Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Side 3
um Hraðbrautar hefur farið í að greiða
laun starfsmannanna en gengur og
gerist í öðrum skólum. Eftir því sem
DV kemst næst fara að öllu jöfnu um
og yfir 80 prósent af tekjum mennta-
skóla í landinu í að greiða laun starfs-
manna en í tilfelli Hraðbrautar er
þessi tala á milli 30 og 40 prósent.
Starfsmönnum sambandsins mun
hafa þótt þetta skrítið.
Þegar sambandið og menntamála-
ráðneytið áttuðu sig á þessu höfðu
þeir samband við Ólaf og báðu hann
um að skýra mál sitt.
Menntamálaráðuneytið sendi Ól-
afi bréf þann 6. maí síðastliðinn þar
sem hann var spurður hvort hann
hefði lagst gegn því að kennarar skól-
ans gengju í sambandið og var hann
beðinn að senda ráðuneytinu ljósrit af
ráðningarsamningum tveggja kenn-
ara sem sagt hafði verið upp störfum.
Í bréfinu kemur fram að kennararn-
ir hafi lýst því yfir við ráðuneytið að
þeir hefðu ekki fengið laun samkvæmt
kjarasamningum. Í lok bréfsins var
tekið fram að svör Ólafs og viðbrögð
við bréfinu gætu haft áhrif á það hvort
samstarfssamningur ráðuneytisins og
skólans yrði endurnýjaður þegar hann
rennur út í lok þessa árs.
Ekki var áhugi fyrir
gerð kjarasamnings
Í svarbréfi til Kennarasambandsins
þann 21. maí síðastliðinn sagði Ólaf-
ur að hann væri reiðubúinn að skrifa
undir umsókn kennara skólans að
sambandinu en að í því fælist þó ekki
að Hraðbraut myndi greiða þeim laun
samkvæmt kjarasamningnum. Orð-
rétt sagði Ólafur: „Í þessu [að kjara-
samningar Kennarasambandsins
séu ekki bindandi þó að kennarar til-
tekins skóla séu í sambandinu, inn-
skot blaðamanns] felst engin afstaða
til félagsaðildar hlutaðeigandi starfs-
manna heldur eingöngu ábending
um að starfsmenn geti ekki einhliða
breytt persónubundnum launakjör-
um sínum. Skólinn telur sig greiða
góð og samkeppnishæf laun og lítur
vissulega í því sambandi til launakjara
í opinberum framhaldsskólum. Laun-
in hafa hins vegar verið aðlöguð að
starfsemi og sérstöðu Menntaskólans
Hraðbrautar.“
Í lok bréfsins lýsti Ólafur því yfir
að hann væri reiðubúinn að ganga til
viðræðna við Kennarasambandið um
kaup og kjör þeirra kennara skólans
sem væru í sambandinu. Ólafur sagði
hins vegar ekki að hann myndi greiða
kennurum skólans laun samkvæmt
kjarasamningum.
Elna Katrín Jónsdóttir, varafor-
maður Kennarasambandsins, segir að
starfsmenn sambandsins hafi fundað
einu sinni með Ólafi H. Johnson frá því
að umrædd bréfaskipti áttu sér stað.
„Kennarar í Hraðbraut hafa óskað
eftir að gerast félagsmenn og höfum
við tekið þá inn í Kennarasamband-
ið. Samhliða höfum við óskað eftir
kjarasamningsgerð við skólastjórann
þar sem þetta er eini menntaskólinn
sem er starfandi sem ekki hefur kjara-
samning við Kennarasambandið. Það
eru fleiri einkareknir menntaskólar í
landinu en þeir eru með samning við
sambandið,“ segir Elna en fundurinn
með Ólafi fór fram í síðustu viku. Elna
segir of snemmt að segja til um hver
niðurstaðan í samningaviðræðunum
við Ólaf verði.
Aðspurð hvort hún viti af hverju
ekki var gerður kjarasamningur við
Hraðbraut þegar skólinn var stofnað-
ur árið 2003 segir Elna að ekki hafi ver-
ið vilji fyrir því hjá stjórnendum skól-
ans að gera slíkan samning. „Þegar
þessi skóli hóf störf óskuðum við eft-
ir fundi með forsvarsmönnum skól-
ans til að gera kjarasamning við hann.
