Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 20
Það er ofsögum sagt að aðgengi að höfuðstöðvum Orkuveitunnar sé auðvelt. Blaðamaður sóttist eftir því að skoða fundarherbergi, bókasafn, margumrætt eldhús og aðrar vist- arverur. Fyrstu viðbrögð sem blaða- maður fékk við beiðni sinni var eftir- farandi bréf sem Guðjón Magnússon sviðsstjóri sendi, en það var einnig stílað á Eirík Hjálmarsson, Helga Þór Ingason, forstjóra Orkuveitunnar, og Harald Flosa Tryggvason, stjórnar- formann fyrirtækisins. Myndatökur ekki heimilaðar „Ekki eru heimilar myndatökur ut- anaðkomandi aðila í húsnæði Orku- veitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi 1. Ef áhugi er fyrir hendi að birta myndir sem teknar eru innanhúss er á það bent að Orkuveitan á myndir sem teknar hafa verið á flestum hæðum hússins sem gefa glögga mynd af að- búnaði og húsakosti og er velkomið að veita aðgang að þeim. Ef áhugi er fyrir hendi á að fá slíkar myndir er hlutaðeigandi beðinn um að senda lista yfir það myndefni sem áhugi er á að fá og verða þær myndir sendar í fullnægjandi gæðum. Bent er á að einstaka rými í húsinu eru öryggis- svæði og myndbirtingar ekki heimil- ar af þeim.“ Eftir móttöku bréfsins hafði blaðamaður beint samband við Guð- jón sem útskýrði að starfsmenn ynnu í opnu rými og því væru svona heim- sóknir erfiðar. Eftir að blaðamaður hafði bent Guðjóni á að fulltrúar DV myndu fylgja í öllu fyrirmælum um hvar mætti og hvar mætti ekki smella af ljósmyndum sættist Guðjón á að það væri óhætt að taka á móti blaða- manni og ljósmyndara. Hann vísaði beiðninni hins vegar áfram til forstjórans Helga Þórs Inga- sonar. Helgi gaf ekki kost á sér til við- tals um heimsóknina en blaðamað- ur fékk þá gefið samband við Eirík Hjálmarsson upplýsingafulltrúa sem ræddi við hann um þær hömlur sem heimsókninni yrðu settar. Neikvæð umræða veldur trega Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavík- ur áttu á sínum tíma að sögn stjórn- enda OR að marka tímamót í gerð opinberra bygginga á Íslandi. Ekk- ert var sparað og öllu til tjaldað. Kostnaður við bygginguna vakti at- hygli enda fór hann töluvert fram úr áætlun. Heildarkostnaður nam um 5.800 milljónum króna en kostn- aðaráætlun sem síðar kom í ljós að var meingölluð hafði hljóðað upp á 2.676 milljónir. Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður, sagði að fyrir utan gallaða kostnaðaráætl- un þar sem ekki væri gert ráð fyrir mikilvægri loftræstingu væri erfitt að henda reiður á hvers vegna kostnað- urin varð svo mikill: „Þetta voru bara alls konar litlir hlutir,“ var haft eftir honum vegna þessa þegar bygging- in var vígð. Hvort sem um er að ræða við- kvæmni forráðamanna Orkuveit- unnar fyrir þeim íburði fortíðar sem nú á þátt í því að sliga fyrirtækið eða strangar öryggiskröfur og tillit við starfsmenn hvað varðar umgengni í húsinu er ljóst að blaðamaður verð- ur að hlíta reglum hvað varðar heim- sóknina í höllina. Það er Helgi Pétursson sem leið- ir blaðamann og ljósmyndara um svæðið. Hann tekur á móti okkur og útskýrir að við megum víst fara