Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 24
24 erlent 10. september 2010 föstudagur
Evrópska lögreglan Europol fullyrð-
ir að mótorhjólagengi álfunnar hafi
aukið starfsemi sína mikið á síðustu
árum og undanfarið einna helst í
Austur-Evrópu. Vitað er að gengin
stunda skipulagða glæpastarfsemi á
víðum grundvelli: Fjársvik, fjárkúgun.
Morð og limlestingar. Vopnasmygl
og mansal. Rán og fíkniefnasmygl.
Margir meðlimir þessara gengja eru
stórglæpamenn.
Ein helsta forsenda aukinnar
starfsemi Hells Angels, Bandidos og
sambærilegra mótorhjólagengja er
samkvæmt Euro pol aukið alþjóðlegt
samstarf þeirra í löndum Evrópu og
innlimun nýrra meðlima í ólíkum
löndum. Gengin stundi skipulagða
útrás sem vex hratt dag frá degi.
Samkvæmt Europol hafa Hells
Angels töglin og hagldirnar á evr-
ópska kókaínmarkaðnum og eru
samtökin stórvirk í framleiðslu og
dreifingu á kannabis og amfetamíni.
Amfetamínið er framleitt í Litháen
og skipulögð glæpagengi vinna náið
með mótorhjólagengjum þar í landi
við dreifingu efnanna.
Tyrkland fíkniefnahöfn
Ein af aðferðunum til að ná völdum
yfir fíkniefnamörkuðum er að mynda
bandalög sem ná yfir landamæri og
á milli stórra og smærri gengja inn-
anlands. Þannig byggja mótorhjóla-
gengin sterka innviði, græða meira og
öðlast síðast en ekki síst meiri reynslu.
Gengin nota hina hefðbundnu leið
um Balkanskagann þegar fíkniefn-
unum er smyglað til Evrópu. Þar er
Tyrkland helsta viðkomuland fíkni-
efnanna. Tyrknesk yfirvöld hafa á
undanförnum árum tekið eftir mik-
illi fjölgun meðlima í Hells Angels.
Auk þess hafa Hells Angels myndað
bandalög við gengi í Albaníu, Búlgar-
íu og Makedóníu.
Átök á milli gengja
Ólík mótorhjólagengi berjast um hina
gróðavænlegu markaði í Suður- og
Austur-Evrópu. Ofbeldi hefur aukist
og Europol býst við nýrri og enn alvar-
legri ofbeldisöldu þegar enn önnur
mótorhjólagengi munu herja á Hells
Angels í þessum hluta Evrópu.
Lögreglan segir að mótorhjóla-
gengin noti löglega þætti samfé-
lagsins til peningaþvættis og myndi
sambönd við stjórnvöld og
valdamikið fólk. Þá er vitað að
gengin hafa hrundið af stað
átaki til að bæta ímynd þeirra
í fjölmiðlum.
Europol stýrir nú verkefni
innan Evrópusambandsins
þar sem lögregluyfirvöld í
ríkjunum vinna saman að
baráttunni gegn þessum
gengjum. Verkefnið miðar
að því að stjórnvöld kort-
leggi starfsemina og hvern-
ig hún tengist á milli ríkja.
Europol segir að mjög mik-
ilvægt sé að rannsaka öll
gengin til þess að stjórnvöld
og lögregla geti einbeitt sér
að glæpamönnunum en
ekki hópum venjulegra
mótorhjólaáhugamanna.
Aðdáendahópar
Líkt og á öðrum Norðurlöndum
hafa mótorhjólagengin Hells Angels
og Bandidos skotið föstum rótum í
Noregi. Dagblaðið Aftenposten full-
yrðir að þeim vaxi nú stöðugt ás-
megin. Gengin leggi sífellt undir sig
nýjar borgir og bæjarfélög. Þar komi
þau upp stórum hópum aðdáenda,
sem fái að koma í veislur og á tón-
leika gegn því að vinna ýmis verk fyr-
ir gengin, en séu hins vegar ekki full-
gildir meðlimir.
Í Svíþjóð eru Vítisenglar stærstu
glæpasamtökin sem koma að skipu-
lagðri glæpastarfsemi. Meðlimir
Vítis engla eru á bilinu 100 til 120 tals-
ins. Fjölmargir áhangendaklúbbar
fylgja samtökunum og þegar þeir
eru taldir með eru meðlimirnir á bil-
inu 500 til 600 talsins.
Vítisenglar í Noregi hafa undan-
farið komið undir sig fótunum í
hefðbundnum atvinnugreinum.
