELGARBLAÐ Viðurkenndar stuðningshlífar www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Opið virka daga frá kl. 9 -18 Úrval af stuðningshlífum og spelkum fyrir ökkla. Góðar lausnir fyrir þá sem hafa tognað eða eru með óstöðugan ökkla. • Veita einstakan stuðning • Góð öndun • Henta vel til íþróttaiðkunar Nylon-flokkurinn tók upp nafnið The Charlies fyrir fyrirhugaða innrás á Ameríku- markað. Í kjölfarið fundu þær svo nöfn á sig sjálfar; Steinunn Camilla varð Camilla Stones, Klara Elíasdóttir varð Klara Elias og Alma Guðmundsdóttir varð Alma Goodman. DV beitti „Nylon-reglunni“ á nöfn nokkurra þekktra Íslendinga. MEIKNÖFN Í AMERÍKU Pétur Jóhann Sigfússon PETER YOHAN Leiðin hefur nú þegar verið troðin fyrir Pétur Jóhann. Það gerði Jóhanna Guðrún þegar hún tók upp nafnið Yohanna. Það ligg- ur því beint við að Pétur verði einfaldega Peter Yohan. Össur Skarphéðinsson OZZY SHARP Össur Skarphéðinsson hefur eflaust þurft að þola ýmsar vitlausar útgáfur af nafni sínu á ferðalögum um heiminn sem utanríkisráðherra. Hann þarf ekki að örvænta því DV hefur fundið fyrir hann nafn sem hann getur tekið upp nú þegar. Hann fengi lánað gælunafn rokkarans heimsfræga Ozzy Osbourne og Skarphéðinsson yrði einfaldlega Sharp. Hreimur Heimisson HOMER ACCENT Hreimur og félagar í Landi og sonum reyndu fyrir sér á erlendri grund á sínum tíma með nafninu Shooting blanks. Kannski vantaði að meðlimir sveitarinnar finndu sér nýtt nafn líka. Það liggur í augum uppi að Hreimur fengi nafnið Homer Accent þar sem Heimir yrði Homer og Accent er bein þýðing á nafni hans. Það yrði svo beitt Steinunnarregl- unni og nöfnunum svissað. Bubbi Morthens BUBBA MORTHENS Það yrði ekki flókið fyrir Bubba að markaðssetja sig vestra. Hann þyrfti bara að skipta út einum staf. Þetta er nánast sama nafnið. Ásdís Rán Gunnarsdóttir DISA GUN Tímaritið Com- plex gaf Ásdísi nafnið Ass-dis eða Rassdís á sínum tíma. Þó afturendi fyrirsæt- unnar sé glæsilegur á hún skilið virðulegra nafn og kom Disa Gun upp úr hattinum. Grjóthart og á vel við Ásdísi sem fer ávallt sínar eigin leiðir. Steingrímur J. Sigfússon STONEMASK J. FUSION Frjálsleg þýðing á nafni fjármálaráðherr- ans. Ef hann stefndi á sigra í Vestur- heimi með þessu nafni er spurning hvort hann ætti ekki að stefna beint í Wrestling með Hulk Hogan og félögum. Halla Vilhjálmsdóttir HATLA WILLIAMS Halla sá um að finna sitt nafn sjálf og þurfti hvorki hjálp frá Nylon-reglunni né DV. Ágústa Eva Erlendsdóttir EVA AUGUST Steinunnarreglunni er hér beitt enn og aftur og með góðum árangri. Ágústa Eva er með tilvalið nafn fyrir Ameríkumeik en Eva August ætti að hljóma vel í eyrum hins enskumælandi manns. Nína Dögg Filippusdóttir NINA DEW Ekki flókið. Einfalt og virkar. Nína Dögg verður einfaldlega Nina Dew. Enda fersk eins og morgun- döggin. Bjartmar Guðlaugsson BRIGHT GOODPOOL Kannski er ekki mikil von til þess að Bjartmar reyni að slá í gegn erlendis úr því sem komið er þar sem nokkuð er liðið síðan frægðarsól hans reis hæst. En ef hann slær til þarf ekki að hugsa lengi til að detta niður á lista- mannsnafnið Bright Goodpool. Svala Björgvinsdóttir COOLIA BO Hin gullfallega dóttir Bo Halldórs er reyndar nú þegar í miðri meiktilraun í Bandaríkjunum með hljómsveit sinni Steed Lord þar sem hún notast við nafnið Svala Kali. DV er sannfært um að ef Svala myndi skipta yfir í nafnið Coolia Bo myndi vegurinn til frægðar og frama verða beinni og breiðari. Svo ekki sé talað um ef Coolia hefði orðið til í fyrri meiktilraun Svölu sem sólótónlistar- maður fyrir nokkrum árum. Laddi LADDY Hið íslenska listamanns- nafn Þórhalls Sigurðs- sonar er svo gott að ekki er nauðsynlegt hnika þar miklu til. Skella bara „y“ aftast í staðinn fyrir „i“ og Laddy is good to go. Ef Halli bróðir ætlar að fylgja með yrði það auðvitað bara Hally and Laddy. Hilmir Snær Guðnason FROSTY KING Leikarinn vinsæli Hilmir Snær gæti tekið upp hið volduga nafn Frosty King. Þar er notast við víxlunina sem Camilla Stones gerði í sköpun síns nafns. Eins og margir vita, að minnsta kosti Lord of the Rings-aðdá- endur, þýðir nafnið Hilmir konungur. Davíð Oddsson DAVID SPEARS Strangt til tekið væri réttara að hafa seinna nafnið „spearhead“ sem þýðir spjótsoddur. En DV telur líklegra til vinsælda að nota Spears-nafnið í ljósi þess hve þekkt Spears-ættin er í bandaríska skemmtanaiðnaðinum. Björgólfur Thor BEOWULF THOR Þeir eru allavega pínu áþekkir í vextinum, Beowulf og Björgólfur, hvað sem líður öðrum líkindum. Orðið á götunni fyrir einhverjum mánuðum var að Björgólfur tæki 200 kíló í bekkpressu. Eðlilega drógu margir það í efa, en Beowulf myndi klárlega púlla það. Eins og útrásarvíkingurinn fallni myndi púlla meikið ef hann tæki upp þetta nafn í Ameríkumeiki. Pálmi Haraldsson PALMER FONS Ef útrásarvíkingurinn Pálmi, kenndur við Fons, myndi vilja reyna meikið væri líklega farsælast fyrir hann að reyna við kvikmynda- heiminn. Og hlutverk vonda karlsins myndi sennilega henta honum best. Gísli Örn, Magnús Scheving og Gunnar Hansen gætu kannski gefið Palmer Fons nokkur tips áður en lagt væri í hann vestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.