Það var hins vegar ekki áhugi fyrir því
þá af hálfu skólans. Svo bara lá mál-
ið þangað til kennarar skólans höfðu
samband og vildu breytt ástand hvað
þetta varðar.“
Elna segist ekki vilja fullyrða að
kennarar skólans hafi verið undir-
borgaðir en segir þó að margt bendi til
þess að launakjör þeirra standist ekki
það sem kallist lágmarkskjör. Elna
segir aðspurð að fyrir liggi grunur um
að launakjör þeirra hafi verið lægri en
þau hefðu átt að vera. „Okkur finnst
ýmislegt benda til þess að launakjör
kennara skólans standist ekki það
sem kallast lágmarkskjör. Lágmarks-
kjör snúast ekki bara um launatölur
heldur líka um ýmislegt sem vinnu-
veitendur greiða í ýmsa sjóði, svo sem
menntunarsjóð, orlofssjóð, sjúkrasjóð
og fleira slíkt,“ segir Elna en reikna má
með að viðræðurnar um kjarasamn-
ingana muni halda áfram á næstunni.
Ríkisendurskoðun sett í málið
Heimildir DV herma jafnframt að
starfsmenn menntamálaráðuneyt-
isins hafi fundað með Ólafi fyrir
skömmu. Þar mun Ólafi meðal ann-
ars hafa verið tjáð að til stæði að senda
málefni skólans til Ríkisendurskoð-
unar. Menntaskólinn Hraðbraut fær
styrk frá íslenska ríkinu vegna samn-
ings sem gerður var við menntamála-
ráðuneytið í maí 2007 en sá samning-
ur gildir til loka þessa árs. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamála-
ráðherra og Árni Mathiesen fjármála-
ráðherra skrifuðu undir þann samn-
ing fyrir hönd þáverandi ríkisstjórnar.
Sá samningur var endurnýjun
á öðrum samningi sem gerður var
við Hraðbraut og Ólaf Johnson árið
2003, í ráðherratíð Björns Bjarnason-
ar í menntamálaráðuneytinu. Líkt og
greint er frá hér í greininni segir Björn
sjálfur að hann hafi hvatt til þess að
samið yrði við Ólaf og jafnframt að
hann fengi fjárveitingu á fjárlögum.
Fyrstu fjárframlög íslenska ríkisins til
skólans komu svo þetta sama ár þegar
55 milljónir runnu til hans.
Samningurinn sem Þorgerður og
Árni undirrituðu árið 2007 rennur út í
lok þessa árs. Heimildir DV herma að
ekki sé vilji fyrir því af hálfu mennta-
málaráðuneytisins að endurnýja
samninginn við Ólaf og Hraðbraut.
Því má reikna með að stutt sé þar til
starfsemi skólans verði lögð niður þar
sem mikill meirihluti tekna hans kem-
ur frá hinu opinbera.
Ólafur Johnson segir að unnið sé
að því að endurnýja samstarfssamn-
inginn við ráðuneytið. Hann segist
ekki eiga von á öðru en að samning-
urinn verði endurnýjaður. „Þetta er í
eðlilegum farvegi til þess að gera. Ég á
ekki von á öðru en að samstarfssamn-
ingurinn verði endurnýjaður. Þetta er
búið að ganga ákaflega vel hjá okkur,“
segir Ólafur og bætir því við að kostn-
aður ríkisins vegna hvers nemanda í
Hraðbraut sé miklu minni en í öðrum
framhaldsskólum. „Þetta er langhag-
kvæmasti framhaldsskólinn fyrir rík-
ið,“ segir hann.
Ríkisendurskoðun mun svo á
næstunni væntanlega fara ofan í
saumana á starfsemi skólans en sam-
kvæmt samningi menntamálaráðu-
neytisins og Hraðbrautar var það í
verkahring menntamálaráðuneytisins
og Ríkisendurskoðunar að hafa eftirlit
með skólanum. Í samningnum segir
meðal annars: „Um eftirlit Ríkisend-
urskoðunar með verkefninu fer sam-
kvæmt lögum nr. 86/1997,“ en jafn-
framt er tekið fram að ráðuneytið hafi
heimild til að kanna aðstæður í skól-
anum og eigi að fá óheftan aðgang að
upplýsingum um skólann. Af athug-
un DV á fjármálum skólans og launa-
greiðslum frá skólanum til kennara
er fátt sem bendir til þetta eftirlit hafi
verið mjög mikið eða nákvæmt á síð-
ustu árum.
