Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Side 6
6 fréttir 28. júní 2010 mánudagur
Eignaleigufyrirtækið SP Fjármögnun
hefur fellt niður tvær málsóknir á
hendur skuldurum félagsins. Málin
voru á dagskrá Héraðsdóms Reykja-
víkur en lögmaður SP Fjármögnun-
ar ákvað að fella málin niður á föstu-
daginn eftir að Hæstiréttur Íslands
kvað upp dóm sinn um að erlend
gegnistryggð lán væru ólögleg. Sam-
kvæmt upplýsingum snérust málin
tvö sem voru fyrir dómstólum um
gegnistryggða lánasamninga. Um
var að ræða bílalánasamninga og
rekstrarleigusamninga vegna geng-
istryggðra lána. Búast má við því að
önnur sambærileg mál fyrir dóm-
stólum verði látin niður falla, hafi
þau nú ekki þegar verið látin falla
niður.
Eignaleigufyrirtæki á borð við SP
Fjármögnun, Avant og Lýsingu eiga
í vök að verjast vegna dóms Hæsta-
réttar og mikil óvissa hefur skap-
ast um framtíð félaganna enda ligg-
ur fyrir að þau hafi síðustu misseri
rukkað fjölmarga lántakendur sem
skulduðu gengistryggð lán um allt
of háar upphæðir. Þá hafa fjölmarg-
ir lántakendur sætt vörslusviptingu
sem gátu ekki staðið í skilum eftir að
lánin ruku upp.
Fram hefur komið að lögmenn og
fulltrúar Lýsingar reyndu alveg þar til
daginn áður en dómur Hæstaréttar
féll að beita vörslusviptingu á lántak-
endur sem gátu ekki staðið í skilum.
valgeir@dv.is
Eignaleigufyrirtækið SP Fjármögnun hættir við fyrir dómstólum:
Fella niður málsóknir
Héraðsdómur Reykjavíkur
SP Fjármögnun felldi niður
málsóknir á hendur lántakendum.
„Þau eru bara að selja alls konar
dót, föt, kökur og margt fleira. Það
eru einhverjar mömmur búnar að
vera að baka og jafnvel poppa og svo
er þetta allt selt í búðunum,“ seg-
ir Gunnhildur Guðnadóttir, móðir
Þuríðar Guðrúnar, sjö ára, sem er
einn af verslunarstjórum hverfis-
búðarinnar í Leirvogstungu. Mikil
samstaða ríkir um reksturinn og
krakkarnir segjast allir stjórna jafnt.
„Ein mamman hér í hverfinu, Ragn-
heiður, hjálpaði syni sínum Kristjáni
að setja á laggirnar búð. Þeim fannst
vanta búð í hverfið. Síðan bættust
fleiri í hópinn og nú segjast þau öll
stjórna þessu saman,“ segir Gunn-
hildur.
Hugsa bara um búðina
Leirvogstunga er nýlegt hverfi rétt
utan við Mosfellsbæ og er því að
sögn Gunnhildar allt frekar hrátt í
hverfinu. Lítið sé um að vera fyrir
krakkana og langt að fara í næstu
búð þar sem samgöngur séu ekki
með besta móti, enn sem komið
er. „Krakkarnir verða bara að finna
sér eitthvað að gera og það gerðu
þeir. Þeim finnst þetta alveg rosa-
lega spennandi og það er erfitt að fá
þau til að gera eitthvað annað. Þau
vilja varla fara í sund eða gera neitt
annað því rekstur búðarinnar á hug
þeirra allan. Ég hugsa að það verði
ekki margir krakkar sem fari á sum-
arnámskeið í sumar,“ segir Gunn-
hildur kímin.
Hlaupa á eftir bílum
Þar sem það er ekki mikil umferð
um hverfið er ekki um marga við-
skiptavini að ræða fyrir búðina. „En
þau hlaupa á eftir þeim bílum sem
koma og kalla: Opin búð! og lokka
þannig fólk í viðskipti. Þau þurfa
samt oft að bíða í nokkra klukku-
tíma eftir bílum,“ segir Gunnhildur
og hlær. Það hefur þó ákveðna kosti
fyrir viðskiptin í hverfisbúðinni að
hún sé staðsett í nýbyggðu hverfi.