Þeir þurfa sífellt að finna leiðir til að
koma peningum úr fíkniefnaheim-
inum í umferð og eru farnir að nota
viðskiptalífið til þess. Norska lögregl-
an hefur rakið slóð peninga frá Hells
Angels inn í fasteigna- og byggingar-
iðnaðinn, sem og inn í veitingahúsa-
rekstur og aðra hefðbundna atvinnu-
starfsemi. Margir meðlima Vítisengla
í Noregi hafa búið til fyrirtæki á eigin
nöfnum sem þeir nota til að kaupa
eignir og koma þannig „svörtum”
Hells Angels í útrás
helgi hrAfn guðmundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Samkvæmt Euro pol hafa Hells
Angels töglin og hagld
irnar á evrópska kóka
ínmarkaðnum og eru
samtökin stórvirk í fram
leiðslu og dreifingu á
kannabis og amfetamíni.
Vikulegir fundir
Haraldur Johannessen ríkislögreglu-
stjóri hefur opinberlega sagst vilja
banna Vítisengla á Íslandi. Embætti
hans vill meina að MC Iceland leiti
að ungmennum til að stofna götu-
gengi, svokallaðar stuðningsgrúppur
við klúbbinn, eins og tíðkast í öðrum
löndum. Þessar stuðningsgrúppur
séu ekki viðurkenndir Vítisenglar en
sjái um að fremja glæpi fyrir þá.
Stýrihópur á vegum Harald-
ar vill einnig meina að MC Iceland
hafi boðið meðlimum annarra mót-
orhjólaklúbba á Íslandi að heim-
sækja sig en þau samskipti hafi öll
verið á vinalegum nótum. Þá bendi
ýmislegt til þess að tveir íslensk-
ir mótorhjólaklúbbar séu nú þeg-
ar stuðningsklúbbar MC Iceland og
mótorhjólamenn sem tengjast al-
þjóðlegu samtökunum þannig orðn-
ir hátt í 200 talsins.
Uppbygging Hells Angels er
ógagnsæ, líkt og á við um Frímúr-
arareglur, þar sem lítið er vitað op-
inberlega um starfsemi og uppbygg-
ingu samtakanna. Þó hafa meðlimir
samtakanna erlendis lagt áherslu á
að þeir séu venjulegir heimilisfeður
sem hafi áhuga á mótorhjólum.
Mjög stutt
Ljóst er að MC Iceland er á þrösk-
uldi þess að gerast fullgildur með-
limur Vítisengla og að yfirvöld
2 miðvikudagur 9. júní 2010 fréttir
„Þá verðum við
ekki stöðvaðir“
Einar Ingi Marteinsson, forseti MC Ice-
land, segir að mótorhjólaklúbburinn til-
heyri Hells Angels-samtökunum og að
stutt sé í að hann hljóti svokallaða full-
gildingu. Hann segir samtökin ganga út á
bræðralag og fjölskyldubönd og gefur lítið
út á stimpil íslenskra yfirvalda um skipu-
lagða glæpastarfsemi á þeirra vegum.
„Við erum fjölskylduklúbbur fyrst
og fremst, ekki glæpasamtök,“ segir
Einar Ingi Marteinsson, oft nefnd-
ur Einar „Boom“, forseti mótor-
hjólasamtakanna MC Iceland á Ís-
landi. Samtökin eru nú á þröskuldi
þess að verða fullgildir meðlimir að
Hells Angels eða Vítisenglum, mót-
orhjólasamtökunum alþjóðlegu.
Blaðamaður DV heimsótti
klúbbhús MC Iceland á miðviku-
dag þar sem ríkti afslöppuð og róleg
stemning í veðurblíðunni. Svoköll-
uð fullgilding mótorhjólaklúbbs-
ins mun ganga í gegn í haust, ári
eftir að klúbburinn náði því skrefi
að verða svokallaður „prospect“-
klúbbur. Það gerðist 28. ágúst síð-
astliðinn og búist er við að fullgild-
ingin eigi sér stað eftir að ár er liðið
frá því. Samkvæmt heimildum DV
hefur félagið nú þegar verið stofn-
að, félagasamtökin HA Iceland,
sem stendur fyrir Hells Angels Ice-
land, og fullgildingarinnar er beðið
með nokkurri eftirvæntingu.
