Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 30
MAMMA GÓGÓ FÆR GÓÐAR VIÐ- TÖKUR Eftir góðar viðtökur kvikmyndarinnar Mömmu Gógó í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar hér á landi hefur hún för sína um heiminn og verður frumsýnd á alþjóðlegum vettvangi á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem haldin verður 9. – 19. september. Mamma Gógó er eina íslenska myndin sem valin var á hátíðina að þessu sinni en Toronto-hátíðin er ein stærsta kvikmyndahátið í heimi og er í A-flokki með hátíðum á borð við hátíðirnar í Cannes, Berlín og Feneyjum. OFSJÓNARÆÐI Í CRYMO Þau Sigtryggur Berg Sigmarsson og Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir standa fyrir myndlistarsýningunni Ofsjónaræði sem sýnd verður í Crymo Gallerí á næstunni. Sýningin verður opnuð í kvöld, föstudag, klukkan 20.00 á báðum hæðum gallerísins að Laugavegi 41a. Undirtitill sýningarinnar er Húmor- sleysi og verk vinstri handar, hönd tilfinninganna og búast má við ýmsu áhugaverðu augnakonfekti. Frumsýning hjá Leikfélagi Akureyrar: Rocky Horror í Hofinu Frumsýndur verður á föstudags- kvöldið söngleikurinn Rocky Horror sem Leikfélag Akureyrar setur upp og sýnir í Hofinu, nýju og glæsilegu menningarsetri Ak- ureyringa. Í þessari uppfærslu koma fram margir af bestu söng- vurum og leikurum landsins auk geimverukórsins og Rocky Hor- ror-bandsins. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessa framúrstefnulega söng- leiks fjallar hann um tvo ungl- inga, þau Brad og Janet, sem verða fyrir því óláni að bíllinn þeirra bilar úti á þjóðvegi. Eina húsið í nágrenninu er kastali Dr. Frankenstein. Húsbóndi kast- alans reynist vera Dr. Frank N. Furter sem er á kafi í vísindalegri tilraun til að búa til hinn full- komna mann, Rocky. Í stað þess að fá hjálp við að gera við bíl- inn verður hið unga siðsama par innlyksa í vægast sagt undarlegu og stórhættulegu ævintýri. Það eru engar smásleggjur sem Leikfélag Akureyrar tjaldar til í sýningunni: Magnús Jóns- son leikur Dr. Frank N. Furter og Bryndís Ásmundsdóttir er Mag- enta. Andrea Gylfadóttir, sem er einnig tónlistarstjóri sýning- arinnar, leikur svo Kólumbíu. Hjalti Rúnar Jónsson fer með hlutverk sjálfs Rocky en önn- ur stór nöfn má finna á leikara- listanum, til að mynda Matthías Matthíasson, Atla Þór Alberts- son og Guðmund Ólafsson. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Gunnar Þórðarson. tomas@dv.is 30 FÓKUS 10. september 2010 FÖSTUDAGUR LEYNDARMÁL HREFNU Nautakjöt með ananas, hvítlauk og lótusrót er á meðal þess sem land- liðskokkurinn Hrefna Rós Sætran kennir lesendum að útbúa í einstak- lega girnilegri uppskriftabók. Þar vinnur hún með skelfisk og lindýr, íslenskan fisk, fugla og annað kjöt, sushi, robata-grillrétti, vinsælustu rétti Fiskmarkaðarins, eftirrétti, vín og kokteila. Bókin er því ansi inni- haldsrík og notadrjúg. Þetta er tví- mælalaust góð fjárfesting fyrir alla unnendur Fiskmarkaðarins og aðra sælkera enda ekki á hverjum degi sem ljóstrað er upp leyndarmálum eins vinsælasta veitingastaðar borg- arinnar SULTUKEPPNI Í NORRÆNA HÚSINU Eldhúsgarðurinn við Norræna húsið hefur vaxið og dafnað í