að- eins víðar en upphaflega var áætlað. Starfsmenn Orkuveitunnar séu vin- gjarnlegir upp til hópa og ekki eins viðkvæmir fyrir heimsókn okkar og áður hafði komið fram. Reyndar séu þeir samhuga um að sýna almenn- ingi fram á að í Orkuveitunni vinni ábyrgir og samviskusamir starfs- menn sem vilji íslensku þjóðfélagi vel. „Í Orkuveitunni vinna 623 starfs- menn,“ útskýrir Helgi. „Fólki hef- ur liðið vel hér þótt starfsandinn sé með daprara móti þessa dagana. Það stafar auðvitað af neikvæðri umræðu um Orkuveituna. Starfsmenn hér eru tryggir og taka umræðuna nærri sér og það er ef til vill þess vegna sem móttökurnar voru stirðar í upphafi. Forráðamenn hafa viljað vernda starfsmenn fyrir áreiti eins og frekast er unnt.“ Íburðurinn höggvinn í spað Blaðamaður og ljósmyndari fylgja Helga frá neðstu hæð hússins þar sem einu sinni var útibú Sparisjóðs vélstjóra en hýsir nú almenna af- greiðslu viðskiptavina og fara upp á efstu hæð. Lofthæð byggingarinnar er nærri 23 metrar. Á efstu hæð þar sem skrifstofur stjórnenda Orkuveit- unnar voru staðsettar áður er heldur tómlegt um að litast. Þar er búið að rýma svæðið sem er laust til útleigu. Eitt borðanna er heldur draslara- legt og það vekur athygli okkar að á því liggur öxi. Útlit borðsins er tákn- rænt. Það á að skera niður, jafnvel höggva allan umframkostnað í spað. Helgi segir leiguverð á sjöttu hæð vera 2.400 krónur á fermetra að við- bættri þjónustu sem að sumu leyti sé valkvæð. Rýmið er 745 fermetrar að stærð svo ætla má að leiguverðið verði um 1.788.000 krónur á mánuði. Hvergi fínar kápur og frakkar Á skrifstofum framkvæmdasviðs vek- ur athygli að í fatahenginu í skrifstof- urýminu hanga ekki fínar kápur og frakkar heldur hjálmar, vinnuskór og úlpur. Hér vinna verkfræðingar að ýmsum athugunum og rannsóknum er varða starfsemi fyrirtækisins. Við lítum svo við á vinnu– og viðhalds- svæði þar sem hugað er að vélakosti Orkuveitunnar. Hér er ekkert fínerí og unnið í hverju horni. Starfsmenn eru vel til fara í vinnufatnaði merkt- um Orkuveitunni. „Starfsaldur er hár í þessu fyrirtæki,“ segir Helgi okkur. „Hér kemur fólk til starfa og fer svo ekkert aftur,“ segir hann og bætir við að af því séu forráðamenn stoltir. Hún særi því augljóslega umræðan um kröfur um þrengra starfsmanna- hald. Já, og nú er komið að því. Við erum á leiðinni í glæsieldhúsið sem við höfum kynnt okkur á mynd- bandi á netinu þar sem virðist stirna af glæsileikanum. Á leiðinni inn í myrkvað eldhúsið heldur blaða- maður að hann finni lyktina af reyk- tri bleikju og gengur á ilminn. Helgi finnur ekki rofann til að kveikja ljós- in og því fikrum við ljósmyndari okkur um í myrkrinu, spennt yfir því að fá ofbirtu í augun af fegurðinni. Helgi finnur loksins rofann sem er vel falinn og okkur verður kostur- inn ljós. Glæsiundrið góða Nú já, heyrist upphátt í blaðamanni. Vissulega er eldhúsið stórt og vel búið tækjum en að það sé stórkost- legt glæsiundur væru ýkjur. Þarna eru þrír stórir kæliklefar fullir af mat, fjöldi ofna, hitaskápur til reykingar og stórir súpupottar. Helgi útskýrir