Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 27
„Hann er grínisti, ég tek þessu ekki svo
alvarlega.“
MIE TRYTZ
23 ÁRA, STARFAR Í NEMENDAFÉLAGI
„Mér finnst þau æðisleg.“
ARI SIGURJÓNSSON
35 ÁRA BÍLSTJÓRI
„Mér finnst þau bara fyndin.“
GRÍMUR THORARENSEN
31 ÁRS TÖLVUNARFRÆÐINGUR
„Mér finnst þau ekki sæma honum sem
borgarstjóra.“
SVAVA SVEINBJÖRNSDÓTTIR
76 ÁRA
„Er hann ekki bara hreinskilinn?“
MERCELLE
38 ÁRA FERÐAMAÐUR
VORU KLÁMUMMÆLI JÓNS GNARR VIÐEIGANDI?
BJARKI MÁR ÁRNASON skoraði
markið sem tryggði Tindastóli sæti í
annarri deild að ári. Tindastóll lagði
Árborg 4–3 samanlagt en Stólarnir
stefna hærra í framtíðinni.
SÆTT AÐ SJÁ
BOLTANN INNI
Nú við upphaf
nýs pólitísks
gjörningavetr-
ar bendir flest til
þess að aðeins
eigi eftir að bæt-
ast í það fárviðri
sem undanfar-
in misseri hefur
geisað í íslensk-
um stjórnmál-
um með mis-
vel ígrunduðum
upphlaupum,
allra handa fáti og á tíðum svolít-
ið fyndnu fumi. Ég vona að lesend-
um þyki það ekki allt of hrokafullt
af mér en stundum hefur mér virst
sem fals og fávísi séu lögð að jöfnu
við trausta og faglega íhygli.
Kutar brýndir
Þrátt fyrir uppstokkun í ríkisstjórn-
inni þar sem Gylfa Magnússyni og
Rögnu Árnadóttur var skipt út fyrir
Ögmund Jónasson og hástemmd-
ar yfirlýsingar um að ný uppgangs-
tíð sé hafin í íslensku efnahagslífi
(og gott ef ekki líka rósrauð fram-
tíð í fjármálalífi landsins) eru eig-
inlega öll helstu átakamálin sem
hafa tröllriðið íslensku samfélagi
undangengin misseri ennþá óleyst,
svo sem Icesave, Evrópa, Magma og
skuldavandi heimilanna sem bara
magnast enn hvað svo sem um-
boðsmanni skuldara líður.
Í haust bætast svo fjárlögin við,
auk þess sem allt stefnir í skæru-
hernað á vinnumarkaði ef marka
má hörð ummæli verkalýðsforingj-
anna undanfarið sem virðast nú
þegar vera farnir að brýna kutana.
Ameríska orðalagið „You ain‘t seen
nothing yet“ sem var tamt á tungu
íslenskra stjórnmálamanna fyrir
hrun fær eiginlega alveg nýja merk-
ingu í þessu samhengi.
Sporin hræða
En sporin hræða og því er ég ekkert
svo ýkja bjartsýnn á að okkar góðu
stjórnmálamenn hafi burði, þrek og
þor eða búi við nægilega vænleg-
ar aðstæður til að takast á við þessi
ógnarstóru verkefni sem bíða að-
eins þess eins að septembermánuði
ljúki. Hversu vinnulúnir sem menn
svo sem eru orðnir af puði undan-
farinna missera minnkar bunk-
inn ekki á borði efnahagsvandans
heldur virðist hann stöðugt vaxa og
verða sífellt illskeyttari. Skortur á
almennum aðgerðum í málum al-
mennra skuldara gæti til að mynda
einn og sér riðið ríkisstjórninni að
fullu.
Hvenær og hvort vandinn vex
ríkisstjórninni endanlega yfir höfuð
skal ósagt látið. Alltént er einn ang-
inn sá að þrátt fyrir að ríkisstjórnin
hafi svo sem sæmilega skýra efna-
hagsáætlun tekst henni ekki að
keyra eigið prógramm í gegn. Meiri-
hluti stjórnarliðsins hefur þá stefnu
að semja um Icesave, ganga í ESB
og taka upp evru, laða að erlenda
fjárfestingu og örva efnahagslífið.