Vita betur
Áður gekk mótorhjólaklúbburinn
undir nafninu Fáfnir og undir því
heiti hlaut hann nafnbótina „hang-
around“, sem þýðir að meðlimir
klúbbsins máttu sækja viðburði hjá
alþjóðasamtökunum. Eftir því sem
DV kemst næst tók það mörg ár fyr-
ir Fáfni að hljóta þessa stöðu innan
Hells Angels. Það var svo síðastlið-
ið haust, í lok ágústmánaðar, sem
næsta skref var tekið og klúbbur-
inn, sem þá hét ekki lengur Fáfnir
heldur MC Iceland, hlaut nafnbót-
ina „prospect“. Sá titill færir klúbb-
inn að þröskuldnum og næsta skref
er full aðild að alþjóðlegu mótor-
hjólasamtökunum.
Einar bendir á að mótorhjóla-
klúbburinn sé í raun hluti af Hells
Angels-samtökunum alþjóðlegu
þó að fullgilding hans sé ekki end-
anlega gengin í gegn. Stýrihóp-
ur hefur verið starfræktur innan
embættis ríkislögreglustjóra til að
sporna við því að Vítisenglar nái
fótfestu á landinu. Aðspurður gef-
ur Einar lítið út á stimpilinn sem
lögregluyfirvöld setja á mótor-
hjólasamtökin hérlendis. „Þetta er
þeirra mál. Við vitum betur,“ segir
Einar.
Það er mjög stutt í að við gerumst
fullgildir meðlimir. Það
er sama hvað verður
reynt, þá verðum við
ekki stöðvaðir.
traustI hafstEInsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
n Samtökin Hells Angels voru fyrst stofnuð á Norðurlöndunum í Danmörku árið 1980. Danska lögreglan hefur talsverðar áhyggjur af því sem hún kallar rokkaragengi, líkt og Hells Angels. Í skýrslu hennar fyrir árið 2008 kemur fram að um 120 meðlimir séu í dönsku samtökunum og 113 í stuðningsgrúppu þeirra, mótorhjólagrúppunni AK81. Lögreglan telur að það ár hafi nærri 80 skotbardagar á almannafæri tengst Hells Angels-samtökunum.
Danskir meðlimir alþjóðlegu mótorhjólasamtakanna voru ákærðir 87 sinnum árið 2008 fyrir alvarlega glæpi og dæmdir 61 sinni fyrir ofbeldi, vopnaða glæpi og fíkniefnaviðskipti. Tíðni glæpa er nokkuð hærri meðal meðlima AK81 og voru 314 ákærur um alvarlega glæpi gefnar út á hendur meðlimum klúbbsins á síðasta ári og 164 dómar féllu.
vítisenglar í danmörku
n Klúbburinn, sem áður var þekktur
sem Fáfnir, hafði stöðuna „hangar-
ound“ í að minnsta kosti eitt ár. Það tók
hann hins vegar um átta ár að fá þessa
stöðu innan samtakanna. Þeim sem
hafa þessa stöðu er boðið á viðburði
hjá Vítisenglunum og fá að hitta
meðlimi. Þeir þurfa að vera til staðar
allan sólarhringinn fyrir samtökin.
n Því næst fékk MC Iceland stöðu
„prospect“, eða væntanlegs félaga,
sem hann hefur núna. Hann tekur þátt
í uppákomum Hells Angels en hefur
ekki full réttindi meðlima.
n Ferlinu lýkur með fullri aðild að Hells
Angels og má búast við að MC Iceland
fái þá stöðu í haust.
Leiðin inn í Hells angels
Harðsvíraðir og þaulskipulagðir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglu-
stjóri á Suðurnesjum, fékk vísbendingar
um ferð meðlima MC Iceland til Tékklands
á dögunum. Hún segist meðvituð um
að stutt sé í að samtökin verði fullgildur
meðlimur. „Við fengum upplýsingar um
að þar hafi þeir ekki fengið fullgildingu
heldur verði það að öllum líkindum gert
í ágúst,“ segir Sigríður. Aðspurð um hvort
og þá hvernig lögreglan muni bregðast
við segir hún: „Það er ekkert leyndarmál
að lögreglan hefur barist gegn því að það
verði fullgild Vítisenglasamtök á Íslandi og við munum áfram beita öllum þeim aðferðum sem við getum til þess.“
Lögreglan vill gera allt til þess að koma í veg fyrir inngöngu MC Iceland í Hells Angels-samtökin. Það segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á
Suðurnesjum, alveg skýrt og að öllum löglegum leiðum verði beitt til að hindra það. „Okkur líst ekki á þessi samtök og bendum á að erlendir meðlimir þeirra eru harðsvíraðir. Tengsl íslenska klúbbsins við heimssamtökin hafa undanfarið styrkst verulega og hann er á þröskuldi fullrar aðildar. Ekkert land þar sam klúbbur hefur fengið fulla aðild hefur náð að losna við samtökin aftur,“ sagði Sigríður Björk í samtali við DV fyrir skemmstu.
