Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 28
Æi, Baldur, ég er svo stíf í öxlunum. Nennirðu ekki að nudda mig aðeins?“ spurði konan mín mig upp úr þurru. Við vorum í útilegu á tjaldstæðinu í Fossatúni í Borgarfirði. Höfðum rétt nýlokið við að sporðrenna kolagrilluðum lambal- ærissneiðum - frá Fjallalambi auðvitað. Dagurinn var 25. júní og fimm dagar voru í að frumburðurinn okkar ætti að fæðast, samkvæmt plani. Eins og góðum unnusta sæmir tók ég mér stöðu fyrir aftan konuna og hóf að nudda á henni axlirnar. „Já, að-eins ofar,“ sagði hún og hallaði aftur augunum á meðan við spjölluð- um við föðursystur mína og syni hennar um daginn og veginn. Eftir um hálfrar mínútu nudd rauf hún samræður okkar hinna og sagði stundarhátt: „Baldur... annaðhvort var ég að pissa á mig eða, eða, eða vatnið er farið,“ sagði hún svo ærandi þögn sló á okkur hin. Tíminn stóð í stað og hjartað tók kipp. „Ertu viss?“ spurði ég eins og flón. Auðvitað var hún viss. Þegar hún stóð upp og glært vatnið flæddi í gegnum buxurnar hringdum við í nokkrar ljósmæður og verðandi ömmur, svona til öryggis. Frekari vitna þurfti ekki við. Ég reif niður tjaldið í sérkenni-legu hugarástandi og tróð því öfugu í skottið. Ég man lítið eftir öku- ferðinni til Akraness, þar sem til hafði staðið að barnið kæmi í heiminn. Ég man reyndar að sífellt þurfti að bæta undir hana handklæðum og flík- um til að vatnið færi ekki allt í sætið á bílnum. Ég man reyndar líka að ég leiddi hugann að því á leið út af tjaldstæðinu hvort við gætum ekki fengið endurgreitt, þar sem við höfðum ekki nýtt tjaldgistinguna sem við höfð- um greitt fyrir. En afgreiðslan var líklega lokuð og við höfðum mikilvægari hnöppum að hneppa. Barnið vildi út. Við ókum beinustu leið að sjúkrahúsinu og vorum komin þangað um 40 mínútum eftir nuddið sem setti allt af stað, um klukkan hálf eitt um nótt. „Hún hélt ekki vatni yfir nuddinu,“ sagði ég hreykinn við ljósmóðurina þegar við höfðum fullvissað okkur um að allt væri eins og það átti að vera. Hún sendi okkur í heimahús þar sem við freistuð- um þess að hvílast. Það reyndist lífsins ómögulegt þar sem hríðirnar voru byrjaðar og gerðust sífellt öflugri. Þegar hún hafði kastað upp lambalær- issneiðunum – frá Fjallalambi – vildi hún fara í bað. Ég baðaði hana og henni leið betur um stund. Um tveimur tímum eftir að við komum á Skagann fórum við aftur á sjúkrahúsið. Þá var hún komin með fimm eða sex í útvíkkun og allt að gerast. Næstu tímar liðu einkennilega hægt þó þetta hafi í raun gerst á tvöföldum hraða. Á milli klukkan fimm og hálf sex um morguninn mátti hún byrja að rembast. Eftir mikil átök, tvo lítra af app- elsínudjús og dass af glaðlofti kom barnið í heiminn – upp úr klukkan hálf 7. „Það er strákur!“ sagði ég upphátt og frekara glaðloft var óþarft. Gleðin var algjör og sonurinn fékk viðurnefnið Útilegumaðurinn. Tilfinningunni að sjá afkvæmi sitt fæðast verður ekki lýst með minna hugtaki en krafta- verk. Ég skil ekki enn hvernig barn getur komist jafn fullmótað en samt svo hjálparlaust niður mjaðmagrindina og út um – þið vitið – á konum. Það er ólýsanlegt að sjá en ég verð eiginlega að nota tækifærið og þakka starfsfólki sjúkrahússins á Akranesi fyrir yndislegar móttökur og ummön- un. Fjölskyldunni hefur, ykkur að segja, heilsast vonum framar. Við feðg- arnir þyngjumst jafnt og þétt og Útilegumaðurinn sprengir alla skala og viðmið sem honum er ætlað að fylgja. Óhætt er að segja að lífið hafi tekið stakkaskiptum frá því sem áður var. Skyndilega er maður óendanlega áhugasamur um annarra manna börn; þyngd þeirra, lengd og hárvöxt. Maður spyr jafnvel