Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 10
10 fréttir 10. september 2010 föstudagur
FU
RS
TY
NJ
AN
Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell
Hnífaparatöskur
f/12m. 72 hlutir
margar
gerðir
Hitaföt - margar gerðir
Líttu á www.tk.is
ÍTALSKUR KRISTALL
K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5
40
ára
Vörur á verði fyrir þig
Ótrúlegt glasaúrval á frábæru verði
Verum vinir á
- mikið úrval
RÚMFÖT
afsláttur
Fallegar
gjafir
Húsasmiðurinn Guðjón Egilsson smitaðist af taugasjúkdómi fyrir þremur árum. Heilsu hans hrakaði hratt
en hann vonast nú til að tekist hafi að drepa veiruna sem herjaði á hann. Hann segir að taugakerfið muni aldrei
læknast en að Segway-hjól og rétt lyfjagjöf hafi gert líf hans bærilegra. Hann reynir að njóta líðandi stundar.
„Segway-hjólið er búið að breyta
lífi mínu. Ég get staðið á því allt að
tvo kílómetra í einu ef ég stoppa
reglulega og sest niður,“ segir Guð-
jón Egilsson húsasmiður á Selfossi.
Guðjón, sem er smitaður af tauga-
sjúkdómnum borrelia, sagði DV
sögu sína í byrjun ársins. Hann var
fílhraustur þegar hann smitaðist fyr-
ir þremur árum af taugasjúkdómi
sem hann fékk eftir að hafa verið
bitinn af skógarmítli í Danmörku
en skógarmítill er padda sem finnst
víða um heim, meðal annars á Ís-
landi.
Fékk risaskammt
Í desember hafði Guðjón lifað við
stöðuga verki í marga mánuði og var
bæði hættur að geta stundað vinnu
og sinnt einföldum viðvikum eins og
að ganga út í búð og kaupa í matinn.
„Það er stutt þangað til ég fer,“ sagði
Guðjón í viðtalinu og lýsti því hvern-
ig hann var þjakaður af verkjum í
öllum líkamanum.
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar frá því um áramót. Guðjón seg-
ir að hann hafi loks verið settur á
risaskammt af sterkustu fúkkalyfj-
um sem til eru. „Anna Þórisdótt-
ir á Borgarspítalanum setti mig á
mánaðarlangan kúr í sumar til að
reyna að drepa veiruna,“ segir Guð-
jón sem ber henni og læknunum á
spítalanum vel söguna. Hann hafði
sjálfur lesið sér vel til um sjúkdóm-
inn og aflaði gagna sem hann sendi
þeim læknum á Íslandi sem hann
hefur leitað til en sjúkdómurinn
var að sögn Guðjóns lítt þekktur
hér á landi. Það sé smátt og smátt
að breytast. Hann er afar ánægður
með Harald Briem sóttvarnalækni
og Geir Gunnlaugsson landlækni.
„Þeir hafa reynst mér mjög vel,“ seg-
ir hann.
Lokaúrræði
Hann segir að fúkkalyfjaskammt-
urinn sé lokaúrræði til að drepa
borrelia-veiruna sem veldur hin-
um svonefnda Lyme-sjúkdómi.
„Þetta er skammturinn sem
Þjóðverjarnir mæla með og var
gefið í æð. Ég mætti daglega
upp á spítala á Selfossi og lét
dæla í mig,“ segir Guðjón sem
er bjartsýnn á að meðferðin hafi
drepið veiruna þótt taugakerfið
verði auðvitað aldrei betra. „Það
er engin lækning til en þetta er
búið að drepa allt í mér, alveg inn í
mænu og heila. Mænuvökv-
inn hleypir engu í gegn en
þetta nær samt þar inn,“ seg-
ir Guðjón sem ætlar að leita
til íslensks ljóseindafræðings
sem býr yfir tæki sem get-
ur lesið hvort veiran sé í lík-
amanum eða ekki. „Hann er
með tölvu sem les líkamann,
bæði hjarta, lifur, maga, nýru
og svo framvegis,“ útskýrir
hann.
Mun aldrei vinna aftur
Guðjón segir að hann muni líklega
aldrei geta unnið framar en hann
hefur fengið örorku sína metna.
