Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 31
VIÐTAL 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 31 Jóhannes Esra lést skyndilega af hjartaáfalli. Ári áður hafði hann skipt um tryggingarfélag, fært sig frá Vísi yfir í Vörð, þar sem hann taldi sig fá betri kjör. Trygg- ingamál voru honum alltaf hugleik- in og hann lagði mikla áherslu á að þau væru í lagi. Ef eitthvað kæmi fyr- ir vildi hann vera vel tryggður og sjá til þess að hvorki eiginkona hans né dóttir þeirra þyrfti að hafa fjárhags- áhyggjur ef hann félli frá. Frá því að Guðný Anna kynntist honum fyrst árið 1985 brýndi hann það alltaf fyr- ir öllum að passa vel upp á trygging- arnar. Það kom henni því verulega á óvart þegar hún fékk þær fregnir að líftryggingin dekkaði ekki hjartaáfall. „Hann hefði ekki skipt um trygging- arfélag ef hann hefði vitað að þetta væri ekki alveg pottþétt. Þeir Guðjón [Hjörleifsson, fulltrúi Varðar í Vest- mannaeyjum] voru vinir en ég veit ekki hvort það hafði einhver áhrif á ákvörðun hans. Vörður bauð upp á ódýrari tryggingar. Þetta er bara eitt- hvert klúður og ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja frá þessu,“ segir hún og dæsir. „Hann var líftryggður hjá VÍS í áraraðir og þegar hann skipti kom hann heim og sagðist vera kom- inn með líftryggingu sem gilti líka á ferðalögum og hvaðeina. Ég spurði hann hvort hún myndi líka duga ef hann fengi hjartaáfall og hann var pottþéttur á því. Hann taldi sig vera vel tryggðan hjá Verði. Ég spurði hvort hann þyrfti ekki að fara í lækn- isskoðun því það er yfirleitt þannig þegar fólk skiptir um tryggingarfé- lag en hann sagðist ekki þurfa þess. Ég veit ekki hvort hann fékk rangar upplýsingar eða hvað gerðist eigin- lega þarna niður frá.“ LOFAÐI AÐ PASSA DÓTTURINA Tryggingin kallaðist heimilistrygg- ing í frítímaslysi og þegar Guðný fór að skoða hvað það þýðir komst hún að því að ef bíll hefði ekið á Jóhann- es hefði líftryggingin dugað, en hún náði ekki yfir sjúkdóma eða líkam- lega kvilla. „Því þetta var innvortis. Það er það sem er að. Mér finnst eins og það sé verið að fara á bak við hann en það er sárast að hann geti ekki svarað sjálfur fyrir þetta. Við sem þekkjum hann vitum að hann hefði aldrei skilið okkur svona eftir.“ Guðný þekkti Jóhannes ansi vel en þau kynntust fyrst árið 1985 og voru saman í 22 ár og gengu í hjóna- band fyrir þremur árum. Jóhann- es átti fjögur börn fyrir og hún þrjú. Saman eiga þau eina dóttur, Írenu sem er núna nítján ára. „Við vorum nokkuð góð saman, þó að við lent- um auðvitað í einhverjum rússí- bana saman eins og gengur og gerist. Við vorum bara eins og hver önn- ur hjón,“ segir hún einlæg. Frá því að hún kynntist honum hafði hann verið með sín mál á hreinu, verið tryggður og greitt af sínum trygging- um. Hann var alltaf meðvitaður um að eitthvað gæti komið fyrir, það gæti kviknað í eða eitthvað slíkt. „Skömmu áður en hann dó fór hann yfir tryggingamálin með mér og sagði að ef eitthvað myndi koma fyrir hann væri hann það vel tryggð- ur að við ættum ekki að lenda í vand- ræðum. Hann tók það loforð af mér að passa vel upp á dóttur okkar og hjálpa henni að mennta sig og koma undir sig fótunum, eins og sjötta skilningarvitið hefði gert vart við sig.“ DRAUMURINN ÚTI Líftryggingin hljóðaði upp á fimm milljónir, en þar sem Guðný Anna er öryrki og þau voru að gera upp hús óttaðist Jóhannes að hún myndi lenda í fjárhagsvandræðum ef hún þyrfti að sjá fyrir sér ein. Sú varð líka raunin og nú er hún búin að missa húsið sem þau bjuggu í og voru að gera upp. „Ég flyt út úr húsinu í sum- ar og er bara að pakka niður,“ segir hún vonlítil. „Svo áttum við reyndar litla íbúð sem við keyptum fyrir þremur árum og var á mínu nafni. Ég ætlaði að fara í hana og þar sem það var ekkert sem ég gat gert til þess að bjarga húsinu var ég bara sátt við það. En eftir að hann dó og ég varð að fara að sjá fyr- ir mér ein hætti ég að geta borgað af henni þannig að ég er að missa hana líka. Ég berst í bökkum og get ekki verið að greiða af því sem ég veit að ég mun hvort eð er missa. Ég sé auðvitað eftir öllum þess- um árum sem við erum búin að eyða í að gera húsið okkar upp og svo sé ég að það var til einskis.