Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Qupperneq 7
mánudagur 28. júní 2010 fréttir 7 Guðmundur Andri Skúlason, tals- maður Samtaka lánþega, segir það bera ágætan vitnisburð um hugs- unarleysi í þeim ákvörðunum sem stjórnvöld tóku í kjölfar bankahruns- ins árið 2008 að tveimur árum síðar hafi fyrst verið samþykkt lög um um- boðsmann skuldara. Viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Landsbankinn og Íslands- banki, hafa frá bankahruninu í lok árs 2008 verið með umboðsmann við- skiptavina. Staðan var sett á laggirnar í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þangað hafa viðskiptavinir getað leitað telji þeir sig ekki hafa fengið réttláta með- ferð hjá bönkunum. Í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar sagði að umboðsmaður viðskiptavina skyldi gæta þess að við- komandi banki mismunaði ekki við- skiptavinum með óeðlilegum hætti og að endurskipulagning fyrirtækja yrði gegnsæ. Í yfirlýsingunni er tekið fram að umboðsmaður skuli vera óháður og að hann eigi að horfa á mál með aug- um viðskiptavinanna. Hann getur síð- an skotið ágreiningsefnum til stjórn- ar bankans. Það skýtur hins vegar skökku við að umboðsmaðurinn sjálf- ur er skipaður af stjórn bankans. Landsbankinn með flest mál Þau mál sem viðskiptavinir við- skiptabankanna hafa skotið til um- boðsmanna þeirra frá ársbyrjun 2009 nema hundruðum. Hjá Lands- bankanum hafa flest mál verið tekin til skoðunar, eða 485. Fæst mál hafa komið til kasta Arion banka, eða 184. Hjá Íslandsbanka er talið að þau séu 270. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka tengjast flest þeirra mála sem fá sérstaka skoðun þeim lausnum sem bankinn býður upp á. Í nokkrum málanna sætti viðskiptavinur sig ekki við þær lausnir sem voru í boði og gerði kröfu um frekari lausnir. Í örfá- um tilvikum hafi viðskiptavinur talið að brotið hefði verið á sér í samskipt- um við bankann. Guðmundur Andri segist hafa fengið tugi mála inn á sitt borð þar sem viðskiptavinir bankanna telji sig hafa verið beitta órétti. Hann segist ekki vita til þess að einhver þeirra við- skiptavina hafi fengið úrlausn sinna mála hjá umboðsmönnum viðskipta- vina. Hann segir ljóst að umboðs- maður viðskiptavina geti ekki ver- ið óháður ráðgjafi þar sem hann sé starfsmaður bankanna. Hann segir furðulegt að embætti Umboðsmanns skuldara hafi verið komið á laggirnar svo löngu eftir að umboðsmenn við- skiptavina tóku til starfa. Anna Margrét Guðjónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi á fimmtudag að mikilvægt væri að Umboðsmaður skuldara hefði þjónustu á landsbyggðinni eins og á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði töl- ur yfir þá sem leituðu þjónustu Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna sýna fram á að íbúar landsbyggðar- innar leituðu frekar til bankanna til að leysa úr sínum vanda. Undir þetta tekur Guðmundur Andri en tekur að sama skapi fram að á landsbyggðinni sé bankaþjónusta persónulegri og því oft eðlilegra að leita fyrst þangað frek- ar en til óþekkts embættismanns. „Ef bankastjórinn er óvinur þinn er hins vegar gott að eiga hauk í horni,“ segir Guðmundur Andri. Starfsemin þarf ekki að skarast Brynhildur Georgsdóttir, umboðs- maður viðskiptavina hjá Arion banka, segir að stofnun embætt- is Umboðsmanns skuldara sé góð viðbót fyrir skuldara. Hún þurfi ekki endilega að stangast á við starf umboðsmanna bankanna. „Ég sé þannig fyrir mér að umboðsmenn bankanna geti átt gott samstarf við umboðsmann skuldara. Arion banki styrkti nýlega hlutverk umboðs- manns innan bankans þegar ég fékk liðsauka við að skoða mál einstak- linga. Þetta er fyrrverandi útibús- stjóri með afar gagnlega reynslu. Hann hefur komið mjög sterkur inn í að miðla málum milli viðskipta- vina og útibúa. Eftir sem áður verð- ur mikilvægt að umboðsmaður við- skiptavina styðji við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja,“ seg- ir Brynhildur. Lög um umboðsmann skuldara eru samþykkt tveimur árum eftir að umboðsmenn viðskiptavina tóku til starfa hjá bönkunum í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Frá ársbyrjun 2009 hafa þeir tekið við hátt í þúsund málum. Guðmundur Andri Skúlason, tals- maður Samtaka lánþega, segir þetta sýna fram á hugsunarleysi stjórn- valda í kjölfar bankahrunsins. BANKARNIR TEKNIR FRAM FYRIR FÓLKIÐ Fjöldi mála sem einstaklingar hafa vísað til umboðsmanns bankanna Arion banki Landsbankinn 2009 57 141 2010 85 96 Fjöldi mála sem fyrirtæki hafa vísað til umboðsmanns bankanna Flest mál hjá landsbankum * Flokkaður fjöldi mála liggur ekki fyrir hjá Íslandsbanka Arion banki Landsbankinn 2009 28 32 2010 14 9 RóbeRt HLynuR bALduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is umboðsmenn bankanna ekki óháðir ráðgjafar Guðmundur Andri Skúlason efast um að viðskiptavinir fái óháða meðferð hjá umboðsmönnum bankanna. