Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 14
Litlar horfur eru á að sátt náist um niðurstöðu kvótanefndar Jóns Bjarnasonar sem var nær einhuga um að styðja svokallaða samninga- leið. Umtalsverð ólga er meðal liðs- manna beggja stjórnarflokkanna, en þeir túlka niðurstöðuna á þann veg að kvótakerfið fái í meginatrið- um að standa óbreytt eftir deilur í aldarfjórðung. Einnig vekur það tor- tryggni hversu ánægðir útvegsmenn innan Landssambands íslenskra út- vegsmanna virðast með niðurstöðu nefndarinnar. Einar K. Guðfinnsson, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra sjálf- stæðismanna, er í meginatriðum ánægður með niðurstöðu starfs- hópsins. Ólíkt LÍÚ kveðst Einar ætla að styðja tillögu um að þjóðar- eign á náttúruauðlindum verði fest í stjórnarskrá lýðveldisins. Hann seg- ir þó að vandasamt verði að orða slíkt ákvæði í stjórnarskrá. Í bókun sinni segir Einar mjög mikilvægt að samningar verði til langs tíma, rétt eins og gilda á um nýtingu orkuauðlinda. Kerfið eigi að taka mið af afskriftatíma. „Ljóst er að ef einhver óvissa verður varðandi tímalengd samninganna um fisk- veiðiréttinn eða endurnýjun þeirra mun það bitna harðast á nýliðum og veikari fyrirtækjum, draga mjög úr vilja til fjárfestinga og þar með framförum.“ Einar varar við öllum hneigðum í framtíðinni til þess að auka byggðakvóta eða aðrar afla- heimildir utan aflamarkskerfisins enda megi túlka slíkt sem tilraunir til að fyrna kvóta. Blásið til andófs „Menn fylltust óhug þegar flokksfor- ystan hélt því fram í fjölmiðlum að ekki væri lengur talað um fyrning- arleið heldur aðeins að þjóðin fengi afgjald af kvótanum,“ segir Birgir Dýrfjörð. Hann og fleiri hafa boðað til fundar á laugardaginn á vegum tveggja aðildarfélaga í Samfylking- unni, Rósarinnar og Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur. Frummælendur verða Þórólfur Matthíasson hag- fræðingur og Finnbogi Vikar, sem sæti átti í endurskoðunarnefnd Jóns Bjarnasonar fyrir hönd Hreyfingar- innar. Úr röðum óánægðra stjórnarliða heyrist að ótækt sé að taka trúan- leg rök LÍÚ um að sjávarútvegurinn verði gjaldþrota og bankarnir sömu- leiðis verði kvótinn innkallaður samkvæmt tilboðsleið. Bent er á að bankarnir hafi ekki orðið gjaldþrota eftir dóm Hæstaréttar um gengis- lánin þó svo að rekinn hafi verið hræðsluáróður áður en dómur var upp kveðinn. Algerlega ósannað sé að það setji bankana á hliðina þótt 8 prósent kvótans verði innkölluð á ári þar til helmingur kvótans verði kominn í hendur ríkisins efir 12 ár og hann boðinn upp á markaði. Einna þyngst leggst þó í óánægða stjórnarliða að fulltrúar Samfylk- ingarinnar og VG í nefndinni skuli hafa fallist á þau rök LÍÚ og stuðn- ingsmanna útgerðanna að íslensk- ur sjávarútvegur sé svo óburðugur, að hann geti ekki haldið velli öðru- vísi en að brotin séu mannréttindi á sjómönnum. Er þar vísað til niður- stöðu mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna í máli tveggja ís- lenskra sjómanna fyrir nokkrum misserum, en ríkisstjórnin hefur í engu sinnt tilmælum um að bæta fyrir mannréttindabrotin efir að hún komst til valda. Á það er meðal ann- ars bent að með því að taka afstöðu með LÍÚ og Sjálfstæðisflokknum sé ekkert hirt um að koma á fót sam- keppni og heilbrigðum markaðsvið- skiptum með aflaheimildir. Miklu heldur sé pakkað í vörn með kvóta- greifum fyrir einokun og forréttindi sem óhjákvæmilega fylgja óbreyttu kvótakerfi. Þykir það skjóta skökku við að unnendur frelsis á markaði skuli ekki þola að best reknu fyrir- tækin geti fengið þann kvóta sem þau þurfa á árlegu