“ Draumur- inn var að búa áfram í húsinu næstu árin, eða á meðan dóttir þeirra byggi enn heima, selja það svo og flytja í litlu íbúðina. Þau voru að vinna fram í tímann og búa í haginn fyrir fram- tíðina. Á GÖTUNNI Jóhannes var reyndar öryrki líka, var með fjórar tegundir af gigt og of háan blóðþrýsting en Guðný talar mikið um dugnað hans. „Hann var ofsa- lega duglegur maður, það má hann eiga. Daginn sem hann dó var hann hér utan á húsinu að smíða og uppi í stiga að mála. Hann gat aldrei set- ið kyrr.“ Hann hafði góðar tekjur frá lífeyr- issjóði og öðru slíku og þegar hann féll frá var ekkert í vanskilum. „Við höfðum það þokkalega gott fjárhags- lega. Við tókum lán til að gera húsið upp en vorum samt alveg í þokkaleg- um málum, þannig séð, þótt við gæt- um ekki leyft okkur mikið. En núna er ég að missa allt út af þessum lán- um. Ef ég hefði fengið líftrygginguna greidda hefði ég getað haldið litlu íbúðinni þó að hún hefði ekki dug- að fyrir húsinu líka. Ég hefði aldrei getað klárað það ein, það hefði bara gengið upp ef hann hefði haldið lífi. Bíllinn var á myntkörfuláni þannig að kannski hefði hann farið hvort eð er. En ég hefði haldið íbúð- inni ef ég hefði fengið líftrygginguna greidda út og kannski hefði ég getað bjargað bílnum líka. Ég væri allavega ekki á götunni, eins og sagt er.“ Guðný Anna er hálfur Færey- ingur og til stendur að fara á ættar- mót í Færeyjum í sumar og vera þar í tvo mánuði. Hún kemur svo aftur heim til Íslands í ágúst og þá er óvíst hvort hún muni eiga sér samastað og hvar þá. „Ég veit ekki hvað ég geri. Ég þarf bara að byrja upp á nýtt ein- hvers staðar. Ég hugsa að ég fari til Reykjavíkur. Ég þarf að fá smá fjar- lægð og reyna að ná andlegu og lík- amlegu jafnvægi á ný. Ég þarf að fara að hugsa um sjálfa mig. Þetta er búið að vera rosalega erfitt, en tólf spora kerfið og fjölskyldan hafa bjargað mér.“ AFMÆLISGJÖFIN TEKIN Eftir áramótin fór dóttir þeirra hjóna suður í nám og leigir íbúð í Reykjavík með vinkonu sinni. „Hún er að basla, er í skóla fyrir hádegi og vinnur eft- ir hádegið til að sjá fyrir sér. Vegna fjárhagsörðugleika gat hún ekki farið í fullt nám. En henni fannst gott að fara burt frá þessu öllu saman á með- an hún er að reyna að jafna sig, hún missti náttúrulega pabba sinn og var bara unglingur þegar hann dó.“ Á sautján ára afmælinu sínu fékk hún ekki bara bílpróf heldur einn- ig bíl í afmælisgjöf frá föður sínum. Þar sem hún var of ung til að hægt væri að skrásetja bílinn á hennar nafn var bíllinn skráður á Jóhannes. Hann tók lán fyrir bílnum og Guðný var ábyrgðarmaður á láninu. „Dótt- ir okkar greiddi samviskusamlega af láninu fram að áramótum þegar það varð ljóst að hún myndi hvort eð er missa hann. Lánið lenti á mér þeg- ar pabbi hennar dó og bíllinn verð- ur tekinn upp í þrotabúið. Við reynd- um að koma því þannig fyrir að hún myndi taka lánið yfir og yrði skráður eigandi að bílnum, en það var ekki hægt. Um daginn var eitthvað verið að tala um það að hún gæti kannski keypt bílinn af þrotabúinu en hann er náttúrulega kominn í vanskil. Ég veit ekki hvernig þetta fer, en ég hefði getað reddað þessu fyrir hana ef ég hefði fengið líftrygginguna.