Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Page 18
BISKUP TIL HIMNA
n Margar spurningar sækja að með-
limum í þjóðkirkjunni þessa dag-
ana. Þeir sem vilja vita hverjir kom-
ast til himna geta
leitað sér svara
á vefsíðu Karls
Sigurbjörnsson-
ar biskups, sem
svaraði þeirri
spurningu fyr-
ir fimm árum.
Karl var spurður:
„Hvað er nauð-
synlegt til himnaríkisvistar?“ Hann
fékk nokkra svarmöguleika, meðal
annars „gott líf/verk“. En það var
ekki rétta svarið. „Þjóðkirkjan kenn-
ir með Páli postula að við réttlæt-
umst af trú en ekki verkum. Það er
trúin á Krist sem gildir.“ Sé þetta rétt
svar hjá Karli komast ólíklegustu
trúmenn til himna.
DAVÍÐ STIMPLAR JÓN
n Jón Bjarnason landbúnaðarráð-
herra skrópaði á mikilvægum rík-
isstjórnarfundi í gærmorgun. Sama
dag birtist hann
á forsíðu Morg-
unblaðs Davíðs
Oddssonar og
fullyrti að samn-
ingaviðræður
við Evrópusam-
bandið væru í
raun aðlögun-
arferli. Þetta er
talið undirstrika hversu nærri hjarta
Sjálfstæðisflokksins stendur því
vinstri græna núorðið, og hversu
fjarlægur Ögmundar-armur Vinstri-
grænna er Samfylkingunni. Jón
hefur fengið þann stimpil frá Davíð
að skoðanir hans séu stærsta frétt
dagsins.
LEIKSTJÓRINN DAVÍÐ
n Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun-
blaðsins, var mikill stuðningsmaður
Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi bisk-
ups, samkvæmt
Æviþáttum þess
síðarnefnda. Þar
kemur fram sú
sýn Davíðs að
Ólafur ætti ekki
að segja af sér
vegna ásakana
um kynferð-
isbrot. Davíð
„sagðist þó hafa tekið eftir því, að
það væri eins og leikstjóri væri að
verki og setti sífellt fram nýtt og
nýtt atriði, sem héldi þessu leikriti
gangandi,“ sagði Ólafur. Í gær setti
svo Davíð Jón Bjarnason á forsíðu í
Evrópusambandsleikriti Morgun-
blaðsins.
GUNNLAUGUR
Í HORNVÍK
n Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra var ekki eini þekkti einstakl-
ingurinn úr athafna- og stjórnmála-
lífinu sem var á Hornströndum um
miðjan mánuðinn. Gunnlaugur Sig-
mundsson, athafnamaður og fyrr-
verandi þingmaður Framsóknar-
flokksins, sást nefnilega í Hornvík á
norðaustanverðum Hornströndum
fyrir helgi. Gunnlaugur, sem er faðir
Sigmundar Davíðs, flaug til Horn-
víkur frá Ísafirði ásamt konu sinni á
fimmtudaginn. Ástæðan fyrir veru
hans í Hornvík mun vera sú að hann
er vinur landeigandans á bænum
Höfn í Hornvík og fær stundum að
dvelja í húsinu hans.
Svarthöfði hefur alla tíð haft varann á gagnvart ókunn-ugum. Móðir hans kenndi honum í æsku að tala ekki við
ókunnuga, því manni er ókunnugt
um hvað ókunnugir geta gripið til
ráðs. Svarthöfði þekkir Íslendinga,
enda býr hann á landinu. En útlend-
inga þekkir hann verr og varast þá.
Hefur Svarthöfði heyrt að í Evrópu sé bændum leyft að mjólka eins mikið og þeir vilja. Mjólk flæðir um
víðan völl og veldur mjólkuróþoli í
álfunni allri. Svo illa þola þeir mjólk-
ina að þeir þamba skattlaust rauðvín-
ið út í eitt á milli þess sem þeir kaupa
bjór í matvöruverslunum. Í Evrópu
eru allir ölvaðir.
Suður í Evrópu mun vera svo margt um manninn að innflytjendur troða sér ofan á þá sem búa
þar fyrir og standa á herðum
þeirra allan liðlangan daginn.
Svo sofa þeir ofan á þeim og
konunum þeirra vegna pláss-
leysis.
