Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Síða 12
Guðrún, sem kemur ekki fram undir réttu nafni, var háð Benzodiazepine-lyfinu Paxal í 4 ár. Hún fékk lyfið við kvíða en varð fljótt háð því. Hún segir eina erfiðustu ákvörðun lífs síns hafa verið að hætta á lyfjunum. Hún hætti fyrir 11 mánuðum og er enn að berjast við fráhvörf af lyfinu. Hún telur að ef henni hefði verið bent á aðrar aðferðir til að takast á við kvíðann þá hefði hún ekki þurft lyfin. 12 úttekt 16. ágúst 2010 mánudagur Guðrún segir þetta hafa byrjað með því að hún fór að finna fyrir kvíða en vissi ekki á þeim tíma hvað það var. „Mér leið alveg hræðilega og hélt ég væri orðin geðveik.“ Kvíðinn ágerð- ist svo næstu daga. Hún reyndi að leita sér hjálpar en vegna þess að hún vissi ekki hvað hún var að eiga við var erfitt að fá greiningu á vand- anum. Hún fór eftir ábendingu upp á geðdeild til að leita sér hjálpar. Þar komst hún fyrst í kynni við lyfin sem áttu eftir að stjórna lífi hennar næstu ár. „Þar talaði ég við hjúkrunarfræð- ing sem reyndi eitthvað að útskýra kvíðann fyrir mér en þarna var ég komin með stanslausan kvíða og leið ömurlega. Þetta endaði á því að hún lét mig hafa einhverjar töflur og sagði mér að taka þær ef mér fyndist ég vera að fá kvíðakast. Mér leið allt- af eins og ég væri að fá kvíðakast og um leið og mér leið þannig þá fékk ég mér töflu og það sló á þetta. Ég vissi ekkert hvaða töflur þetta voru en leið bara vel þegar ég tók þær. Ég var fljót að læra það að lyfin gætu slegið á kvíðann.“ Huggun í lyfjunum Guðrún fann huggun í lyfjunum og kvíðinn hvarf. Á sama tíma var hún að þróa með sér fíkn í lyfin án þess að vita í raun hver raunverulegur vandi hennar var. „Ég hélt bara að ég væri komin með einhvern sjúkdóm sem ég þyrfti bara að taka töflur við. Ég vissi bara ekki neitt um þetta og enginn kannaðist við þetta.“ Fljót- lega fór hún að finna að hún þurfti stærri skammt af lyfjunum. „Síðan gerist það að ég fæ kvíðakast í bún- ingsklefa sundlaugar. Ég hljóp út og því meira sem maður panikkar því verra verður kvíðakastið. Ég tók þessa töflu og beið eftir að hún virk- aði. Þá fann ég að hún virkaði ekki eins vel og fyrst og ég varð að taka tvær. Þá fór ég að tala við konu sem ég þekki vel og hún þekkti einkenn- in. Hún sagði mér að hún væri með svona sjálf og ráðlagði mér að fara á ákveðin lyf sem hún sjálf væri að taka við þessu – það væri það eina sem virkaði á þetta. Þetta voru sterk- ari lyf en ég hafði fengið fyrst. Þess- ar töflur heita Tafil og eru í Benzo- diazepine-lyfjaflokknum. Hún rétti mér tvær og sagði mér að taka bara hálfa því þær væru sterkar. Ég fann ekki róandi áhrif af þeim en kvíð- inn hvarf. Ég hringdi svo í heimil- islækninn og útskýrði fyrir honum hvað hefði gerst og spurði hvort ég gæti fengið þessar töflur. Það var lítið mál. Hann lét mig hafa samheitalyf Tafil sem heitir Paxal og ég átti bara að ná í það í næsta apótek. Ég fór út í apótek og leysti út fyrsta lyfseðilinn af ansi mörgum.“ Háð lyfjunum eftir mánuð Guðrún segist þó aldrei hafa hugs- að sér lyfin sem lausn til langtíma og reyndi að sækja sér aðstoð. Lít- ið hafi verið um úrræði og læknar ekki bent henni á neitt sem kæmi í stað lyfjanna. „Ég hugsaði bara; lyfin eru alveg málið. Ég þarf bara að vera á þessum lyfjum í smá tíma og svo myndi þetta bara fara. Síðan var ég bara alltaf svo kvíðin og fann hvern- ig kvíðinn ágerðist og ég varð kvíðn- ari.