um svefnvenjur, snuð, brjóstagjöf og hægðir annarra barna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Að eignast barn er stórkostlegt og áhrifin sem það hefur á mann eru ólýsanleg. Það eina sem maður veit er að stórkostlegar breytingar hafa orðið á lífi manns þegar maður fagnar því eins og lottóvinningi þegar annar einstaklingur prumpar, ropar eða gerir ærlega í bræk- urnar – í bókstaflegri merkingu. Maður veit að kraftaverk hefur átt sér stað þegar maður vaknar með bros á vör klukk- an fimm á morgnana til að skipta um bleyju. Eitthvað mikið hefur breyst þegar líðan manns er svo kyrfilega undir öðrum einstakl- ingi komin að maður brosir þegar hann gleðst, fellir tár þegar hann grætur og þeg- ar þreytan ber hann ofurliði – fer maður sjálfur að sofa. Það er eiginlega ekki hægt að segja að við höfum eignast barn – barnið hefur eignast okkur. Góða helgi. Hélt Ekki VAtni yfir nUddinU Á þessum vettvangi fyrir viku var ég að fjalla um breytta ráðherraskipan í ríkisstjórninni, og minntist þá meðal annars á að ég vonaði að Ögmund- ur Jónasson – nýr dómsmálaráð- herra – myndi halda ótrauður áfram viðleitni fráfarandi ráðherra, Rögnu Árnadóttur, til að taka með einhverj- um hætti upp hin gömlu Guðmund- ar- og Geirfinnsmál. Ég trúi reyndar að Ögmundur hafi varla þurft mína hvatningu til, því þótt hann sé um- deildur fyrir ýmislegt, þá blandast engum hugur um að hann er ákaf- ur fjandmaður óréttlætis, hvar sem hann kemur auga á það. Og þar sem það er eitt mesta óréttlætismál í ís- lensku réttarkerfi að þessi mál skuli ekki hafa verið tekin upp að nýju, þá munu þau vitaskuld fyrr en síðar verða ofarlega á hans borði. Og það er heldur ekki seinna vænna. Vissu- lega hefur íslenskt dómskerfi nógu að sinna um þessar mundir, en ég held þó að það gæti tekist mun hreinlegar á við hin óteljandi dómsmál Davíðs- hrunsins ef þegar væri búið að fjar- lægja hinn ljóta blett Guðmundar- og Geirfinnsmála. AF HVERJU AÐ RIFJA UPP ÞESSI ELDGÖMLU MÁL? Ég var spurður að því eftir að greinin birtist fyrir viku – og hef verið spurður að því oft áður – af hverju ég fari ein- lægt að tuða upp úr þurru um Guð- mundar- og Geirfinnsmál, sem allir ættu að vera löngu búnir að gleyma. Þessi mál voru á döfinni fyrir 35 árum eða þar um bil, og Hæstiréttur hefur þegar úrskurðað einu sinni að ekki sé grundvöllur til að taka málin upp. Nú eru þeir líka smátt og smátt að týna tölunni, þeir sem komu við sögu málsins – og ég hef reyndar þá kenn- ingu, og hallast að því að gæti jafn- vel verið sönn, að yfirvöld dómsmála hafi fram undir þetta reynt að þráast við að taka málin upp, þar til sem allra flestir af þeim hvítflibbum sem rann- sökuðu málin og dæmdu í þeim séu horfnir á vit feðra sinna – og þurfi því ekki að þola sjálfir neina smán fyrir glappaskot sín. Því glappaskot voru framin, held- ur betur! Og þau glappaskot voru svo ægileg að ég að minnsta kosti get ekki almennilega treyst íslensku réttar- fari fyrr en það hefur sýnt að það sé þess umkomið að leiðrétta það hróp- lega ranglæti sem framið var, þegar nokkur ungmenni voru sakfelld fyr- ir að myrða Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson með níu mánaða millibili árið 1974. Þetta ranglæti er svo augljóst, þegar maður kynnir sér málið, að það er ekki aðeins svartur blettur fyrir réttarfarið á sínum tíma, heldur er það álíka svartur blettur fyr- ir réttarfarið á vorum dögum að ekki skuli maður ganga undir manns hönd í dómskerfinu til að hreinsa þessa smán af íslensku samfélagi. Og ég veit ekki almennilega hvort ég get treyst íslensku réttarkerfi til að höndla hrunmálin, ef það hefur eng- an