Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 21
HELGARBLAÐ 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 21 ÞULURNAR ÞAGNA „Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um breytingar. Ég tel að þessum breytingum muni ekki fylgja mik- ill sparnaður, en að við munum ná betri kynningu með þeim, segir Bjarni Kristjánsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins, um brotthvarf þul- anna af skjánum. „Þetta snýst ekki bara um sparnað, heldur samhæf- ingu í kynningarmálunum. Ég held að sparnaðurinn verði alls ekki mikill. Það er mjög fjölþætt í sam- hæfingu sem þessari, hvað sparast og hvað ekki.“ Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik- kona mun leysa þulurnar af hólmi en hún verður „rödd“ RÚV og mun ekki sjást í mynd. Eins og DV kemst næst mun Jóhanna sinna fullu stöðugildi. Þulurnar sex, sem nú ljúka störfum, hafa sinnt 1,2 stöðu- gildum. Því er ljóst að launakostn- aður mun ekki lækka mikið við þessar breytingar. „Við þurfum að bæta kynning- arnar hjá okkur. Nú bætist heilt starf við og við þurfum líka að kosta til að fá einhverja utanaðkomandi aðila í kynningar, raddir og slíkt. Þetta ætti frekar að koma í veg fyr- ir aukin útgjöld. Við getum senni- lega náð betri árangri með breyttri framsetningu,“ segir Bjarni Krist- jánsson. „Ég á eftir að sakna starfsins og einnig þulanna sem slíkra á skjánum,“ segir Eva Sólan sem hefur starfað sem þula frá árinu 1999 og líklega lengst allra. „Mér finnst vinalegt að hafa þulurnar og ég held að það verði mikill missir að þeim. Ég tel uppsagnir þulanna þó lítið að gera með niðurskurð og tel að þetta snúist eingöngu um ímynd,“ segir Eva en bætir við að kannski sé hún bara vanaföst. „Kannski er maður bara fastheldinn og gamaldags en svona hefur þetta alltaf verið og svona er þetta á hinum Norðurlöndunum.“ Þegar Eva byrjaði að kynna dagskrána fyrir lands- menn bjóst hún ekki við að staldra svo lengi við. „Mér líkaði vel svo ég ílengtist. Á sínum tíma hentaði þetta vel með vinnunni sem ég sinnti og svo með náminu og í rauninni ætlaði ég að vera hætt,“ segir hún en Eva er ný- lega komin með lögmannsréttindi og starfar sem lög- fræðingur í dag. „Ég var einmitt að ná í réttindin þegar ég fékk þessar fréttir, að ákveðið hefði verið að leggja niður þulustarfið, svo hvað mig varðar var tímasetn- ingin ágæt. Ég hafði hugsað mér að hætta sem þula um leið og ég fengi fullt starf sem lögfræðingur en af einhverjum ástæðum dróst það alltaf. Sjónvarpið er skemmtilegur vinnustaður og vinnufélagarnir góðir sem er ástæðan fyrir því að ég var ekki hætt fyrir löngu. Ég átti bara ekki von á að tíminn myndi líða svona hratt og mér finnst eiginlega eins og ég hafi byrjað í fyrra,“ segir hún brosandi og bætir við að hún hefði getað hugsað sér frekari frama innan sjónvarpsins ef lögfræð- in hefði ekki orðið fyrir valinu. Aðspurð viðurkennir hún að þulustarfið hafi tekið á taugarnar í upphafi. „Í fyrstu kynningunni var eins og ég hefði misst meðvitund. Þegar kynningunni lauk mundi ég ekki neitt og varð að spyrja hvort ég hefði sagt allt sem ég ætlaði að segja. Svo virðist sem það séu álög á mér en ég festist mjög oft í mynd. Um daginn var ég búin að standa mjög lengi eftir að hafa kynnt dag- skrána en ekkert gerðist. Ég var farin að hugsa um að fara fram og vekja tæknistjórann,“ segir hún hlæjandi og bætir við að í það skipti hafi hann þurft að sinna ein- hverju öðru aðkallandi verkefni. „Það er bara mannlegt að gera mistök og þá þýðir ekkert annað en að brosa. Eftir svona langan tíma er maður líka hættur að kippa sér upp við hlutina.“ indiana@dv.is „Ég á eftir að sakna starfsins, það er alveg klárt,“ segir Katrín Brynja Her- mannsdóttir sem hefur starfað sem þula Sjónvarpsins síðustu níu árin. „Ég held líka að fólk eigi eftir að sjá hvað það er í raun notalegt að hafa einhvern sem talar svona til manns og ég heyri á fólki að það eru ekki allir ánægðir með þessar breytingar,“ segir hún og bætir við að þótt tæknin sé til staðar sé ekki alltaf nauðsynlegt að nýta sér hana. Ekki bara ljóshærð og sæt Katrín Brynja segist vera að kveðja gott starf og góðan vinnustað sem sjá- ist best á því hve lengi sömu þulurnar hafi birst okkur á skjánum. Þótt aðeins ein þula sé á vakt í einu hafi hópnum tekist að kynnast sín á milli. „Það er eitthvað við þennan síðasta hóp sem gerir það að verkum að okkur langar að hittast reglulega og við höfum náð vel saman. Hlæjum mikið og okkur finnst við allar voðalega sniðugar. Við eigum eftir að halda hópinn áfram,“ segir hún og blæs á þá gagnrýni að eina hæfnisskilyrðið sé að vera ljós- hærð og sæt. „Útlit skiptir einhverju máli en á endanum snýst þetta um að geta komið fram í sjónvarpi, hafa þetta eitthvað. Það eru margir þættir sem þurfa að ganga upp, annars ætti Þórhallur [Gunnarsson] að svara fyrir þessa gagnrýni.