Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR FL GROUP GRÆDDI HULDUF LAGI Snúningurinn í kringum eignarhaldsfélagið Consensus kann að hafa verið gerður til að fara í kringum reglur um hámarksáhættuskuldbindingar gagnvart einum aðila. Rannsóknarnefnd hefur bent ríkissak- sóknara á Consensus-málið. FL Group græddi á viðskiptum Consensus. Eiginkona eiganda Con sensus og varamaður í stjórn félagsins vita ekkert um það. Rannsóknarnefnd Alþingis vísaði máli eignarhaldsfélagsins Con- sensus áfram til embættis ríkissak- sóknara skömmu eftir að skýrsla nefndarinnar kom út fyrr í mán- uðinum. Ástæðan er sú að nefndin telur að fjárfesting félagsins í fram- virkum skuldabréfum FL Group í gegnum Glitni fyrir 8 milljarða króna á árinu 2008 geti flokkast sem refsiverð háttsemi. FL Group var, sem kunnugt er, stærsti hlut- hafinn í Glitni árið 2008. Eigendur Consensus voru Kjartan Broddi Bragason og Að- alheiður Björt Guðmundsdóttir, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2007. Kjartan og Aðalheiður, sem voru gift, skildu árið 2007 og varð Kjartan eini hluthafi félagsins í kjölfarið. Kjartan er eini stjórnarmaður félagsins, samkvæmt Lánstrausti. Varamaður í stjórninni er Knút- ur G. Hauksson. Tilgangur félags- ins er skráður viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf í hlutafé- lagaskrá. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2007 nam tap- ið á rekstri þess tæpum sextíu þús- und krónum. Félagið fór því frá því að tapa sextíu þúsund krón- um árið 2007 yfir í að fjárfesta fyr- ir 8 milljarða króna í bréfum FL Group. Hugsanlegt er að fjárfesting fé- lagsins hafi verið til þess gerð að sneiða hjá reglum fjármálamark- aðarins um hámarkslánveiting- ar til einstakra aðila, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar var Glitnir búinn að lána FL Group svo mikið að bankinn átti í erfiðleikum með að lána félaginu meira vegna þessara reglna um stórar áhættu- skuldbindingar. Fjárfesting Con- sensus, og annarra félaga, í bréfum FL Group gerði það hins vegar að verkum að Glitnir gat þar með lán- að FL Group þá 12 milljarða sem félögin höfðu fjárfest fyrir í FL. „Með því að fá viðskiptavini sína til þess að gera framvirka kaup- samninga um skuldabréf Glitnis var hægt að lána FL Group þessa 12 milljarða þar sem áhættan var formlega á félögunum sem gerðu framvirku samningana við bank- ann.“ Fjárfesting Consensus kom sér því vel fyrir FL Group því vegna hennar gat félagið fengið meiri lán hjá Glitni. Lánaði eignalausu félagi 600 milljónir Ályktunin sem rannsóknarnefnd- in dregur af Consensus-málinu er hins vegar sú að ef áhættan af viðskiptunum hefði í raun og veru ekki átt að hvíla á bankan- um, líkt og ef lánin hefðu borist til FL Group án þátttöku Consensus og annarra félaga sem fjárfestu í framvirkum skuldabréfum FL Group, hefðu þessi félög þurft að vera nægilega sterk til að þola greiðslufall FL Group. Þetta var vitanlega ekki raunin með Con- sensus, líkt og áður segir, þar sem félagið var „skráð án eigna og með 117 þúsund króna skuldir í lok árs 2007 samkvæmt rekstrarframtali“ eins og segir í skýrslunni. Áhætt- an hvíldi því öll á bankanum hvort sem er þar sem hann lánaði til við- skiptanna með skuldabréfin. Í skýrslunni snýst einn angi gagnrýninnar á viðskipti Con- sensus með skuldabréfin í FL Group um þessa staðreynd: Fé- lagið var eignalaust en tók þátt í milljarða króna viðskiptum. Þar er enn fremur rætt um hvernig Consensus fjármagnaði eiginfjár- framlag sitt í viðskiptunum með skuldabréfin. Þetta var gert með víxli frá Icebank upp á tæpar 600 milljónir króna. Vitnað er í útlánaskýrslu frá Ice bank í skýrslunni þar sem sýnt er fram á þetta. Í útlánaskýrslunni frá Icebank segir: „Lánið notaði Consensus til að kaupa víxla út- gefna af bankanum. Consensus lagði víxlana síðan fram sem tryggingu vegna framvirks samn- ings um kaup á skuldabréfum FL Group sem félagið gerði við Glitni.“ Ályktunin sem rannsóknar- nefndin dregur af þessu er sú að Icebank hafi fjármagnað eigin- fjárframlag Consensus í viðskipt- unum. Þetta þýðir að Icebank lán- aði eignalausu félagi 600 milljónir til að kaupa skuldabréf FL Group. Ekki er greint frá því hvaða veð Consensus lagði fram í viðskipt- unum við Icebank. Skildu og Kjartan fékk félagið Fyrrverandi eiginkona Kjartans Brodda og fyrrverandi eigandi Consensus, Aðalheiður Guð- mundsdóttir, segist ekki hafa vit- að að Consensus hefði fjárfest fyr- ir 8 milljarða í FL Group. „Nei, nei, nei, ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en ég sá þetta í skýrsl- unni. Málið er þannig vaxið að ég stofnaði þetta félag árið 2003, minnir mig. Upphaflega var það í kringum það sem ég var að vinna við. Síðan 2007 skildi ég við mann- inn minn [Kjartan Brodda, innsk. blaðamanns] og í skiptunum þá fylgdi þetta félag bara honum. Þá hafði það ekki verið notað í tvö ár, ekki síðan 2005.