Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Qupperneq 18
VANDRÆÐI JÓHÖNNU n Ríkisstjórnin er í hinum versta vanda vegna boðaðrar fyrningarleið- ar á aflaheimildum. Í stjórnarsátt- mála er skýrt að hefja skuli fyrn- ingu veiðiheim- ilda 1. septemb- er á þessu ári. Jóhanna reyndi í örvæntingu að hlaupa frá þessu ákvæði en á flokksráðsfundi gripu óbreyttir flokksmenn undir forystu Eiríks Stefánssonar, fyrrver- andi verkalýðsformanns, í taumana og komu henni aftur inn á sporið. Nú velta menn fyrir sér hvort Jóhanna finni nýja flóttaleið. EFAST UM BJÖRN VAL n Meðal þeirra sem sitja í nefnd stjórnarflokkanna sem á að útfæra sátt í sjávarútvegi er Björn Valur Gíslason, þing- maður VG og skipstjóri. Sam- fylkingarmenn vantreysta Birni Vali og telja hann leika tveim- ur skjöldum. Hann er í leyfi sem skipstjóri hjá Brimi, einu stærsta útgerðarfyr- irtæki landsins, en hefur jafnframt skroppið á sjóinn til að drýgja þing- mannslaunin. Telja menn fráleitt að hann ætli að láta gera veiðiheimildir vinnuveitanda síns upptækar. RANGAR UPPLÝSINGAR n Á vef Alþingis lýsir Björn Valur Gíslason fjárhagslegum hagsmun- um sínum og trúnaðarstörfum utan þings. Þar segist hann ekki gegna neinu launuðu starfi utan þingsins. Seinna í greinargerðinni segist hann vera í launalausu fríi frá útgerðar- risanum Brimi. Þar lætur hann þess ekki getið að hafa farið í afleysingar á frystitogara félagsins sem skipstjóri og haft milljónir upp úr krafsinu. GISSUR FÉKK NÓG n Sveiflan í morgunútvarpi Bylgj- unnar hefur breyst eftir að Sigur- jón M. Egilsson settist í stól Heimis Karlssonar sem er í sumarleyfi. Svo mjög að á föstudagsmorguninn var stjörnu þáttarins, Gissuri Sigurðs- syni, fréttamanni og gleðigjafa, nóg boðið og kvaddi þau Sigurjón og Sól- veigu Bergmann með þeim orðum að hann ætlaði út að hitta skemmti- legt fólk. Það munu vera um tvær vikur þar til Heimir snýr aftur og með honum hans gamla samstarfs- kona, Kolbrún Björnsdóttir. BJARNA ÓRÓTT n Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og einn helsti forsvarsmaður Vafnings, er ekki í rónni þessa dagana. Flest bendir til þess að almenningur tapi á endan- um milljónum á Sjóvá en Bjarni var einmitt aðili að því ásamt Werners- bræðrum að nota fjármuni félagsins í áhættuverkefni. Nú kann að stytt- ast í að skaðinn af bröltinu mynd- gerist og ábyrgð Bjarna verði ljós. Fram að þessu hefur hann reyndar skilgreint sig sem farþega fremur en geranda. Svarthöfði fylgdist með því af aðdáun um helgina hvernig um fjögur þúsund Íslend-ingar lýstu yfir stuðningi við Ómar Ragnarsson með því að skrá sig á stuðningssíðu sem var stofn- uð handa honum á Fésbókinni. Það var athafnamaðurinn Friðrik Weishappel sem stofnaði síðuna og er ætlunin að safna þúsund króna afmælisgjöfum frá fólki sem vill þakka Ómari fyrir vel unnin störf í þágu íslenskrar náttúru á löngum ferli sem náttúruunnandi og þús- undþjalasmiður. Kveikjan að áheitasöfnunina var viðtal við Ómar í helg-arblaði DV þar sem hann sagði frá því að hann væri stórskuldugur út af heimildarmynd- um sem hann hefði gert um íslenska náttúru. Nú væri svo komið að Ómar, sem verður sjötugur