Hann sé að leita að réttu verkjalyfj-
unum til að gera honum lífið bæri-
legra. Verkja- og taugalyfin
sem hann hefur not-
að frá því í sum-
ar slái verulega á verkina en hann
bindur vonir við að hann finni eitt-
hvað sem virki enn betur. „Sársauk-
inn hefur minnkað og núna verkjar
mig bara í puttum og tám. Ég má
hins vegar ekki gleyma að taka lyf-
in því þá fer ég bara í mók,“
segir hann og bæt-
ir við að hann
hafi sáralítið þol. „Ég get skrölt um
og labbað meira en ég gerði, kannski
200 til 300 metra án þess að vera að
drepast. Ég get hins vegar ekki not-
að hendurnar í neitt. Innkaupapok-
inn er það þyngsta sem ég get borið
— en það er stutt í einu,“ segir hann.
Fyrir vikið getur hann illa sinnt
áhugamálum sínum en hann
reynir þó að komast á gæsaveið-
ar eftir því sem heilsan leyfir auk
þess sem hann safnar byssum.
„Ég á eftir að láta reyna á það
í haust hvort ég geti skotið úr
byssu, en það skal takast,“ segir
hann ákveðinn.
Segway-hjólið bjargar
Eins og áður segir keypti Guðjón sér
Segway-hjól sem er rafknúið opið
farartæki. Hann segir að þótt tækið
hafi verið dýrt hafi það reynst sér vel.
Hann hafi þó orðið fyrir óhappi þeg-
ar hann datt á hjólinu og sleit kross-
band í hné en hann er enn að ná sér
eftir það.
Guðjón hafði unnið af full-
um krafti í 40 ár og var við hesta-
heilsu áður en hann smitaðist af
sjúkdómnum. Lífið hefur því tek-
ið miklum stakkaskiptum. Spurður
hvernig langvarandi veikindi hafi
áhrif á andlega líðan segist Guðjón
vera svo heppinn að hann sé fædd-
ur geðgóður. „Ég er góður á sálinni
og það reddar mér. Ég reyni að láta
stundina líða og njóta hennar,“
segir hann.
„Það er engin
lækning til“
baLdur GuðMundSSon
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B
L A Ð
dv.is
MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 21. – 22. DES
EMBER 2009
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 167. TBL.
99. ÁRG. – VERÐ KR. 395
BRITTANY
MURPHY
LÁTIN SVIÐSLJÓSn FÉKK HJARTA-ÁFALL 32 ÁRA
GUÐJÓN FÉKK TAUGASJÚKDÓM Í SUMARFRÍINU:
SKÓGARMÍTILLINN ER
KOMINN TIL ÍSLANDS
n SÝGUR BLÓÐ ÚR SPENDÝRUM
LAMAST
EFTIR
BIT
n PADDA Í GRASINU GETUR
VALDIÐ TAUGAHRÖRNUN
n „VERRI EN AIDS“
n RÖNG VIÐBRÖGÐ VIÐ
SMITI LÍFSHÆTTULEG
n „ÞAÐ ER STUTT
ÞANGAÐ TIL ÉG FER“
SIGMAR
BIÐST EKKI
AFSÖKUNAR
ÁFALL ER
BAUGUR
FÉLL FRÉTTIRn VILL 25MILLJÓNA LAUN
FRÉTTIR
BEÐIÐ FYRIR
HRAFNKATLI
n SPARNAÐUR
TENGDUR SLYSINU
n JÓN ÞORSTEINN
STERKLEGA GRUNAÐUR
MEÐ STÖÐU
SAKBORNINGS
TIGER LÉT
GRAFA
FRÉTT
EINLÆG
VIGDÍS
n BÓKA-
FLÓÐIÐ
DÆMT
SKÓKASTARI:
SVIKINN UM
HREINAR
MEYJAR
n OG KAMELDÝR
FRÉTTIR
Ég mætti dag-lega upp á spít-
ala á Selfossi og lét
dæla í mig.
Fékk risaskammt Guðjónvonasttil
aðrisaskammturaffúkkalyfjumhafi
drepiðveirunasemgerðihannveikan.
Hannsegirþóvoninaumbataenga
þvísjúkdómurinnséólæknandi.21.desember2009