“ Faðir Katrínar starfaði sem út- varpsfréttamaður og ritstjóri dagblaðs sem varð til þess að hún smitaðist ung af fjölmiðlabakteríunni. „Ég hef alltaf verið forvitin um starf á fjölmiðlum og leit á þulustarfið sem ákveðinn glugga til að kynnast þeim starfsvettvangi betur. Síðar tók ég þá ákvörðun að skella mér í master í blaða- og fréttamennsku sem ég kláraði 2008,“ segir Katrín sem sér um dálk sem fjallar um börn og allt sem þeim viðkemur á vefmiðlin- um Pressan.is. „Ég hef báða fætur á jörðinni en það væri gaman að taka barnaspjallið lengra þegar fram líða stundir, jafnvel í sjónvarp, vefsjónvarp eða tímarit.“ Missir að þulunum Katrín Brynja mætti með yngsta son- inn í útsendingu í síðustu viku og vakti uppátækið mikla kátínu meðal áhorfenda. Katrín segir soninn, sem er tveggja mánaða, yfirleitt þægan og góðan. „Þegar þarna var komið vildi hann láta heyra í sér og var aðeins að tjá sig enda búinn að mæta með mér síðustu níu mánuði án þess að láta mikið fyrir sér fara,“ segir hún bros- andi og bætir við að hún hefði viljað gera eitthvað enn meira í tilefni þess að þessu tímabili sé nú að ljúka í ís- lenskri sjónvarpssögu. „Gaman hefði verið að fá fyrrver- andi þulur og þuli til að koma og klára dæmið með okkur,“ segir hún og segist hafi ekki átt neina sérstaka fyrirmynd í starfinu. „Það hafa komið fram marg- ar góðar og eftirminnilegar þulur en í þessu starfi held ég að sé best að vera bara maður sjálfur,“ segir hún bros- andi og viðurkennir fúslega að hafa verið mjög stressuð þegar hún byrj- aði. „Ég var eins og hengd upp á þráð og blikkaði augunum stanslaust,“ seg- ir hún og bætir að það hafi ýmislegt gengið á og til dæmis sé alltaf jafn- óþægilegt þegar textavélin klikkar og stóla þurfi á minnið. „Ég er viss um að það verður mikill missir að þulun- um og sjálf hef ég aldrei hlakkað eins mikið til að fara í vinnuna og í þessu starfi.“ indiana@dv.is „Þetta var afar fínt starf í þægilegu um- hverfi,“ segir Guðmundur H. Bragason sem starfaði sem þulur í 11 ár og lengst af öllum karlmönnum í starfinu. Guð- mundur slysaðist inn í starfið eftir að hafa sótt um sem fréttamaður í frétta- deild RÚV. „Ég hafði lært stjórnmál og blaðamennsku í háskólanum og sat prófið sem fréttadeildin setur umsækj- endum. Ég fékk ekki starfið en tveim- ur mánuðum seinna hafði dagskrár- stjórinn samband við mig og bauð mér þulustarfið. Þeir vildu þeir karl- mann og eftir að hafa leitað í gagna- grunni að einhverjum með þægilega rödd hringdu þeir í mig. Ég ákvað strax að slá til og vonaði að tækifærið myndi opna dyr að fréttadeildinni,“ segir Guð- mundur en bætir við að áhuginn hans á fréttum hafi fljótlega dofnað. Sér ekki sparnaðinn Guðmundur segist eiga eftir að sakna þulanna. „Þetta er kannski ekki nauð- synlegt starf en þulurnar gera sjónvarp- ið svo heimilislegt. Það væri gaman að gera skoðanakönnun og fá úr því skorið hvort áhorfendum finnst starfið tíma- skekkja. Þetta hlýtur allt að snúast um áhorfendur. Annars sé ég ekki sparnað- inn í þessu og hef heyrt að vélin sem á að taka við hafi verið mjög dýr.“ Aðspurður segir hann félagana hafa tekið vel í starfsvalið. „Þeim fannst þetta bara skemmtilegt. Ég fékk aldrei að heyra neitt neikvætt. Annars hef ég engan áhuga á að komast aftur að í sjónvarpi. Áhuginn var ekki þannig hjá mér. Ég var til dæmis aldrei að koma mér að í Séð og heyrt. Sumar þulurnar eru orðnar mjög frægar en fólk er ólíkt að þessu leytinu. Vissulega kemur fyrir að ég þekkist úti á götu en fólk man ekki alltaf hvernig, veit bara að það þekkir mig úr sjónvarpinu.“ indiana@dv.is Eva Sólan hefur starfað lengst allra þula í Sjónvarpinu. Eva segir uppsagnir þulanna frekar snúast um ímynd en niðurskurð. Missti meðvitund í beinni Ekki sparn- aðaraðgerð Katrín Brynja Hermannsdóttir segir þulustarfið snúast um meira en að vera ljóshærð og sæt. Best að vera maður sjálfur Guðmundur H. Bragason vonaðist til að þulustarfið opnaði dyr að fréttadeild. tóku vel í þetta Félagarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.