Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 16
16 fréttir 10. september 2010 föstudagur
Nadira Árnadóttir og Sandra Ríkey
Önnudóttir eru hamingjusamlega
giftar. Þær ala saman upp sjö ára dótt-
ur Söndru og eiga von á litlum dreng
seint í nóvember. Þær Sandra fengu
gjafasæði frá Danmörku og ákváðu í
sameiningu að Nadira skyldi ganga
með barnið því Sandra hefði upplif-
að meðgöngu áður. „Ég er afskaplega
hamingjusöm með að eiga konu sem
skilur það sem ég er að ganga í gegn-
um. Það er ómetanlegt, “ segir Nadira.
„Ég verð stundum svolítið sorg-
mædd mitt í allri gleðinni,“ segir
Sandra frá. „Þá sakna ég þess að finna
fyrir barninu inni í mér. Ég vildi að
ég gæti upplifað meðgönguna með
henni. Þetta eru eðlilegar tilfinningar
í sambandi tveggja kvenna,“ bætir hún
við og hlær.
Báðar vinna Nadira og Sandra á
leikskóla. „Börnin á mínum leikskóla
vita að ég er gift konu og að við ætlum
að ala upp litla barnið saman,“ segir
Nadira. „Börn eru fordómalaus og þau
hafa engar fyrirframgefnar hugmynd-
ir um hvernig hlutirnir eiga að vera.
Þess vegna er gott að fræða þau til
umburðarlyndis á unga aldri. Þau eru
svo hrein og bein og hafa gott hjarta-
lag. Þau skilja og vita eitt betur en full-
orðnir en það er að ást og umhyggja
fer framar öllu.“
Faldi sig sem tvíkynhneigð
Fjölskyldur Nadiru og Söndru eru af
ólíkum meiði og hafa tekið sambandi
Nadiru og Söndru með misjöfnum
hætti. Nadira á yngri bróður sem er
samkynhneigður. „Mér fannst ekk-
ert sérstaklega auðvelt að koma út úr
skápnum og það fannst mér meira að
segja þótt yngri bróðir minn hefði gert
það á undan mér,“ segir Nadira. „Það
mætti halda að það hefði átt að vera
leikur einn en samt sem áður var ég
þjökuð af áhyggjum. Ég hugsaði um
hvað fjölskyldan segði ef ég væri líka
samkynhneigð. Ég faldi mig því svo-
lítið lengur en ég hefði átt að gera. Ég
kom fyrst út sem tvíkynneigð, var allt-
af að reyna að vera með karlmönnum
líka því ég hélt að fjölskyldan myndi
bilast ef ég væri samkynhneigð en svo
var það ekki þannig á endanum.“
Falskt tilfinningalíf
Fjölskylda Söndru var hins vegar ekki
jafn sátt við kynhneigð hennar í fyrstu.
„Það kom mér ekki á óvart. Ég hafði
verið í langtímasamböndum með
strákum og bælt tilfinningar mín-
ar kyrfilega niður. Þessi tilfinninga-
bæling hafði alvarlegar afleiðingar á
andlegu líðan mína og á unglingsár-
um mínum missti ég algera stjórn á
drykkju og neyslu fíkniefna. Vanlíð-
an sem fylgir því að lifa fölsku tilfinn-
ingalífi er afskaplega mikil og hjá mér
braust hún út í því að ég aftengdi mig
enn frekar með áfengi og fíkniefn-
um. En í dag er móðir mín mjög sátt
og spennt yfir næsta barnabarni. Fað-
ir minn hefur aldrei verið mjög sáttur
við þetta en hann er samt alltaf í sam-
bandi. Hann hefur alltaf verið frekar
lokuð manneskja. En fjölskyldan er
frekar sátt í dag og ég edrú.“
„Ég drakk líka of mikið,“ segir Nad-
ira frá. „Ég var í mínum tvíkynhneigða
skápi og drakk bara í mig kjark til að
reyna við stelpur, en allt var svo inn-
antómt og yfirborðskennt, engar al-
vöru tilfinningar. Þegar við hittumst
vorum við báðar á röngum stað í líf-
inu. Ég vann á bar og lifði reglulausu
djammlífi sem gaf ekkert af sér, en
reyndi að láta allt líta hamingjusam-
lega út á yfirborðinu. Þegar ástin á
milli okkar kviknaði þá breyttist allt.
