Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 12
12 nærmynd 10. september 2010 föstudagur
Viðmælendum DV, sem þekkja til
Gunnars Rúnars Sigurþórssonar,
ber öllum saman um að þar fari
rólegur og sakleysislegur einfari.
Gunnar Rúnar mun frá barnæsku
hafa verið alinn upp í Hafnarfirð-
inum og gekk hann í Hvaleyrar-
skóla. Félagi hans úr skólanum
segir í samtali við DV að Gunnar
Rúnar hafi ennþá verið á barns-
aldri þegar faðir hans lést og mun
það hafa markað djúp spor á líf
hans.
Guðlaug Matthildur Rögn-
valdsdóttir eða Hildur eins og hún
er kölluð, fyrrverandi unnusta
Hannesar Þórs Helgasonar, sagði
í viðtali við DV á mánudaginn að
handtaka Gunnars Rúnars hefði
komið henni í opna skjöldu. Hún
lýsti honum eins og aðrir viðmæl-
endur DV, sem mjög rólegum og
almennilegum dreng. Þá sagðist
hún stundum efast um að hann
væri morðinginn.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hefur 23 ára gamli Hafn-
firðingurinn játað að hafa banað
Hannesi Þór Helgasyni aðfara-
nótt 15. ágúst. Hannes fannst lát-
inn á heimili sínu með fjölmörg
stungusár. Gunnar játaði á sig
ódæðið eftir að hafa setið í rúm-
lega vikulangri einangrun. Fram
hefur komið að skór af Gunnari
Rúnari passar við blóðugt skófar
sem fannst á heimili hins látna.
Þá mun blóð hafa fundist á skóm
Gunnars en ekki er ljóst hvaðan
það er komið.
„Allir lagðir í einelti“
Eins og fyrr segir ólst Gunnar Rún-
ar frá unga aldri upp í Hafnarfirð-
inum og gekk hann í Hvaleyrar-
skóla. Strax í barnæsku var hann
vinafár, nokkur einfari, en átti þó
nokkra félaga. Einn þeirra segir í
samtali við DV að Gunnar Rúnar
hafi ennþá verið á barnsaldri þeg-
ar faðir hans lést fyrir aldur fram
og mun það hafa markað djúp
spor í líf hans. Skólafélagi Gunn-
ars Rúnars segir hann þó ekki hafa
rætt þetta við hann eða aðra svo
hann viti til. Hann ólst í kjölfarið
upp hjá einstæðri móður sinni og
yngri bróður í Hafnarfirðinum.
Að sögn skólafélagans tók
hann þátt í íþróttastarfi, spilaði
körfubolta og fótbolta ásamt því
að leika sér í tölvuleikjum. „Hann
var bara nokkuð góður í körfu, ég
heyrði einhvers staðar að hann
væri að æfa hjá Haukum,“ segir
þessi gamli skólafélagi.
Aðspurður hvort Gunnar Rún-
ar hafi verið lagður í einelti í
grunnskóla segir þessi gamli félagi
hans: „Það voru allir lagðir í ein-
elti þarna inni á milli. Hann var
stór strákur á þessum tíma og gat
alveg svarað fyrir sig og svona.“ Þá
segir hann að þótt Gunnar Rúnar
hafi verið nokkuð virkur í íþrótt-
um á yngri árum hafi hann ekki
verið virkur í félagsstarfi þegar
kom fram á unglingsárin. „Hann
var einstakur bara, svolítið sér-
stakur, en ég get ekki séð að hann
hafi gert þetta.“
Annar skólafélagi hans seg-
ist lítið muna eftir Gunnari Rún-
ari, en tekur fram að hann hafi átt
fáa vini. Þá segist hann ekki muna
eftir því hvort honum hafi verið
strítt: „Ég tók ekkert eftir einhverri
stríðni, þannig. Ég man það alla-
vega ekki. Hann var bara svona
nörd.“
Duglegur í vinnu
Að loknum grunnskóla hóf Gunn-
ar Rúnar nám í Iðnskólanum í
Reykjavík og missti tengslin við þá
félaga sem hann hafði átt í grunn-
skóla. Hann starfaði svo við að
standsetja og gera við bilaðar tölv-
ur hjá fyrirtækinu Maritech og þar
fór gott orð af honum. Fyrrver-
andi samstarfsmaður hans, sem
ekki vill láta nafns síns getið, tek-
ur meðal annars fram að Gunnar
Rúnar hafi ávallt mætt til vinnu og
staðið sig með prýði.
„Manni var náttúrlega brugð-
ið þegar maður sá þetta í fjölmiðl-
um. Hann virkaði alltaf sem mjög
rólegur og góður strákur. Hann
mætti alltaf snemma og var dug-
legur og samviskusamur náungi.
Þetta er ekki það sem fólk hefði
trúað miðað við kynnin af hon-
um.“
Í myndbandinu Nýtt upphaf,
sem Gunnar Rúnar setti á net-
ið í janúar síðastliðnum, sagði
hann frá því að hann væri lang-
yngsti starfsmaðurinn á skrifstofu
Maritech. Þar sagði hann að ynni
skemmtilegt fólk en benti á að
„félagslegar aðstæður“ væru ekki
eins og best yrði á kosið þar sem
aldursmunurinn væri mikill. Þá
sagðist hann eiga sér draum um
að læra á gítar svo að hann gæti
tekið upp gítarinn og spilað á
næstu þjóðhátíð í Eyjum.