“ ANNAÐ ÁFALL Eins og fyrr segir fékk Jóhann- es hjartaáfall í júlí árið 2009. Þá var hringt í Guðnýju og hún var beðin um að koma upp á spítala þar sem lífgunartilraunir fóru fram. „Frænka mín hringdi og bað mig um að koma eins fljótt og ég gæti. Ég fór upp eft- ir en áttaði mig ekki strax á því sem var að gerast. Ég fór svo með honum suður þegar hann var sendur þang- að með sjúkraflugi. Þegar þangað var komið fékk ég strax þau svör að lífslíkurnar væru litlar. Bjúgur hafði komið á heilann vegna súrefnis- skorts.“ Guðný Anna og börnin vörðu þremur sólarhringum með Jóhann- esi áður en yfir lauk. „Þetta var mjög erfiður tími, alveg ofsalega erfið- ur. Ég hugsaði ekkert út í framtíðina eða fjárhaginn því ég var mjög langt niðri. Ég var bara í einhverri þoku,“ segir hún og gerir stutt hlé á máli sínu. „Það var ekki fyrr en mér var bent á að tala við tryggingarfélagið sem ég gerði það. Þá var Guðjón að fara suður og var væntanlegur aftur eftir nokkra daga. Þegar hann kom aftur voru fréttirnar þær að líftrygg- ingin yrði ekki greidd út, því Jóhann- es hefði ekki verið nógu vel tryggður. Ég skildi aldrei neitt í þessu því hann taldi sig hafa mjög góðar tryggingar. Þetta var mjög óvænt. Svörin voru allt önnur en ég bjóst við. Í raun var þetta annað áfall.“ FORÐAST ILLDEILUR Guðný talaði nokkrum sinnum við tryggingarfélagið áður en mág- ur hennar, Georg Eiður Arnarsson, fór með málið til lögfræðings. Það breytti engu. „Mér er ekkert illa við Gauja, en hvað á ég að segja?“ spyr hún einlæg. „Ég vil ekki standa í úti- stöðum við neinn eða vera með skít- kast. Ég veit að þetta er mikið mál fyrir Guðjón og hans fjölskyldu. En ég er ekki sátt, því að ég veit að Jóhannes taldi sig vera hundrað pró- sent öruggan. Ég er ekki sátt við það ef Guðjón hefur klikkað á einhverju. Svona mistök eiga ekki að eiga sér stað.“ Hún hristir höfðuðið. „Núna segir Guðjón að hann hafi varað manninn minn við. Ég get auðvitað ekki spurt Jóhannes að því, hann er dáinn og getur ekki svarað fyrir sig. Á meðan hann var á lífi tal- aði hann um hvað sem var við hvern sem var og þar á meðal um þetta og hann taldi sig vera með sín mál á hreinu. En það var greinilega eitt- hvað að, ég veit ekki hvort hann vann sína vinnu eins og hann átti að gera. En fólk verður að passa sig á þessu. Það eru kannski fleiri í sömu spor- um. Ég er búin að missa allt. Mér þykir þetta ofsalega óréttlátt en sárast er að Jóhannes geti ekki svarað fyrir sig. Ég veit bara hvað maðurinn minn sagði við mig.“ STENDUR FYRIR SÖFNUN Guðný er búin að gefa það alveg upp á bátinn að fá nokkuð út úr trygging- arfélaginu. „Í síðasta bréfi sem við fengum frá tryggingarfélaginu var ýjað að því að nafn Jóhannesar yrði dregið niður í svaðið ef málið færi lengra. Ég vil það ekki. Þar fyrir utan geta svona mál tekið mörg ár. Ég er orðin þreytt, örþreytt. Ég er búin að vera í sorgarferli og er enn að jafna mig. Óvissan varðandi framtíð- ina veldur einnig óöryggi. Ég er eig- inlega dofin fyrir þessu öllu saman og hálfutangátta. Ég varð fyrir áfalli en fjölskyldan stendur þétt við bak- ið á mér.“ Þess má geta að Georg Eiður hef- ur sett af stað söfnun fyrir Guðnýju og hvatt fólk til þess að styðja hana á þessum erfiðu tímum. „Georg er maður sem lætur ekki vaða yfir sig. Hann er með svo sterka réttlætis- kennd að hann getur ekki horft upp á það þegar illa er farið með fólk. Söfnunin kom mér mjög á óvart en hún hjálpar mér kannski að standa í lappirnar aftur. En honum og öðr- um sem hafa staðið þétt við bakið á mér, vinum og vandamönnum, vil ég þakka og geri það hér með. Ég veit ekki hvar ég væri án þeirra.