að þegar ákveðið hafi verið að byggja eldhús þá hafi verið haft að leiðarljósi að Orkuveit- an myndi hætta að kaupa tilbúinn bakkamat og í staðinn skyldi allur matur eldaður á staðnum. Hér sé allt eldað og bakað, brauðmetið og kökurnar líka. Helgi telur það óréttlátt að halda því fram að eldhúsið og aðstaða starfsmanna sé það sem mestu skipt- ir þegar rætt er um slæma fjárhags- stöðu Orkuveitunnar. Hér sé eldað- ur og framreiddur matur fyrir sex hundruð manns á degi hverjum og þess vegna varla hægt að kalla það eitt bruðl. En hvað um allt umstangið við eldhúsið og margumrædd veislu- höld? Helgi útskýrir að í eldhúsinu starfi 17 manns sem skiptist á þrjár starfsstöðvar fyrirtækisins, Nesja- velli, Hellisheiði og Bæjarháls. „Í dag er fjöldinn sem mætir í veisl- ur óverulegur,“ segir Helgi og legg- ur áherslu á að það séu ekki tækin, tólin og byggingin sem séu aðalat- riðið heldur þær ákvarðanir sem hafa verið teknar varðandi notkun- ina og stefnu í fjárfestingum. „Hér hafa margir og mismunandi stjórn- málamenn haft áhrif og starfsemin hefur tekið mið af því. Forsetinn og stjórnmálamenn innan ríkisstjórn- ar og borgarstjórnar hafa nýtt sér höfuðstöðvarnar sem og aðstöðu á Hellisheiði og við Nesjavelli til land- kynningar. Hér hafa ótal þjóðhöfð- ingjar og aðrir gestir komið og þegið veitingar og kynnst kostum náttúru- auðlinda okkar og þekkingu okkar á þeim. Þetta er mikilvægt starf sem hefur auðvitað áhrif á rekstrarkostn- að okkar. Nú er hins vegar við hæfi að sýna hagkvæmni hvað varðar alla kostnaðarliði og þá verða allir sem hafa komið að þessum þætti að taka sig saman um það.“ 20 FRÉTTIR 10. september 2010 FÖSTUDAGUR Blaðamaður: Sæll, það varðar heimsókn til ykkar. Veistu af erindinu? Eiríkur: Er ekki búið að svara þér? Blaðamaður: Viltu sem sagt ekki fá okkur í heimsókn? Eiríkur: Af hverju ertu að leggja mér orð í munn, væna mín? Blm.: Nei, ég er nú bara að spyrja af því ég skil þetta ekki, viltu ekki fá okkur í heimsókn? Eiríkur: Það er bara ekki þannig hér að fólk ráfi hér um húsið á eigin vegum, öryggiskröfur til þessa húsnæðis eru með þeim hætti að það er bara ekki gert þannig. Blm.: En myndi ekki einhver veita mér leiðsögn um húsnæðið og sjá til þess? Eiríkur: Segðu mér bara hvað þú hefur í huga. Blm.: Ég er búin að útskýra hvað ég hef í huga. Mig langar til að skoða húsnæðið, eldhúsið, fundarherbergi og fleira í húsinu og kynna mér betur starfsemi þess. Eiríkur: Listaðu þessu upp og ég skal gera ráðstafanir til að þetta sé hægt. Blm.: En nú hef ég komið áður að skoða fyrirtækið. Sem starfsmaður annars fyrirtækis, þá voru engin vandamál. Eiríkur: Ef að þú ert að tala um ljósmyndatöku og annað þvíumlíkt til birtingar í fjölmiðli að þá gilda aðrar reglur um það en gestkomendur hjá einhverju fyrirtæki úti í bæ. Þú hlýtur að skilja það? Blm.: Jú, ég geri það, en ef það er gert í leiðsögn þá hlýtur sú manneskja að hafa stjórn á því. Eiríkur: Listaðu upp því sem þú ert að spá. Skjóttu á mig tölvupósti. Blm.: Hvers vegna finnst ykkur þetta svona mikið mál, mig langar til að vita