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra hefur óskað eftir því að yfir- stjórn Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins kanni hvort opna megi aftur síðdegisvaktir á að minnsta kosti sex heilsugæslustöðvum í sum- ar. DV hefur heimildir fyrir því að nú sé uppi fótur og fit hjá heilsugæsl- unni vegna þessa. Þegar hafi verið gert ráð fyrir sumarlokuninni í or- lofi starfsfólks og að fáir starfsmenn hafi verið ráðnir inn í sumar miðað við það sem áður hefur verið. Ekki sé vitað hvernig brugðist verði við stöð- unni sem upp er komin. Síðdegisvöktunum var lokað þann 16. júní í sparnaðarskyni. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi sjúklinga hefur þurft að leita lækn- isþjónustu annars staðar, eins og hjá Læknavaktinni í Kópavogi eða á bráðamóttöku Landspítalans. Fleiri en 7.800 manns sóttu síðdegisvakt- ina þetta sama tímabil í fyrra. Heilsugæslan áætlaði að spara tuttugu og sjö milljónir króna með aðgerðinni. Samkvæmt kostnaðar- greiningu sem Álfheiður óskaði eftir á lokuninni er hins vegar áætlað að heildarsparnaður ríkisins vegna lok- unarinnar nemi aðeins örfáum millj- ónum króna. Þetta er vegna þess að lokunin eykur álag á öðrum sviðum. Álfheiður segist fyrst hafa frétt af lokun síðdegisvaktarinnar eftir frétt DV af málinu þann 14. júní. DV hef- ur hins vegar heimildir fyrir því að hún hafi verið spurð út í álit sitt á lokuninni á fundi með stjórnendum Heilsugæslunnar í Kríunesi þann 3. júní. Álfheiður segist ekki minnast þess að hafa verið spurð að því. Hún segist hafa gert ráð fyrir einhverjum samdrætti eins og vaninn hafi verið hjá heilsugæslunni yfir sumartím- ann. Hún hafi ekki átt von á því að heilsugæslan gripi til svo umfangs- mikilla aðgerða. „Það er alveg ljóst að þessar áætlanir voru kynntar í ráðuneytinu en þær komu ekki inn á mitt borð. Ég segi eins og satt og rétt er. Ég vissi ekki að grípa ætti til þess í fyrsta sinn að loka allri síðdegisþjón- ustu heilsugæslunnar á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Álfheiður. rhb@dv.is Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vill að síðdegisvaktir verði opnaðar aftur: Setur heilsugæsluna í uppnám takmarkaður sparnaður Áætlað er að lokun síðdegisvaktarinnar spari ríkinu aðeins nokkrar milljónir króna. Deilt um styttingu hringvegar Bæjarstjóri Blönduóss segir íbúa bæjarins alfarið á móti hugmyndum hóps sem vill stytta hringveginn um landið með því að færa hann fram hjá Blönduósi. Það myndi þýða að hringvegurinn styttist um 13,7 kíló- metra og myndi framkvæmd við nýj- an veg kosta um tvo milljarða króna. Frá þessu er sagt á Pressunni. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarð- ar hefur barist fyrir hugmyndinni um styttingu hringvegarins og segir félagið að styttingin skipti hagsmuni Norðurlands miklu máli. Borgarafundur í Iðnó Borgarafundur verður haldinn klukkan 20 á mánudagskvöld í Iðnó þar sem ræða á um afleiðingar ný- fallins hæstaréttardóms þar sem gengistryggð lán voru dæmd ólög- leg. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið boðið á fundinn auk for- stjóra Fjármálaeftirlitsins og fram- kvæmdastjóra Samtaka fjármála- fyrirtækja. Meðal fundargesta verða Lilja Mósesdóttir, alþingismaður Vinstri grænna, og Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega. Stuttar framsögur verða í upphafi, en síðan gefst fundargest- um í sal tækifæri á að koma með fyrirspurnir. Flokkurinn þarf mis- munandi sjónarmið Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ósátt við niðurstöðu landsfundar flokksins um að draga eigi til baka umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu. Jórunn fjallar um málið á heimasíðu sinni, þar sem hún segir: „Í stórum flokki (eins og Sjálfstæð- isflokkurinn var og á að vera) þurfa mismunandi sjónarmið að rúmast. Ég vil ekki og ætla ekki að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki rúmað sjónarmið sjálfstæðra Evrópusinna.“ Hannes heggur til baka Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, segir Þórlind Kjartans- son hafa verið mjög ósanngjarnan í ádeilu sinni á landsfund Sjálfstæð- isflokksins. Þórlindur fór hörðum orðum um fundinn í fréttum Stöðvar 2 um helgina. „Þórlindur stóð sig eflaust vel við að skipuleggja áróður í Bretlandi fyrir Icesave-reikning- unum, eins og hann var í fullu starfi við í Landsbankanum fyrir hrun. En þörf er fyrir öðruvísi vinnubrögð í stjórnmálaflokki en banka og Íslend- ingar eru ekki Bretar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.