Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Side 24
Grétar snéri aftur Landsliðsbakvörðurinn
Grétar Rafn Steinsson lék með Bolton á ný eftir aðgerð sem hann
undirgekkst í vor. Bolton er á æfingaferðalagi í Bandaríkjunum
og lagði liðið Charleston Battery, 2-0. Grétar tók ekki þátt í fyrsta
leik liðsins en spilaði fyrri hálfleikinn gegn Battery. Kevin Davies
og Tamir Cohen skoruðu mörk Bolton. Heiðar Helguson var einn-
ig á ferðinni með sínu liði, QPR, þegar það sigraði 3. deildar liðið
Torquay, 3-1, um helgina. Heiðar skoraði fyrsta mark leiksins og
var óheppinn að bæta ekki við fleiri mörkum síðar.
rúrik skoraði Rúrik Gíslason heldur áfram að slá
í gegn með OB í dönsku úrvalsdeildinni en hann skoraði þriðja
mark liðsins í 3-0 sigri á Esbjerg í opnunarleik dönsku úrvalsdeild-
innar á sunnudaginn. Mark landsliðsmannsins kom á 90. mínútu
leiksins. Annar ungur landsliðsmaður, Arnór Smárason, lék sinn
fyrsta leik í Danmörku en hann var í byrjunarliði Esbjerg. Arnór
kom til Danmerkur frá Heerenveen í Hollandi þar sem hann hefur
leikið undanfarin ár. Rúrik kom til OB frá Viborg fyrir síðasta tíma-
bil og hefur verið meðal bestu manna liðsins síðan þá.
MoLar
Ætti að ganga
plankann
n Liðstjóri Ryder-liðs Evrópu í
ár, Skotinn Colin Montgomerie,
átti afleitu gengi að fagna á opna
breska meist-
aramótinu um
helgina. Hann
fór lokahring-
inn á 73 högg-
um og endaði á
fjórum yfir pari.
Hann verður 52
ára eftir fimm
ár þegar næst
verður keppt á hans heimavelli og
er hann ekki viss um að hann mæti
þangað. „Ég mun aldrei stoppa
á brúnni, það er bara fyrir sigur-
vegara. Það er smá planki þarna
hægra meginn, ég ætti nú bara að
ganga fram af honum fyrir þessa
frammistöðu,“ sagði Montgomerie
ósáttur.
Risatilboð í toRRes
n Chelsea hefur boðið fimmtíu
milljónir punda í spænska fram-
herjann Fernando Torres hjá
Liverpool sam-
kvæmt enska
slúðurblaðinu
The Sun. Liver-
pool hefur áður
hafnað fjörutíu
milljóna punda
tilboði í kapp-
ann en Roman
Abramovich,
eigandi Chelsea, er staðráðinn í að
landa markamaskínunni og hefur
því hækkað tilboðið. Torres hefur
skorað 72 mörk í 116 leikjum fyrir
Liverpool síðan hann var keypt-
ur frá Atletico Madrid árið 2007.
Hann er Evrópu- og heimsmeist-
ari með liði Spánar eins og öllum
knattspyrnuaðdáendum er kunn-
ugt.
ÞuRfum ekki toRRes
n Liverpool-menn hafa eflaust
fagnað í hljóði þegar Carlo Ance-
lotti, þjálfari Chelsea, var tekinn
tali eftir fyrsta
leik liðsins á
undirbúnings-
tímabilinu gegn
Crystal Palace.
Þar var hann
spurður um
möguleikann á
að kaupa Torres.
„Ég held að við
þurfum ekki fleiri framherja. Það
var hefur ekkert breyst hjá okkur
því á næstu dögum fáum við aft-
ur Drogba, Anelka, Kalou og svo
erum við með Daniel Sturridge,“
sagði Ítalinn sem vann úrvals-
deildina og enska bikarinn á sínu
fyrsta ári sem þjálfari Chelsea á
síðasta tímabili.
Yankees vilja
tottenham
n Enska slúðurblaðið Daily Star
slær upp áhugaverðri grein í helg-
arblaði sínu þar sem það segir
enska hafna-
boltarisann New
York Yankees
hafa áhuga á að
kaupa enska úr-
valsdeildarliðið
Tottenham. Talið
er að Yankees
muni bjóða 450
milljónir punda í
Tottenham. Áhuginn kemur eftir að
eigandi félagsins, hinn goðsagna-
kenndi George Steinbrenner, lést
í síðustu viku. Synir hans, Hal og
Hank, tóku við liðinu en Hank spil-
aði knattspyrnu í háskóla sínum í
Bandaríkjunum. Hann talaði fyrst
um að kaupa Tottenham í byrjun
tíunda áratugarins.