það? Eiríkur: Jú, okkur finnst það talsvert mál. Það eru nokkur sjónarmið í því. Í fyrsta lagi eru ákveðin öryggissvæði í húsinu og í kringum þau er engin myndataka leyfð, í öðru lagi þá er starfsfólk hér að vinna sem við leyfum ekki myndatökur af nema með samþykki þess sjálfs fyrirfram. Það eru svona hlutir skilurðu? Blm.: Við höfum það alls ekki í huga. Það hefur komið fram. Okkur finnst það ekkert smekklegt. Ég er alveg sammála því. Eiríkur: Æi, farðu nú ekkert að segja mér eitthvað um smekklegheit. Blm.: Nei, nei, þú veist náttúrulega ekki að ég hef verið í sambandi í nokkra daga og ég get ekki sagt að viðmótið sé vingjarnlegt og það þrátt fyrir að ég sé aðeins að biðja um að fá að koma í heimsókn og skoða húsnæðið og útskýrt mörgum sinnum að það vaki ekkert annað fyrir mér. Eiríkur: Segðu mér hvaða þætti þú vilt kynna þér. Það er líka fólk úti um allan bæ að vinna í skurðum og ljósastaurum úti í bæ. Mestur hluti starfsfólksins vinnur þar. Viltu ekki bara taka mynd af því? Blm.: Nei, við viljum bara skoða bygginguna. Eiríkur: Jú, það eru bara ákveðnar hömlur þar á. Sendu mér póst. Þú kemur honum á mig. Blm.: Hvenær fæ ég viðbrögð við honum? Ég hef beðið svo lengi. Eiríkur: Bara í dag, vonandi. Eiríkur hafði samband síðar og bauð blaðamanni eftirfarandi sem hann og þáði með þökkum: Heil og sæl. Hef farið yfir málið með fólki hér í húsinu og þetta er kosturinn: Þið fáið aðgang að afgreiðslurými í húsinu á 1. hæð, skrifstofurými sem er til útleigu á 6. hæð og getið myndað í eldhúsinu þegar það er ekki í notkun, sem er helst seinni part dags. Blaðamaður rekur augu í uppskrift að djöflatertu á vegg eldhússins. Honum líst svo vel á hana að hann spyr hvort hann megi ekki gefa lesendum sínum uppskriftina. Magntölurnar þarf auðvitað að laga. Djöflaterta að hætti Orkuveitunnar: n 9 kg hveiti n 12 kg sykur n 1,6 kg kakó n 20 msk lyftiduft n 10 msk matarsódi n 10 msk vanilludropar n 80 egg n 5 l mjólk n 5 l kaffi n 4 kg smjör (brætt) Aðferð: Þurrefnin í skál, síðan er vökva og eggjum hellt saman við og allt hrært saman rólega. Unnið stuttlega í hrærivél (2 til 3 mín). Bakað við 175 °C í 15 til 20 mín. Kremið: n 4 bollar flórsykur n 1/2 bolli heit mjólk n 2 tsk. neskaffi - hrært saman. n 150 gr. brætt smjör n 1 bolli kakó - blandað saman við. Orkuveitukaka ERFITT AÐ FÁ AÐ SKOÐA UMDEILDA BYGGINGU Blaðamaður og ljósmyndari DV fengu eftir mikið bras og þras að heimsækja höfuðstöðvar Orkuveitunnar og kynnast aðstæðum starfsmanna. Meðal þess sem fyrir augu bar var margumtalað eldhús Orkuveitunnar sem er stórt og vel tækjum búið. Tómlegt er um að litast á efstu hæðinni enda búið að rýma svæðið sem er laust til útleigu. „Fólki hefur liðið vel hér þótt starfsandinn sé með daprara móti þessa dagana,“ segir Helgi Pétursson, almannatengslafulltrúi Orkuveitunnar. Í Orkuveitunni vinna 623 starfs- menn,“ útskýrir Helgi. „Fólki hefur liðið vel hér þótt starfsandinn sé með daprara móti þessa dagana. Það stafar auð- vitað af neikvæðri um- ræðu um Orkuveituna.“ KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.