Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 33
föstudagur 10. september 2010 nærmynd 33 ólíkar en samstíga Alþjóðleg táknmynd Að hans mati er heldur ekki hægt að ætlast til þess af Jóhönnu að hún stígi opinberlega fram og ræði þessi mál. „Ég held að Jóhanna berjist fyr- ir réttindum samkynhneigðra í starfi sínu þar sem hún berst almennt fyrir mannréttindum fólks. Það er henn- ar val hvernig hún sinnir þessari baráttu eða hvort hún gerir það yfir höfuð. Nú er hún gift kona. Hún þarf ekki að gera meira en hún gerir nú þegar. Hún er eins og hún er og þarf að fá leyfi til þess að vera það. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til hennar að hún geri meira en það.“ Maður í innsta hring Jóhönnu segir að eftir að hún tók við embætti for- sætisráðherra hafi verið mikil ásókn í að fá hana í viðtöl um kynhneigð sína. Ekki síst frá fjölmiðlum sam- kynhneigðra úti í heimi sem vildu fá hana til þess að rísa upp sem tákn- mynd réttindabaráttu þeirra. „Hún hefur alltaf sagt þvert nei við því. Á hennar þrjátíu ára ferli hefur hún verið algjörlega samkvæm sjálfri sér að því leyti. Hún veitir viðtöl um stjórnmál, efnahagsástandið og ís- lenska ríkið en ekki persónuleg við- töl. Mér sýnist hún hafa farið eftir þeirri reglu í Færeyjum. Hún leiðir umræðuna hjá sér án þess að taka þátt í henni. Hún hefur aldrei ljáð máls á samkynhneigð og hefur því ekki orðið þessi táknmynd samkyn- hneigðra á alþjóðavettvangi sem margir óskuðu sér. Fyrir henni er þetta prinsippmál, hún tók þessa ákvörðun. En hún hefur alla tíð unn- ið að mannréttindum inni á þingi.“ Ósiður að draga makann í dagsljósið Vinkona Jóhönnu segir að hún hafi alist upp á þeim tíma sem gríðar- legir fordómar ríktu gagnvart sam- kynhneigðum og það gæti útskýrt þessa afstöðu hennar. „Hún ólst upp á tíma þegar voru ríkjandi miklir for- dómar gagnvart samkynhneigðum og það hefur sennilega haft áhrif á hana. Það sýndi samt hvað hún hef- ur mikinn kjark að hún kom engu að síður út úr skápnum og fór svo með Jónínu í opinbera heimsókn til Fær- eyja.“ Vinkona Jónínu vill þó ekki segja að það sé óttinn við fordóma sem fæli þær frá fjölmiðlaumræðunni, en þess má geta að Jónína er tólf árum yngri en Jóhanna og því sennilegt að hún hafi kynnst öðru andrúmslofti í uppeldi sínu. Hún segir að þær séu bara báðar miklar prívatmanneskj- ur. „Ég held að það sé aðalástæðan fyrir því að þær tjá sig ekki opinber- lega um kynhneigð sína, miklu frekar en að þær séu samkynhneigðar. Það er mjög algengt að stjórnmálamenn tjái sig aldrei um maka sinn eða fjöl- skyldu. Sumum finnst það ósiður því þótt menn séu í stjórnmálum þá er maki þinn það ekki. Hann hefur ekki valið það að vera opinber persóna. Þetta er einhver amerískur siður að vera alltaf að draga makann fram í dagsljósið.“ Ræða einkamálin aldrei Hvorug þeirra hefur rætt um maka sinn við vinnufélaga og þær virðast báðar halda sig til hlés þegar kemur að félagslegum uppákomum. Fyrr- verandi blaðamaður á Fróða, þar sem Jónína starfaði lengi á Nýju Lífi, sagði að hann hefði verið búinn að vinna lengi með henni þegar hann komst að því að þær voru saman. „Hún talaði aldrei um sín einkamál í vinnunni þannig að þetta fór leynt. Ég man ekki eftir því að hún hafi tek- ið þátt í félagslífinu, mætt á árshátíð- ir eða jólahlaðborð. Jónína er mjög þægileg í umgengni, hæg og róleg. Hún ræddi aldrei um sitt einkalíf og fólk var ekkert að ræða það við hana. Fólk virti það bara við hana að hún vildi halda því fyrir sig. Það vissu all- ir að hún væri með Jóhönnu en það var enginn að spá neitt sérstaklega í það. Fólk var ekkert að kippa sér upp við það, það var svo fordóma- laust fólk að vinna með okkur. En þær mættu aldrei saman neitt. Jón- ína mætti sjaldan.“ Fleiri samstarfsmenn þeirra beggja taka undir þetta. Jóhanna mætti aldrei á uppákomur með Jón- ínu og sjálf mætti hún sjaldan. Að sama skapi hefur Jónína lítið sem ekkert sést í forsætisráðuneytinu eða á öðrum vettvangi stjórnmálanna. „Þær voru aldrei saman í veislum. Jónína var mannblendin að því leyti að hún vann lengi sem blaðamaður og þekkti marga og umgekkst fólk mikið. En á síðustu árum hefur hún dregið sig út úr öllu félagslífi og ég held að hún hafi kosið það sjálf.“ Flott par Jónína og Jóhanna voru báðar löngu komnar út úr hjónaböndum sínum þegar þær kynntust. Það kom fólki á óvart þegar þær fóru að vera sam- an en það kippti sér enginn alvarlega upp við það. „Jóhanna er fjarlæg og Jónína er hlý. En mér finnst þær flott par. Mér finnst Jóhanna líka flottur stjórnmálamaður. Hún er hörkutól og þrautseig. Þess vegna er hún for- sætisráðherra í dag.