Heyrt hefur Svarthöfði að Evrópubúar þrái fátt heitar en lífsrým-ið á Íslandi. Því sam-
mæltust þeir um að rægja ís-
lensku bankana og fella þá með
árásum svo þeir gætu narrað
þjóðina til lags við sig í gegnum
Evrópusambandið.
Heimildir Svarthöfða herma að í Evrópu séu áform um að stráfella íslenska sauðfjár-
stofninn og nýta í keböbb. Þar
þrífst ekki sauðfé, nema geisla-
virkt. Þar eru skógareldar á
hverju strái.
Frændi Svarthöfða ferðaðist til Evrópu og heyrðist Svarthöfða á áreiðanlegum heim-
ildum hans að ætlun Evr-
ópumanna væri að skrá unga
Íslendinga í sameiginlegan
Evrópuher sem þenja ætti út
landamæri Evrópu til austurs.
Eða er tilviljun að bæði Ísrael
og Aserbaídsjan séu þátttak-
endur í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarsstöðva, þrátt
fyrir að teljast (enn) asísk lönd?
Sá grunur sækir að Svarthöfða að hið sama gæti hent okkur og indjána Norður-Amer-íku. Þeir töpuðu landinu en
sátu uppi með glerperlur og eldvatn,
nánast óskattlagt. Og kýrnar munu
mjólka stjórnlaust og bændur svelta.
Frónverjum verður þröngvað til að
mæla á frönsku. „Je ne sais quoi“ í sí
og æ!
Svarthöfði treystir engum betur til að halda um stjórnartaum-ana en Ögmundi Jónassyni, Ásmundi Einari Daðasyni og
Jóni Bjarnasyni. Þeir skynja hættuna
sem Íslendingum stafar af ásælni, öf-
und og ágirnd Evrópubúa.
Vill Svarthöfði að allir Íslend-ingar verði að bera alíslensk nöfn sem eru samþykkt af ís-lenska ríkinu. Öllum útlend-
ingum, sem lánast að verða Íslend-
ingar, skal gert að taka upp alíslenskt
nafn til aðgreiningar frá hinum. Auk
þess leggur Svarthöfði til skattlagn-
ingu á innflutt gjafasæði. Mun meiri
gæði eru í innlendu sæði.
VARIST EVRÓPU!
„Ja, ætli við verðum ekki að gera því
skóna að við vagnstjórar fáum bæði
nesti og nýja skó til ferða okkar,“ segir
REYNIR JÓNSSON, framkvæmda-
stjóri Strætós bs. Ingunn Guðnadótt-
ir, trúnaðarmaður Strætós, kvartaði
yfir því í DV á
föstudaginn að
starfsmenn fengju
ekki nýja skó. Í haust
verður tekið upp
nýtt punktakerfi hjá
fyrirtækinu þar sem
starfsmenn geta
valið þann fatnað
sem þeir
þarfnast.
GENGUR ÞETTA
TIL LENGDAR?
„Drottinn minn
dýri! Ef Karl
Sigurbjörnsson
var eitthvað árið 1996, þá
var það EKKI „bara lítill
sóknarprestur.““
n Illugi Jökulsson gagnrýnir biskup sem árið
1996 var sóknarprestur í Hallgrímskirkju sem
Illugi segir eitt mesta virðingarembætti
kirkjunnar í Reykjavík. - DV blogg
„Þetta er náttúrulega
rosalegt og maður er í
hálfgerðu
sjokki.“
n Heba Hallgrímsdóttir,
annar eigandi hönnunarmerk-
isins E-label, um þær fréttir að
söngkonan Beyoncé hafi stolið hugmynd
E-Label þegar hún setti leggings-buxur á
markað. - Fréttablaðið
„Sorglegt að horfa upp
á vandræðagang
kirkjunnar.“
n Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
um málefni þjóðkirkjunnar. - RÚV
„Við lifum og hrærumst í
þessu allan daginn,
vinnum saman, þjálfum
saman og svo er ég dugleg
að mæta í tímana hans.“
n Heiðrún Sigurðardóttir um sig og
kærastann en parið kynntist í ræktinni. - DV
„Afhverju ekki
að leyfa Íslend-
ingum að ráða?“
n Björk Guðmundsdóttir vill
að kosið verði um eignarhald á orkuauðlindum
Íslands og nýtingu þeirra. - Bloomberg
Tvöfeldni biskupsins
Vörn Karls Sigurbjörnssonar biskups í Kastljósi á mánudagskvöld var tvö-föld tvöfeldni manns sem sér ekki bjálkann í auga sínu. Í fyrsta lagi lét
hann að því liggja að þöggun kirkjunnar á
kynferðisbrotum biskups tengdist almennu
samfélagslegu vandamáli um að menn þekktu
ekki „mörk hins leyfilega“. Í öðru lagi vildi Karl
forðast sem mest að taka afstöðu til málsins,
því aðeins drottinn á himnum gæti dæmt.
