Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 31
gengið. Ég fæ ekki að vita það fyrr
en í desember og er ekkert að velta
mér mikið upp úr því þangað til. En
ég vona að þessi viðurkenning verði
til þess að bókin taki kipp á Amaz-
on. Fjallað hefur verið um hana á
netinu og eins í einhverjum blöðum
þarna úti. En það er bara þannig að
ef þú ætlar að koma vöru á markað
í Bandaríkjunum þá máttu gera ráð
fyrir því að það taki allavega hálft ár.
Það er ekki sami hraði á hlutunum
þar og hér heima. En ég veit svo sem
ekkert hvernig þetta virkar þarna
hjá þeim. Það er bara að skýrast.“
Stórkostlegur heiður
Hollywood Book Festival er hald-
in árlega. Fyrir rælni rakst Lárus
á hana á netinu og ákvað að taka
þátt. „Þetta er sú keppni sem all-
ir vilja taka þátt í því þar er verið
að leita að bókum sem hægt er að
kvikmynda,“ segir Lárus alsæll með
viðurkenninguna. „Ég hélt að það
væri einhver að gera grín að mér
fyrst þegar ég las dóminn. Þetta
var ótrúlegt, stórkostlegur heiður. Í
dómnum segja þeir að bókin haldi
manni mjög vel við efnið, enda er
ég þannig gerður að það verður
alltaf eitthvað að vera að gerast.
Bókin er líka stutt, bara 213 síður.
Dómnefndin sagði líka að bókin
mín ætti erindi til þeirra sem lesa
bækur Tolkiens og Rowlings. Þetta
er ævintýraheimur álfa.“ Forvitn-
ir geta lesið dóminn í heild sinni á
anjan.com. Þar er einnig gagnrýni
frá höfundi El Tigre, John H. Man-
hold.
Þakkarbréf frá Hillary Clinton
Í sumar var vertíð hjá Lárusi og því
hefur hann varla tekið upp penna
síðan í maí. Hann er engu að síð-
ur að ljúka við bók númer tvö og
langt kominn með bók númer þrjú.
„Ég er svona maður. Ég tek mér alls
konar fyrir hendur. Fyrir nokkrum
árum gerði ég englastyttur. Ég hand-
smíðaði mót og steypti gifsklumpa
og tálgaði englastyttur úr þeim. Þær
voru mjög fallegar, þótt ég segi sjálf-
ur frá. Stytturnar urðu vinsælar um
allt land og þegar það fréttist að ég
væri að hætta seldust þær nánast all-
ar upp. Ég á nokkrar hér heima sem
ég tímdi ekki að láta frá mér. En ég
gaf Hillary Clinton einn engil. Ég var
nefnilega úti þegar Bill var í þessum
vandræðum, var eitthvað að vesen-
ast í einkaritaranum sínum, og ég
varð svo hrifinn af því hvernig Hill-
ary tók á málunum. Ég ákvað því að
gefa henni einn engil þegar hún kom
hingað til lands, mig langaði svo til
að gefa henni eitthvað. Af því að ég
var svo hrifinn af henni, hún er svo
merkileg manneskja. Síðan fékk ég
þetta flotta þakkarbréf frá henni
stimplað í Hvíta húsinu. Það var
mjög gaman,“ segir Lárus að lokum
en hann er á leið til Halifax þar sem
hann ætlar að dvelja í viku eða svo til
þess að leggja lokahönd á næstu bók.
...bíó-
mynd-
inni The
Ghost
Writer
Níðþung en
vel skrifuð
og vel leikin.
...bíómynd-
inni Scott
Pilgrim vs.
the World
Fyndin og
frumleg
...geisladisknum
Skrýtin veröld
með
Bjartmari
og berg-
risunum
Veisla fyrir
heilann.
... kvikmyndinni
Karate
Kid
Ekkert
nýtt undir
sólinni.
FÖSTUDAGUR
n Gula röðin hefst
Tónleikarispa Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, Gula röðin, hefst á föstudaginn.
Í gulu röðinni er spiluð tónlist fyrir þá
sem vilja heyra heyra klassíska tónlist af
ýmsum toga. Hér eru vinsæl hljómsveit-
arverk af litríkara taginu í forgrunni,
meðal annars ódauðleg ballettmúsík
Prokofíevs við Rómeó og Júlíu og litrík
ævintýratónlist við Sheherazade eftir
Rimskíj-Korsakoff, sem byggir á ævin-
týrum úr Þúsund og einni nótt. Margir
tónleikar verða næstu vikurnar en nánari
upplýsingar má finna á miði.is.
LAUGARDAGUR
n KK 25 ára
Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðar-
innar, Kristján Kristjánsson, KK, fagnar
á þessu ári 25 ára starfsafmæli. Hann
ætlar að fagna þessum tímamótum með
tónleikum í Háskólabíói á laugardaginn.