“ Eftir ár á lyfjunum reyndi hún að minnka lyfjainntökuna en það gekk ekki sem skyldi. „Alltaf þeg- ar ég hætti að taka inn lyfin þá fór mér að líða ömurlega og ég tengdi það alltaf við kvíðann. Ég vissi það ekki þá en þetta voru fráhvörf af lyfj- unum. Maður verður náttúrulega háður þessum lyfjum á mánuði eða svo. Fráhvörfin lýsa sér svo í tíföld- um kvíða og allt bara verður miklu verra. Síðan byrjarðu bara að berj- ast við hugsanirnar – hvernig maður eigi að losna við lyfið og þegar mað- ur er ekki búinn að læra að díla við kvíðann, þá heldur maður bara að maður verði í kvíðaköstum alla ævi ef maður hætti á þeim. Ég hélt oft að þetta væri bara að verða búið og ég gæti ekki lifað svona. Sjálfsvígshugsanir í fráhvörfum Eftir þrjú ár á lyfjunum var hún farin að finna fyrir töluverðum fráhvörf- um ef hún til að mynda gleymdi að taka töflu. „Ég mátti alls ekki missa út skammt og stundum þurfti ég meira. Ég tók þetta samt aldrei til að komast í vímu eða neitt þannig held- ur bara til að geta liðið eðlilega. Svo vissi ég eftir einhvern tíma að þetta væri alls ekki málið og ég þyrfti að hætta á þessum lyfjum.“ Þá fór hún að leita sér leiða til að losna við lyfið og var í sambandi við geðlækni sem vildi að hún sendi sér tölvupóst. Geðlæknirinn sagði henni að hætta undir eins og sturta niður lyfjunum. „Ég fór að hennar ráðum, treysti henni. Hún sagði mér að öskra, fara út að hlaupa og harka þetta af mér. Á degi tvö þá bara var þetta viðbjóður. Ég fékk kvíðaköst á hálftíma fresti allan daginn og alla nóttina og með hverju kvíðakastinu varð þetta verra og verra. Það komu sjálfsvígshugsanir, ég hefði aldrei lát- ið verða af því en ég hef aldrei verið jafn nálægt því að hugsa það. Ég fann hvernig það var að vera þunglynd og langa ekki að lifa lengur. Ég vissi að þetta voru lyfin en þetta var óbæri- legt. Ég reyndi, ég dugði í svona 3-4 daga. Ég byrjaði þá aftur og var mjög langt niðri. Leið eins og ég væri föst á lyfjunum og allt væri vonlaust. Ég var alltaf meira og meira að gera mér grein fyrir því hvað þetta væri rosa- legt eitur.“ Lyfin gerðu kvíðann verri Hún var enn ákveðin að losna við lyfin þrátt fyrir að hafa mistekist í fyrsta skipti. Kvíðinn var orðinn miklu verri en hann var í byrjun og önnur vandamál farin að fylgja í kjölfarið. Lyfið var hætt að gera gagn og var í raun farið að vinna á móti henni. Hún fór að kynna sér mál- ið og lesa sér til á vefsíðum á netinu og fann þá Kvíðameðferðarmiðstöð- ina. Þar sótti hún námskeið þar sem henni var kennt að eiga við kvíðann. „Þegar maður er kvíðinn þá hugsar maður alltaf að maður sé öðruvísi en aðrir, – þetta virki ekki á mig en ég fann hversu vel þetta virkaði á mig,“ segir Guðrún og er sannfærð um að ef henni hefði verið bent frekar í þessa átt fyrr þá hefði hún ekki þurft að glíma við lyfjafíknina allan þenn- an tíma. „Það kemur líka inn í þetta að ef þú ferð til geðlæknis þá bor- garðu held ég fyrstu tvo tímana en færð svo niðurgreitt næstu. Það gild- ir hins vegar ekki um sálfræðinga og því miklu dýrara að sækja sér aðstoð til þeirra. Þeir vinna með kvíðann en