Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 45
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON helgihrafn@dv.is SKRÝTIÐ 45
VILDI SENDA SÉRÞJÁLFAÐA
KETTI TIL MARS
„Ég sé fyrir mér Sambíu framtíðar-
innar sem Sambíu geimaldarinnar,
sem verður lengra komin en Rúss-
land og Bandaríkin. Reyndar er það
svo að geimrannsóknarstofnunin
mín hugsar nú þegar sex eða sjö ár
lengra fram í tímann en þessi stór-
veldi.“ Þessi orð skrifaði Edward
Makuka Nkoloso í blaðagrein í
sambísku dagblaði árið 1964. Hann
var á þessum tíma þekktur mað-
ur fyrir baráttu sína fyrir sjálfstæði
landsins og kenndi náttúrufræði-
greinar við grunnskóla í Lusaka,
höfuðborg Afríkuríkisins Samb-
íu. Hann varð þó ekki landsfræg-
ur fyrr en hann ákvað skyndilega
að stofna geimrannsóknarstöð, þá
fyrstu í landinu, og lýsti því yfir að
hann ætlaði að senda tólf geimfara
og tíu ketti með eldflaug til plánet-
unnar Mars!
Sniðugt grín
Yfirvöld í Sambíu lýstu aldrei yfir
stuðningi við þessar metnaðarfullu
áætlanir en Nkoloso sótti um sjö
milljón dollara styrk frá Menning-
armálastofnun Sameinuðu þjóð-
anna, UNESCO, til að fjármagna
geimskotið. Þó að UNESCO hafi
ekki viljað styrkja Nkoloso varð
nafn hans frægt um alla Afríku og
blaðamenn frá öllum heimshorn-
um flykktust til Sambíu til að fylgj-
ast með eldflaugatilraunum hans.
Það var á sínum tíma erfitt að
meta hvort Nkoloso trúði því ein-
læglega að hann gæti hannað
geimskip eða hvort athæfið væri
grín sem ætti að hrifsa athyglina
frá stjórnvöldum landsins. Flestir
hrósuðu honum samt fyrir frábært
og frumlegt skopskyn. Hann hefur
á gamals aldri ekki viljað segja hvað
hann hafði í raun í huga.
Vildi verða borgarstjóri
Edward Makuka Nkoloso stofnaði
Geimrannsóknarstofnun Samb-
íu við upphaf sjöunda áratugar-
ins. Hann hafði skömmu áður tap-
að í borgarstjórnarkosningunum
í Lusaka. „Það er mjög óheppilegt
fyrir Lusaka að ég skyldi ekki vera
kosinn borgarstjóri. Ef ég hefði ver-
ið kosinn hefði höfuðborg Sambíu
fljótlega breyst í nýja París, ef ekki
New York,“ skrifaði Nkoloso í dag-
blað í Lusaka. Hann lýsti yfir því að í
staðinn fyrir að einbeita sé að borg-
armálunum myndi hann senda
eldflaugar út í geim en yfirvöld
vildu ekki leyfa honum að skjóta
upp eldflaug hinn 24. október 1964
þegar Sambía lýsti yfir sjálfstæði frá
Bretum.
Trúboð á Mars
„Það er mikil synd. Það er allt til
reiðu í leynilegum höfuðstöðv-
um okkar í dalverpi skammt frá
Lusaka. Við hefðum getað skotið
eldflauginni frá leikvanginum þar
sem sjálfstæðishátíðin fór fram og
Sambía hefði með því getað lagt
undir sig Mars einungis nokkrum
dögum eftir sjálfstæðisyfirlýsing-
una. Já, það er áfangastaðurinn —
Mars! Við höfum rannsakað Mars
með stjörnukíkjum okkar í höf-
uðstöðvunum og höfum komist
að því að á Mars búa vanþróaðar
skepnur. Geimfararnir okkar eru
tilbúnir. Sérþjálfuð geimstúlka,
Mata Mwamba, tveir kettir (sér-
þjálfaðir) og trúboði munu ferðast
með fyrstu eldflauginni. En ég hef
beðið trúboðann um að þröngva
ekki kristni upp á þá sem ekki
vilja,“ skrifaði Edward í hinni stór-
skemmtilegu blaðagrein. Hann
birtist í kjölfarið á síðum heims-
frægra tímarita og dagblaða á
borð við Time og New Statesman.
„Ég reyni nú að venja þau við
geimferðir með því að láta þau í
geimhylkið mitt á hverjum degi.
Það er 160 kílóa olíutunna, þau
sitja í henni og ég rúlla þeim nið-
ur hól. Þá líður þeim líkt og geim-
förum sem þjótast um geiminn,“
skrifaði hann.
Frumlegt andóf
En UNESCO neitaði Nkoloso um
þær sjö milljónir sem hann bað
um, engar eldflaugar voru send-
ar út í geiminn og hingað til hefur
Sambía ekki stundað geimferð-
ir. Edward Mukuka Nkoloso féll í
gleymskunnar dá.
Nokkrir sagnfræðingar hafa
skilgreint geimævintýri Nkoloso
sem frumlegt andóf gegn við-
teknum hugmyndum vestrænna
manna sem voru mjög fordóma-
fullir í garð Afríkumanna þeg-
ar nýlendurnar urðu sjálfstæð-
ar upp úr 1960. Í blaðagrein
Time frá 1964 má lesa þá skoð-
un blaðamannsins, sem var al-
gengt viðhorf í þá daga, að Afr-
íkuríkin væru ekki „tilbúin“ til að
verða sjálfstæð og heimskulegir
draumar Nkoloso bæru vitni um
það. En umræddir sagnfræðing-
ar telja hins vegar að geimspaug-
ið hafi einmitt verið til þess gert
að skrumskæla fordómana með
sköpunargleði að vopni.
Það ber að hrósa Nkoloso fyr-
ir háleita drauma. „Sambíumenn
eru ekki óæðri neinum mönnum
í vísindum,“ skrifaði hann bjart-
sýnn. Orð Gandhi ríma vel við
þessa sögu: „Vertu breytingin sem
þú vilt sjá í veröldinni.“
Sambíumaðurinn Edward Makuka
Nkoloso birtist í blöðum og tímaritum
víða um heim árið 1964 þegar hann lýsti
því yfir að hann hefði stofnað Geimferða-
stofnun Sambíu. Hann ætlaði að senda
eldflaugar til Mars en í hópi geimfar-
anna áttu meðal annars að vera trúboði
og sérþjálfaðir kettir. Hlegið var að hon-
um í vestrænum fjölmiðlum en margir
telja nú að uppátæki hans hafi ekki ver-
ið annað en skemmtilegt grín sem hafi
verið til þess gert að fylla Sambíumenn
bjartsýni en á þessum árum öðlaðist
Afríkuríkið sjálfstæði.
Við erum á leið til Mars! Blaðagrein
Nkoloso sem birtist árið 1964, árið sem
Sambía varð sjálfstætt ríki.
Á Mars Hingað til hafa menn ekki ferðast til Mars
og er alls ekki loku fyrir það skotið að fyrsti jarðar-
búinn sem þangað ferðast muni verða sambískur
að þjóðerni.
MYND: NASA
Í dag Nkoloso finnst gaman að
rifja upp geimævintýrið frá 1964
þótt engir Sambíumenn hafi ver-
ið sendir til rauðu plánetunnar.