Samkvæmt biskupsvörninni gætum við
lokað öllum dómstólum landsins. Hin misnot-
uðu geta beðið dauðans.
Það undirstrikar vandann sem tengist oft
trúarlegum stofnunum að biskup skuli úthýsa
dómgreind sinni til Guðs á himnum. Þannig
nær hann að firra sjálfan sig ábyrgð. En þetta
er í raun misnotkun á trúnni, honum einum í
hag, og fórnarlömbum kynferðisbrota í óhag.
Málefni kirkjunnar hafa verið flækt óþarf-
lega. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta
einfalt. Þetta snýst ekki um þögnina, hemp-
una eða uppskrúfaða virðingu látins biskups.
Kjarninn í starfsemi kirkjunnar er að dreifa
kærleika og sigrast á sársauka, ásamt því að
kenna fólki þetta tvennt. „Þetta er sálarmorð.
Og á ekki að líðast,“ sagði Karl biskup um kyn-
ferðislega misnotkun í Kastljósinu. Og þannig
er það. Ef kirkjan er sjúkrahús sálarinnar var
yfirlæknirinn með kvalalosta. Biskupinn
dreifði sálarkvöl, svipti fólk getunni til að taka
á móti kærleika og sýna hann. Karl og flestir
aðrir undirsátar hans lögðu meira á sig við að
þagga illskuna niður en að bregðast við henni
eins og venjulegir, í meðallagi siðlegir menn.
Þeir sem þorðu gegn biskupnum upplifðu út-
skúfun. Þær sem þorðu að tala upplifðu sig
hraktar og smáðar.
„Hann var haldinn mikilli kynferðislegri
þrá eða löngun sem kom fram í óeðli,“ seg-
ir organisti fyrrverandi biskups, sem telur sig
meðal annars hafa komið að honum við að
misnota útgrátna konu. Enn þann dag í dag
vill Karl biskup ekki trúa þeim fjölmörgu vitn-
isburðum sem fram hafa komið um atferli for-
vera hans. „Nú veit ég ekkert hvers eðlis þessi
trúnaður þeirra í milli var. Og ég vil ekki eig-
inlega leggja dóm á það,“ segir biskupinn.
Hann vildi ekki trúa fyrstu fórnarlömbunum.
Hann vill ekki heldur trúa dóttur fyrrverandi
biskups. Kannski vill hann bara ekki trúa því
að hann hafi haldið hlífiskildi yfir níðingi og
brugðist trausti fórnarlambanna. Hann getur
ekki trúað því og setið áfram.
„Núna er fólk almennt miklu, miklu með-
vitaðra, sem betur fer er fólk meðvitaðra um
mörk hins leyfilega,“ útskýrði Karl. „Það hefur
tekist að vinna að vitundarvakningu í okkar
samfélagi um alvarleika kynferðisbrotamála.“
En árið 1996 lék ekki mikill vafi á því að nauðg-
unartilraunir væru handan marka hins leyfi-
lega. Ekki einu sinni á biblíulegum tímum lék
sérstakur vafi á því hvað barnamisnotkun og
nauðgunartilraunir væru. Þetta kann að vera
góð vörn kúlulánþega en er ekki gilt í umræðu
um kynferðisbrot og yfirhylmingu þeirra.
Karl biskup er svo meðsekur forvera sínum
að hann hefur jarðsungið eigin dómgreind.
Hann verður að fara ef kirkjan á að vera. Hann
hefði betur fylgt Jesú, sem sagði: „Sannleikur-
inn mun gjöra yður frjálsa“.
SANDKORN
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA
18 UMRÆÐA 25. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Ef kirkjan er sjúkrahús sálarinnar var yfirlæknirinn með kvalalosta.