Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR Bresk kona syrgir látinn eiginmann sinn. Lifir áfram á pappaspjaldi Syrgjandi ekkja hefur ákveðið að heiðra minningu látins eiginmanns síns með frumlegum hætti. Hin 26 ára gamla Maria Challis bjó til pappa- spjald með mynd af eiginmanninum á í raunstærð sem hún hefur á heim- ili sínu og barna sinna tveggja. Hún fór meira að segja með myndina í jarðar- för eiginmannsins. Paul Challis lést 38 ára gamall af krabbameini aðeins nokkrum vikum eftir að hafa greinst með tvö heilaæxli. Maria er staðráðin í að eiginmaður hennar og barnsfaðir gleymist aldrei. Á heimili þeirra stendur nú 185 sentí- metra hátt pappaspjald með mynd af Paul Challis sem hún fór með í jarðar- för hans auk þess sem hún tók spjald- ið með sér í brúðkaup besta vinar hans nokkrum vikum eftir andlát eig- inmannsins. Myndin sem spjaldið prýðir er tek- in á gleðistund þar sem hann held- ur á flösku af kampavíni, skælbros- andi um borð í skemmtiferðaskipi þar sem hann var staddur með eiginkonu sinni. Upphaflega var myndaspjaldið búið til fyrir útför Pauls en Maria gat ekki hugsað sér að láta það frá sér. „Þegar maður missir einhvern sem maður elskar hefur maður áhyggjur af því að hann gleymist. Þetta er okkar leið til að minnast hans og halda kær- um minningum okkar um hann lif- andi,“ segir Maria Challis í samtali við Daily Mail. „Börnin klæddu hann meira að segja upp í jólasveinabúning fyrir jólin og í Drakúlabúning fyrir Hrekkjavöku.“ Maria og Paul giftust árið 2000 eft- ir að hafa kynnst í vinnunni fyrir 15 árum. mikael@dv.is Útklipptur eiginmaður Challis-fjölskyldan. Maria gat ekki hugsað sér að henda myndinni af eiginmanninum. Rifu rangt hús Verktakar á vegum bæjaryfirvalda í Denton í Texas hlupu heldur betur á sig í síðustu viku þegar þeir voru sendir að heimili til að rífa það vegna vanrækslu. Hin 69 ára gamla Francis Howard var því orðlaus þeg- ar hún kom að fjölskylduheimilinu til 47 ára nær gjörsamlega rifnu til grunna. Verktakinn átti nefnilega að rífa húsið hinum megin við götuna 21. apríl. Olíulekinn verri en talið var Gífurlega mikil olía lekur út í Mexíkóflóa eftir að olíuborpallurinn Deepwater Horizon sprakk og sökk í síðustu viku út af strönd Louisi- ana-ríkis Bandaríkjanna. Landhelg- isgæslan þar í landi telur að 700 þús- und lítrar af olíu leki frá pallinum á dag eftir að uppgötvaðist að leki væri á þremur stöðum við pallinn. Forsvarsmenn olíuborpallsins þræta fyrir þessa niðurstöðu gæslunnar. Athöfn nokkur í Kamerún hefur um árabil verið sveipuð dulúð og nán- ast verið talin til þjóðsagna í land- inu eða skipulega þögguð niður í samfélaginu. Árið 2006 fékk hún smávegis athygli fyrir tilstilli nokk- urra mannréttindasamtaka í land- inu sem hófu herferð gegn henni sem varð til þess að bandaríska ut- anríkisráðuneytið hefur síðan þá talið hana til í árlegri skýrslu sinni um brýn mannréttindamál á er- lendri grundu. Athöfnin sem um ræðir er ætluð til að verja ungar stúlkur sem eru að komast á kynþroskaaldur fyrir kynferðislegum áhuga karlmanna með því að strauja óþroskuð brjóst stúlknanna niður með sjóðheitum steinum eða öðrum frumstæðum verkfærum og aðferðum. Blaðakonan Jamie Rich skrifaði um málið í breska dagblaðið The Guardian Weekly á dögunum en greinin birtist upphaflega í Wash- ington Post í Bandaríkjunum. Rich var á ferð um Kamerún þar sem hún veitti því athygli að ung betl- andi stúlka bar áverka sem vöktu athygli hennar. Hlírabolur stúlk- unnar hafði runnið niður öðru megin og þar sem verðandi brjóst, eða í það minnsta geirvarta, hefði átt að vera var ekkert nema stórt ör. Rich hafði heyrt af afskræming- um sem þessum í landinu en ávallt voru þær afskrifaðar sem flökku- sögur. Hún fór að rannsaka málið og greinir frá niðurstöðum sínum í sláandi grein. Mæður vilja vernda dætur Talið er að ein af hverjum fjórum ungum stúlkum séu látnar gang- ast undir þessa aðgerð sem oftar en ekki er framkvæmd á þeim af mæðrum þeirra. En það er ekki af illsku eða mannvonsku. Mæðurnar telja sig vera að vernda dætur sín- ar, ein þeirra orðar það sem svo að hún hefði gert það út af ást. Mæður sem Rich ræddi við segja aðgerðina hugsaða til að láta stúlkurnar líta út fyrir að vera ekki orðnar kynþroska. Minni líkur séu þar með á því að karlmenn sæki í þær í kynferðislegum tilgangi, með góðu eða illu. Þar með séu þær varðar fyrir því að verða óléttar og að smitast af HIV en hvortveggja er mikið vandamál meðal ungra stúlkna í Kamerún. Betri kostur en ólétta og smit „Strákar geta byrjað að líta á stúlk- ur um leið og brjóstin á þeim fara að myndast. 