Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Qupperneq 48
48 ÚTLIT UMSJÓN: ÁSGEIR JÓNSSON asgeir@dv.is 10. september 2010 FÖSTUDAGUR
„Þetta byrjaði allt í litlum 35 fermetra
bílskúr á Hrísateig fyrir 35 árum,“
segir Eyjólfur Pálsson, eigandi hús-
gagnaverslunarinnar Epal, sem á 35
ára starfsafmæli í ár. Í tilefni af því
ætlar Epal að vera með valdar há-
gæðavörur á tilboðsverði allar helg-
ar í september. Ástæðan fyrir því að
það er hægt segir Eyjólfur einfald-
lega vera þá að hann hefur átt í við-
skiptum við sömu birgjana frá upp-
hafi og hafa þeir komið til móts við
hann með verð nú og eftir að krepp-
an skall á.
Epal-taskan
Fyrsta Epal-verslunin var vissulega
í bílskúr en það má í raun segja að
hún hafi byrjað í enn minni einingu,
einni lítilli tösku. Töskuna má sjá á
mynd hér á síðunni en í henni var að
finna sýnishorn af gluggatjaldaefni
sem fór á milli fólks. Það valdi svo
það efni sem var pantað í kjölfarið.
Eyjólfur lærði húsgagnasmíði hér
heima en hélt svo utan til Danmerk-
ur þar sem hann lærði húsgagna-
hönnun. Þaðan kemur þessi sterka
tenging Epal við danska hönnun. „Ég
vann þar í tvö ár eftir nám. Þegar ég
kom svo heim og fór að vinna sem
innanhússarkitekt var svo margt sem
maður saknaði frá Danmörku. Ég
fór þá að vinna í því að fá fólk til að
flytja inn vörur fyrir mig en það vildi
það enginn. Hvað gerir maður þá? Þá
gerir maður hlutina bara sjálfur.“
Eyjólfur var 29 ára gamall þegar
hann opnaði Epal og var fjármagn
af skornum skammti. „Ég átti eng-
an pening. Í fyrstu var það þannig að
ég þurfti að nota launin mín sem ég
fékk sem innanhússarkitekt til þess
að leysa vöruna út. Fólk borgaði mér
fyrir vöruna sem það hafði pantað og
þá fékk ég útborgað. Þannig byrjaði
Epal.“
Íslensk hönnun
Eyjólfur segir mikið hafa breyst frá
því að hann opnaði Epal á sínum
tíma. „Viðhorfið gagnvart hönnun
hefur breyst mikið. Skilningur og já-
kvæðni gagnvart hönnun er mikið
meiri. Þetta er alveg svart og hvítt,
ástandið nú og þá. Þó mættu ráða-
menn vera meðvitaðri um þetta. Að
hönnun sé grein sem er mjög stór
og viðurkennd í öllum þeim löndum
sem við berum okkur saman við.“
Eyjólfur segir það einnig hafa
skipt sköpum að Listaháskóli Ís-
lands fór að bjóða upp á nám tengt
þessum geira. „Svo fóru iðnskólarn-
ir í Reykjavík og Hafnarfirði einnig að
bjóða upp á grunnnám. „Það hefur
ekki bara áhrif á þá sem fara í námið
heldur alla sem tengjast þeim líka.“
Eyjólfur segir líka að fólk í greininni
í dag sem lærði hér heima nái bet-
ur saman en þegar hann lauk námi.
„Það er meiri og betri samvinna. Við
sem lærðum úti og komum svo heim
náðum oft ekki saman í þessu.“
Eyjólfur segir Epal ávallt hafa gert
íslenskri hönnun hátt undir höfði.
„Það hefur alltaf verið eitthvað af
íslenskri hönnun hjá okkur. Eftir
fyrstu þrjú til fjögur árin fórum við
að leggja upp úr því að vera með ís-
lenska hönnun og höfum gert síðan.
Við erum alltaf vakandi fyrir íslenskri
hönnun sem verið er að framleiða
erlendis og reynum þá að ná henni.
Svo lengi sem hún uppfyllir kröf-
ur okkar um gæði. Á undanförnum
árum hefur Epal til dæmis boðið upp
á hönnun eftir Katrínu Pétursdóttur,
Erlu Sólveigu Óskarsdóttur, Pétur B.
