Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 39
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 VIÐTAL 39 FANN ÁSTINA Í VINNUNNI arfirðinum en stóru stelpurnar eru hjá þeim og mömmu sinni til skiptis. Þóra hafði hugsað sér að fara sem sendifulltrúi fyrir Rauða krossinn og var byrjuð í námskeiðum þegar hún kynntist Svav- ari. Hún ákvað hins vegar að tékka betur á þess- um gæja og hætti við að yfirgefa klakann. „Slíkt bíður síns tíma. Við erum með lítil börn núna og einbeitum okkur að því auk þess sem við erum í skemmtilegum störfum en við eigum eftir að fara út saman og ætlum bæði að mennta okkur meira. Hvert og hvenær verður að koma í ljós.“ PARTÍIN LEIDDU ÞAU SAMAN Þóra segir að í raun megi segja að partíin á frétta- stofunni hafi leitt þau saman. „Við áttum það sameiginlegt að hafa mesta úthaldið, dönsuð- um fram undir morgun eftir að allir hinir voru farnir heim í háttinn — sem varð til þess að við spjölluðum mikið saman. Það er svo merkilegt að uppgötva að maður verður ekkert leiður á mann- eskjunni þrátt fyrir að hafa rætt saman í marga daga. Þá hlýtur eitthvað að vera til staðar,“ segir hún brosandi og bætir við: „Mér finnst frábært að eiga maka í sama bransa. Við getum farið yfir alla vinnuna saman alveg frá vinnslunni — tök- um, klippingu, hljóði og yfir í efnisatriðin. Svav- ar er minn besti gagnrýnandi og ég get treyst því að hann segir það sem honum finnst. Svo er líka nauðsynlegt fyrir mig að geta pústað þegar heim er komið og ekki síður fyrir hann. Vissulega erum við að taka vinnuna heim en ég held að það sé ekkert að því í okkar tilfelli. Við erum að fjalla um það sem gerist í samfélaginu hverju sinni,“ seg- ir hún og bætir við að þau Svavar séu merkilega oft sammála. „Við erum sérstaklega léleg í að ríf- ast, við erum bara svo gott lið. Sambandið myndi aldrei ganga nema af því að við erum sammála um ákveðin grunngildi.“ BREYTTIST Í VÆLANDI KERLINGU Hún segir að þrátt fyrir smæð samfélagsins sé ekki samkeppni þeirra á milli þegar kemur að atvinnutækifærum. „Það væri þá kannski helst þegar kemur að kosningasjónvarpinu. Þá er ekki hægt að hafa okkur saman. Annars getum við notfært okkur þetta líka. Ef hann tekur viðtal við einhvern fyrir fréttirnar sem getur ekki mætt í Kastljós um kvöldið þá get ég fengið hann til að lengja viðtalið og fengið bút. Við erum samt bæði keppnismanneskjur og hann er um það bil allt- af með fyrstu frétt þegar hann er á vakt. Ég held því fram af fullkomnu hlutleysi að hann sé besti fréttamaður landsins. Þótt við ræðum vinnuna mikið erum við lítið að æsa okkur og þegar við erum heima þá erum við heima. Þótt við getum verið ósammála eru það bara smáatriði og ekkert sem við myndum nokkru sinni láta hafa áhrif á okkar samband.“ Þóra var þrítug þegar hún varð mamma. Þang- að til hafði hún hlustað skeptísk á lýsingar ann- arra nýbakaðra foreldra sem dásömuðu hið nýja hlutverk sitt án afláts. „Ég hafði alveg hugsað mér að verða mamma en bjóst ekki við að tapa mér svona algerlega þegar að því kæmi. Það varð hins vegar raunin. Ég er auk þess svo heppin að eiga sérdeilis skemmtileg börn. En lífið fer á hvolf og því er nú skipt í tvö tímabil: fyrir og eftir 7. desem- ber 2005 þegar frumburðurinn fæddist. Áður hefði ég ekki hikað við fallhlífarstökk, klettaklif- ur eða hvað sem er og kallað alla aðra aumingja sem ekki þorðu. Eftir að Dóri kom í heiminn varð ég að vælandi kerlingu, svo lífhræddri að það er eiginlega hlægilegt. Það hefur nú sem betur fer breyst og ef þú byðir mér rallíkrossbíl núna myndi ég þiggja hann með þökkum.