12 ára gamlar stúlkur eru enn börn, en strákarnir sjá bara brjóstin,“ segir Caroline Nkeih, dýralæknir og fjögurra barna móð- ir, sem þekkir tvær fjölskyldur þar sem tólf ára stúlkur urðu óléttar. Sjálf viðurkennir hún að hafa straujað brjóstin á dætrum sín- um fyrir tveimur árum. Fyrir henni vega kostir brjóstaafskræmingar þyngra en líkamlegur eða sálrænn skaði sem þær kunna að valda stúlkunum. Nkeih beitti þeirri að- ferð að hita viðaráhald á eldavél í dágóða stund og nudda síðan hvort brjóst dóttur sinnar í fimm mínút- ur þar til þau fóru að „hörfa“. Þetta er aðeins ein af mörgum aðferðum sem beitt er. Kemur ekki í veg fyrir neitt Fæðinga- og kvensjúkdómalækn- irinn Serges Moukam segir að 25 til 30 prósent viðskiptavina á stof- unni hans séu stúlkur á aldrinum 12-17 ára. Samræði og nauðgan- ir ættu hvortveggja mikinn þátt í óléttu unglingsstúlkna. Brjóstaaf- skræmingar kæmu í veg fyrir hvor- ugt enda eigi vandamálið sér djúp- stæðari rætur í þjóðfélaginu. „Það er sjaldgæft að sjá 13 ára stúlku sem er enn hrein mey.“ Ígerð, sýking sálrænt áfall Mannfræðingurinn Flavien Ndonko er ötull talsmaður gegn aðgerðunum og stjórnar sjálf- boðaliðasamtökunum sem hófu herferðina gegn þeim árið 2006. „Þetta er limlesting,“ segir Ndonko og bendir á fjölmargar skelfileg- ar hliðarverkanir brjóstaafskræm- inga. Ígerð, sýkingar, afskræming brjóstanna, eyðilegging mjólkur- kirtlanna, kýli á brjóstunum auk sálrænna vandkvæða. Ndonko segir að árið 2006 hafi hann og samtökin hans gert rann- sókn á ríflega 5.600 stúlkum og konum á aldrinum 10-22 ára. Í ljós kom að 24 prósent þeirra höfðu sætt brjóstastraujun. Ýmis hagsmunasamtök hafa barist gegn athöfninni. Krafa er uppi um stóraukna kynlífsfræðslu, fólk vill gera athöfnina ólöglega með öllu en málið virðist á opin- berum vettvangi vera mikið tabú í Kamerún. Stjórnmálamenn ýmist viðurkenna ekki vandamálið eða segja það mun sjaldgæfara en tal- ið er. SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is BRJÓSTIN STRAUJUÐ NIÐUR Á STÚLKUM Dæmi eru um að kamerúnskar stúlkur séu látnar sæta skelfilegu ofbeldi þegar þær komast á kynþroskaaldur. Til að halda stúlkum frá kynlífi, verja þær fyrir kynferðisárásum og HIV-smiti grípa fjölskyldur þeirra oft til þess ráðs að strauja niður brjóstin á þeim. Öll umræða um málefnið virðist vera mikið tabú í landinu. Áhöldin Meðal þeirra frumstæðu áhalda sem notuð eru við hina grimmúðlegu aðgerð. Sjóheitir steinar og viðaráhöld sem þrýst er á brjóstin þar til þau „hörfa“. Skírlífið dýru verði keypt Ungar stúlkur eru látnar ganga í gegnum skelfilega aðgerð þar sem óþroskuð brjóst þeirra eru straujuð niður. Eitrað fyrir Bush Laura Bush, eiginkona George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, heldur því fram í nýrri bók sinni að eitrað hafi verið fyrir eiginmanni sínum, sér og fylgdarliði á leiðtoga- fundi G8-ríkjanna í Þýskalandi árið 2007. Bush segir að þau hjónin og fjöl- margir starfsmenn Hvíta hússins hafi orðið veik og málið hafi allt ver- ið hið grunsamlegasta í ljósi þess að engar fregnir bárust af veikindum úr herbúðum annarra þjóða. Laura Bush segir í bók sinni, Spoken From The Heart, sem kemur út í Banda- ríkjunum í næsta mánuði, að hún hafi látið öryggisgæslu Hvíta hússins rannsaka málið en án árangurs. Þingmaður kaupir 13 ára stúlku Öldungadeildarþing Nígeríu hefur krafist rannsóknar á máli öldunga- deildarþingmannsins Ahmad Sani Yerima, sem kom heim með þrettán ára stúlku frá Egyptalandi á dögun- um og kvæntist henni síðan. Yerima, sem er 49 ára, er sagður hafa greitt foreldrum stúlkunnar í Egyptalandi 100 þúsund dollara fyrir dóttur þeirra og síðan gengið að eiga hana í mosku fyrir nokkrum vikum. Mannréttindasamtök hafa mótmælt ráðahagnum harðlega og krefjast þess að Yerima verði ákærður fyrir að stofna barni í hættu og brjóta hjú- skaparlög Nígeríu sem banna fólki að giftast einstaklingi undir átján ára aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.