Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 46
DRAUMAR BÆTA HEILASTARFSEMINA Samkvæmt nýrri rannsókn batnar geta þín til að vinna með og geyma upplýsingar tífalt ef þú færð þér stuttan síðdegislúr - en að- eins ef þig dreymir á meðan þú sefur. „Á meðan þig dreymir er heilinn að skoða samhengi hluta sem þú tókst ekki eftir í vöku,“ segir höfundur rannsóknarinnar, Robert Stickgold, sem telur að við getum náð árangri í einhverju sem við erum ekki góð í með því einu að dreyma um það. Samkvæmt nýlegri evrópskri rannsókn eru hjónabönd þeirra sem eiga aðeins eitt barn 25-30% líklegri til að enda með skilnaði en hjónabönd þeirra sem eiga eng- in börn eða tvö eða fleiri. Í rann- sókninni kom einnig fram að þær konur sem hætta snemma í skóla eru tíu sinnum líklegri til að verða einstæðar mæður um 25 ára aldur. Höfundar rannsóknarinnar skoðuðu gögn tæplega 3 milljóna Evrópubúa á aldrinum 15-59 ára. Í ljós kom að eitt barn virðist valda auknu álagi á hjónaband á meðan sambönd hjóna með tvö eða fleiri börn virkuðu sterkari. Vísindamennirnir töldu líklegt að hluti skýringarinnar væri sá að hópur óhamingjusamra hjóna hefði gripið til þess örþrifaráðs að eignast barn í von um að styrkja sambandið, án árangurs. Í rannsókninni kom í ljós að írskar og sænskar konur eru lík- legri en aðrar Evrópukonur til að vera einhleypar á aldrinum 25-29 ára eða 76% og 73%. Slóvakía og Litháen voru hinum megin á skal- anum með aðeins 31% og 26% ein- hleypra kvenna á áðurnefndum aldri. Írar og Ítalir eru ólíklegastir Evrópubúa til að skilja. UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is SÝNDU AÐ ÞÚ ELSKIR HANN n Sendu honum sæt SMS í vinnuna. n Nuddaðu á honum axlirnar. n Komdu honum á óvart með girnilegum eftirrétti. n Faðmaðu hann án ástæðu. n Segðu honum reglulega hvers virði hann er þér. n Haltu í höndina á honum þar til þið sofnið. n Hrósaðu honum. n Laumaðu þér inn í sturtuna til hans. n Láttu kveðjukossinn standa örlítið lengur. EKKI ÖLL KOL- VETNI SLÆM Konur sem borða mikið af hvítu brauði, hvítum hrísgrjónum, pits um og öðrum kolvetnaríkum mat sem fær blóðsykurinn til að rísa hratt eru í helmingi meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma en aðrar samkvæmt nýrri rannsókn. Fæðan virðist ekki hafa sömu áhrif á karlmenn, kannski vegna þess að þeir vinna öðruvísi úr kolvetnunum, segja vísinda- menn, sem flokkuðu kolvetna- ríkan mat eftir því hversu mikil áhrif hann hefur á blóðsykur. Hvítt brauð fékk flest stig, eða 100, en öll fæða neðan við 55 er ekki talin hafa áhrif. Þar flokkað- ist gróft brauð, bygg, kjúklinga- baunir, ávextir og sætar kartöflur. 46 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 Samkvæmt evrópskri rannsókn er heillavænlegra að eiga engin eða fleiri en eitt barn: SKILJA FREKAR MEÐ EITT BARN Skilnaður Hjón reyna stundum að bjarga dauðadæmdu sambandi með því að eignast barn segja vísindamenn. Sparaðu vatnið Samkvæmt bandarísku umhverfis- samtökunum, NRDC, tekur með- alsturtuferðin um átta mínútur sem samsvarar því að um 60 lítrar fari niður í svelginn. Samtökin segja um 30% af vatnsnotkun heimila fara í sturtu- og baðferðir. Ef þú stytt- ir sturtuna um þrjár mínútur spar- arðu um 6800 lítra af vatni á ári. Ekki skemmir fyrir að styttri sturta heldur húðinni mýkri. Hjólaðu eða gangtu Með því að sinna tveimur erindum í viku á hjóli spararðu bensín og bæt- ir heilsuna. Rannsóknir sýna að lík- urnar á því að fá sykursýki 2 minnka um 90% og hjartaáfall um 33% ef við aukum hreyfingu um tvo og hálfan tíma á viku. Veldu lífrænt Lífrænt framleidd epli