“ FIMM BARNA FJÖLSKYLDA Þóra segir talsvert púsluspil að sameina fjöl- skyldulífið og vinnuna. „Þetta er eilíft púsluspil. Mamma mín, sú dásamlega kona, hefur hjálp- að okkur gríðarmikið þótt við reynum að píska henni ekki út í pössun. Hún er 75 ára og á bara að hafa gaman af þessu. En amma Nína er í miklu uppáhaldi, það er alltaf til eitthvað gott í skáp- unum hjá henni sem ekki finnst heima. Svo læra þau líka svo fallegt mál á því að umgangast hana — orðaforðinn snareykst þegar þau eru mikið hjá henni. Svo erum við með barnapíur, tengdaforeldrar mínir aðstoða eins og þau geta og alls kyns reddingar. Annars er ég að leita að vinnu fyrir Svavar þar sem hann getur feng- ið bankastjóralaun fyrir 9–4 vinnu. Það hefur bara ekki gengið enn þá,“ segir hún og brosir en bætir svo við: „Við skiptum heimilisverkun- um á milli okkar og stóru stelpurnar taka líka virkan þátt. Það er ótrúlega dýrmætt fyrir mín börn að eiga þessar stóru systur að, enda eru þetta mjög vel gerðar stúlkur. Sambandið milli allra systkinanna er afar náið og ekkert „hálf“ í þeim efnum. Þótt þær séu að verða unglingar eru þær alveg lausar við stæla og rifrildi og það er merkilegt hvað þær nenna að leika við þau litlu. Vissulega er oft fjör á heim- ilinu með fimm börn og nægur þvottur og mikil innkaup en mað- ur getur ekki kvartað, ekki með svona heilbrigða og flotta krakka.“ Aðspurð hvort frekari barneignir séu inni í myndinni hugsar hún sig um: „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það er samt eins og fólk telji að þetta sé komið hjá mér þar sem ég er komin með strákinn og stelpuna en ég er ekki tilbúin til að lýsa neinu yfir hvað það varðar.“ TALAR FIMM TUNGUMÁL Þóra virkar yfirveguð og eldklár á skjánum þar sem hún matreið- ir flókin mál ofan í landsmenn öll virk kvöld. Hún talar fimm tungu- mál og viðurkennir að eiga auðvelt með að setja sig inn í flest mál en að um samstarf Kastljóssfólks sé að ræða. „Þegar stór og flókin mál eru á dagskrá leggjumst við öll á eitt, söfnum saman upplýsingum, hringjum símtöl og skilum efninu til þess sem er að fara að taka viðtalið. Í mörgum tilfellum þarftu að vinna mjög hratt og þá skiptir máli að geta unnið vel saman. Annað væri ómögulegt.“ Aðspurð um sitt uppáhalds- efni segir hún góðan fjölmiðlamann þurfa að vita dálítið um allt. „Annars finnst mér mjög gaman að fjalla um einhvers konar vísindi og hef til að mynda fylgst vel með Páli Theódórssyni í HÍ, eðl- isfræðingi á níræðisaldri, sem hefur hannað og látið smíða aldursgreiningartæki sem gæti breytt Íslandssögunni. Eins finnst mér gaman að kom- ast út úr borginni og taka viðtöl við fólk sem er að gera eitthvað allt annað en rífast um pólit- ík. Þannig heldur maður í jarðtenginguna. Sem þýðir heldur ekki að það sé leiðinlegt að tala við stjórnmálamenn inni í myndveri. Þvert á móti er skemmtilegt að geta tekið beinan þátt í þjóðfé- lagsumræðunni.“ EKKI HÆGT AÐ GERA ÖLLUM TIL GEÐS Hún segist fá viðbrögð við vinnunni en að hún heyri mestmegnis það jákvæða. „Fólk bloggar frekar ef það hefur eitthvað neikvætt að segja eða sendir tölvupóst. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs og á meðan einum finnst ég hafa verið hörð við einhvern viðmælanda kvartar annar yfir að ég hafi tekið á honum með silkihönskum. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Í svona vinnu verðurðu að hafa ákveðinn skráp og vera meðvit- uð um að fólk horfir með sínum pólitísku gler- augum. Mér er ekki alveg sama hvað fólki finnst en leggst ekkert í rúmið ef ég fæ gagnrýni. Stund- um ganga viðtöl ekki upp, maður missir einfald- lega einbeitinguna eða klikkar á undirbúningn- um en þá þýðir ekkert að vola og ég veit líka þegar vel tekst til.“ Þóra var í fæðingarorlofi þegar kreppan skall á. Hún viðurkennir að hafa átt erfitt með að sitja heima á meðan hver stórfréttin af annarri skók landsmenn. „Ég gleymi því ekki þegar Glitn- ir varð gjaldþrota en þá hringdi Þórdís Arnljóts- dóttir til okkar klukkan sjö að morgni. Ég sá bara undir iljarnar á Svavari og hann sást varla aftur fyrr en mánuði síðar. Þarna var Nína rétt fimm mánaða svo vinnan varð að bíða aðeins. Ég gat svo bætt mér upp fjarveruna með því að gera þættina um hrunið ári síðar.“ Hún segist óviss um hvort við séum að komast upp úr lægðinni. „Ég er hrædd um að þeir sem fara úr landi komi ekki aftur. Hingað til höfum við verið það lánsöm sem þjóð að yfir 90% þeirra sem fara utan í nám koma aftur svo speki-lekinn hefur verið í lágmarki. Það er stjórnvalda að sannfæra okkur um að við séum á réttri leið en ég veit ekki hvort við erum það. Ætli næstu tvö ár skeri ekki úr um það,“ segir hún og bætir við að þegar kreppan hafi skollið á hafi hún verið ansi svartsýn. „Mér fannst augljóst að það yrði einhver lending en ég bjóst ekki við að hún yrði svona hörð. Ég er samt bjartsýnismanneskja að eðlisfari og sveiflast því á milli. Umræðan hefur líka verið öfgakennd. Ann- ars vegar heyrum við heimsendaspár á meðan aðrir segja þetta ganga yfir á örfáum mánuðum.“ HEFUR EKKI ÁHYGGJUR AF NIÐURSKURÐI Líkt og flestir vinnustaðir hefur RÚV orðið fyrir niðurskurðarhnífnum. „Það er búið að skera nið- ur um 25% og þarf að skera niður um 9% í við- bót og þá er ekki hægt að halda uppi jafnmörgum fréttatímum með jafnítarlegu efni. Ef það fækk- ar og fækkar mun enginn vinna einhverja rann- sóknarvinnu af viti á meðan kröfurnar utanhúss eru um það gagnstæða. Við í Kastljósinu höfum hingað til komist í gegnum þetta en ef það verð- ur skorið meira niður verður að draga úr kröfum um útkomu. Fréttir eru heimildir og það skiptir gríðarlega miklu máli að það sem er að gerast í samfélaginu núna, öll þessi umbrot og tíðindi verði skrásett almennilega. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að þessu. Í gamla daga voru all- ar filmur endurnýttar og tekið yfir dýrmætt efni sem kennir okkur að við verðum að horfa lengra fram í tímann en að næsta fjárlagaári. Margir vilja skera niður erlent efni en það er innlenda fram- leiðslan sem kostar. Aðrir nefna íþróttir en ég veit að þær standa nokkurn veginn undir sér og það sama er með Rás 2. Það sparar ekki krónu að selja hana eða leggja niður. Það eru engar auðveldar lausnir en þetta er svona alls staðar í samfélaginu. Ann- ars hef ég tekið þá ákvörðun að ég ætla ekki að hafa miklar áhyggjur þar sem ég get ekki haft áhrif á þessa þróun. Það er stjórnendanna að ákveða hvaða leið verður farin.“ KYNJASLAGSÍÐA Í FJÖLMIÐLUM Varðandi stöðu kvenna í fjölmiðlum seg- ir Þóra hana fara skánandi. „Konur sem komnar eru yfir miðjan aldur virðast samt ekki mjög margar. Það er slæmt því við þurfum fyrirmyndir á öllum aldri. Kynjahlutfallið á RÚV er tiltölulega jafnt en á móti kemur að allir fréttastjórar ljósvakanna og ritstjórar dagblaðanna eru karlmenn svo það má ímynda sér að til sé eitthvert glerþak. Ég hef samt ekki þungar áhyggjur og finnst skipta máli að konur lendi ekki alltaf í mjúku málunum. Þær eiga að taka þátt í allri umræðu sama af hvaða tagi hún er.