Lúthersson, Sigurð Gústafsson og
Ólöfu Jakobínu Ernudóttur svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Traustið endurgoldið
Epal hefur alla tíð haft sömu kenni-
tölu og stundað viðskipti sín við
sömu birgjana. Það hefur svo skil-
að sér til baka þegar þrengt hefur
að í efnahagslífinu hér heima. „Það
hafa komið þrengingar áður og oft
rosalega erfiðar. Á einu tímabilinu,
sem ég man ekki nákvæmlega hve-
nær var, fóru margar húsgagnaversl-
anir að flytja inn eitthvert ódýrt dót
til þess að selja. Við þvertókum fyr-
ir það og héldum bara okkar striki.
Það drap okkur næstum því. En
þessi þrjóska að breyta ekki áhersl-
um hjálpaði okkur svo aftur þegar
ástandið batnaði.“
Kreppan nú hefur einnig verið
mjög erfið og hafa fjölmargar versl-
anir í þessum geira barist í bökkum
og sumar ekki lifað af. „Þegar þú ert
búinn að eiga viðskipti við sömu
aðilana í 30 til 35 ár og alltaf stað-
ið við þitt, alltaf borgað, þá koma
þeir til móts við þig. Þannig náð-
um við að semja við okkar birgja
upp á nýtt sem skilja vel þá aðstöðu
sem við vorum komin í út af hrun-
inu. Þannig að verðið hefur hækk-
að hlutfallslega miklu minna en það
hefði gert ef tekið er mið af gengis-
breytingunni. Eina skilyrðið er að
ég selji ekki vörur úr landi því ég er
með eitt besta verðið í heiminum á
þessum vörum.“
Þrátt fyrir erfiða tíma segist Eyjólf-
ur þó aldrei hafa óttast um ævistarf
sitt. „Aldrei óttast um það. Þegar
góðærið var sem mest árið 2007 var
okkur þrisvar sinnum boðið að selja
og við sögðum alltaf nei. Vegna þess
að við vorum ekki búin að gera allt
sem við ætlum að gera. Við vildum
ekki einu sinni vita upphæðina sem
var í boði.“
Vill virkja hæfileika annarra
Þrátt fyrir að vera lærður húsgagna-
smiður tók Eyjólfur snemma þá
ákvörðun að leggja þá iðn á hilluna.
Hann segir það lítið kitla sig að fara
að smíða og hanna aftur. „Ég tók þá
ákvörðun fljótlega. Ég vildi að það
væru fagmenn að vinna í Epal til
þess að halda gæðunum í hámarki
og ég hef notað þekkingu mína og
menntun í það. Okkar markmið og
stefna hefur alltaf verið að halda
hönnun og gæðum í fyrirrúmi og
við höfum aldrei vikið frá því. Það er
mun meiri áhugi hjá mér fyrir því að
hjálpa ungu og hæfileikaríku fólki við
að koma sér á framfæri heldur en að
smíða sjálfur.“
Kjartan Páll, sonur Eyjólfs, hefur
tekið við sem framkvæmdastjóri en
Eyjólfur er þó hvergi nærri sestur í
helgan stein. „Ég sé fyrir mér að ég
muni dinglast í þessu til 2024. Þannig
að ég fæ aðeins að slaka á og gera allt
þetta skemmtilega,“ segir hann léttur
að lokum.
Húsgagnasmiður-
innoginnanhúss-
arkitektinn
Eyjólfur Pálsson
stofnaðiverslunina
Epalfyrir35árum.
Fyrstuárinvar
versluninstarf-
ræktí35fermetra
bílskúrognotaði
Eyjólfurlaunsínúr
annarrivinnutilað
leysahúsgögninúr
tollinum.Þráttfyrir
erfiðatímahefur
Eyjólfuraldreihorf-
iðfráþeirrihugsjón
aðhaldahönnunog
gæðumofaröðru.
Fyrirtækiðerenn
meðsömukenni-
tölusemerfáheyrt
áÍslandi.
BYRJAÐI Í BÍLSKÚRNUM
Eyjólfur Pálsson
Eigandi og stofnandi Epal.
Fyrsta verslunin Var í 35 fermetra bílskúr.
Taskan
góða
Sem
ferðaðist
á milli
fólks með
sýnis-
hornum í.
Epal Hefur verið brautryðjandi á Íslandi þegar kemur að
húsgagnahönnun í 35 ár.
Heiðraður Eyjólfur fær heiðursorðu Hinriks Danaprins. Viðurkenningin er veitt þeim aðila
sem þykir skara fram úr í að markaðssetja danska vöru.