sumarblíðunni í sumar. Garður- inn er matjurtagarður Norræna hússins og veitingahússins Dill Restaurant. Nú nálgast haust- ið og þá er mikilvægt að unn- ið sé úr uppskerunni og hún borin á borð. Af því tilefni býður Norræna húsið til uppskeruhá- tíðar laugardaginn 11. septem- ber. Býðst gestum að smakka á uppskerunni. Sama daga verður einnig keppt í sultugerð og eru ungir sem aldnir hvattir til að taka þátt. Danski matfræðingur- inn Mads Holm kynnir og stýrir keppninni en meistarakokkur Dill dæmir. SKOPLEGAR LOFTS- LAGSBREYTINGAR Loftslagsbreytingar frá skoplegu sjónarhorni eru viðfangsefni sýn- ingarinnar Facing the Climate í Norræna húsinu. Sýningin stendur yfir frá 11. september til 3. október. Hópur sænskra skopmyndateiknara kom með húmoríska en jafnframt ógnvekjandi sýn á loftslagsbreyting- arnar í tilefni af loftslagsráðstefn- unni í Kaupmannahöfn í desember 2009. Teikningarnar undirstrika vilja Svía til að takast á við þann mikla umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir og er sýningunni ætlað að vekja athygli á sjálfbærri þróun. Þeir teiknarar sem taka þátt í sýn- ingunni eiga tvennt sameiginlegt, teikningar þeirra eru umdeildar og þær birtast reglulega í sænskum og alþjóðlegum miðlum. SJÓMAÐUR SLÆR Í GEGN SEM SKÁLD „Farðu frá, Tolkien. Nýr meist- ari sverða, töfra og álfa er mættur.“ Þannig hefst gagnrýnin sem Lárus Einarsson fékk fyrir bók sína Anjan þegar hann fékk heiðursviðurkenn- ingu Hollywood Book Festival. Lár- us er sjómaður, verktaki og þúsund- þjalasmiður, tekur að sér þau verk sem til falla hverju sinni. Um dag- inn var lítið að gera og þá gerði Lár- us sér lítið fyrir og skellti í eina bók. Fjölskyldan var frekar undrandi á þessu framtaki og hélt að nú fyrst væri hann að verða vitlaus. „Kon- an mín les á hverju kvöldi en ég hef aldrei lesið neitt. Ég fiktaði smá við að smíða ljóð í gamla daga en ann- ars hef ég ekkert komið nálægt rit- list. Konan afskrifaði þetta sem enn eina dilluna og neitaði að lesa bókina sem ég var að skrifa. Það var ekki fyrr en ég var kominn með 140 síður að dóttir mín las þetta og sagði mömmu sinni að þetta væri eitthvað sem hún yrði að skoða. Fram að því héldu þau bara að ég væri að verða endanlega vitlaus. Þetta er líka svolítið sérstakt með mig. Ég hélt alltaf að rithöfund- ar væru vel menntaðir en svo sá ég að þetta var ekki meiri vandi en þetta. Fyrst ég get þetta þá geta þetta allir.“ Handskrifaði handritið Án þess að hafa fastmótaða hugmynd byrjaði Lárus að hripa niður nokkrar línur. Sagan vatt svo upp á sig og að lokum var hann búinn að smíða heil- an ævintýraheim þar sem álfar, tröll, galdrar og dvergar ráða ríkjum. „Ég elti bara þessar persónur sem ég hafði skapað. Það er mjög gaman. Í fyrstu handskrifaði ég allt því ég kann ekkert að pikka á lyklaborðið og kann ekk- ert á tölvur. Okkur kemur eiginlega ekki vel saman, mér og tölvunni. En ég fór á tölvunámskeið af því að ég var að drepast í höndunum eftir að hafa handskrifað þetta allt. En ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekk- ert hvað ég er að gera. Ég hef ekki hug- mynd um það. Ég skrifa bara og nota það sem kemur til mín. Útgefandinn sagði að sumir hefðu þetta í sér og aðrir ekki. Það væri bara þannig og það væri greinilegt að ég hefði hæfi- leika, hún hefði séð það strax.