Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Page 19
Örn Árnason er einn ástsælasti leikari landsins. Hann fór lengi með hlutverk afa í geysivinsælum barnaþáttum, þar sem hann mundaði töfrafjarstýringu við ómælda ánægju áhorfenda. Hann var meðlimur Spaugstofu-kvintettsins, og söng sig inn í hjörtu landsmanna í líki Davíðs Oddssonar. Hann telur ekki að göngu Spaugstofunnar sé lokið, þrátt fyrir að Ríkissjónvarpið hafi ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna. SPAUGSTOFAN EKKI HÆTT Frelsum Gylfa Röðin nær svo langt sem augað eyg- ir og hverfur einhvers staðar bak við hornið. Fólk í gulum vestum gengur meðfram henni og passar upp á að all- ir hagi sér vel. Sumir eru þegar orðn- ir fullir, aðrir bíða eftirvæntingarfullir eftir að komast á leiðarenda. Þetta er ekki biðröð fyrir utan tón- leikahátíð, heldur röð atvinnulausra í Helsinki sem bíða eftir að fá gefins mat. Þrisvar sinnum í viku koma þeir og taka við vörum sem eru komnar fram á síðasta söludag og súpermark- aðirnir hafa gefið til góðgerðarmála. Það er mál manna að úrvalið sé best á föstudögum, en lakast á mánudög- um þegar brauðið er orðið hart og fáar vörur afgangs. Það er kirkjan sem sér um að út- deila matvörunum, og hún hefur ráð- ið fólk sem líklega sjálft var atvinnu- laust fyrir ekki löngu síðan til að sjá um starfið. Gulu vestin skilja nú á milli, og sumir hinna vestislausu upplifa hina sem æði hrokafulla, ekki síst sköllótta manninn á hjólinu sem ferðast upp og niður meðfram röðinni í leit að vand- ræðum. Kirkjan hefur lagt mikið á sig til þess að reyna að ná til fólks og hefur jafnvel boðið atvinnulausum á „mons- ter truck“-sýningar. Á endanum eru það þó skattborgararnir sem borga brúsann, þó að kirkjunnar menn deili út gæðunum. austurevrópskar raðir Við komum klukkan hálf níu og var röðin þá þegar orðin talsvert löng. Síðan hefur hún lengst til muna. Eftir klukkan hálf tíu er ekki fleirum hleypt í röðina, en séð er til þess að allir sem hafa staðið í henni fái eitthvað fyrir sinn snúð. Það vekur athygli að þeir sem eru í röðinni eru frekar einsleit- ur hópur. Sígaunarnir eru fjarri góðu gamni enda einstaklingshyggjusinnar, þeir betla gjarnan hver fyrir sig en eru algerlega á móti ríkisstyrkjum. Sóm- alarnir, annar af stærstu innflytjenda- hópunum, eru einnig fjarverandi. Þeir líta víst á það sem fyrir neðan sína virðingu að bíða í röðum. Austur-Evrópubúarnir láta þó rað- ir ekki á sig fá og eru hér fjölmennir, sérstaklega nágrannarnir frá Rúss- landi og Eistlandi. Flestir koma þó frá Finnlandi sjálfu. Einn og einn tal- ar út í loftið og virðist ekki vera með handfrjálsan GSM-búnað. Meirihlut- inn eru þó ósköp venjulegir borgar- ar, margir í eldri kantinum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Finnska leiðin Finnland hefur séð kreppu áður. Eftir að Rússar réðust á þá lentu þeir í tap- liðinu í seinni heimsstyrjöld. Á meðan Íslendingar fengu stríðsgróða og síðan Marshall-aðstoð fengu Finnar enga hjálp en þurftu í staðinn að greiða Sovétmönnum himinháar stríðs- skaðabætur. Fall Sovétríkjanna var þó Finnum lítið fagnaðarefni. Finnar gengu í gegnum sína bankakrísu fyrir um 20 árum, á sama tíma og Svíþjóð og Noregur. Ofan á bættist að Sovét- ríkin, sem voru einn helsti viðskipta- aðili Finnlands, hrundu, og því varð Finnland verst úti af Norðurlöndun- um. Stundum er talað um týndu kyn- slóðina, sem kom þá úr námi en fékk enga vinnu. Þrátt fyrir erfiðleikana var Finn- land þó fljótt að koma sér á fæturna aftur. Ríkisútgjöld voru skorin niður svo til alls staðar, nema í menntamál- um og í tækniþróun. Þetta skilaði sér síðan í Nokia. súpueldhús í verslunarmiðstöð Kreppan núna er ekki sérstaklega djúp, en þó eru alltaf einhverjir sem verða illa úti. Klukkan hálf ellefu er okkur loksins hleypt inn í geymsluna þar sem við