í september, ætti einfaldlega ekki fyrir þessum skuldum sem nema um 5 milljónum króna. Með einungis þúsund fleiri afmælisgjöfum ætti þjóðin því að geta skorið Ómar - þessa þjóðareign - úr snöru skulda og áhyggna. Viðtalið við Ómar var reynd-ar bara staðfesting á þeim sögum sem lengi höfðu gengið: Að eftir áratuga langt starf í eldlínunni og barátt- unni fyrir nátturu Íslands ætti Ómar Ragnarsson ekki annað en rétt svo lítið þak yfir höfuðið. Svart- höfði skilur vel af hverju söfnunin gengur svo vel því hjarta þjóðarinn- ar slær alltaf með Ómari og brölti hans, sama hvað er sem hann tekur sér fyrir hendur. Ómar er nefni- lega eins og Vigdís Finnbogadóttir, Hemmi Gunn og fleiri slíkir snill- ingar. Öllum þykir svo vænt um þetta fólk og öllum finnst að þeir eigi eitthvað í því og vilja því þess vegna svo vel. Íslendingar einfald- lega elska Ómar Ragnarsson. Á sama tíma og þessi gleði-tíðindi spurðust út og Ómar baðaði sig í lofi á Fésbókarsíðunni sem Friðrik hafði stofnað til að safna af- mælisgjöfunum - „Takk Ómar fyrir þá gleði og fróðleik sem þú hef- ur fært okkur Íslendingum :) sagði einn kvenkyns aðdáandi Ómars - byrjuðu spörkin frá hægri að dynja á afmælisbarn- inu tilvonandi af vefsíðu hægri öfgamannsins Friðbjörns Orra Ketilssonar, AMX. Friðbjörn greindi þá frá því að Ómar hefði stundað leyfislaust at-vinnuflug með ferða- menn yfir gosstöðvunum á Suðurlandi og að slíkt væri ólöglegt þar sem Ómar hefði ekki réttindi sem atvinnuflug- maður. Furðaði Friðbjörn sig á því að Ómar kæmist upp með slíka óhæfu í gróðaskyni og að lögreglan á Hvolsvelli ætti að grípa inn í. Ómar bar þetta reyndar fljótlega til baka og sagðist ekki vera að brjóta nein lög með fluginu því hann hefði réttindi sem atvinnuflugmað- ur. Árásin á Ómar sýnir hins vegar bet-ur en margt annað hvernig miðill AMX er: Á sama tíma og farin var í gang söfnun fyrir Ómar til að grynnka á milljóna skuldum hans reyndi AMX að bregða fæti fyrir atvinnustarfsemi hans, atvinnustarfsemi sem er sennilega einn af fáum tekjumöguleikum frétta- mannsins. Á meðan almenn- ingur keppist við að veita Ómari stuðning sinn með orði og athöfnum reyna AMX og Friðbjörn Orri að bregða fyrir hann fæti svo hann nái alveg örugglega ekki að halda áfram þeirri baráttu fyrir náttúruvernd sem hann hefur ástundað um langt árabil. Menn eins og Ómar eru nefnilega eitur í beinum Friðbjörns og félaga því hann stendur fyrir lífsskoðanir sem eru andstæðar þeirra. Von er hins vegar til að með aðstoð almennings nái Ómar að hafa betur baráttunni í við Frið- björn og félaga svo hann geti haldið áfram hugsjónastarfi sínu sem miðar að vernd nátt- úrunnar og umhyggju fyrir henni. ÓMAR OG SPÖRKIN FRÁ HÆGRI „Það er rétt að halda því til haga að framtíðin hefst í dag og besti dagur ævinnar gæti verið í dag. Þú þarft bara að nota daginn rétt,“ segir FINNUR ÁRNASON, forstjóri Haga. Þessa dagana er unnið að því að skipta Högum upp og færa einingar innan samstæðunnar í sérstök rekstrarfélög. Þannig er mögulegt að einingar, líkt og 10-11 verslanirnar, verði seldar út úr félaginu. HVERNIG VILTU HAGA FRAMTÍÐINNI? „Ég er ekki poppstjarna, Páll Óskar er sá eini sem getur raunverulega kallað sig poppstjörnu.