“ Draumurinn um stórt forlag Bókin var gefin út í Bandaríkjunum í mars. Eftir að Lárus sendi handrit- ið út fékk hann strax svar frá tveimur forlögum sem gátu ekki gefið þetta út vegna fjárskorts sökum kreppunn- ar og höfnun frá átta forlögum. En hann fékk líka já, auk þess sem for- lagið bauð honum þriggja ára samn- ing. Forlagið sem um ræðir er lítið forlag, rekið af hugsjón. „Markmið þeirra er að hjálpa rithöfundum af stað og koma þeim inn í stóru forlög- in. Það er auðvitað draumurinn og ég ætla að láta á það reyna fyrst ég er bú- inn að fá þessa viðurkenningu. Þegar ég er kominn með skjalið í hendurnar ætla ég að senda handrit á þessi stóru forlög. Útgefandinn minn sagðist ekki ætla að standa í vegi fyrir því.“ Afgreitt sem bull Lárus reyndi líka við íslensk forlög. Hann fékk höfnun hjá einu þeirra, sem sagði söguna bull sem ætti ekki erindi á íslenskan markað. Þetta myndi aldrei ganga. Þá sneri hann sér að næsta forlagi en áður en hann var búinn að fá svar bauðst honum þessi þriggja ára samningur úti. „Ég fór aftur á forlagið til að sækja hand- ritið. Þá fékk ég að heyra að ég væri eini Íslendingurinn sem hefði komist inn hjá bandarísku forlagi. Íslending- ar hafa gefið bækur út í Bandaríkjun- um en þeir hafa þá séð um það sjálfir. Sá sem talaði við mig sagðist vera bú- inn að reyna þetta lengi en svo kæmi ég þarna inn óþekktur höfundur með þriggja ára samning í vasanum. Hann skildi ekki hvernig ég fór að þessu. Svo vildi hann auðvitað fara að ræða eitthvað við mig þegar ég var búinn að fá þennan samning. En þá var ég eiginlega kominn með nóg af honum, hann var búinn að vera svo dónalegur við mig. Þannig að ég af- þakkaði það og fór. Samningurinn nær samt aðeins yfir útgáfu á ensku þannig að ég þyrfti eiginlega að fá ís- lenskan útgefanda líka.“ Í sölu víða um heim Eymundsson neitaði sömuleiðis að selja bókina en hún er þó fáan- leg í Bóksölu Stúdenta og á Amaz- on. „Bókin hefur komið út á ensku í tíu til fimmtán löndum. Ég veit ekki alveg hvar eða hvernig henni hefur Lárus Einarsson starfar sem sjómaður og verktaki en þegar hann sá fram á dauðan tíma settist hann niður með penna í hönd og hripaði nokkrar línur niður á blað. Úr varð skáldsagan Anjan, sem fékk á dög- unum heiðursviðurkenningu Hollywood Book Festival. Íslenskt forlag hafnaði sög- unni á sínum tíma en þá varð Lárus sér úti um þriggja ára samning við banda- rískt forlag. Og nú leggur Lárus lokahönd á næstu bók. Rocky Horror Ak- ureyringar fá nú að njóta hins magnaða söngleiks Rocky Horror en Leikfélag Akureyrar setur hann á svið í Hofinu. Með aðalhlutverk fara Hjalti Rúnar Jónsson, Magnús Jónsson, Bryndís Ásmunds- dóttir og Andrea Gylfadóttir. INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Ég hélt að það væri verið að gera grín að mér. Anjan Fyrsta bók Lárusar færði honum þriggja ára útgáfusamning við bandarískt forlag og fékk heiðursverð- laun Hollywood Book Festival. Hún er fáanleg á Amazon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.