eru laus við skordýraeitur en stútfull af hollri næringu. Fjöldinn allur af rannsókn- um gefa þó mismunandi útkomur. Samkvæmt einni rannókn eru líf- rænt ræktuð epli 25% hollari en önn- ur epli. Önnur rannsókn gefur til kynna að flus af epli sem hefur ver- ið sprautað með skordýraeitri getur aukið líkurnar á krabbameini. Aðrar gefa til kynna að venjulegu eplin séu alveg jafn holl og þau lífrænt rækt- uðu. Flest getum við líklega verið sammála um að vilja sem ferskasta ávexti. Láttu vindinn þurrka hárið Samkvæmt náttúruverndarsinn- anum Söru Snow getum við dregið úr losun koldíoxíðs (CO2) með því að stytta daglega hárblásaranotkun um fimm mínútur. Heitur blástur- inn skemmir líka frumur í hárinu og veldur því að endarnir klofna. Sameinumst í bíla Við getum rétt ímyndað okkur hvað við eyðum miklu bensíni árlega bara með því að koma okkur til og frá vinnu. Ef við fjölgum farþegum í hvern bíl getum við lækkað þá tölu um næstum helming. Nýttu þér tæknina Ef þú mögulega getur reyndu þá að vinna heiman frá þér. Ef þú keyrir ekki daglega í vinnu spararðu mik- ið útstreymi koldíoxíðs (CO2). Hver myndi líka ekki velja náttfötin fram yfir pils og háa hæla? Ein rannsókn gefur til kynna að líkurnar á hjarta- áfalli minnka eftir því sem þú eyðir styttri tíma í umferðinni. Helmingaðu sjónvarpsglápið Flatskjárinn þinn er hungrað orku- skrímsli. Ísskápurinn og uppþvotta- vélin einu heimilistækin sem krefj- ast meiri orku en sjónvarpið. Með því að taka tækin úr sambandi þegar þau eru ekki í noktun geturðu lækk- að rafmagnsreikninginn um allt að 8%. Samkvæmt rannsókn brenna þeir sem horfa helmingi minna á sjónvarpið 119 fleiri kalóríum á dag en hinir. Keyrðu hægar Með því að aka á löglegum hraða eyðirðu 14% minna bensíni en ef þú ekur alltaf 10 km yfir hámarkshraða samkvæmt prófi Edmunds.com. Léttu á fætinum og minnkaðu í leið- inni líkurnar á slysi. Skrúfaðu niður hitann Samkvæmt handbókinni The Live Earth Global Warming Survival lækkar hitaveitureikningurinn um 4% ef þú lækkar alla ofna um 1 gráðu. Kaldara loft á heimilinu gefur þér líka góða ástæðu til að kúra hjá eig- inmanninum undir teppi. Fækkaðu skyndibitum Tilbúinn matur fyrir örbylgjuofna er oft margpakkaður í plast, bréfpoka og froðuplast sem á mörgum heim- ilum fer beint í ruslið. Samkvæmt The Live Earth Global Warming Survival handbókinni hefði það afar jákvæð áhrif á gróðurhúsaá- hrifin ef ein milljón manna henti 10% minna ruslið árlega. Óunninn kjötvara, fiskur, grænmeti og ávext- ir eru vanalega ekki innpökkuð jafn rækilega og tilbúni maturinn. Sam- kvæmt rannsókn í Ástralíu gerir hollari kosturinn þig líka hamingju- samari. Hleyptu sólinni inn Sólarljósið er ódýrasta ljósaperan og virkar einnig sem hinn besti ofn. Dragðu frá gluggum og hleyptu birt- unni inn. Sólarljós í morgunsárið kemur þér líka betur á fætur. TILEINKAÐU ÞÉR GRÆNNI LÍFSSTÍLGÓÐ RÁÐ FYRIR STEFNU- MÓTIÐ Á erlendum heimasíðum sem hjálpa konum við að hitta þann eina rétta er ýmislegt að finna. Á einni slíkri er farið yfir góð ráð áður en farið er á fyrsta stefnu- mótið. Að borða vel áður en lagt er af stað þykir góð hugmynd. Fáðu þér ávöxt eða samloku áður en þú leggur af stað svo þú eigir ekki á hættu að blóðsykurinn falli í miðri rómantíkinni. Annað gott ráð er að stilla á uppáhalds- útvarpsstöðina áður en lagt er í hann og hækka græjurnar í botn. Best er að syngja með til að losna við allt stress og feimni. Svo má ekki gleyma að leita að deitinu á google. Með örlitlum njósnum veistu meira út í hvað þú ert að æða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.