KK ætlar þar að fara yfir ferilinn í tali og
tónum og fær hann til sín góða gesti.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00, það
kostar 3.900 krónur inn en miða má
kaupa á miði.is.
n Vísnabókarlög í Hofi
Hljómsveit hins goðsagnakennda Gunn-
ars Þórðarsonar ásamt félögum úr SN og
barnakór munu flytja lög af Vísnabóka-
plötunum Út um græna grundu og Einu
sinni var á menningarkvöldi í Hamraborg
í Hofinu á laugardaginn. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20.00 en það kostar
3.900 krónur inn.
n Hollywood á Breiðvangi
Á laugardaginn verður stórdansleikur
á Broadway þegar fram fer Hollywood-
ball. Húsið verður opnað klukkan 21.00
og fá allir fordrykk. Dyraverðir gamla
Hollywood taka á móti gestum en
kynnir kvöldsins er Daddi Guðbergs.
Villi Ástráðs sér um að þeyta skífum en
honum til aðstoðar verður Alli diskó.
n Svartir á Players
Jónsi og félagar í Í svörtum fötum ætla
að mæta á Players í Kópavogi og halda
þar uppi fjörinu en langt er síðan þeir
spiluðu þar síðast. Það má alltaf búast
við stuði þegar Jónsi og félagar rúlla
í húsið. Frítt verður inn fyrir dömur til
miðnættis og frír drykkur fylgir.
n Tvöföld hamingja á Spot
Á meðan Jónsi og félagar rokka á Players
verða Greifarnir og Siggi Hlö að gera allt
vitalaust á Spot sem er vægast sagt ekki
langt frá. Það var allt vitlaust um versl-
unarmannahelgina þegar Greifarnir og
Siggi Hlö. mættu og verður að endurtaka
leikinn. Laugardagskvöldið í Kópavogi
verður ruglað.
n Stórtónleikar X-ins
Útvarpsstöðin X-ið verður með Jack
Live-tónleikana á Nasa á laugardags-
kvöldið. Fram koma Cliff Clavin, Our
Lives, Endless Dark, Noise, Sing For Me
Sandra, Bárujárn og Ten Steps Away.
Húsið verður opnað klukkan 23.07,
miðaverð er 700 krónur og með því fylgir
einn Jakob.
Hvað er að
GERAST?
Nýtt dansár að hefjast hjá Íslenska dansflokknum:
Úr Bláa lóninu í Borgarleikhúsið
Starfsemin hjá Íslenska dans-
flokknum er komin á fullt og eru
starfsfólk og dansarar nú að hita
upp fyrir fjölbreytt sýningarár.
Sýningarár Íslenska dansflokks-
ins hefst 7. október með frum-
sýningu á Transaquania – Into
thin Air. Höfundar verksins eru
Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og
Gabríela Friðriksdóttir.
Transaquania – Into thin Air er
sjálfstætt framhald af hinu óvenju-
lega verki Transaquania – Out of
the Blue, sem Íslenski dansflokk-
urinn sýndi í Bláa lóninu í apríl
2009. Verkið verður nú fært inn á
Stóra svið Borgarleikhússins þar
sem saga og þróun þessara kynja-
vera Bláa lónsins heldur áfram.
Þessi nýi flokkur manna lifir nú í
daglegum átökum við náttúruöfl-
in. Allt vatn er horfið af yfirborði
jarðar og þau þurfa einnig að tak-
ast á við eilíf pólskipti þar sem
þyngdarlögmálið tekur sífelldum
breytingum.
Um áramótin mun Íslenski
dansflokkurinn í samstarfi við
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýna stórsýninguna Ofviðrið eftir
Shakespeare undir stjórn Oscaras
Korsunovas. Oskaras hefur verið
í hópi fremstu leikstjóra Evrópu
síðustu ár og hlotið fjölda viður-
kenninga fyrir verk sín, en hann
er þekktur fyrir sinn nútímalega
og persónulega stíl og beitingu lík-
amlegrar tjáningar í verkum sín-
um.
Ofviðrið hverfist um heiftarleg
átök hinna æðri og lægri hvata og
er sannkallaður gleðileikur upp-
fullur af kímni, ást og krafti. Und-
irbúningur þessa verkefnis hef-
ur staðið í tvö ár og verður öllu til
tjaldað fyrir áhorfendur.
...bíó-
myndinni
The Other
Guys Mjög
fyndin í
klukkutíma
... leikritinu
Hallveig
ehf.
Skemmtilegt
og fræðandi
leikrit í öðruvísi
rými.
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 FÓKUS 31
SJÓMAÐUR SLÆR Í GEGN SEM SKÁLD
Lárus Einarsson Segist ekkert vita
hvað hann er að gera en hann hefur
skapað heilan ævintýraheim og er
kominn vel á veg með aðra bók sína.