“ Vinnuþjarkur, heiðarleg og þraut- seig eru orð sem gjarnan voru notuð þegar fólk átti að lýsa Jóhönnu. Ekk- ert orð var þó eins oft notað og lok- uð. „Það er kannski ekki sanngjarnt að segja það um einhvern sem vinn- ur eins og vitleysingur en hún er ekki mikið fyrir það að blanda geði við fólk. Hún er fjarlæg.“ „Ég veit ekkert hver Jóhanna Sigurðardóttir er“ Annar sagði að Jóhanna væri „aflok- uð, innilokuð, seintekin, fáskiptin. Hún [væri] óvenjulegur stjórnmála- maður að því leyti að hún er ekki mannblendin, hún hefur ekki gam- an af félagsskap fólks. Hún er vamm- laus, heiðarleg og gerir miklar kröfur bæði til sín og annarra. Hún vill láta gott af sér leiða fyrir fólk sem hún telur að sé í minnihlutahópi. Upp- eldisarfurinn frá Jóhönnu eldri kem- ur skýrt fram í því að Jóhanna vill rétta hlut þeirra sem þurfa á hjálp að halda og er að því leyti sósíaldemó- krati, það er ekta.“ Sami maður sagði að Jóhanna væri eina manneskjan sem hann hefði verið samferða í pólitík en ekk- ert kynnst. „Við unnum saman um árabil en kynntumst aldrei persónu- lega. Ég kynntist henni ekkert nema bara í þessari hörðu pólitísku vinnu. Ég veit ekkert hver Jóhanna Sigurð- ardóttir er, en mér hefur þótt vænt um hana af því að hún er ærleg og vinnusöm og ég kann að meta það. Þetta er sjálfsagt eitthvert læknis- fræðilegt syndróm, einhverfa á ein- hverjum skala. Hún getur ekki ver- ið nema í þröngum hópi fólks sem hún treystir og ég held að þeir séu fáir. En hún er það vinnusöm að hún pínir sig til þess að vera innan um fólk þó að henni líði illa í kringum fólk. Það er auðséð því hún tjáir sig ekki á meðal fólks. Hún fer inn í skel og er þögul. Það fylgja henni mikil þyngsli.“ Laumuhúmoristi Náin samstarfskona hennar til fjölda ára kann þó betur að meta þenn- an eiginleika Jóhönnu: „Hún er ekki allra. Hún er ekki mannblend- in. Hennar karakter er ekki þannig. Það er bæði styrkur og veikleiki. Hún flaðrar ekki upp um fólk eins og menn gera stundum. Það er ekkert fals í henni. Hún er mjög lokuð og við kynntumst lítið fyrir utan vinnuna. En hún er laumuhúmoristi. Hún fer sparlega með það en hún getur ver- ið feiknafyndin og skemmtileg. Hún getur líka verið einlæg. Ég man eft- ir nokkrum slíkum atvikum þegar þingflokkurinn var að skemmta sér. Þá var hún alltaf í þröngum hópi fólks sem hún treystir, ef fleiri koma dregur hún sig í hlé.“ Eins og vinkona hennar segir þá er hún engin hópsál. En hún hefur húmor. „Við vinnu er hún mjög al- varleg og þenkjandi. Þá kemst ekk- ert annað að hjá henni. Hún er mjög skipulögð. En þegar hún talar um maka sinn eða fjölskyldu, börn eða barnabörn, þá kemur í ljós þessi ljúfi karakter sem maður sér ekki dags- daglega. Hún heldur fjölskyldulífi sínu mjög mikið utan pólitíkurinn- ar. Það er fullkomlega eðlilegt þeg- ar maður er opinber persóna og er daglega í kastljósi fjölmiðla að mað- ur vilji halda sínum einkastundum út af fyrir sig.“ Þeir sem þekkja hana síður segja að hún sé „kannski ekki fyndin. Hún læðir einni og einni athugasemd út úr sér sem er þá gjarnan mjög kald- hæðin.“ Tortryggin og vör um sig Samstarfsfólk hennar segir að hún gefi ekki höggstað á sér og sé „tor- tryggin og vör um sig. Hún býr að gamalli reynslu um að pólitíkin sé hráskinnaleikur og er brennd að ein- hverju marki. Hún hefur samt pólit- ískt innsæi, sjötta skilningarvitið eins og ljónynja. Hún getur gert það sem þarf til og stundum þarf hún að bíta frá sér.“ Að sama skapi er hún alltaf vel til höfð. „Hún hefur aldrei lent í því eins og við hinar að fólk sé að velta sér upp úr því að hún sé ekki nógu vel klædd eða nógu vel greidd. Hún er alltaf óaðfinnanlega til fara, með skartgripi og fína klippingu. Hún er fyrrverandi flugfreyja og fékk greini- lega gott uppeldi. Hún gefur ekki færi á sér. Fyrir vikið verður hún fjar- læg. Það er erfitt að nálgast hana. Hún heldur fólki frá sér og er einfari. Þú situr ekkert og spjallar við Jóhönnu. Þú hlærð ekki með henni. Ég veit ekki hversu mikil áhrif kynhneigð hennar hefur haft á karakter henn- ar. Hún er kona sem kom seint út úr Mér finnst þær flott par. Hlý og opinská Jónína þykir þægileg í umgengni og góður bakhjarl fyrir Jóhönnu.  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.