“ Hún segir að vissu leyti rétt að það sé erfiðara að fá konur í viðtal en karlmenn en að konur hafi tekið sig á í þeim efnum og séu ekki jafntregar að mæta og áður. „Ég finn breytingu frá því ég byrj- aði árið 1998. Það eru fleiri konur virkar í þjóð- félagsumræðunni. En auðvitað þurfum við að vera meðvituð um þessa slagsíðu og passa upp á kynjaskiptinguna í hverjum einasta þætti. Á móti kemur að þegar þáttur kvöldsins fjallar um fréttir og pólitík viljum við fá þá sem ráða og geta tal- að í krafti síns embættis og það er enn svo að í meirihluta tilfella eru það karlmenn. Slíkt getur verið erfitt að eiga við. Ég var einmitt að ljúka við innslag þar sem talað er við sveitarstjóra og tvo forstjóra. Þeir eru allir karlar og það er ekkert sem ég get gert til að breyta því.“ ÖNNUM KAFIN OG ÁNÆGÐ Þóra nýtur þess litla tíma sem hún hefur með fjöl- skyldunni en viðurkennir að starfið skipti hana miklu máli. „Ástæðan fyrir framhaldsnáminu var að opna fleiri dyr svo ég gæti prófað að vinna í einhverju öðru en svo kom ég heim og fór beint í það sama. Ætli ég sé ekki með þessa bakteríu. Það eru ákveðin lífsgæði sem felast í því að vinna vinnu þar sem þú veist aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér. Ég vil vera með puttann á púlsinum og læt mig því hafa það þótt starfið eigi ekki sem best við fjölskyldulífið. Börnin mín eru ekki van- rækt og ég er ekki að drepast úr samviskubiti þótt þau segi mér einstaka sinnum að hætta að fara í vinnuna og vera bara með þeim. Við erum mjög náin og það getur vel verið að ég breyti um takt þegar fram í sækir. Við Svavar erum meðvituð um að þetta tíma- bil lífsins — að vera með lítil börn og í fullri vinnu og rúmlega það — er einfaldlega þannig að það er brjálað að gera og við ætlum að gera það al- mennilega. Þetta líf hljómar áreiðanlega ekk- ert spennandi en það er einmitt eins og ég vildi hafa það. Ég fer samt í fótbolta og badminton, er í bókaklúbbi og hinu magnaða félagi Karmel sem hittist einu sinni í mánuði, gengur stund- um á fjöll og keppir í Kubbi. Ég er að vísu búin að ákveða að hætta að kenna í Háskólanum, ég komst bara ekki yfir það og þá hættir það að vera gaman, bæði fyrir mig og nemendurna. En við erum búin að ákveða að við getum legið í leti og glápt á sjónvarpið á elliheimilinu.“ indiana@dv.is Ég gleymi því ekki þegar Glitnir varð gjaldþrota en þá hringdi Þórdís Arnljótsdóttir til okk- ar klukkan sjö að morgni. Ég sá bara undir iljarnar á Svavari og hann sást varla aftur fyrr en mánuði síðar. Fjölskyldan Leiðir Þóru og Svavars lágu sa man í fréttastofupartíum en Þóra segir þau hafa átt það sameigin legt að hafa mesta úthaldið af félögunum og dönsuðu og spjölluðu sa man fram á nótt. MYND SIGTRYGGUR ARI Eldklár Þóra er yngst í röðinni en hún á fjóra eldri bræður. Hún byrjaði í skóla fimm ára og kláraði tvær brautir í MH. Eftir heimspeki við HÍ skellti hún sér í hagfræði og alþjóðastjórnmál við Johns Hopkins School of Advanced International Studies. Þau Svavar stefna bæði á að mennta sig meira í framtíðinni. MYND SIGTRYGGUR ARI Með börnunum Þóra var komin yfir þrítugt þegar hún varð mamma. Hún átti engan veginn von á að móður-hlutverkið myndi hafa jafnmikil áhrif á hana og raunin varð. Hún segir marga telja að hún sé hætt barneignum þar sem hún sé komin með strák og stelpu en sjálf vill hún ekkert gefa upp í þeim efnum. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.