Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Page 2
Hildur sagði söguna alla n „Það var margt sem benti til þess að hann hefði gert þetta. Svo var líka svo margt sem benti til þess að hann hefði ekki gert þetta, eins og til dæmis það að hann leyfði mér að labba inn eftir að hann skutlaði mér heim og hann sendi mér samúðarskeyti á Facebook,“ sagði Guðlaug Matthildur Rögnvaldsdóttir, unnusta Hannesar Þórs Helgasonar, í viðtali við DV á mánudaginn, þegar hún var spurð hvort játning Gunnars Rúnars Sigurþórssonar hefði komið henni á óvart. Guðlaug Matthildur, eða Hildur eins og vinir hennar kalla hana, segist undan- farið hafa verið í ákveðinni afneitun og ekki vilj- að trúa því að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, félagi hennar frá því í grunn- skóla, hefði myrt Hannes. Gunnar Rúnar hefur játað á sig verknaðinn og samræmist játning hans sönnunargögnum lögreglunnar. Nánir vinir Hildar og fjölskylda telja að henni hafi verið byrluð ólyfjan þessa örlagaríku nótt, þar sem hún man ekkert frá því um hálffjögur aðfaranótt 15. ágúst. Moldríkir þrátt fyrir Hrun n Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Friðrik Hallbjörn Karlsson greiddu sér samtals 450 milljónir króna í arð á síðasta ári út úr eignarhaldsfélög- um sínum. Árni og Friðrik Hallbjörn eru vafalaust í hópi ríkustu Íslendinganna nú um stundir. Þeir eiga og reka saman eignar- haldsfélagið Vogabakka sem stendur mjög vel fjárhagslega. Í lok hrunársins 2008 nam eigið fé félagsins um 9 milljónum evra, sem samsvarar um 1.360 milljónum króna á núgildandi gengi. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 var staða þess afskaplega góð, þrátt fyrir að flestir aðrir fjárfestar stæðu á brauðfótum á þeim tíma. Skuldir félagsins voru aðeins brot af eigin fé þess, eða um 660 þúsund evr- ur, sem samsvarar tæpum 100 milljónum króna. JóHannes í Bónus fær sérkJör n Jóhannes Jónsson kaupmaður, oftast kenndur við Bónus, hefur enn aðgang að mörg hundruð fermetra húsi í Svalbarðsstrand- arhreppi. Á húsinu hvíla miklar skuldir og á Landsbankinn mörg hundruð milljóna króna veð í því. Húsið er í eigu Gaums, en Gaumur gerði nýverið kyrrstöðusamning við Arion banka. Jóhann- es, sem keypti nýverið nokkrar verslanir út úr Haga-samsteypunni, vill ekki segja hver greiðir af lánunum af húsinu. Jón Ásgeir, sonur Jóhannesar, segir að Gaumur greiði bankanum mánaðarlega. „Hvað kemur ykk- ur það við?“ sagði Jóhannes þegar DV spurði hann um málið. 3 1 mánudagur og þriðjudagur 6. – 7. september 2010 dagblaðið vísir 102. tbl.100. árg. – verð kr. 395 ErLEnT vigdís finnbogadóttir: „ÞÚ GAGNRÝNIR FORUSTU FLOKKSINS“ bréf til guðmundar: KÆRASTA HANNESAR LÝSIR ATBURÐARÁSINNI: n „það VanTar mEira En HELminginn aF mÉr“ n HiLdur ÓTTaST að HaFa FEngið ÓLYFjan n „Ég HEFði aLdrEi TrÚað þESSu uPP á Hann“ n „Hann Var bara aLVEg EinS og VEnjuLEga“ n „Hann SEndi mÉr SamÚðarSKEYTi“ n gunnar FÉKK að giSTa á HEimiLi HannESar hILdUR SEGIR ALLT hARMAR UPPLIFUN SIGRÚNAR PÁLÍNU n „ÓEndanLEga daPurLEgT“ FrÉTTir FrÉTTir hANN MYRTI hANNES OG SKUTLAðI hILdI TIL hANS atburðarásin nóttina örlagaríku þegar gunnar rúnar myrti hannes 12 MÝTUR UM hEILSU SPARAðU 20 ÞÚSUNd MEð ÓdÝRU INTERNETI dýpsta vatn heims: GULLFARMUR KEISARANS FUNdINN ÚTTEKT nEYTEndur 450 MILLjÓNIR Í ARð EINKAVIÐTAL miðvikudagur og fimmtudagur 8. – 9. september 2010 dagblaðið vísir 103. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 séra vigfús Þór við lögregluna: ÁStarÞrÍ- HYrNiNgur JuLiaNS birgitta Jónsdóttir um kærurnar: 400 FERMETRA SVEITASETUR Í EYJAFIRÐI: „ÉG HÉLT ÞESSU LEYNDU FYRIR ÖLLUM“ n ÞögNiN um biSkupSmÁLið fréttir JÓI BÝR FRÍTT fréttir n fYrirtÆkið gaumur bOrgar af SvEitaSEtri JÓHaNNESar n gaumur Í kYrrStöðu HJÁ ariON baNka n „Hvað kEmur Það Ykkur við?“ n gaumur SkuLdar HÁtt Í 400 miLLJÓNir Í HÚSiNu fÆr LÍka frESt HJÁ ariON baNka n SEx miLLJarða SJÁLfSÁbYrgð frYSt fréttir kampusch segir frá: 3.096 dagar Í vÍti HÆTTU- LEGUSTU LÖND Í HEIMI fréttir rafiðnaðarmenn: ÞÚSUND FLÚNIR LAND fréttir ErLENt ICEBANK NEITAR AÐ SKILA 200 MILLJÖRÐUM fréttir Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Skoskir sjómenn segjast ekki munu stíga fæti á ís-lenska jörð vegna makríldeilunnar. Að sama skapi séu Íslending- ar ekki velkomnir til Skotlands. Ferðamálastjóri gerir lítið úr hótunum Skota svo lengi sem deilan verði ekki alvarlegri. hitt málið 2 fréttir 10. september 2010 föstudagur 2 2 fréttir 6. september 2010 má nudagur Viðskiptafélagarnir Árni Hauks- son og Friðrik Hallbjörn Karlsson greiddu sér samtals 450 milljón- ir króna í arð á síðasta ári úr eign- arhaldsfélögum sínum. Árni og Friðrik Hallbjörn eru vafalaust í hópi ríkustu Íslendinganna nú um stundir. Þeir eiga og reka saman eignarhaldsfélagið Vogabakka sem stendur mjög vel fjárhagslega. Í lok hrunársins 2008 nam eigið fé fé- lagsins um 9 milljónum evra, sem samsvarar um 1.360 milljónum króna á núgildandi gengi. Sam- kvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 var staða þess afskaplega góð, þrátt fyrir að flestir aðrir fjár- festar stæðu á brauðfótum á þeim tíma. Skuldir félagsins voru aðeins brot af eigin fé þess, eða um 660 þúsund evrur, sem samsvarar tæp- um 100 milljónum króna. Högnuðust á sölu Húsasmiðjunnar Þeir Árni og Friðrik Hallbjörn voru um nokkurra ára skeið meirihluta- eigendur í Húsasmiðjunni í gegn- um eignarhaldsfélögin Múla og Vogabakka. Árið 2005 seldu félag- arnir hins vegar hlut sinn í Húsa- smiðjunni til félags í eigu Baugs, sem þá eignaðist Húsasmiðjuna að fullu. Ekki er ljóst hve mikið Baugs- menn borguðu fyrir Húsasmiðj- una, en kaupverðið á sínum tíma var trúnaðarmál. Hugsanlegt er að kaupverðið hafi verið í kringum þrjá milljarða, samkvæmt heimild- um DV. Bæði Árni og Friðrik Hallbjörn gegndu lykilstörfum hjá Húsa- smiðjunni í eigendatíð sinni. Árni var forstjóri og Friðrik Hallbjörn var framkvæmdastjóri verslun- arsviðs. Þegar þeir seldu