“ Aðspurð hvort hún viti eitthvað um fjárfestinguna segir Aðalheið- ur svo ekki vera. „Ekki neitt. Síðan við skildum höfum við ekkert rætt um okkar prívat fjármál,“ segir Að- alheiður og bætir því við aðspurð hún viti ekki hvort Kjartan hafi ver- ið í stórum fjárfestingum áður en kom til viðskiptanna með bréfin í FL Group. Vinargreiði hjá Knúti Knútur G. Hauksson var varamað- ur í stjórn Consensus. Hann segist heldur ekkert vita um fjárfestingar félagsins í FL Group. „Ég veit ekk- ert um þetta og tengist þessu ekki neitt. Þú verður bara að tala við Kjartan,“ segir Knútur. Aðspurður segist hann hafa verið varamaður í stjórn félagsins fyrir Kjartan vegna þess að þeir séu mágar og að hann hafi gert Kjartani þennan greiða út af því. „Ég var bara varamaður í stjórn félagsins og var aldrei kall- aður til sem slíkur. Ég vissi bara um þetta mál eftir að skýrslan kom út.“ Aðspurður bætir Knútur því við að vissulega hafi hann rætt um þetta mál við mág sinn eftir að skýrslan kom út. Consensus-málið virðist því vera Knúti óviðkomandi. Björn segir málið til skoðunar Greint var frá því eftir að skýrsl- an kom út að rannsóknarnefndin hefði bent embætti ríkissaksókn- ara á Consensus-málið. Björn Bergsson, settur ríkissak- sóknari, segir að málið sé til skoð- unar hjá embættinu en að rann- sóknin sé ekki langt á veg komin. „Við fyrstu sýn þykir þetta vera skoðunarvert. En það er ekkert nánar sem hefur komið fram um það... Hvað sem verður veit ég ekki... Það er hins vegar ekki búið að taka neina ákvörðun um það hvort þetta mál verði rannsakað sérstaklega og þá enn síður hvort ákært verði í því,“ segir Björn. DV hefur gert ítrekaðar tilraun- ir til að ná í Kjartan Brodda Braga- son til að ræða við hann um mál- ið en það hefur ekki tekist. Líkast til liggja svörin við því hvers eðl- is Consensus-viðskiptin voru hjá honum og hugsanlega hjá ein- hverjum starfsmönnum gamla Glitnis og kannski einnig einhverj- um hluthöfum í FL Group. Ljóst er hins vegar af umræðu rannsóknarnefndar Alþingis að sá aðili sem græddi helst á við- skiptum Consensus var ekki félag- ið sjálft eða eigendur þess heldur FL Group sem gat fyrir vikið fengið hærri lán í bankanum sem félagið átti og stjórnaði. n „Eins og kemur fram í kafla 8.7 hér á undan hafði lánafyrirgreiðsla Glitnis til FL Group og tengdra aðila vaxið verulega fram á árið 2008 og átti bankinn erfitt með að lána félaginu meira vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar. Með því að fá viðskiptavini til þess að gera framvirka kaupsamninga um skuldabréf Glitnis var hægt að lána FL Group þessa 12 milljarða þar sem áhættan var formlega á félögunum sem gerðu framvirku samningana við bankann. Til þess að áhættan væri hins vegar sannarlega ekki Glitnis hefðu þessi félög þurft að vera nógu sterk til þess að þola greiðslufall FL Group.“ Um Consensus í 2. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. FL Group skorti fjármagn Síðan við skild-um höfum við ekkert rætt um okkar prívat fjármál. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar ingi@dv.is FL Group græddi FL Group, stærsti hluthafi Glitnis, græddi á viðskiptunum sem Consensus átti í þar sem félagið gat fengið meira að láni frá Glitni vegna þeirra. Jón Ásgeir Jóhannesson var stjórnarformaður og helsti eigandi FL Group. Dæmi í skýrslunni sýna að Jón Ásgeir nánast handstýrði Glitni í gegnum stjórnendur bankans. Kannast ekkert við málið Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu og formaður Handknattleikssambands Íslands, segist ekkert kannast við fjárfestingu Consensus í skuldabréfum FL Group fyrir um 8 milljarða króna. Knútur var varamaður í stjórn Consensus. Til ríkissaksóknara Rannsóknar- nefnd Alþingis sá tilefni til að senda mál Consensus og FL Group til embættis ríkissaksóknara fyrr í þessum mánuði. Björn Bergsson er settur ríkissaksóknari í fjarveru Valtýs Sigurðssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.