uppboði. Á móti kemur að flestir eru meðmæltir því að fest verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á öllum náttúruauð- lindum svo sem ráð er fyrir gert. Svik ríkisstjórnarinnar? Þorvaldur Gylfason hagfræðipróf- essor spyr í Fréttablaðinu fyrir helgi hvers vegna ríkisstjórnin búist nú til að ganga á bak orða sinna. „Uppgjöf- in helgast öðrum þræði af umhyggju stjórnmálamannanna fyrir bönkun- um. Sjávarútvegurinn er á hvínandi kúpunni eins og jafnan áður og kann ekki annað, enda hefur hann verið á ríkisframfæri í aldarfjórðung í gegn- um ókeypis afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Skuldir margra útvegsfyrirtækja eru meiri en svo að þau ráði við þær. Skuldasöfnunin stafar ýmist af gamalli óráðsíu, sem einkennir ævinlega atvinnugreinar á langvinnu ríkisframfæri, eða nýrri græðgi, sem birtist í því að útvegs- fyrirtækin reyndu mörg að auðgast á glórulausu braski fram að hruni og veðsettu sameignina upp í rjáfur í því skyni. Þetta er alkunna, þótt ekki hafi enn verið gerð opinber grein fyrir þessum hluta uppgjörs gömlu bankanna.“ Finnbogi Vikar var sá eini í nefndinni sem hélt fast við tilboðs- leiðina svokölluðu innan nefnd- ar Jóns Bjarnasonar og þar með grundvallaratriði stefnuyfirlýsing- ar ríkisstjórnarinnar um innköllun kvótans og fyrningu hans. Í bókun sinni með skýrslunni segir hann að skipun sáttanefndarinnar hafi verið mistök. „Það þarf ekki annað en að skoða hvaða hagsmunir eru að baki nefndarmönnum og ljóst er að flest- ir fulltrúar samtaka launamanna hafa fyrir löngu stillt sér upp með fulltrúum stærstu samtaka atvinnu- rekenda gegn hagsmunum almenn- ings eftir hrunið 2008 [...] Það vekur furðu að stjórnmálastéttin vilji við- halda fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur komið sjávarútvegi í nánast óviðráðanlega skuldastöðu.“ Finnbogi mælir með að allur fiskur fari á endanum á innlendan fiskmarkað og styður tilboðsleiðina og þar með fyrningarleiðina. „Verði samningaleiðin farin mun það þýða að afnota-/nýtingarréttur fiskveiði- auðlindarinnar verði í raun einka- væddur og gefinn núverandi kvóta- höfum. Undirritaður getur ekki lagt nafn sitt við svo andþjóðfélagslegan gjörning.“ 14 fréttir 10. september 2010 föstudagur Vaxandi óánægju gætir meðal stjórnarliða með niðurstöðu kvótanefndar Jóns Bjarnasonar um að fara samn- ingaleiðina. Þetta er talið fela í sér óbreytt kvótakerfi í meginatriðum þótt tekin verði af öll tvímæli um þjóð- areign á auðlindum sjávar með ákvæði í stjórnarskrá. Þykir mörgum sem stjórnarflokkarnir ætli að hlaupast undan samþykktum sínum og pólitískri sannfæringu um að innleysa kvótann og bjóða hann upp á markaði. Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Það vekur furðu að stjórnmála- stéttin vilji viðhalda fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur komið sjávar- útvegi í nánast óviðráð- anlega skuldastöðu. Samtrygging FinnbogiVikarsatínefnd JónsBjarnasonar.Hannsakarstjórnarliða ínefndinniumaðverasamtryggingar- hneigðirmeðútgerðarmönnum. Prófessorinn „Skuldasöfnuninstafar ýmistafgamallióráðsíu,semeinkennir ævinlegaatvinnugreinarálangvinnu ríkisframfæri,eðanýrrigræðgi,“segir ÞorvaldurGylfason. Ánægður með niðurstöðuna Einar K.Guðfinnssonætlaraðstyðjatillögu umaðsetjaákvæðiístjórnarskráum þjóðareignánáttúruauðlindum. Grasrótin ræðst GeGn niðurstöðu kvótanefndar Markaður eða einokun Meðtilboðsleiðinnierætluninað setjaáendanummegniðafaflanumámarkaðogsjátilþessað veiðiheimildirverðiíhöndumþeirrasembestbjóðaámarkaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.