geðlæknarnir eru meira í að láta þig bara hafa lyf og þá finnst manni allt í lagi að fá lyf því það eru læknar sem eru að ávísa þessu. Maður veit ekkert hvað þetta er stórhættulegt. Allt hrundi Hún tók ákvörðunina og byrjaði að leita sér leiða til að hætta. Hún skráði sig til meðferðar á Vogi. Þar tók við einn erfiðasti tími lífs henn- ar. „Ég fór inn á Vog og það er held ég bara það hræðilegasta sem ég hef gert á ævi minni. Bara við- bjóður. Ég var rosa bjartsýn og hélt ég þyrfi bara að vera þarna inni í kannski 12 daga. En svo komst ég að því að það tæki lengri tíma. Þeir prófuðu svo að taka mig af lyfjunum eftir 10 daga niðurtröppun því ég sótti það hart því ég vildi losna við þau. Fyrsti dagurinn var allt í lagi en svo á degi tvö þá hrynur allt. Þá gat ég ekki hugsað mér að vera þarna.“ Hún skráði sig því úr meðferðinni og ákvað að trappa sig sjálf nið- ur. Það gerði hún samkvæmt plani sem hún fann á erlendri heimasíðu tileinkaðari fráhvörfum af þessum lyfjum. Hún segir þær leiðir sem læknarnir bjóða upp á ekki henta mörgum. Það sé farið allt of hratt í niðurtröppunina og það endi á því að margir sæki aftur í lyfin. „Því hraðar sem þú ferð af lyfjunum því verri eru fráhvörfin og miklu meiri hætta á að þú gefist upp.“ Eins og grænmeti í tvær vikur Næstu mánuðir fóru í niðurtröppun og svo losaði hún sig loks við lyfin. „Fyrstu tvær vikurnar var ég eins og grænmeti. Ég man ekki eftir fyrstu tveimur vikunum. Ég lá bara inni með hettu og sólgleraugu því ég var svo viðkvæm fyrir birtu. Eftir tvær vikur leið mér aðeins betur en síð- an þá hefur þetta verið upp og nið- ur. Eina vikuna er ég góð svo kemur kannski önnur þar sem ég er mjög slæm.“ Hún segir fráhvörfin lýsa sér í miklum slappleika, sjóntruflunum, mikilli brunatilfinningu, gríðarleg- um lyfjakláða og ýmsu öðru. Ein- kennin séu mismunandi og mis- mikil eftir vikum. „Stundum líður mér vel og þá er ég svo ánægð því ég veit að það er líkaminn að sýna mér hvernig mér eigi eftir að koma til með að líða. Ég hefði samt aldrei trúað því að þetta tæki svona lang- an tíma en á síðunum er talað um allt að 18 mánuðum, svo það er bara misjafnt eftir fólki hversu slæmt þetta er.“ Kvíðinn horfinn en ekki fráhvörfin Hún segir það koma sér mest á óvart að kvíðinn sem hún hafi upp- runalega fengið lyfin við sé nánast horfinn. „Hann böggar mig ekk- ert í dag, nú eru það bara fráhvörf- in. Eftir að hafa lært á kvíðann þá hræðist ég hann ekki neitt.“ Hún segir það hafa verið hræðsluna við kvíðann sem stjórnaði henni allan tímann sem hún var á lyfjunum. Þau hafi hins vegar lítið annað gert en að magna kvíðann upp og því gert meira ógagn en gagn. Núna tæpu ári eftir að hún hætti að taka lyfin er hún enn að finna fyrir fráhvörfum. Hún er bjartsýn á framhaldið og fegin að vera laus við lyfin. „Mér líður auðvitað eins og ég sé eitthvað skrýtin að vera enn í þessum fráhvörfum en ég veit að ég er ekki að ímynda mér þetta. Ég sé það á öllum síðunum sem ég fer inn á. Þar eru hundruð einstaklinga að ganga í gegnum það nákvæm- lega sama.“ Lyfin stjórnuðu Lífinu Því hraðar sem þú ferð af lyfjunum því verri eru fráhvörfin og miklu meiri hætta á að þú gefist upp.Íhugaði sjálfsvíg Fékk lyfið við kvíða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.