24 sport uMSjón: TóMAS þóR þóRðARSon tomas@dv.is 19. júlí 2010 mánudagur
Nýkominn til baka eftir meiðsli
rúllaði Usain Bolt upp hundrað
metra hlaupi á demanta-mótaröð-
inni í París um helgina. Þetta var í
fyrsta skipti í langan tíma sem tveir
fljótustu menn heims, Bolt og landi
hans Asafa Powell, mættust og var
búist við spennandi hlaupi þar sem
Powell hefur verið að hlaupa hratt
og Bolt ekki æft jafnmikið og hann
hefði viljað.
Bolt gaf keppinautum sínum
nánast forskot því startið hans var
svo arfaslakt. En Bolt sannaði svo
um munaði hver er fljótasti maður
heims því hann tók fram úr öllum
og kom fyrstur í mark á tímanum
9,84 sekúndum. Powell var annar
á 9,91 og sá þriðji, Jamaíku-maður-
inn Yohan Blake, hljóp á 9,95.
„Þetta var ekki besta hlaup sem
ég hef hlaupið í lífi mínu,“ sagði
Bolt hógvær að vanda. „Fyrri hlut-
inn hjá mér var hryllingur. Eftir
fimmtíu metra hugsaði ég bara að
Asafa væri að taka mig. Ég þurfti
því að taka aðeins meira á því til
að koma mér aftur inn í hlaupið,“
sagði Bolt.
Usain Bolt á heimsmet í 100 og
200 metra hlaupi en sigur hans í
París var fjórtándi sigur hans í röð
í úrslitahlaupi í 100 metrum. „Þetta
snýst allt um ákveðni. Ég vil gera
mitt besta og halda mér á toppn-
um. Þegar maður hleypur gegn
þeim bestu hvetur það mann til
að gera sitt besta. Ég er samt mest
ánægður með að hafa komist í
gegnum þetta meiðslalaust og að
hafa unnið,“ sagði Usain Bolt.
tomas@dv.is
Slök byrjun gaf Asafa Powell smá von:
usain bolt alltof fljótur
Louis Oosthuizen kom sá og sigr-
aði á opna breska meistaramótinu í
golfi sem lauk á hinum fornfræga St.
Andrews-velli á sunnudaginn. Suð-
ur-Afríkumaðurinn lauk keppni á
sextán höggum undir pari, sjö högg-
um á undan Englendingnum Lee
Westwood. Annar Englendingur,
Paul Casey, hóf lokadaginn aðeins
fjórum höggum á eftir Oosthuizen
en hann fór illa að ráði sínu á tólftu
holu og endaði í þriðja sæti ásamt
Svíanum Henrik Stenson.
Tiger Woods átti afar dapra helgi
ef undan er skilinn fyrsti dagurinn
þar sem hann lék á fimm höggum
undir pari. Hann lauk leik á þremur
höggum undir pari og var aldrei lík-
legur til þess að ná efstu mönnum.
Leik lokið á tólftu
Eftir áttundu holuna á lokadeginum
virtist sem spenna ætlaði að fær-
ast í leikinn. Oosthuizen lék hana
á skolla eða einu höggi yfir pari á
meðan Casey paraði holuna. Þá var
Casey búinn að minnka muninn í
þrjú högg, sá minnsti sem átti eftir
að sjást. Oosthuizen sýndi þó strax
á næstu holu að staða hans í mótinu
var ekki háð heppni. Hann sökkti
niður mögnuðum erni á níundu flöt
á sama tíma og Casey náði aðeins
fugli. Aftur kominn fimm högga for-
ysta hjá Suður-Afríkumanninum.
Sá munur hélst næstu tvær holur
en vendipunktur dagsins var á tólftu
holunni þar sem mótinu lauk í raun
formlega. Paul Casey fór þar afar illa
að ráði sínu og sló út í þykkan runna
og þurfti að taka víti. Ofan á það
neyddist hann til að þrípútta eftir
að högg hans inn á flötina sigldi aft-
ur út af henni. Oosthuizen skoraði
auðvelt par og var allt í einu kom-
inn í stöðu sem enginn maður gæti
klúðrað, sjö högga forystu þegar sex
holur voru eftir.