áhuga á að gagnrýna sjálft sig með því að taka Guðmundar- og Geir- finnsmál til endurskoðunar. MEIRA AÐ SEGJA ATBEINI DAVÍÐS DUGÐI EKKI TIL En fram að þessu hefur réttarkerf- ið nefnilega alls ekki sýnt nokkurn áhuga á því, nema síður sé. Það hef- ur þráast við, dregið lappirnar, skotið skildi fyrir alla sína menn, hvaða glor- íur sem þeir hafa greinilega framið, og komið í veg fyrir það í meira en ald- arfjórðung að dómarnir í málunum – sem augljóslega voru rangir – væru leiðréttir. Meira að segja á velmekt- ardögum Davíðs Oddssonar á tíunda áratugnum – þegar hann hafði ægi- vald yfir mestöllu íslensku samfélagi – og hafði komist að þeirri niðurstöðu og lýst því opinberlega, að dómarn- ir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum væru ekkert minna en „réttarmorð“, þá dugði það ekki til. Dómskerfið komst samt að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri til að skoða málin upp á nýtt og gaf réttlætisvitund bæði minni og Davíðs – og ótal margra annarra – langt nef. Síðan hefur Davíð að vísu ekki hreyft málinu, en samviskan hefur ekki látið suma aðra friði, og þeir hafa reynt að halda málinu lifandi – til að þurfa ekki að þola þá smán að hafa átt þátt í að viðhalda augljósu ranglæti í samfélaginu. Ég ætla rétt að vona að Rögnu Árnadóttur hafi tekist að koma mál- inu á það góðan skrið í tíð sinni sem dómsmálaráðherra, að Ögmundi muni reynast léttur leikur að ljúka því. Það verður aðeins gert með því að finna farveg til að taka málið upp aftur, og ég trúi því bara ekki að það sé svo ógurlega flókið. Þegar þessi mál eru frá, þá mun ég að minnsta kosti vera vissari en ella um að íslenskt rétt- arkerfi muni hantéra öll hrunmálin af sanngirni jafnt sem réttlætisvitund. HETJULEG TILRAUN SÆVARS CIESIELSKIS Það er vissulega við ramman reip að draga – það gamla staðnaða valda- samfélag sem ríkti hér alla 20. öld, það var ekki vant því að þurfa að end- urskoða ákvarðanir sínar með tilliti til svo ómerkilegra hluta sem réttlætis! Kerfið var sannfært um yfirburði sína – þannig að nokkur misvitur ung- menni, sem lentu milli tannanna á því í Guðmundar- og Geirfinnsmál- um áttu ekki minnsta séns. Ég var núna nýlega að rekast á skelfilegt dæmi um hvernig einn óformlegur gæslumaður kerfisins leit á málin, en í dagbókum Matthíasar Johannessen fyrir árið 1996 (um þær mundir sem Sævar Ciesielski gerði hetjulega tilraun sína til að fá málið upptekið að nýju) þá rifjar Matthías málið upp fyrir sjálfum sér í dagbók- inni – vitaskuld eingöngu frá sjónar- hóli kerfisins – og segir um „játning- ar“ Erlu Bolladóttur, sem er löngu upplýst að voru rangar og fengnar fram með bellibrögðum: „Ég man reyndar ekki hvort hún tók játningar sínar aftur, skiptir enda engu máli.“ Þannig skrifaði ritstjóri á stærsta fréttablaði landsins, ótrúlega áhrifa- miklu um þær mundir. Maður sem var tengdur beint inn í allt valda- kerfið eins og það lagði sig, og er því verðugur fulltrúi þess, hann segir um það hvort stúlkuræfill hafi játað á sig morð eða ekki: „[S]kiptir enda engu máli.“ Ögmundur! Hér er verkefni fyr- ir okkur! Það eru þrátt fyrir allt ekki önnur mikilvægari í dómskerfinu nú. Baldur Guðmundsson skrifar helgarpistill 28 umræða 10. september 2010 föstudagur „skiptir enda enGu máli“ Illugi Jökulsson brýnir Ögmund Jónasson til dáða í Guðmund- ar- og Geirfinnsmálum og kveðst ekki geta treyst íslensku dóms- kerfi fyllilega fyrr en þau verða tekin upp að nýju. trésmiðja illuga Ögmundur! Hér er verkefni fyrir okkur! Að morgni 26. júní 2010 „Útilegumað- urinn“ mættur MyND úR EINKASAFNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.