sig út úr Húsasmiðjunni létu þeir báðir af störfum hjá félaginu. Stöndugt félag Vogabakki er í eigu tveggja eign- arhaldsfélaga, sem Árni og Frið- rik Hallbjörn eiga. Vattarnes ehf., sem er í eigu Friðriks Hallbjörns, á 47 prósenta hlut í Vogabakka og Klapparás ehf., sem er í eigu Árna, á 53 prósenta hlut í félaginu. Tilgangur Vogabakka er að halda utan um eignarhald á verð- bréfum, ráðgjöf og tengda starf- semi, eins og segir í ársreikningi fé- lagsins. Jafnvel þó ekki sé annað að sjá en að viðskiptafélagarnir standi feiknavel fjárhagslega tapaði félag þeirra samt sem áður háum fjár- hæðum á hrunárinu 2008. Tap á rekstri félagsins það ár nam 2 millj- ónum evra, eða rúmlega 300 millj- ónum króna á gengi dagsins í dag. Handbært fé Vogabakka var 4,2 milljónir evra, eða um 636 milljón- ir króna. DV hefur heimildir fyrir því að á árunum fyrir hrun hafi bank- ar og fjárfestar oftsinnis leitað til þeirra Árna og Friðriks Hallbjarn- ar og boðið þeim að taka þátt í alls konar fjárfestingum. Þeir hafi hins vegar yfirleitt sagt þvert nei. Þannig munu þeir ekki hafa átt jafn mikið undir í bankahruninu og marg- ir aðrir fjárfestar, sem stóðu uppi nærri eignalausir eftir að bankarn- ir féllu. Það orð fer af bæði Árna og Friðriki Hallbirni að þeir séu skyn- samir og passasamir fjárfestar og það kann að skýra hversu vel þeir standa fjárhagslega. Á sínum tíma var Árni enn fremur hluthafi í fjöl- miðlarisanum 365 en seldi hlut sinn í félaginu þar sem honum leist ekki vel á rekstur þess. Vafa- laust hefur það verið skynsam- leg ákvörðun hjá Árna, enda hefur staða 365 verið mjög erfið síðustu ár. Hann sagði sig svo úr stjórn fjölmiðlafyrirtækisins eftir að Rauðsól, félag Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, keypti fjölmiðla fyr- irtækisins haustið 2008. Ljóst er að Árni og Friðrik Hall- björn héldu að sér höndum í fjár- festingum árið 2008. Handbært fé Vogabakka í ársbyrjun 2008, þegar óveðursský voru tekin að hrannast upp í efnahagslífinu, var litlu hærra en það var í árslok, eftir að bank- arnir hrundu. Byggir risavillu Árni er kvæntur fjölmiðlakonunni Ingu Lind Karlsdóttur. Í ársbyrjun 2008 keyptu þau 357 fermetra ein- býlishús á sjávarlóð á Arnarnesi. Þau létu rífa húsið, sem var byggt HUNDRUÐ MILLJÓNA Í ARÐGREIÐSLUR Árni Hauksson og Friðrik Hallbjörn Karlsson greiddu sér samtals 450 milljónir króna í arð á síðasta ári. Árni og Friðrik Hallbjörn eiga sam- an eignarhaldsfélagið Voga- bakka, en í lok hrunársins 2008 var eigið fé félagsins um 9 milljónir evra, miklu meira en skuldir félagsins. Árni og eiginkona hans, Inga Lind Karlsdóttir, eru að byggja sér tæplega 800 fermetra einbýlis- hús á Arnarnesi. vaLgeIr örn ragnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Árni Hauksson ErkvænturInguLindKarlsdóttursjónvarpskonu.