Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Page 8
8 fréttir 25. ágúst 2010 miðvikudagur
VEÐSETTU LEIGÐA
LÓÐ FYRIR MILLJARÐ
Einkahlutafélag gerði lóðaleigusamning við Reykjanesbæ og fékk samþykki bæjarins fyrir veðsetningu á
landinu upp á einn milljarð króna. VBS fjárfestingarbanki veitti lán út á veðin en bankinn er gjaldþrota í
dag. Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifaði upp á lóðaleigusamninginn en um er að ræða 182 hektara land við
gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Ólafur Thordarsen, bæjarfulltrúi A-lista, benti árið 2008
á að framkvæmdir á svæðinu færu á svig við lög og reglur.
Einkahlutafélagið Toppurinn inn-
flutningur ehf. gerði 1. júní 2006
lóðaleigusamning við Reykjanes-
bæ til 75 ára um leigu á byggingar-
lóðinni Hjallar 1 og veðsetti í sama
mánuði byggingarlóðina upp í rjáfur.
DV hefur undir höndum þinglýsing-
arvottorð þar sem fram kemur að 26.
júní 2006 hafi VBS fjárfestingarbanki
gefið út 200 skuldabréf fyrir þessari
sömu lóð, hvert upp á fimm milljónir
króna. Toppurinn innflutningur fékk
þannig milljarð króna í lán með því
að veðsetja lóð í eigu Reykjanesbæj-
ar. VBS fjárfestingarbanki hefur verið
tekinn í slitameðferð og eiga kröfu-
hafar bankans því kröfu á veðin í
landinu. Árni Sigfússon bæjarstjóri
Reykjanesbæjar skrifaði undir lóða-
leigusamninginn til Toppsins. Flat-
armál svæðisins sem veðsett var er
182 hektarar.
Á þinglýsingarvottorði sem DV
hefur undir höndum kemur fram að
Reykjanesbær hafi samþykkt veð-
setningu landsins. Á vottorðinu er
skýrt kveðið á um að ekki sé heim-
ilt að veðsetja eða framselja bygg-
ingarlóð fyrr en mannvirki séu orðin
fokheld og til þess að slík veðsetn-
ing sé möguleg þurfi sérstakt leyfi
byggingarfulltrúa. Í júní 2006 voru
framkvæmdir á svæðinu ekki hafn-
ar en fyrsta skóflustungan var tekin
30. september sama ár og því voru
þar engin fokheld mannvirki. Þing-
lýsingarvottorðinu fylgdi þrátt fyrir
þetta samþykki byggingarfulltrúans
Einars Júlíussonar.
Félagið Toppurinn er í eigu aðila
sem hafa rekið fjölda annarra einka-
hlutafélaga í Reykjanesbæ sem orðið
hafa gjaldþrota, þar á meðal Jarðvél-
ar sem sá um tvöföldun Reykjanes-
brautar þar til verkefnið var boðið út
til annarra aðila. Á svæðinu Hjallar
1 átti að reisa kappakstursbrautir og
hótelmannvirki. Engin hús hafa risið
á svæðinu og óvíst er hvort svo verði
í bráð. Ólafur Thordarsen, bæjarfull-
trúi A-lista, benti árið 2008 á að fram-
kvæmdir á svæðinu færu á svig við
lög og reglur.
Háleitar hugmyndir
Eigendur Toppsins innflutnings voru
samkvæmt ársreikningi fyrir árið
2006, og skýrslu stjórnar sem geng-
ið var frá 21. júní 2010, bræðurnir
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson, Vil-
hjálmur Þór Vilhjálmsson og móð-
ir þeirra Þórlína Jóna Ólafsdóttir.
Einkahlutafélagið er samkvæmt fyr-
irtækjaskrá með lögheimili að Fitja-
braut 26B, Reykjanesbæ. Félagið er
enn í rekstri og er Vilhjálmur fram-
kvæmdastjóri þess. Í ársreikningi
2006 kemur fram að félagið tapaði
rúmum 23 milljónum það ár og var
eigið fé félagsins neikvætt sem nam
rúmum 97 milljónum. Félagið hefur
ekki skilað inn ársreikningi frá árinu
2006. Samkvæmt kvöldfréttum RÚV
13. desember 2007 var félagið með
48 vanskilamál á bakinu. Tilgang-
ur félagsins var samkvæmt upplýs-
ingum hjá fyrirtækjaskrá innflutn-
ingur jarðvinnuvéla, stálgrindahúsa,
rekstur fasteigna og bifreiða og annar
skyldur atvinnurekstur.
Eigendur Toppsins voru einn-
ig á bak við einkahlutafélagið Ice-
land Motopark en markmið þess
var að byggja upp aksturssvæði á
landi Hjalla, svæðisins sem var veð-
sett. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
fór með framkvæmdarstjórn í félag-
inu og með honum í stjórn sat faðir
hans Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson.
Ekkert átti að spara til við uppbygg-
ingu svæðisins, sem var hugsað sem
keppnis-, æfinga-, og tilraunasvæði
þar sem hægt yrði keppa í nánast
öllum akstursíþróttum. Í frétt á vef
FÍB um aksturssvæðið kom fram
að þar ætti að rísa lystigarður, hót-
el, veitinga- og skemmtistaðir, íbúa-
byggð og húsnæði fyrir atvinnustarf-
semi, eins og rannsóknir, kennslu og
tækniþróunarvinnu.
Þá var samkvæmt frétt FÍB í heild-
arhönnun svæðisins gert ráð fyr-
ir kvikmyndahúsum, veitinga- og
skemmtistöðum, verslunum og
ferðaþjónustu frá svæðinu til ann-
arra ferðamannastaða um allt land.