Ég sá skýrar og fann ró færast yfir mig
sem ég hafði ekki fundið fyrir áður.
Öryggið sem fylgir hlýrri ást færði mér
hugrekki. Loksins kom ég fyllilega úr
skápnum.“
Sandra segist hafa fundið fyrir
sömu tilfinningu. „Að finna innri ró
og sátt við sig sjálfa er merkileg upp-
lifun og fyrir þá sem kunna að meta
hana, þegar hana hendir þá fylgir hún
manni alla ævi. Ástin, þessi innri ró og
löngun til að takast á við erfiðleikana
og eygja von að þeim loknum. Þetta er
eitthvað sem ætti að henda alla.“
Líf án áfengis
Nadira og Sandra tóku fljótt þá ákvörð-
un að lifa lífi án áfengis.„ Áfengið átti
ekki heima í félagi við þessa nýfengnu
og verðmætu hamingju,“ segir Nad-
ira. „Við byrjuðum fljótt að búa sam-
an og ég að hugsa um Tinnu í félagi
með Söndru. Við Tinna tengdumst vel
og ég fann mig í foreldrahlutverkinu.
Því fylgir ómæld ábyrgð sem við tók-
um báðar alvarlega. Okkar líf er rólegt
líf. Okkur finnst ekkert eftirsóknarvert
að fara á klúbba eða að djamma. Að
vera heima og hafa það náðugt er okk-
ur miklu meira en nóg. En auðvitað
förum við á atburði sem okkur langar
ekki að missa af eins og tónleika eða
leikrit og þess háttar.“
Forvitni og frekja
En hvaða viðbrögð hafa þær feng-
ið við ákvörðunum um barneignir?
„Fólk heldur að það hafi meiri rétt á
að vita allt um okkar einkalíf og innstu
tilfinningar af því við erum lesbískar
og er ófeimið að forvitnast um okkar
hagi,“ segir Nadira. „Forvitnin verður
síðan fljótt að frekju þegar fólk veit að
við ölum saman upp barn og eigum
til viðbótar von á barni. Það heimt-
ar hreinlega að fá að vita öll smáat-
riði. Hver er faðir Tinnu? Hvers vegna
er hann ekki þátttakandi í uppeldi
hennar? Hver á barnið? Hvað erum
við búnar að vera lengi saman? Vit-
um við hvað við erum að gera? Hvaða
hugmyndir höfum við um uppeldi?
Eru þær frábrugðnar því sem gagn-
kynhneigt fólk hefur? Svona gæti ég
lengi talið áfram. Við skynjum báðar
að þrátt fyrir að margt hafi áunnist í
baráttu samkynhneigðra fyrir réttind-
um sínum þá vantar frekari fræðslu
til samborgara okkar. Vanþekkingin
kemur fram í óöryggi, stundum óvild
og svo þessarri heimtufrekju að vilja
að við séum með allt á útopnu.“
Vantar pabba Einars Áskels ekki
bara kærasta?
Nadira trúir því að margt megi bæta
með því að auka við menninguna.
„Fólk þarf að fara í sérverslun eða
Samtökin’78 til að fá samkynhneigt
afþreyingarefni. Það vantar til dæmis
átakanlega bókmenntir fyrir börn þar
sem samkynhneigð kemur fyrir sem
eðlilegur hlutur. Hvað með pabba
hans Einars Áskels? Vantar honum til
dæmis ekki bara kærasta?“ Spyr Nad-
ira og skellir upp úr. „Ætli bækurnar
væru jafn vinsælar ef Einar ætti tvo
pabba en ekki einn?“ Bætir hún við.