Aðspurður segir Ólafur að hann
kvíði ekki athugun Ríkisendurskoð-
unar á starfsemi skólans. „Það verður
bara tíminn að leiða í ljós. Það er nú
ekkert flóknara en það. Ég hef í raun-
inni enga sérstaka skoðun á því,“ segir
Ólafur og bætir því við að Ríkisendur-
skoðun hafi heimild til þess að kanna
starfsemi skólans samkvæmt samn-
ingnum við menntamálaráðuneytið
og að honum finnist ekki óeðlilegt að
stofnunin nýti sér þann rétt.
mánudagur 28. júní 2010 fréttir 3
TÓK SÉR TUGI MILLJÓNA Í ARÐ
Rannsaka skólann Menntamálaráðu-
neyti Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið
fjölmargar kvartanir vegna Menntaskól-
ans Hraðbrautar.
Hefur tekið tugmilljónir í arð
Ólafur H. Johnson, skólastjóri og
eigandi Menntaskólans Hraðbrautar,
hefur tekið tugi milljóna út úr
skólanum í formi arðs og lána.
n Eftirfarandi textabrot er að finna á heimasíðu BjöRns
BjaRnasonaR, bjorn.is. Brotin sýna fram á hvernig hann
kom að stofnun Menntaskólans Hraðbrautar þegar hann var
menntamálaráðherra. Björn segir hér að hann hafi hvatt til
þess að samið yrði við Ólaf og auk þess var það Björn sem
lagði það til að Ólafi yrði úthlutað fé á fjárlögum. Því má
segja að Björn Bjarnason hafi verið sá menntamálaráðherra
sem var á bak við skólann og jafnframt sá sem tryggði
honum opinbera fjárveitingu.
„Raunar er ætlunin að í haust komi Hraðbraut til sögunnar,
tveggja ára skóli til stúdentsprófs. Ólafur H. Johnson vann
að undirbúningi skólans í tíð minni sem menntamálaráðherra og þegar ég gerði
fyrst tillögu um það í fjárlagafrumvarpi, að ætlað yrði fé til skólans, reis samfylk-
ingarfólk upp á afturlappirnar af hneykslan og taldi annað brýnna við fjármunina
að gera. Þess vegna er grátbroslegt að lesa þetta í grein í Morgunblaðinu eftir
Björgvin G. Sigurðsson, nýkjörinn þingmann Samfylkingarinnar, sem segir 10. júní
síðastliðinn: „Það hefur skort á viljann til verka og framsækni af hálfu stjórnvalda.
Hraðbrautin mun að sjálfsögðu ýta við stjórnvöldum menntamála í landinu og
innan tíðar verður trúlega boðið upp á hraðferð til stúdentsprófs í nokkrum
framhaldsskólum landsins.“ 15.07. 2003, bjorn.is
„Samhliða því sem að þessu var unnið hvatti ég til þess, að samið yrði við Ólaf H.
Johnson, sem vildi stofna einkarekinn 2ja ára framhaldsskóla, Hraðbraut, en hann
tók einmitt til starfa nú í haust og byggist kennsla þar að sjálfsögðu á námskrá
framhaldsskólanna, sem þar er sniðin að tveggja ára námi til stúdentsprófs. Á
alþingi snerist Samfylkingin að sjálfsögðu gegn hugmyndum um Hraðbrautina,
þegar þær voru fyrst kynntar, eins og vinstrisinnar snúast jafnan gegn því að
einkaaðilar fái að láta að sér kveða í skólastarfi.“
5.10. 2003, BjoRn.is
Björn Bjarnason á bak við Hraðbraut
Búa vel í Garðabænum Ólafur og Borghildur búa í þessu tæplega 360 fermetra
einbýlishúsi við Hegranes í Garðabæ. Þau keyptu húsið árið 2003, sama ár og
Hraðbraut var opnuð. Hjónin eiga sömuleiðis hús á Flórída þar sem þau dvelja í
nokkra mánuði á ári.