En illa gengur að koma stefnunni í
gegn því annar hluti stjórnarliðs-
ins er á móti Icesave, Evrópu og
öllu fjármálabrölti útlendinga hér
á landi. Ríkisstjórnin er því kannski
eins og fótboltalið sem sækir á bæði
mörkin í einu en ver hvorugt. Svo-
leiðis er hvergi vænlegt til árang-
urs — ekki einu sinni í bumbubolta
miðaldra manna í Breiðholti, hvað
þá í efstu deild íslenskra stjórnmála.
Íhygli og fávísi lögð að jöfnu
Til að komast út úr efnahagsvand-
anum og hefja almennilega endur-
reisn í stað fálmkenndra aðgerða
þurfum við að ræða okkur nið-
ur til samstöðu. Hér stendur ann-
ar rýtingur í helsærðri kú íslenska
þjóðarbúsins því að sennilega hef-
ur þjóðmálaumræðan sjaldan ver-
ið lélegri hér á landi. Í bland við
skynsemi og góðar meiningar geng-
ur illa upplýst úlfahjörð um blogg-
heima og símatíma útvarpsstöðva
og lemur með afsöguðu grenitré frá
því í hittifyrra hvern þann sem ekki
gengur álútur rétta braut hins nýja
rétttrúnaðar. Margir þeir sem gott
hafa til málanna að leggja sitja því
fremur heima heldur en að hætta á
að vera látnir ganga plankann und-
an svipuhöggum þeirra sem telja sig
öðrum fremur hafa höndlað sann-
leikann.
Við endurreisum ekki Ísland
með hávaðanum einum sam-
an. Þetta eru ekki ný sannindi,
heldur hefur }lengi verið vitað. Í
endurreisnar starfinu þurfum við að
byggja á þunglamalegri þekkingu
sem því miður fæst ekki nema með
þrotlausu og helst samstilltu puði í
langan tíma.
Óleystu málin bíða enn
MYNDIN
Hver er maðurinn?
„Bjarki Már Árnason.“
Hvar ólstu upp?
„Í Keflavík. Ég fluttist norður 2004.“
Hvað drífur þig áfram?
„Fjölskyldan, fótboltinn og gleðin að
vera til.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
Íslandi?
„Það yrði Noregur. Mamma, pabbi og
systir mín búa þar.“
Hvað borðarðu í morgunmat?
„Cheerios.“
Með hverjum heldurðu í enska?
„Ég er harður Liverpool-maður. Það hefur
verið svolítið erfitt undanfarið en maður
stendur nú alltaf með sínum mönnum í
gegnum súrt og sætt.“
Hvaða bíómynd sástu síðast?
„Við sáum The Expendables um daginn
fyrir Magna-leikinn. Hún var helvíti fín.“
Hvernig var tilfinningin þegar flaut-
að var til leiksloka gegn Árborg?
„Það er hálferfitt að lýsa því. Þetta var
bara ótrúlegt, eitt það magnaðasta sem
ég hef upplifað á vellinum. Bara hrein
unun.“
Var þetta ekki orðið óþarflega tæpt
undir lokin?
„Jú, þetta var svo sem orðið frekar tæpt
en maður hugsaði ekkert út í það. Maður
vildi bara reyna að gera sitt. Það var nú
ansi sætt að sjá boltann inni í markinu.
Manni var létt þá, allavega í smástund.“
Var fagnað fram á nótt?
„Við vorum nú tiltölulega rólegir. Við
fórum bara í grill til formannsins. Ég var
kominn heim um tíu þannig að þetta
var ekkert fram á nótt. Þetta var bara
afskaplega afslappað og þægilegt.“
Á Tindastóll ekki að vera í það
minnsta í annarri deild?
„Jú, það myndi ég segja. Það var náttúru-
lega slys að við fórum niður í fyrra. Það er
verið að byggja upp lið þarna svo það er
fínt að vera kominn í 2. deild. En stefnan
er sett hærra í framtíðinni.“
MAÐUR DAGSINS
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
KJALLARI
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 UMRÆÐA 27
EIRÍKUR
BERGMANN
stjórnmálafræðingur skrifar
Ríkisstjórnin er því kannski eins
og fótboltalið sem sækir
á bæði mörkin í einu en
ver hvorugt.
Blaut borg Það var heldur blautt í miðborg Reykjavíkur á fimmtudag þegar ljósmyndari DV fór á stúfana. Ljóst er að haustið er á næsta leiti og samkvæmt veðurspám verður
áfram votviðri í Reykjavík um helgina þótt hitinn verði þokkalegur. MYND: RÓBERT REYNISSON