Nadira segir að þess utan vanti al-
farið góðar og hollar ímyndir í bók-
menntir almennt, sjónvarpsþætti,
dagblöð og tímarit. „Lesbíur eru ekki
allar annaðhvort leðurklæddar kis-
ulórur eða trukkalessur, þær eru
jafn mismunandi og allt annað fólk.
Hommar eru heldur ekki allir þessi
glæsta týpa sem fjölmiðlar elska að
fjalla um. Það hlýtur að vera erfitt fyrir
marga unga homma að búa við svona
fastmótaða staðalímynd. Eins finnst
okkur það svolítið erfitt. Fólk er ennþá
að hugsa á þessum nótum: Hvor ykkar
er konan?“
Búddísk athöfn
Nadira og Sandra giftust fyrir ári síðan
við fallega en látlausa athöfn á Lækj-
arbrekku. Athöfnin fór fram að búdd-
ískum sið en báðar eru þær meðlim-
ir í búddísku samtökunum S.G.I.(Soga
Gakkai International). „Í þessum
samtökum er trúað staðfastlega á
jöfnuð allra,“ segir Sandra frá. „Við
finnum okkur í þessum samtökum og
finnst þau hafa gott og auðgandi sam-
félag til þess að byggja okkur upp í. Í
sannleika sagt horfi ég með hryllingi
til þess sem er að gerast í þjóðkirkj-
unni þessa dagana með tilliti til stöðu
konunnar og þess misréttis sem hún
þarf að búa við. Þjóðkirkjan á að vera
byggð á umburðarlyndi og kærleika
en er þessa dagana kannski einmitt
andstæða þess.“
Úrkynjað feðraveldi
„Þrátt fyrir þær framfarir sem hafa
orðið á regluverkinu hvað varðar
samkynhneigða sérstaklega er ekki
hægt að segja að kirkjan standi með
konum. Hún hefur úrkynjast og orð-
ið að feðraveldi sem er stjórnað af
karlmönnum og þar sem konur finna
sér ekki skjól,“ segir Sandra. „Þær eru
hræddar við ofbeldi og kúgun og það
er sko ekki ástæðulaus ótti. Ég hef
unnið með mín mál í Stígamótum og
veit vel að kirkjan er ekki alltaf það
skjól sem þær þarfnast. En auðvitað
eru margir prestar innan kirkjunnar
að gera góða hluti. Það eru helst þess-
ir æðstu ráðamenn sem ég er ekki al-
veg sátt við þessa dagana. Samkyn-
hneigðir vita þetta kannski fullvel því
margir þeirra hafa brennt sig á þeim
fordómum sem er að finna í ýmsum
félagasamtökum, stofnunum og söfn-
uðum.“
Í félagi við gott fólk
Nadira samsinnir þessu. „Ef ég ætti að
gefa eitt gott ráð til manneskju sem er
að stíga sín fyrstu skref í átt til fullrar
sáttar við sig sjálfa þá er það að ganga
ekki í söfnuð eða á vald annarra sem
eru með fordóma gagnvart því sem
þú ert. Það eykur líkurnar á því að þú
takir sjálfan þig ekki í sátt. Best er að
vera í félagi við gott fólk sem viður-
kennir tilverurétt þinn að fullu.“
Nadira Árnadóttir og Sandra Ríkey Önnudóttir eru giftar og eiga von á barni sem Nadira gengur með. Þær segja
fólk oft telja sig hafa rétt á því að vita allt um einkalíf þeirra vegna þess að þær eru lesbískar. Þær segja staðal-
myndir gefa ranga mynd af lesbíum og þekkja að það að lifa fölsku tilfinningalífi getur haft alvarlegar afleiðingar.
„Fólk heimtar að Fá
að vita öll smáatriði“
kRiStjaNa guðBRaNdSdóttiR
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
Falleg athöfn NadiraogSandragiftusigviðbúddískaathöfn.
Samheldnar Nadira,
SandraogTinnaeru
samheldnaroglífa
róleguoggóðulífi.