“ EKKERT HÆGT AÐ SANNA Georg Eiður Arnarsson er mágur Guðnýjar Önnu Tórshamar og hef- ur stutt dyggilega við bakið á henni. Hann bloggaði um málið og setti af stað söfnun. Aðspurður segir hann að tryggingamálinu sé lokið. Þau hafi gefist upp eftir að þeim var gert það ljóst að þau myndu ekki ná sínu fram. „Guðjón Hjörleifsson segir að hann hafi eindregið ráðlagt Jóhannesi Esra frá því að segja upp líftryggingunni hjá VÍS. En samt gerði Jóhannes Esra það. Svo sagði hann okkur öllum það að hann væri gríðarlega ánægður með að vera kominn til hans Guðjóns, því Guðjón myndi sjá til þess að Guð- ný fengi eitthvað greitt ef eitthvað kæmi fyrir hann. Svo líða sjö til átta mánuðir áður en Jóhannes deyr og ekkjan fær ekki neitt. Vandamálið er bara það að af því að Jóhannes er farinn þá getum við ekkert sann- að. Guðjón einn veit allan sannleik- ann, þetta mál er auðvitað byggt á tveggja manna tali. En Jóhannes Esra var mjög sannsögull maður, ég stóð hann aldrei að því að segja mér ósatt. Og hann hafði miklar væntingar til þess að vinur hans til margra áratuga myndi sjá um Guð- nýju Önnu ef eitthvað kæmi fyrir hann og færði tryggingarnar þess vegna frá VÍS til Varðar. Enda hef- ur Guðjón oft hjálpað Jóhannesi í gegnum tíðina og Jóhannes treysti honum. Seinna hef ég fengið þau svör að maður á þessum aldri og með þessa sjúkdómasögu hefði aldrei fengið líftryggingu og þess vegna skil ég ekki af hverju Jóhannes sagði tryggingunni hjá VÍS upp. Það er í sjálfu sér rétt að maðurinn var ekki með líftryggingu. En hann var með heimilistryggingu með frítíma- vernd. Þannig að ég leitaði til Guðjóns og bað hann um að gera það að verkum að Guðný fengi smábætur til að komast yfir versta hjallann. Jó- hannes hélt að Guðný myndi fá 5,4 milljónir en hún fær ekkert. En það er rétt að taka það fram að þetta mál snýst ekki á nokkurn hátt um Guð- jón, ég hef alltaf kunnað ágætlega við hann. Þetta mál snýst um Jó- hannes Esra og ekkjuna. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Guðjón túlk- ar þetta mál öðruvísi en við og hefur sinn sannleika. Að öllum líkindum lofaði Guðjón Jóhannesi einhverju sem hann getur ekki eða vill ekki standa við. Þetta er vont mál og erfitt, óþægilegt fyrir alla, en málið er að sjálfsögðu verst fyrir ekkjuna því hún situr í súpunni. Þess vegna er mikilvægast að einbeita sér að þessari söfnun núna og reyna að fá smá stuðning í gegnum hana.“ VIÐBRÖGÐ VARÐAR Guðjón Hjörleifsson, sem rekur tryggingarfélagið Vörð í Vestmanna- eyjum, neitaði að tjá sig um málið þegar leitað var eftir viðbrögðum frá honum og vísaði á lögfræðinga Varð- ar. Þar kom fram að vegna persónu- verndar væri Verði óheimilt að fjalla um einstök mál en starfsmenn Varð- ar gætu aldrei ráðlagt fólki á sextugs- aldri að segja upp líftryggingu. Það er ekki hægt að taka líftryggingu eftir sextugt og þegar fólk er farið að nálg- ast sextugt og hefur sjúkdómasögu er það nánast ómögulegt líka. Heim- ilistrygging með frítímavernd gæti aldrei dekkað sjúkdóma eða heilsu- farskvilla. ingibjorg@dv.is Mér finnst eins og það sé verið að fara á bak við hann en það er sárast að hann geti ekki svarað sjálfur fyr- ir þetta. Ég spurði hann hvort hún myndi líka duga ef hann fengi hjartaáfall og hann var pott- þéttur á því. Hann taldi sig vera vel tryggðan hjá Verði. Guðjón Hjörleifsson Fulltrúi Varðar í Vestmannaeyjum vill ekki tjá sig um málið en hann hjálpaði Jóhannesi Esra oft í gegnum tíðina og voru þeir vinir í áratugi. Á leið á götuna Eftir fráfall eiginmannsins varð Guðný Anna gjaldþrota og missti bæði hús, íbúð og bíl. Hún er nú að pakka eigum sínum niður og í sumar flytur hún úr húsinu sem þau hjónin voru búin að eyða orku og tíma í að gera upp. Dóttir hennar missir einnig bílinn sem faðir hennar gaf henni í afmælisgjöf. MYND ÓSKAR PÉTUR FRIÐGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.