Þauáformanúaðbyggja tæplega800fermetraeinbýlishúsí óþökkíbúaínæstuhúsum. Friðrik Hallbjörn Karlsson Erkvæntur ÞorbjörguHelguVigfús- dótturborgarfulltrúa. Íslendingar óvelkomnir „Við viljum senda skýr skilaboð til Ís- lendinga og Færeyinga um að óábyrg- ar og skaðlegar ákvarðanir þeirra um að auka við kvótann verða ekki liðnar af alþjóðasamfélaginu,“ segir Ian Gatt, framkvæmdastjóri sambands úthafs- veiðimanna í Skotlandi. Skoskir sjómenn sneiddu hjá al- þjóðlegri ráðstefnu um fiskveiði í Þórshöfn, Færeyjum, á þriðjudaginn. Sjómennirnir segjast ekki munu stíga fæti sínum á færeyska eða íslenska jörð sökum makríldeilunnar sem virðist stigmagnast dag frá degi. Seint í ágúst fékk einn af togurum Færey- inga ekki löndunarleyfi í höfninni í Petershead við Skotlandsstrend- ur. Skoskir veiðimenn segja að auki hvorki Íslendinga né Færeyinga vel- komna að skoskum ströndum. Það mun enginn hlusta „Ákvarðanir þeirra (Íslendinga og Færeyinga) ganga gegn ráðum vís- indamanna og munu hafa skaðleg áhrif á stofninn sem Skotar hafa í gegnum tíðina hugað að með sjálf- bærni í huga. Skoskur iðnaður hef- ur fært fórnir til að huga að ástandi stofnsins og ef Íslendingar og Færey- ingar ætla að ræða um fiskveiðistjórn- un þá munu þeir gera það í hljóði vegna þess að enginn annar sem hlut á að máli mun vilja hlusta,“ er haft eft- ir Gatt í skoska blaðinu The Scotland Tribune. Fjölmiðlaumræða í Bretlandi um meintar ofveiðar á makrílstofnin- um hefur verið af þessum toga síð- ustu vikur, bæði neikvæð og vígreif. Alex Salmond, forsætisráðherra Skot- lands, hefur gefið út að hann sé hætt- ur að líta til Íslands sem fyrirmyndar. Hann horfir nú til Ástralíu. Ferðamálastjóri hefur engar áhyggjur Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segist litlar áhyggjur hafa af því að Bretar, Skotar og Írar dragi úr ferðum sínum til landsins. Hún segist trúa því að þótt áhrifin gætu verið nokkur þá séu þau skammvinn og óveruleg. Þessi deila einskorðist við fiskveiði- stjórnarkerfið og almenningur kippi sér lítið upp við umræðu af þessum toga. Það sé ekki nema deilan verði alvarlegri að hún gæti mögulega haft einhver áhrif. Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra hefur bent á að Íslendingar geti lítið gert í því að makríllinn gangi í torfum inn í íslensku efnahagslög- söguna í mjög miklu magni, Ísland væri strandríki og hefði fullan rétt á að veiða hann. Strandríkin fjögur – Ís- land, Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur – hefðu hins vegar þá sam- eiginlegu ábyrgð að ná samkomulagi um heildarstjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærni þeirra. Engar áhyggjur Ólöf segist engar áhyggjur hafa svo lengi sem deilan verður ekki alvarlegri. Reiðir Skotar Skotar eru allt annað en sáttir við makrílveiðar Íslendinga. kRiStjana guðbRandSdóttiR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Gísli Jónsson, dr.med., sérfræðingur í hjartalækningum og lyflækningum hefur opnað læknastofu í Domus Medica. Tímapantanir alla virka daga milli kl. 9 og 17 í síma 563 1000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.