getum tekið brauð eins og við viljum. Síðan göngum við hring- inn þar sem fólk gefur okkur jógúrt, osta, ávexti og frosið kjöt. Hér er ekk- ert val, en vörurnar eru ágætar. Að dagsverkinu loknu setjast sumir niður fyrir framan lestarstöðina og fá sér í glas. Reyndar virðast flestir hafa setið þar allan morguninn og ekki far- ið í matarröðina. Aðrir fara í verslun- armiðstöðina Itäkeskus, sem er ein sú stærsta á Norðurlöndum. Hingað fara þeir ekki til að versla, heldur í súpu- eldhús þar sem hægt er að fá brauð, kaffi og hafragraut, allt fyrir 20 cent. Einnig er hægt að lesa blöðin eða fara í tölvur. Sumir segja að eldhúsið hafi verið sett upp til að halda heim- ilislausum frá göngum verslunarmið- stöðvarinnar, en hvað sem því líður er þó ýmislegt hér við að vera. Menn eru almennt kurteisir og hjálpa hver öðr- um í hvívetna. Nokkrum dögum áður var ég í Moskvu þar sem bilið á milli ríkra og fátækra er nánast ólýsanlegt og mað- ur finnur fyrir fjandskapnum í loftinu. Þar er hver maður hugsanlegur óvin- ur. En í Finnlandi hefur enginn það of slæmt og enginn sér sérstaka ástæðu til að vera óþarflega leiðinlegur við náungann. Það er einn kostur þess að búa við velferðarkerfi. Í biðröð í Helsinki 1 Knattspyrnustjarna lætur stöðva umfjöllun um sig Ónefndur leikmaður ensku úrvals- deildarinnar fékk bann á umfjöllun bresks dagblaðs um sig. 2 Átta Áhorfendur KappaKst-urs létust: „ég heyrði ösKur og hróp.“ Að minnsta kosti átta létu lífið og tólf slösuðust í utan- vegakappaksturskeppni í Kaliforníu. 3 manndrÁp í hafnarfirði: stunginn með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði um hádegisbil í gær. 4 ulriKe fannst lÁtin Ulrike Kimpfler fannst látin. Lík hennar fannst á laugardag í Hvalfjarðarsveit. 5 leit að ulriKe hætt Ekkert hafði spurst til Ulrike síðan á mánudag, en hún fannst síðar látin. 6 hitinn Kominn í 21 stig í Ásbyrgi Kl. 09 Tuttugu og eins stigs hiti mældist í Ásbyrgi klukkan níu í gærmorgun. 7 abbey heldur í CrouCh Sam-band knattspyrnumannsins Peter Crouch og Abbey Clancy virðist ætla að halda. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Örn Árnason, fæddur 19 júni 1959.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífsgleði og brauðstrit.“ Hvaða bók lastu síðast? „Ætigarðurinn - handbók grasnytjungs- ins.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Reykjavík, og Hrísey á sumrin.“ Hver er fyrirmyndin? „Gott fólk.“ Hvað færðu þér í morgunmat? „Hafragrautur og lýsi er fínn morgun- matur.“ Muntu sakna spaugstofunnar? „Spaugstofan er ekki hætt, kannski hætt á skjánum í bili.“ Hvert var skemmtilegasta verkefnið á ferlinum? „Vinnan með góðu fólki sjónvarpsins og félögunum.“ Hvað er framundan? „Borgarleikhús og Þjóðleikhús, og svo ýmislegt annað sem skiptir ekki máli.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Heiðarleiki og sanngirni gagnvart sjálfum sér.“ maður dagsins kjallari „Nei, ekki ef hann var að brjóta af sér.“ Magnús KristjÁnsson 54 ÁRA, ByGGiNGARmAðUR „Nei, ef satt reynist þá styð ég hann ekki.“ oddur Bragason 47 ÁRA, LEiðSÖGUmAðUR „Að sjálfsögðu hef ég fulla trú á því að hann borgi reikninga sína að endingu.“ MiKael torFason 36 ÁRA, RiTHÖfUNDUR „Ég styð hann.“ Karenína elsudóttir 19 ÁRA, RÍKiSSTARfSmAðUR „Jájá, ég styð hann.“ BenediKt reynisson 33 ÁRA, HúSfAðiR styður þú aron pÁlma í hótelmÁlinu? dómstóll götunnar mánudagur 16. ágúst 2010 umræða 19 „Á meðan Íslendingar fengu stríðsgróða og síðan Marshall- aðstoð fengu Finnar enga hjálp .“ valur gunnarsson rithöfundur skrifar rigningin dugði ekki Valsstúlkur sigruðu Stjörnustúlkur í bikarúrslitaleik sem leikinn var á Laugardalsvelli í gær. Lið Vals fagnaði ákaft að leik loknum og svo virtist sem stúlkurnar hefðu ekki fengið nóg af rigningunni að leik loknum. Mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.