„Við erum smátt samfélag og megum mjög illa við komu Vítisengla. Við teljum einfaldlega að þessi samtök eigi ekki að vera starfandi á Íslandi og munum beita öllum löglegum aðferðum til að hindra að þau nái hér fótfestu. Þetta er enginn geðþóttaákvörðun heldur er það staðreynd að samtökin tengjast alls konar ofbeldi og glæpastarfsemi í öðrum löndum og hætta á að þannig verði það líka hér.“ einar@dv.is
forseti MC Iceland „Við erum
fjölskylduklúbbur fyrst og fremst,
ekki glæpasamtök,“ segir Einar.
Mynd hörður sVEInsson
fréttir 9. júní 2010 miðvikudagur 3
vinna hörðum höndum að því að
koma í veg fyrir það. Einar segir
enga ástæðu til að óttast því mót-
orhjólaklúbburinn sé ekki glæpa-
samtök heldur fjölskylduklúbbur.
„Þetta er mótorhjólaklúbbur sem
snýst um bræðralag og að hlúa
að fjölskyldunum okkar. Allir hjá
okkur eru þátttakendur og klúbb-
urinn snýst um að hjóla saman,“
segir Einar.
Meðlimir MC Iceland eru ný-
komnir af alþjóðlegum fundi Hells
Angels-samtakanna sem haldinn
var í Prag, höfuðborg Tékklands.
Vonir standa til þess að á næsta
fundi sem fram fer í haust gangi
fullgildingin í gegn. „Það er mjög
stutt í að við gerumst fullgildir
meðlimir. Það er sama hvað verð-
ur reynt, þá verðum við ekki stöðv-
aðir,“ bætir Einar „Boom“ við.
vatnið í
einkaeigu
Vatnalögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi verði frumvarp iðnaðarráðherra um afnám þeirra ekki afgreitt fyrir þinglok. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist vona að frumvarpið fái afgreiðslu. Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi í iðnaðarnefnd, segir að sameign á vatni gangi ekki upp og bendir í því samhengi á Sovétríkin.
Umdeild vatnalög frá 2006 taka gildi
1. júlí ef Alþingi nær ekki að afgreiða
frumvarp iðnaðarráðherra sem kveð-
ur á um afnám þeirra. Nú þegar tæp
vika er til þingloka 15. júní er frum-
varpið enn til meðferðar hjá iðnaðar-
nefnd, og tvær umræður um málið því
eftir. Óvíst er því hvort Alþingi nær að
ljúka málinu, því tugir annarra frum-
varpa verða á dagskrá á næstu dögum.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra segist vona að frumvarp henn-
ar verði samþykkt fyrir þinglok. „Í
mínum huga eru lögin frá 2006 eng-
inn valkostur því sjálfstæðismenn og
framsóknarmenn vildu einkavæða
vatnið,“ segir Katrín.
Tryggvi Þór Herbertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, segir að sam-
eignarfyrirkomulagið hafi ekki reynst
vel í heiminum, til dæmis í Sovétríkj-
unum.
Eignarréttur á vatni
Vatnalög sem afgreidd voru frá Alþingi
árið 2006 fjalla í sjö greinum um eign-
arrétt á vatni. Þar segir meðal annars
að öllu jarðnæði eða fasteign, þar með
talið þjóðlendu, fylgi eignarréttur að
því vatni sem á henni eða undir henni
er eða um hana rennur.
Í lögunum eru einnig takmarkanir
á framsali vatnsréttinda. „Ríki, sveit-
arfélögum og fyrirtækjum, sem alfarið
eru í eigu þeirra, er óheimilt að fram-
selja beint eða óbeint og með varan-
legum hætti eignarrétt að vatni sem
hefur að geyma virkjanlegt afl umfram
10 megawött.“
Gildistöku laganna hefur ítrekað
verið frestað og á meðan hafa vatna-
lögin frá 1923 verið í gildi.