“ n Tónlistarmaðurinn Toggi í viðtali við helgarblaðið. - DV „Það er alveg augljóst að ég var rekinn fyrir að rífa kjaft.“ n Einar Steingrímsson prófessor í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík, um brottrekstur sinn frá háskólanum en hann telur ástæðuna vera þá að stjórnendum hafi þótt hann of „óþægilegur“ vegna gagnrýni hans á stefnu og stjórn skólans. - DV  „Við erum bara meðal lið.“ n Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, var vægast sagt ósáttur við sína menn eftir 1-0 tap gegn ÍA þar sem HK var einum manni fleiri stóran hluta leiksins. -Fótbolti.net „Þjófnaður er þjófnaður.“ n Yfirmaður hjá Krónunni um hnupl tvítugrar móður sem stal barnapela, samfellum og barnabuxum í verslun Krónunnar á Selfossi. - Vísir „Þegar lögregl- an sagði okkur hvað þetta væri mikið hugsuð- um við að við hefðum bara getað selt þetta og keypt áfengi fyrir starfs- mannapartíið.“ n Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir grínast með fíkniefnafund sinn og félaga sinna í bæjarvinnunni á Akureyri. -DV Stríð við pappírstígra Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er líklega snjallasti ráðherra ríkis-stjórnarinnar. Jón hefur í rólegheit- unum náð meiri árangri við að uppræta kvótakerfið en allir aðrir. Fyrsta áfall sægreifanna var þegar hann gaf veið- ar á skötusel frjálsar undir ramakvein- um þeirra sem telja sig eiga fiskimiðin í kringum Ísland. Það fór jafnmikið fyrir brjóst „eigenda auðlindarinnar“ þegar Jón leyfði strandveiðar gegn ströngum skilyrðum. Sú ósvinna að leyfa óbreytt- um lýðnum að nýta óðal sægreifanna lýsti skilningsleysi ráðamannsins á því hverjir eiga Ísland. Það er þekkt að stór hluti úthlutaðra veiðiheimilda er aðeins notaður til bók- haldstrika. Kvóti í úthafsrækju hefur undanfarin ár ekki farið nema að örlitlu leyti til þess að veiða umrædda tegund. Þarna hefur verið um að ræða pappírs- kvóta sem notaður er í brask. Rækjan var óáreitt í djúpi hafsins á meðan greif- arnir bröskuðu með veiðileyfin. Ekki ósvipað því að leyfi til að veiða rjúpu væri notað til að fella hreindýr. Það er sérstakt ánægjuefni allra þeirra sem vilja siðbót á Íslandi að kominn sé fram ráðamaður sem þor- ir að framkvæma í samræmi við hug- sjónir sínar. Fæstir hafa fram að þessu lagt í stríð við Landssamband íslenskra útvegsmanna. Innan þeirra vébanda er að finna menn sem nota kvótagróð- ann sinn til að reka heiftarlegan áróð- ur. Sumir halda meira að segja úti fjöl- miðli til að tryggja að þjóðin trúi því að auðlindinni sé best borgið í hönd- um braskara sem breyta lifandi fiski í pappír. Sjávarútvegsráðherra á heiður skil- inn fyrir þann kjark og áræði sem felst í ákvörðunum hans. Jón er kjarna- karl sem fólkið í landinu verður að standa við bakið á í stríðinu við papp- írstígrana. Hann er sannur fulltrúi al- mennings í stríðinu við pappírstígrana sem misnota eigur almennings. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Jón er kjarnakarl SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA 18 UMRÆÐA 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.