Tekið var fram að einn af hönnuðum
akstursbrautanna væri Clive Bowen
sem hannaði formúlubraut í Dúbaí.
Þá var því haldið fram að viðræður
stæðu yfir við alþjóðlegar hótelkeðj-
ur um byggingu og rekstur hótela á
svæðinu. Þess má geta að Árni Sig-
fússon bæjarstjóri var forstjóri FÍB
á þessum tíma. Stofnandi Motopark
var Eldgjá ehf. en það félag er skráð
að heimili Vilhjálms og Þórlínu móð-
ur hans að Kirkjubraut 7, Reykjanes-
bæ.
Gjaldþrot á gjaldþrot ofan
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson var
einnig í stjórn félagsins Jarðvélar,
en stjórnarformaður þess félags var
faðir hans Vilhjálmur Eyjólfsson.
Félagið var úrskurðað gjaldþrota 7.
febrúar 2008. Í kjölfar gjaldþrotsins
stöðvuðust allar framkvæmdir við
Iceland Motopark svæðið. Nokk-
uð hefur verið fjallað um Jarðvélar í
fjölmiðlum en eigendurnir eiga að
baki langan feril gjaldþrota og van-
skila. Félagið fékk úthlutað verkefni
við tvöföldun Reykjanesbrautar en
varð frá að hverfa vegna bágrar fjár-
hagsstöðu. Í desember 2007 lá vinna
við tvöföldun Reykjanesbrautar niðri
vegna verkfalls starfsmanna Jarðvéla
en starfsmennirnir höfðu þá ekki
fengið greitt fyrir störf sín í nóvem-
ber. RÚV fjallaði um málið og sagði
frá því að á þriðja tug starfsmanna
hefðu leitað til stéttarfélagins Efling-
ar vegna málsins.
Vilhjálmur Eyjólfsson var einnig
stjórnarformaður verktakafyrirtæk-
isins Stapaverks, sem varð gjaldþrota
árið 1993, og stofnandi Súlna, sem
varð gjaldþrota 1995.
Í mars 2010 var Vilhjálmur Eyj-
ólfsson dæmdur í eins árs skilorðs-
bundið fangelsi ásamt viðskipta-
félaga sínum og til að greiða 104
milljónir króna í sekt fyrir skatta-
lagabrot sem framin voru í tengslum
við rekstur fyrirtækisins á nokkurra
mánaða tímabili árið 2007.
Sonurinn, Vilhjálmur Þór Vil-
hjálmsson, var einnig framkvæmda-
stjóri félags sem bar heitið Topp-
urinn verktakar ehf. en það var
úrskurðað gjaldþrota árið 2003. Í
stjórn þess félags sátu einnig bróðir
hans Eyjólfur og móðir hans Þórlína.
Félagið var skráð að Kirkjubraut 7 í
Reykjanesbæ en það er heimilisfang
Vilhjálms og Þórlínu. Tilgangur fé-
lagsins var, samkvæmt upplýsingum
hjá fyrirtækjaskrá, jarðvegsvinnsla,
rekstur vinnuvéla, rekstur fasteigna,
lánastarfsemi og skyldur rekstur.
Gengið á svig við reglur
Ólafur Thordarsen, bæjarfulltrúi
A-lista í Reykjanesbæ, gagnrýndi
mjög hvernig bæjaryfirvöld stóðu
að verki vegna Motopark-svæðisins.
Ólafur sagði í Víkurfréttum þann 6.
nóvember 2008 að gengið hefði ver-
ið á svig við lög og reglur sem gilda
um deiliskipulag og framkvæmd-
ir, og kemur það fram í bókun sem
hann lagði fram vegna málsins á
bæjarstjórnarfundi. Í fréttinni kemur
fram að Ólafur hafði áður lagt fram
formlega fyrirspurn vegna málsins til
umhverfis- og skipulagssviðs. Hann
sagði ljóst af þeim svörum sem hann
fékk að þrátt fyrir umfangsmiklar
framkvæmdir á svæðinu, væri ekki til
gildandi deiliskipulag af því, sem þó
sé samkvæmt skipulagslögum ein af
grunnforsendum þess að heimilt sé
að hefja framkvæmdir.
Þá benti Ólafur á að ekki nægði að
vísa í aðalskipulag svæðisins þar sem
það átti ekki við samkvæmt skipu-
lags- og byggingarlögum.
Þá vísaði Ólafur í skipulagslög
sem kveða á um að ekki sé heimilt
að veita framkvæmdaleyfi nema fyr-
ir liggi samþykktar skipulagsáætlan-
ir og úrskurður um umhverfisáhrif.
Hvorugt hafi verið til staðar þegar
þær umfangsmiklu framkvæmdir
sem þarna fóru fram hófust og „liggja
reyndar ekki fyrir enn skv. þeim upp-
lýsingum sem aflað hefur verið hjá
Skipulagsstofnun,“ sagði í bókun Ól-
afs árið 2008.
Ekki náðist í Árna Sigfússon, bæj-
arstjóra Reykjanesbæjar, á þriðju-
daginn þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir. Bæjarstjórinn er staddur erlendis
um þessar mundir.
jÓn bjarki maGnúSSon
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Í ársreikningi 2006 kemur fram
að félagið tapaði rúm-
um 23 milljónum það ár
og var eigið fé félagsins
neikvætt sem nam rúm-
um 97 milljónum.
Ekkert að gerast LítiðhefurgerstáMotopark-
svæðinusíðanJarðvélarehf.fóruáhausinn.
Skrifaði undir ÁrniSigfússon,
bæjarstjóriReykjanesbæjar,
skrifaðiundirlóðaleigusamn-
inginnogReykjanesbærsam-
þykktiveðsetningulandsins.