Iðnaðarráðherra vonar
Katrín Júlíusdóttir segir mjög brýnt
að frumvarp hennar um afnám lag-
anna frá 2006 verði tekið fyrir áður en
þingi er slitið á þriðjudaginn. Iðnað-
arráðherra ætlar í stað vatnalaganna
2006 að leggja fram nýtt frumvarp til
vatnalaga sem tryggja á almannarétt
yfir vatnsauðlindinni betur en eldri
lög. „Vonandi verður málið afgreitt á
næstu dögum. Ég hef ekki heyrt ann-
að en að það takist. Þetta mál er á for-
gangslista. Það er pólítískur vilji fyrir
því hjá þessum þingmeirihluta. Ég er
að leggja lokahönd á nýtt frumvarp til
vatnalaga. Það verður kynnt á næstu
vikum og tekið fyrir í haust,“ segir iðn-
aðarráðherra.
Eigum að verja vatnið
Skúli Helgason, Samfylkingu, er for-
maður iðnaðarnefndar. „Ég geri mér
vonir um að við náum að klára um-
fjöllun um málið í nefndinni í vik-
unni. Það er klárlega okkar sýn að við
eigum að verja vatnið sem sameigin-
lega auðlind þjóðarinnar, en sýn ann-
arra, sér í lagi sjálfstæðismanna, hefur
verið önnur. Afnám vatnalaganna frá
2006 verður einnig til að sýna fram á
að þau ganga gegn grundvallarhug-
myndum um að vatnið sé þjóðareign.
Með þeim er verið að styrkja einka-
eignarréttinn á vatnsréttindum og
það gengur gegn okkar sannfæringu,“
segir Skúli sem getur þó ekki slegið
því föstu að málið verði afgreitt fyrir
15. júní. „Það getur enginn einn mað-
ur fullyrt að neitt mál fari í gegn, það
er á endanum alltaf háð því hvernig
gengur að klára þau mál sem liggja
fyrir.“
Sovésk sameign vond
Tryggvi Þór Herbertsson er fulltrúi
sjálfstæðismanna í iðnaðarnefnd.
Hann telur að ekki eigi að afnema
vatnalögin frá 2006, heldur fresta gild-
istöku þeirra og að þverpólitísk nefnd
smíði nýtt frumvarp. Það er viðbú-
ið að miklar deilur verði vegna nýrra
vatnalaga iðnaðarráðherra. „Okkur
sjálfstæðismenn grunar að nú eigi
að fara algjörlega hina leiðina í nýju
frumvarpi iðnaðarráðherra og að sér-
eignarrétturinn verði algerlega skert-
ur og vatnið verði sett í sameign,“ segir
Tryggvi og bendir á mikilvægi eignar-
réttar.
„Það er grundvallarmunur á
hægrimönnum og vinstrimönnum í
því hvernig eigi að fara með eignar-
rétt. Við hægrimenn trúum að eign-
arréttur sé einn af stólpum vestræns
samfélags á meðan sumir vinstri-
menn segja að sameign sé mun betri.
Við sáum af reynslunni í Sovétríkjun-
um og Austur-Þýskaland að sameign
gengur ekki upp.“
HElgI Hrafn guðmundSSon
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Vonandi verður mál-
ið afgreitt á næstu
dögum. Ég hef ekki
heyrt annað en að
það takist.
Vatnið þjóðareign Skúli Helgason,
formaður iðnaðarnefndar, segist ekki
geta fullyrt að frumvarp um afnám
vatnalaganna frá 2006 verði afgreitt á
næstu dögum.
mynd SIgTryggur arI JóHannSSon
Varar við sameign Tryggvi Þór
Herbertsson segir varasamt að afnema
einkarétt á vatni. Í Sovétríkjunum hafi
sýnt sig að sameign gangi ekki upp.
mynd HEIða HElgadóTTIr
Vongóð Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
segist vongóð um að vatnalögin frá 2006 taki
ekki gildi 1. júlí.
Þýskir vítisenglar Europoltelurað
HellsAngelshafistóraukiðumsvifsíná
fíkniefnamarkaðiEvrópumeðauknuog
skipulögðusamstarfiámilliglæpa-
gengjaíólíkumlöndum.mynd reuTers
Evrópska lögreglan Europol segir að mótorhjólasamtökin
Hells Angels vaxi nú hratt vegna vel skipulagðrar útrásar
víða um lönd. Talið er að Hells Angels ráði yfir stórum hluta
kókaín markaðarins í Evrópu en samtökin teygja sig sífellt til
nýrra landa, til dæmis til Tyrklands, þar sem vítisenglum fjölg-
ar ört. Íslenskur vélhjólaklúbbur hefur fullyrt við DV að hann
sé á þröskuldi þess að verða innlimaður í Hells Angels.
9.júní2010