Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 18
18 FRÉTTIR 10. september 2010 FÖSTUDAGUR
Krafan vegna lánsins sem kallað var „síðasta lánið undir sólinni sem ætti að afskrifa“ er komin til gamla
Landsbankans frá Arion banka. Björgólfur Thor Björgólfsson og faðir hans voru í sjálfskuldarábyrgð fyrir
láninu sem stendur í sex milljörðum króna. Arion banki og Landsbankinn skiptu á kröfu á hendur Björgólfi
og Exista til að bæta stöðu sína í skuldauppgjöri og nauðasamningum þessara tveggja aðila.
Kröfuskipti Krafa sem Arion
banki átti á hendur Björgólfi
Thor Björgólfssyni og Björgólfi
föður hans hefur færst yfir til
gamla Landsbankans frá Arion
banka í skiptum fyrir kröfu á
hendur Exista. Feðgarnir voru í
sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu
sem stendur í sex milljörðum.
Sex milljarða króna krafa Arion
banka á hendur Björgólfi Thor Björg-
ólfssyni, fjárfesti og fyrrverandi eig-
anda Landsbankans, er komin í eigu
gamla Landsbankans, samkvæmt
heimildum DV. Krafan er tilkomin
vegna láns sem tekið var árið 2005
vegna fjárfestinga í félaginu Sam-
son Properties. Björgólfur Thor er í
sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu. Skila-
nefnd Landsbankans sér því nú um
innheimtu kröfunnar.
Lán þetta er orðið frægt þar sem
greint var frá því, fyrst eftir að sagt var
frá því í fjölmiðlum í fyrra, að lánið
hefði verið tekið í Búnaðarbankan-
um til að kaupa Landsbankann árið
2002. Síðar kom í ljós að um annað
lán væri að ræða. Þeir Björgólfsfeðg-
ar voru báðir í sjálfskuldarábyrgð fyr-
ir láninu en þar sem Björgólfur Guð-
mundsson hefur verið úrskurðaður
gjaldþrota hvílir krafan á Björgólfi
Thor einum.
DV leitaði eftir staðfestingu á
kröfuskiptunum hjá Ragnhildi Sverr-
isdóttur, talsmanni Björgólfs Thors.
Svar Ragnhildar var á þá leið að hún
gæti ekki tjáð sig um málið: „Björg-
ólfur Thor er bundinn trúnaði við
kröfuhafa sína og getur ekki tjáð sig
um einstök atriði skuldauppgjörs
síns.“
Skuldin ógreidd
DV sagði frá því á miðvikudaginn að
liður í nýlegu skuldauppgjöri Björg-
ólfs Thors hefði verið samkomulag
við Arion banka um að hann fengi
þriggja ára frest til að greiða skuld-
ina. Uppgjörið á þessari skuld er
hins vegar ekki inni á borði hjá Ari on
banka heldur hjá skilanefnd gamla
Landsbankans, samkvæmt þess-
um nýju upplýsingum sem DV hef-
ur undir höndum. Því er ekki rétt
að orða það svo að Arion banki hafi
gert samkomulagið um kröfuna við
Björg ólf Thor heldur er hún hluti
af samkomulagi Landsbankans við
fjárfestinn. Í staðinn fyrir kröfuna
á hendur Björgólfi Thor fær Ari-
on banki kröfu á hendur Exista sem
Landsbankinn átti.
Áður hefur komið fram í fjölmiðl-
um að gamli Landsbankinn gerði
samkomulag við Björgólf Thor sem
felur það í sér að fjárfestirinn fær
nokkurra ára frest til að standa skil
á 27 milljörðum króna sem hann er
í sjálfskuldarábyrgð fyrir við bank-
ann. Ekki er vitað með vissu hvort sex
milljarða króna krafa Arion banka sé
þar á meðal.
Ekkert bendir til að Björgólfur sé
búinn að greiða Landsbankanum
þessa sex milljarða króna kröfu og
mun endanlegt uppgjör á skuldinni
væntanlega fara fram þegar gengið
hefur verið frá sölunni á lyfjafyrir-
tækinu Actavis sem hann er eigandi
að. Gamli Landsbankinn mun hins
vegar vera með traust veð í Actavis
fyrir þessari tilteknu skuld og verð-
ur hún því væntanlega greidd á end-
anum þegar gengið verður frá sölu
lyfjafyrirtækisins. Greiðslu á skuld-
inni er því frestað um nokkur ár.
Innheimtuhagræði ástæðan
Ástæðan fyrir því að bankarnir tveir
skiptust á kröfunum mun vera sú að
báðir bankarnir hafi séð innheimtu-
hagræði í því að fá kröfur hins bank-
ans til sín. Exista er einn stærsti
skuldari Arion banka og Björgólf-
ur Thor er með stærri skuldurum
Landsbankans. Á móti kemur að
Björgólfur Thor er ekki nærri því eins
stór skuldari Arion banka og Exista
er sömuleiðis ekki eins stór skuld-
ari hjá Landsbankanum. Með þess-
um skiptum eru báðir bankarnir því
að styrkja stöðu sína gegn tveimur
stórum skuldurum með því að bæta
við sig kröfum annarra fjármálafyrir-
tækja á hendur þeim. Landsbankinn
styrkir stöðu sína í skuldauppgjöri
Björgólfs Thors og Arion banki styrk-
ir sína stöðu í nauðasamningum Ex-
ista sem nú hafa verið samþykktir.
Skilanefnd gamla Landsbank-
ans mun hafa hvatt til þessara
kröfuskipta sem voru liður í skulda-
uppgjöri Björgólfs Thors við lánar-
drottna sína. Kröfuskiptin voru því
gerð með hagsmuni þessara tveggja
lánardrottna Björgólfs Thors að leið-
arljósi.
ARION-SKULD BJÖRGÓLFS
KOMIN TIL LANDSBANKANS
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Ekkert bendir til að Björgólfur sé búinn að greiða Landsbankanum
þessa sex milljarða króna kröfu.
Til Arion Krafa Landsbankans á hendur Exista er nú komin til Arion banka í skiptum fyrir Björgólfskröfuna.