Eins og fram kom í viðtali við
fyrrverandi unnustu Hannesar
hittu þau Gunnar Rúnar á þjóð-
hátíð í Eyjum nú í sumar. Þar fór
vel á með Hannesi og Gunnari
að hennar sögn en Hannes, hún
og Gunnar voru að hennar sögn
ágætis „djammvinir“. „Hann vor-
kenndi Gunnari líka svolítið, fyr-
ir það hvernig hann var. Hann er
auðvitað mjög mikill einfari og
okkur Hannesi fannst sjálfsagt
að hann fengi að vera með okk-
ur. Gunni var svo róleg týpa og al-
mennilegur og bara rosalega sak-
laus strákur. Það var bara fínt að
vera í návist hans,“ sagði Hildur í
viðtalinu.
Ninja-nám og japanska
Í Nýju upphafi kallaði Gunnar
Rúnar eftir fólki sem hefði áhuga á
svipuðum hlutum og hann til þess
að vera með honum í stofnun hóps
sem gæti orðið að eins konar net-
samfélagi. Þar hvatti hann fólk til
þess að senda sér myndbönd þar
sem fram kæmi hvað það væri að
hugsa og hvað það vildi tala um.
Hugmyndin var síðan sú að fólkið
gæti í kjölfarið hist og rætt málin.
Gunnar sagði í myndbandinu
að hann byggi ennþá heima hjá
sér og tók fram að það væri „frekar
súrt“. Þá sagðist hann vera á leið-
inni í japönskunám en eins og
fram hefur komið í DV æfði Gunn-
ar Rúnar japönsku bardagaíþrótt-
ina ninjutsu hjá Grímni. Þar fór
það orð af honum að hann væri
rólegur en mjög fljótur að læra.
Þremur dögum áður en Hannes
fannst látinn greindi Gunnar Rún-
ar frá því á Facebook-síðu sinni
að hann væri kominn með græna
beltið í ninjutsu, 8 kyu. „Ninja
master in the making :),“ skrifaði
hann þá.
Þó svo að Gunnar hafi lýst því
yfir á Facebook að hann væri að
æfa til þess að verða ninja-meist-
ari, er hann ekki kominn sérlega
langt í þjálfuninni, að sögn þjálf-
ara hjá Grímni. Þjálfarinn sagði
í viðtali við DV fyrir nokkru að
Gunnar Rúnar hefði æft í nokkra
mánuði til þess að ná græna belt-
inu. Hann segir að í grunnþjálfun
í ninjutsu felist aðallega veltur og
jóga. „Eins og japönsk útgáfa af
leikfimi,“ orðaði þjálfarinn það.
„Hann var bara rosalega rólegur,
hann var snöggur að læra hluti
eins og veltuna og hvernig á að
gera hlutina. Það tekur tíma að
læra að breyta líkamanum aðeins,
hann gerði þetta eins og ekkert
væri og það var þægilegt að vinna
með honum.“
Þeir sem eru lengra komn-
ir í ninjutsu búa yfir mikilli færni
í meðferð vopna á borð við hnífa
og sverð. Þá er nemum í ninjut-
su kennt að fara um óséðir, enda
á þjálfunin rætur sínar að rekja til
japanskra njósnara og launmorð-
ingja.
Riddaramennskan
Gunnar Rúnar varð landsfrægur í
fyrra þegar ástarjátningar hans til
Hildar, unnustu Hannesar, birtust
á YouTube. Játningin vakti athygli
fjölmiðla og var Gunnar Rúnar í
viðtölum víða vegna hennar. Síð-
ar birti Gunnar annað myndband
á You Tube vegna fjölda áskorana
eftir að hann hafði fengið þau svör
frá stúlkunni að ást hans á henni
væri ekki endurgoldin. Þar sagði
Gunnar Rúnar meðal annars: „Ég
býst við að ég sé eitthvað rosa-
lega gamaldags eitthvað að vera
að lýsa yfir ást […] hvað er ridd-
aramennska og rómantíkin dauð
eða?“
Hildur sagði í samtali við DV á
mánudaginn að í kjölfar birtingar
myndbandsins með ástarjátning-
unni hefði hún gert Gunnari grein
fyrir því hver afstaða hennar væri:
„Ég gerði honum alveg fulla grein
fyrir því þegar hann gerði þetta
myndband að þetta væri ekki end-
urgoldið. Ég væri hamingjusöm í
mínu sambandi og ég var ekki að
fela það fyrir neinum hvað ég var
hamingjusöm í mínu sambandi.“
Í viðtalinu lýsti Hildur því hvern-
ig Gunnar Rúnar var þegar hann
keyrði hana heim, morguninn
sem Hannes fannst látinn í rúmi
sínu: „Hann var bara mjög eðlileg-
ur, alveg eins og hann var venju-
lega þegar hann keyrði mig heim.“
Faðir Gunnars Rúnars Sigurþórssonar lést þegar Gunnar var ennþá á barnsaldri. Þetta mun hafa markað
djúp spor í líf hans. Félagi Gunnars úr grunnskóla lýsir honum sem vinafáum einfara. Viðmælendum DV ber
öllum saman um að Gunnar Rúnar sé rólyndismaður og vinsamlegur. Samviskusamur og duglegur í starfi,
segir samstarfsmaður Gunnars.
vinsamlegur og
rólegur einfari
jóN bjARki mAGNúSSoN
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Þetta er ekki það sem fólk
hefði trúað miðað við
kynnin af honum.
Einfarinn „Þaðvoruallirlagðirí
eineltiþarnainniámilli.Hannvarstór
strákuráþessumtímaoggatalveg
svaraðfyrirsigogsvona,“segirskóla-
félagiGunnarsumgrunnskólaárin.