„Hér er mikið af vinnumönnum og
þeir eru stór partur af viðskiptavin-
unum ásamt foreldrum, ömmum,
öfum, frænkum og fleirum.“
Komin samkeppni
Velgengni búðanna hefur spurst
út og nú er komin samkeppni neð-
ar í götunni. Þar hafa önnur börn
í hverfinu stofnað búð og því nóg
um að vera í Leirvogstungu. „Ein-
um pabbanum varð það nú að orði
að þetta væri dálítið sér-íslenskt.
Það er byggður einn kofi fyrir búð
og daginn eftir er kominn annar við
hliðina án þess að vita hvort við-
skiptin gangi vel. Síðan nokkrum
dögum seinna er komin enn ein
búð neðar í götuna,“ segir Gunn-
hildur hlæjandi.
Krakkarnir hafa ákveðið að gefa
allan ágóða af sölunni til styrktar
bágstöddum. Það er þó ekki alveg
komið á hreint enn þá hvaða mál-
efni verður fyrir valinu en Gunn-
hildur segir krakkana vilja styrkja
fátæka.
BÖRN OPNUÐU BÚÐ
Í LEIRVOGSTUNGU
Krakkarnir í Leirvogstungu í Mosfellsbæ deyja ekki ráðalausir þó að lítið sé um að
vera í hverfinu hjá þeim. Þeir opnuðu búð á dögunum þar sem þeir selja allt frá heima-
bökuðum kræsingum til gamalla leikfanga. Hugmyndin að búðinni kom frá einni
mömmunni í hverfinu sem hjálpaði syni sínum að byggja búðina.
Þeim finnst þetta alveg rosa-
lega spennandi og það
er erfitt að fá þau til að
gera eitthvað annað.
viKtoRía HeRmannsdóttiR
blaðamaður skrifar: viktoria@dv.is
Leiðrétting
Í frétt í helgarblaði DV um rann-
sókn lögreglu á líkamsárás að-
faranótt þjóðhátíðardagsins 17.
júní var faðir fórnarlambsins
rangfeðraður. DV ræddi þar við
hæstaréttarlögmanninn Kristján
Stefánsson en í fréttinni var hann
sagður vera Eiríksson. Beðist er
velvirðingar á þessu.
Ofurhlaupari styrk-
ir söfnunarátak
Á þriðjudag mun Gunnlaugur Júlí-
usson ofurhlaupari afhenda söfnun-
arátakinu Á rás fyrir Grensás, sem
Edda Heiðrún Backman leikkona
átti frumkvæðið að undir merkjum
Hollvina Grensásdeildar, 300 þús-
und króna afrakstur af sölu bókar
sinnar, Að sigra sjálfan sig, sem Vest-
firska forlagið gaf út. Þetta er í ann-
að sinn sem Gunnlaugur styður við
söfnunarátakið.
Svarar fyrir sig
Guðmundur Týr Þórarinsson, for-
stöðumaður Götusmiðjunnar, skýtur
föstum skotum að forstjóra Barna-
verndarstofu í yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér á sunnudag, í kjölfar
þess að Götusmiðjan var rýmd á
dögunum. „Það er óþolandi að sitja
undir ásökunum embættismanna
og valdníðslu þeirra með þeim hætti
sem ég hef þurft að þola frá hendi
Braga Guðbrandssonar. Bragi hef-
ur tekið að sér að rannsaka málið,
dæma í því og ákvarða refsingu. Þetta
samræmist illa nútíma stjórnsýslu.“
Bjargar
mannslífum
PRIMEDIC hjartastuðtækið
• Ávallt tilbúið til notkunar
• Einfalt og öruggt
• Einn aðgerðarhnappur
• Lithium rafhlaða
• Íslenskt tal
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
duglegir krakkar Það þarf ekki
að vera lítið um að vera í hverfinu
ef krakkarnir hafa ímyndunaraflið
og sköpunargáfuna í lagi.
mynd RóbeRt Reynisson