Það fór líka þannig að Oosthuiz-
en gerði engin mistök frekar en fyrri
daginn. Hann spilaði afar örugglega
og tók á sig einn skolla á sautjándu
braut en annars lék hann nær óað-
finnanlega. Kona hans grét þegar
hann gekk upp átjándu brautina,
vitandi að sigurinn væri hans. Hann
var mikið hylltur af breskum stuðn-
ingsmönnum sem gátu ekki annað
en játað sig sigraða eins og landar
þeirra, Lee Westwood og Paul Cas-
ey.
Vanalega svið stóru nafnanna
Það eru fimmtíu ár síðan jafnlágt-
skrifaður kylfingur og Louis Oost-
huizen sigraði á opna breska meist-
aramótinu á St. Andrews-vellinum.
St. Andrews hefur vanalega verið
svið stóru nafnanna en síðustu tvö
skipti sem mótið hefur verið hald-
ið þar hefur Tiger Woods borið þar
sigur úr býtum. Á undan honum
unnu menn á borð við John Daly,
Nick Faldo, Seve Ballesteros og Jack
Nicklaus. Yfirburðamaður á vellin-
um þessa helgina var þó Louis Oost-
huizen sem átti sigurinn meira en
skilinn.
Mótið í ár var ekki mót stóru
nafnanna þó Lee Westwood hafi
endað í öðru sæti og Norður-Írinn,
Rory McIlroy í því þriðja. Stóru
nöfnin áttu mjög erfitt uppdrátt-
ar, þar á meðal Tiger Woods sem
stefndi að þriðja sigrinum í röð á St.
Andrews. Tiger var aðeins fjórum
höggum frá efsta manni eftir fyrsta
daginn þegar hann lék á fimm und-
ir. Eftir það gekk ekkert hjá honum,
hann lék á einum yfir pari á öðrum
og þriðja degi og svo loks á pari á
lokadeginum. Woods endaði ásamt
öðrum í 23. sæti og hefur hann ekki
unnið mót núna í tvö ár.
Fatta á morgun hvað gerðist
Einn helsti styrkur Louis Oosthuiz-
en á mótinu var hversu rólegur
hann virtist vera. Þrátt fyrir að vera
í forystu eftir annan dag, vitandi
að hann hafði aldrei áður komist
í gegnum niðurskurðinn lék hann
Suður-Afríkumaðurinn Louis oosthuizen var maður helgar-
innar á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Þessi óþekkti kylfing-
ur tók sig til og vann elsta og virtasta risamótið í golfinu, opna
breska, með yfirburðum. Þetta er í fyrsta skipti sem honum tekst
að komast í gegnum niðurskurð á risamóti.
n Lodewicus Theodorus oosthuizen, kallaður Louis, er 27 ára kylfingur frá
Suður-Afríku sem hefur einu sinni unnið mót á Evrópumótaröðinni en það var í
mars á þessu ári. Hann á að baki fimm sigra á mótaröðinni í Suður-Afríku þar sem
hann hefur að mestu leyti iðkað sitt golf. Hann hefur þó verið á Evrópumótaröð-
inni síðan árið 2004.
Sigur hans á opna breska er enn ótrúlegri fyrir þær sakir að þetta er aðeins í
annað skiptið sem hann kemst í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Hans besti
árangur á risamóti er 73. sætið á PGA-meistaramótinu árið 2008. 2004, 2006 og
2009 var Oosthuizen með á opna breska en komst aldrei í gegnum niðurskurðinn.
Oosthuizen lék dagana fjóra á 65, 67, 69 og 71 höggi, samtals 272. Hann lauk því
leik á sextán höggum undir pari, aðeins þremur höggum frá meti Tigers Woods
sem er nítján högg undir pari. Það met var sett á St. Andrews fyrir tíu árum og
stendur enn sem lægsta skor á öllum risamótunum fjórum.
hveR eR louis oosthuizen?
ÓÞEKKT NAFN Á SILFURKÖNNUNA
TóMAS þóR þóRðARSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
ReMbinGSkoSS Kona Louis fagnaði
vel og smellti kossi á sinn mann eftir
síðasta púttið.
Fljótasti maður sögunnar
Það hefur enginn hlaupið
jafnhratt og usain Bolt.
MynD ReuTeRS